Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 28
28 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E wa Tosik Warszawiak tón- listarkennari og fiðluleikari flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Kraká í Póllandi til Ís- lands fyrir 11 árum. Hún er kaþólsk og hefur reynt að halda í pólska jólasiði á Íslandi Ewa segir að pólskir jólasiðir séu ævagamlir og hafi tekið litlum breyt- ingum þar til konur tóku að streyma út á vinnumarkaðinn fyrir nokkrum árum. „Eftir að konurnar byrjuðu að vinna úti breyttust matarhefðirnar aðeins því minni tími varð fyrir elda- mennskuna,“ segir hún og útskýrir að pólskir jólasiðir séu dálítið mis- munandi eftir landsvæðum. „Faðir minn er fæddur í Austur-Póllandi. Móðir mín er fædd í Mið-Póllandi. Okkar siðir voru því eins konar blanda af jólasiðum frá þessum tveimur landsvæðum.“ Fyrsta stjarnan boðar jólin Hátíðleiki pólskra jóla nær há- marki að kvöldi 24. desember. „Jólin ganga í garð um leið og fyrsta stjarnan kviknar á næturhimn- inum,“ segir Ewa, „og hátíðin hefst venjulega á því að matargestirnir gefa hver öðrum bita af vígðu brauði. Eftir að því er lokið er víða beðin borðbæn áður en fyrsti rétt- urinn er borinn á borð. Borðbænir eru algengari í pólskum sveitum en borgum.“ Ewa segir ekki óalgengt að bera fram 7 rétta jólamat í Póllandi. „Venjulega er byrjað á því að bera fram rauðrófusúpu með sveppafylltu ravíólí,“ segir hún. „Eftir rauðrófu- súpuna er gert hlé á borðhaldinu til að taka upp jólagjafirnar. Yngsti matargesturinn les á merkimiðana og útdeilir gjöfunum til hinna gest- anna. Á merkimiðunum kemur ekki beint fram hver gefur gjöfina heldur stendur að þeir séu t.d. frá Jóla- stjörnunni eða Jólasveininum.“ Vitið þið þá ekki hver gefur hvað ? „Jú, jú,“ segir Ewa með stríðn- isglampa í augunum. „Við erum fljót að komast að því hver gefur hvað!“ Vatnakarfi keyptur lifandi „Við borðum aldrei kjöt á þessu kvöldi,“ segir Ewa þegar talið berst aftur að sjálfri máltíðinni. „Á eftir rauðrófusúpinni er oft borinn fram kaldur vatnakarfi, soðinn í sætu hlaupi. Vatnakarfi er nátengdur jól- unum í hugum Pólverja. Yfirleitt er hann keyptur lifandi úti í fiskbúð, færður heim í plastpoka og geymdur í baðkerinu einhverja daga fram til jóla. Heima hjá mér var yfirleitt vandamál að fá einhvern í fjölskyld- unni til að drepa vatnakarfann til að hægt væri að hefja eldamennskuna,“ segir Ewa og játar því að sorgin yfir örlögum vatnakarfans hafi verið fljót að gleymast. Ewa segist hafa vanist því að eftir kalda vatnakarfann sé borinn fram steiktur vatnakarfi. „Þar á eftir er venjulega borðað stórt ravíólí með súrkáls-, káls- og sveppafyllingu. Þessi réttur er uppáhaldsréttur Mic- hals sonar míns. Þess vegna geri ég hann alltaf á jólunum. Eftir stóra ravíólið er oft boðið upp á ýmiss kon- ar sæta rétti, t.d. sérstaka pólska ostaköku. Vandinn er bara sá að ekki er hægt að fá ostinn í þessa sér- stöku ostaköku á Íslandi. Pólverjar á Íslandi hafa því þróað sérstaka að- ferð til að búa til ostinn í ostakökuna úr súrmjólk og AB-mjólk,“ segir Ewa og tekur fram að ostagerðin taki á bilinu 1–2 daga áður en hægt sé að byrja á því að gera sjálfa kök- una. „Annar vinsæll eftirréttur er svo birkiterta. Ég hef stundum gert hana eftir að ég flutti til Íslands. Ég man enn eftir því hvað bakarinn í Borgarnesi þar sem ég bjó fyrst rak upp stór augu þegar ég spurði hvort ég gæti keypt af honum eitt kíló af birki í nokkrar svona tertur.“ Skötuveisla í uppáhaldi Ewa segir ekki jafn miklar hefðir í tengslum við matartilbúning hinn 25. desember. „Pólverjar borða ým- iss konar hátíðarmat þennan dag. Ég er sjálf hrifnust af kalkún og öðru fuglakjöti. Aðrir eru með ýmiss konar annað kjöt, t.d. svínakjöt,“ segir Ewa og tekur fram að á jól- unum sé alltaf dekkað borð fyrir einn aukagest í Póllandi. „Hugsunin er sú að þeir sem eigi um sárt að binda eða eru einir séu alltaf vel- komnir í matinn. Ég man þó aldrei eftir því að einhvern aukagest hafi borið óvænt að garði.“ Hrifin af íslenskum jólasiðum Pólski jólasveininn, Heilagur Nikulás, kemur til byggða 6. desem- ber. „Þá setja pólskir krakkar jóla- gjafalistann sinn út í glugga. Um morguninn er listinn að sjálfsögðu horfinn,“ segir Ewa og rifjar upp að sonur sinn hafi orðið pínulítið rugl- aður eftir að hann fluttist 10 ára til Íslands og uppgötvaði að á Íslandi væri ekki einn jólasveinn heldur 13 talsins. „Annars eru jólin á Íslandi og í Póllandi í sjálfu sér ekkert ósvipuð. Allir vilja upplifa nærveru sinna nánustu, borða góðan mat og slappa af á jólunum. Ég er líka hrifin af ýmsum íslenskum jólasiðum, t.d. er einn af hápunktum ársins hjá mér þegar ég fer í skötuveislu til vina minna Bertu og Auðuns í Borg- arnesi á Þorláksmessu.“ Birkiterta 300 g birkifræ 300 g sykur 8 egg 1 msk maísgrjón 1 msk rasp 1 tsk vanillusykur 1 tsk lyftiduft Setjið birkifræið í sjóðandi vatn, látið standa í 30 mín. og sigtið. Setjið birkifræið í hakkavél og hakkið tvisvar. Notið skífu með smáum götum. Eggjarauður og sykur hrært sam- an. Haldið áfram að hræra og bætið maísgrjónum, raspi, birkifræjum, lyftidufti og vanillusykri út í. Þeytið eggjahvítur og bætið varlega út í deigið. Látið í tertuform (smurt með smjöri og raspi) og bakið í 40 mín. við um 180°C. Geymið tertubotninn til næsta dags og skerið í þrjár jafnstórar sneiðar. Valhnetukrem 250 g ósaltað smjör 1⁄2 mjólkurglas púðursykur 1⁄2 mjólkurglas sykur 1 eggjarauða 1⁄2 msk kartöflumjöl 1⁄2 msk hveiti 1 tsk vanillusykur 1⁄2 mjólkurglas hakkaðar val- hnetur. Hrærið hveitið saman við 1⁄3 af mjólkinni. Sjóðið afganginn af mjólkinni með sykrinum og van- illusykrinum út í. Blandið saman við hveitiblönduna og hrærið þangað til suðan kemur upp á ný. Sjóðið áfram í um 1 mín. og hrærið á meðan. Látið kólna. Hrærið saman smjör, púðursykur og valhnetur og bætið mjólkurdeig- inu smám saman útí og hrærið á meðan. Hrærið síðan eggjarauðuna út í. Að lokum sítrónusafa eftir smekk. Blandið saman sterku te, sykri og rommi, t.d. Jamaika-rommi. Bleytið botnana með blöndunni áður en kremið er sett á milli. Afgangnum af kreminu er síðan smurt yfir tertuna og hún skreytt með kirsuberjum. Dekkað borð fyrir aukagest Morgunblaðið/Kristinn Ewa Tosik Warszawiak hefur reynt að halda í pólska jólasiði á Íslandi. H nausþykkur hrís- grjónagrautur með rús- ínum hefur lengi verið ómissandi á jólaborðum flestra Íslendinga. Mun þar einkum ráða sá siður að fela möndlu í grautnum og verðlauna svo þann, sem möndluna hreppir, með svokallaðri möndlugjöf. Mörgum finnst grauturinn að vísu góður og borða hann af bestu lyst, en aðrir láta sér nægja að krukka aðeins í hann með skeiðinni til að leita möndlunnar. Hallgerður Gísladóttir, þjóðfræð- ingur á Þjóðminjasafni Íslands, rekur sögu jólagrautsins á vísindavef Há- skóla Íslands og segir þar meðal ann- ars að „orðið jólagrautur þýði í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrís- grjónamjólkurgrautur með rús- ínum“. Hallgerður segir ennfremur að slíkir grautar verði ekki algengir hér á landi meðal almennings fyrr en upp úr aldamótum 1900, en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. „Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóma eða mjólk, stundum saft eða saftsósu og víða er grautur af þessu tagi kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum á jólum eða aðra daga. Sums staðar á Íslandi var jóla- grauturinn hafður fyrir matinn á að- fangadagskvöld þegar líða tók á 20. öld en slíkt mun hafa verið algengast í Danmörku. Í Skandinavíu, þar sem jólagrautur af þessu tagi er hefð- bundinn réttur á jólum, er grauturinn venjulega eftirréttur á aðfangadags- kvöld.“ Sjálf kvaðst Hallgerður hafa alist upp við hið síðarnefnda á æskuslóð- um sínum að Seldal í Norðfjarð- arhreppi. „Ég er alin upp við jóla- graut, þykkan, seyddan mjólkurgraut með rúsínum og möndlu. Hann var þá borinn fram á eftir rjúpunum, sem jafnan voru í aðalrétt. Það skipti svo miklu máli að fá möndluverðlaunin, sem oftast voru eitthvað sælgæti, að maður píndi ofan í sig grautinn þótt maður væri orðinn pakksaddur eftir rjúpurnar. Ég hélt þessum sið þar til fyrir nokkrum árum að jólagraut- urinn hætti einhvern veginn að vera eini eftirrétturinn sem til greina kom á aðfangadagskvöld. Krakkarnir voru orðnir stórir og möndlugjöfin ekki eins spennandi og áður. Þá hafði hann tekið þessum breytingum í áttina að ris à l‘amande,“ sagði Hallgerður, og kvaðst búast við því að einhver útgáfa af jólagrautnum yrði á hennar borð- um af og til í framtíðinni. Í úttekt Hallgerðar um jólagraut- inn á vísindavef HÍ segir meðal ann- ars að í skýrslu Þórarins Liljendal um íslenskt mataræði frá því 1783 komi fram að á jóladag, ásamt nokkr- um öðrum hátíðisdögum, reyni Ís- lendingar að hafa mjólkurgraut kvölds og morgna til hátíðabrigða. Misjafnt hefur verið hvort jólagraut- urinn var framreiddur á jóladag eða aðfangadagskvöld. Á vestanverðu landinu var algengara að hann væri hafður á jóladag, ýmist í morgunmat eða sem eftirréttur á eftir miðdeg- ismat. Á austanverðu landinu var al- gengara að bera hann fram á að- fangadagskvöld og sá háttur vann á eftir því sem á 20. öld leið. Jafnframt komu til sögunnar möndlugjafir í tengslum við jólagrautinn, en hvort tveggja kemur til okkar frá Dan- mörku. Varðandi uppruna möndlugjaf- arinnar gefur Hallgerður eftirfarandi skýringu: „Eftir að hrísgrjónagraut- urinn varð á allra færi varð ris à l‘amande höfðingjaútgáfan af jóla- grautnum og tók jafnframt víða við sem eftirréttur á aðfangadagskvöld á síðustu áratugum 20. aldar. Ris à l‘amande er nafn á dönskum hrís- grjónabúðingi með möndlum sem mun ekki tengjast Frakklandi að öðru leyti en því að innihaldið er talið eiga uppruna sinn í möndlugjöfinni. Hún er aftur talin tengjast frönskum sið sem þekktur er frá miðöldum og felst í því að í samkvæmi daginn fyrir þrettándann borðuðu menn köku sem í var falin baun. Sá sem hana fann réði öllu í samkvæminu það sem eftir lifði kvölds.“ Misjafnt er eftir hverjum og einum hvernig jólagrauturinn er mat- reiddur, en á vefsetrinu Kjarnafæði má finna uppskriftina Jólagrautur mömmu, sem er tilvalinn á jólaborðið. Jólagrautur mömmu Fyrir 8 2 dl hrísgrjón (grautargrjón) 5 dl vatn 5 dl nýmjólk 3 msk sykur 7,5 dl rjómi, þeyttur 100 g súkkulaðispænir 1 msk sérrí 1–2 tsk vanillusykur 1 stk heil mandla, afhýdd Bláber Komið upp suðu á vatninu, bætið hrísgrjónunum í og látið malla í 10 mín. Bætið við mjólkinni og látið suðu koma upp. Látið grautinn malla í 15– 20 mín. á lágum hita og hrærið reglu- lega í, svo hann brenni ekki við. Takið grautinn af hellunni og bætið við sykri. Setjið grautinn í skál og kælið. Hrærið rjóma, möndlunni, súkku- laði og sérrí út í kaldan grautinn. Smakkið til með vanillusykri. Berið grautinn fram með bláberjum eða góðri berjasósu. Verði ykkur að góðu! Ýmist fyrir eða eftir aðalrétt Morgunblaðið/Kristinn Ris à l’amande. Hnausþykkur hrísgrjónagrautur er ómissandi á jólaborðið. Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði Sérhönnun, st. 42-56 Vertu velkomin - Gleðilega jólahátíð Vertu öðruvísi um hátíðarnar í fatnaði frá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.