Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 56
56 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ er 1955 og 26 ára íslensk námskona í Kaupmannahöfn gengur inn í Illum Bolighus verslunina á Strikinu í hjarta Kaupmannahafnar. Komið er fram í desember og jóla- stemmningin á Strikinu er óviðjafn- anleg, úti er stafalogn og mikil ljósa- dýrð. Ilmur af greni er í lofti og litlir götu- kórar syngja jólalög. Þetta er árið sem Halldór Laxness vinnur Nób- elsverðlaunin, Ólafur Thors er for- sætisráðherra. Ekki eru nema 11 ár frá stofnun lýðveldisins. Hannes Pétursson skáld gefur út Kvæðabók þetta ár, tímamótaverk í íslenskri bókmennta- sögu. Í Ameríku er sjálfur Elvis Pres- ley enn óþekktur, Eisenhower er for- seti Bandaríkjanna og Marilyn Monroe á hátindi frægðar sinnar. Og námskonan unga vindur sér inn í Illum á Strikinu og kaupir sína fyrstu jólatrésseríu. Hana grunar ekki að nærri hálfri öld síðar muni hún enn nota blessaða seríuna. Og takið eftir: Á 48 árum hefur aldrei bilað pera. Tvær aukaperur liggja enn ónot- aðar í upprunalegum kassa utan um seríuna. Ógleymanleg jól í Kaupmannahöfn „Það var ógleymanlegt að upplifa dönsk jól á þessum árum enda hafa Danir alltaf kunnað að skapa mikla jólastemmningu,“ rifjar Margrét Mar- geirsdóttir upp. „Fyrir unga Íslend- inga var ákaflega gaman að taka þátt í jólaundirbúningnum og það kom vitaskuld ekki annað til greina en að kaupa fallega jólaseríu fyrstu jólin okkar. Við keyptum seríuna og notuðum hana um hver jól á Kaup- mannahafnarárum okkar og þegar fjölskyldan flutti heim árið 1960 fylgdi serían vitaskuld með í búslóð- inni,“ segir Margrét. „Við notuðum hana í mörg ár eftir heimkomuna, en hvíldum hana í nokkur ár þegar lit- skrúðugar tískuseríur ruddu sér til rúms. Það má segja að serían hafi fengið frí einhvers staðar á milli þrí- tugs og fertugs en nú er hún orðin 48 ára og mörg undanfarin ár hefur ekki annað komið til greina en nota hana, enda stenst hún tímans tönn og verð- ur æ mikilvægari þáttur í jólaund- irbúningnum eftir því sem árin líða. Það ríkir alltaf ákveðin eftirvænting þegar hún er prófuð í desember, en aldrei bregst hún, þrátt fyrir háan ald- ur. Hennar er gætt eins og konungs- gersema hér á heimilinu og vandlega frá henni gengið eftir notkun. Hún er enn í sama kassanum og við keypt- um hana í og það merkilega er að það hefur aldrei þurft að skipta um peru öll þessi ár. Seríuna vantar ekki nema tvö ár í fimmtugt og það verður sannarlega spennandi að sjá hvort við munum geta lýst upp jólin 2005 með hálfrar aldar gamalli jólaseríu.“ 48 ára gömul jólasería stenst tímans tönn hjá Margréti Margeirsdóttur Perurnar hafa aldr- ei bilað í hálfa öld Morgunblaðið/Þorkell „Það ríkir eftirvænting þegar jólaserían er prófuð í desember, en aldrei bregst hún, þrátt fyrir háan aldur,“ segir Margrét Margeirsdóttir. Jólin 1958 í Kaupmannahöfn. Helga Sigurjónsdóttir við jólatréð með ser- íuna góðu. Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins í fallegri gjafaöskju Verð kr: 1.900.- Verð kr: 6.200.- Verð kr : 3 .700.- Verð kr : 12.900.- Verð frá kr: 3.500.- Verð kr : 3 .900.- Verð kr : 9.500.- Verð kr: 6.500.- Verð kr. 5.100.- Herrahanskar 3 stærðir verð kr. 10.300 9.200 6.200 Bakpoki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.