Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 16
16 D LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H jónin Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, verkefnastjóri við Háskólann í Reykja- vík, og Hallbjörn Karlsson kynntust þeirri hefð þegar þau bjuggu í Bandaríkjunum að elda kalkún á þakkargjörðardaginn. En að sögn Þorbjargar er Þakk- argjörðarhátíðin aðalhátíð Banda- ríkjamanna og lengsta frí þar í landi. „Við kynntumst hefðinni og ákváðum að prófa að elda þetta sjálf því þetta er svona ekta amerískt allt saman. Við erum sex, ég og mað- urinn minn Hallbjörn Karlsson, Ólöf Rós Káradóttir og Jóhann Ófeigs- son, Gísli Marteinn Baldursson og Vala Káradóttir. Ólöf og ég lærðum í sama háskólanum í Seattle og ég þekki Gísla og Völu síðan í Versló og Ólöf og Vala eru systur. Þetta var því dæmalaust fínn hópur!“ Þorbjörg segir að hópurinn skipti eldamennskunni á milli sín en upp- skriftirnar koma upphaflega frá öðru vinafólki þeirra í Seattle sem hafði fundið þær flestar í tímaritinu Gourmet Magazine. „Uppskriftin er alveg sérstaklega gott samspil af upprunalegum hrá- efnum þakkargjörðarmatarins og nýjum hráefnum. Uppskriftin er líka sérstaklega góð með það að hægt er að vinna margt fyrirfram því kalkúnninn þarf að vera í ofninum í rúmar fjórar klukkustundir. Ég mæli samt ekki með því að ein fjöl- skylda geri alla uppskriftina enda er góður siður í Bandaríkjunum að skipta verkefnum á milli sín og kostnaði með því að skipta uppskrift- unum niður á matargesti. Við höfum breytt mjög litlu en við höfum notað íslenska sósuuppskrift og waldorf- salat með sem var ekki með upp- runalegu uppskriftinni. Fyrst þegar við komum heim var ekki hægt að fá allt í uppskriftirnar en við höfum séð til þess að upp- skriftin hafi ratað til stjórnenda Hagkaupa og síðustu tvö ár hefur allt verið til fyrir matarveisluna. Við höfum meira að segja fengið ferskan kalkún í gegnum Hagkaup með 2–3 daga fyrirvara þó að kalkúnavertíðin sé ekki hafin á þessum tíma,“ segir Þorbjörg. Að sögn Þorbjargar hentar mál- tíðin vel bæði um jól og áramót en þau Hallbjörn hafa eldað hana bæði á Þorláksmessu, aðfangadag og á áramótum og alltaf við góðar und- irtektir matargesta. „Við skálum þó alltaf fyrir indján- unum svona aðeins til að halda í hefð þakkargjörðarhátíðarinnar,“ segir Þorbjörg. Kalkúnn með ferskum kryddjurtum 5 til 7 kg kalkúnn (geymið inn- mat fyrir soð – allt nema lifur) ½ bolli ósaltað smjör 8 greinar af ýmsum kryddjurtum (timian, sage, rósmarín, og marjoram) 1½ bolli vatn Til skrauts: greinar af ýmsum ferskum kryddjurtum Forhitið ofninn að 160°C. Þvoið kalkúninn að innan og utan og þurrkið með eldhúsbréfum. Brettið hálsaskinn undir kalkúninn og festið með stálprjóni eða tréprjón. Festið vængi við búkinn. Setjið kalkún á grind (grind fyrir kjúklinga eða læri) í pönnu. Bræðið smjör og penslið kalkún að innan með smjöri og saltið og piprið. Pensl- ið kalkúninn að utan og saltið og piprið. Bindið lauslega saman lærin með eldhússnæri. Bakið kalkún í miðjum ofninum í 1 klst. Bætið vatni í pönnuna og bakið kalkúninn áfram í aðra 2 klukkutíma en hellið vatni yfir kalkúninn eftir hverjar 20 mínútur í ofninum eða þangað til kjöthitamæl- ir sem stungið er í kjötmikinn hluta læris segir 80°C og vökvi rennur tær þegar stungið er í kalkúninn. Færið kalkúninn á fat og setjið soðið í pott. Takið prjóna úr kalkúninum og fleygið bandinu sem er á lærunum. Látið kalkúninn standa í 30 mínútur. Skreytið kalkúninn með krydd- jurtum og berið fram. Uppskriftin er fyrir 8. Kryddfylling með beikoni og kornbrauði 2 hleifar maískornbrauð 6 stór sellerírif 2 stórir laukar (450 g) 500 g beikonstrimlar ½ bolli saxaðar kryddjurtir (timi- an, sage, rósmarín, marjoram) eða 2 msk af þurrkuðum krydd- jurtum. 1 bolli kjúklingasoð, 1⁄4 bolli feiti af kalkúni eða brætt smjör. Forhitið ofninn að 160°C og smyrj- ið eldfast mót. Skerið maískorn- brauðið í 1,5 cm teninga og þurrkið á bökunarpönnu í ofninum í rúmar 20 mínútur. Takið brauðið út og látið kólna en hafið áfram kveikt á ofn- inum. Skerið gróflega sellerí, lauk og beikon. Steikið beikon í stórri pönnu á meðalhita þar til brúnað (um 10 mínútur). Bætið út í selleríi og lauk og hrærið þar til grænmetið er orðið mjúkt, í um 5 mínútur. Bætið út í kryddjurtunum, salti og pipar og hrærið saman í um eina mínútu. Sett í stóra skál, blandið saman beikonblöndu og maískornbrauðinu og flytjið yfir á bökunardisk. Fyll- inguna má búa til að þessum punkti einum degi fyrir matarboðið ef hún er kæld alveg áður en hún er sett í kæli. Dreifið yfir blönduna soði og bakið með loki/álpappír í eina klukkustund í efri hluta ofnsins. Dreifið fitu eða smjöri yfir fyllinguna og bakið í 30 mínútur í viðbót án loks/álpappírs, eða þangað til brún- að. Gerir 16 bolla af fyllingu. Maískornbrauð 2 bollar hveiti 2 msk lyftiduft 1 tsk salt 2 bollar gult kornmjöl ½ bolli sykur 2 bollar mjólk 2 stór egg 1 bolli mjúkt ósaltað smjör Hitið ofninn að 200°C og smyrjið tvær skúffukökupönnur með smjöri. Sigtið saman í stórri skál hveiti, lyfti- duft og salt og blandið við kornmjölið og sykurinn þar til vel blandað. Hrærið létt saman mjólk og egg þar til næstum fullhrært. Bætið smjör- inu við hveitiblönduna og hrærið í hrærivél þar til deigið er eins og gróft mjöl. Setið eggjablönduna saman við og hrærið (deigið verður þunnt). Hellið deiginu í formin og bakið í miðjum ofninum þar til gullið á litinn (í um 50 mínútur). Kælið brauðið í 10 mínútur í pönnu og síðan aftur úr pönnunni. Brauðið má geyma í plastfilmu og geyma í kæli í 2 daga eða frosið í 2 vikur. Stappaðar sætar kart- öflur með viskí og pec- an-hnetum 3 kg sætar kartöflur (um 6–7 stórar) 3 msk bourbon (amerískt viskí) ½ bolli mjúkt ósaltað smjör 2 bollar pecan-hnetuhelmingar 1 tsk gróft salt 2 msk púðursykur Forhitið ofninn að 225°C. Stingið í kartöflurnar með gaffli og setjið á bökunargrind í miðjan ofnin þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar – í um eina klukkustund. Þegar kartöflurnar hafa kólnað nógu mikið til að geta haldið á þeim (þær verða mjög heitar) er hýðið tekið af kartöflunum og helming- urinn af kartöflunum settur í mat- vinnsluvél. Bætið í bourbon-viskí og sex mat- skeiðum af smjöri og hakkið í um 30 sekúndur (á að vera aðeins gróft). Setjið í skál. Hakkið kartöflurnar sem eru eftir og látið matvinnsluvél- ina hakka þar til maukað. Setjið þennan helming líka í skálina, piprið og saltið að vild og blandið saman. Setjið svo kartöflustöppuna í eld- fast mót. Stöppuna má gera tveimur dögum fyrir matarveisluna ef hún er kæld strax og plastfilma sett yfir. Látið kartöflurnar ná stofuhita fyrir hitun. Lækkið hitann í 170°C. Breiðið úr pecan-hnetunum á bökunarplötu og bakið í ofninum þar til þær eru orðn- ar mjúkar (í um 10 mínútur). Blandið svo saman tveimur msk af smjöri og grófu salti við hneturnar. Hneturnar má undirbúa 2 dögum fyrr, en þær þurfa að geymast í loft- þéttum umbúðum við stofuhita. Rað- ið hnetunum ofan á kartöflustöppuna og setjið púðursykur yfir allt. Bakið kartöflurnar í efri hillu í ofninum þangað til alveg heitt í gegn og þar til að pecan-hneturnar eru orðnar aðeins brúnni (um 30 mín.). Upp- skriftin er fyrir 8 manns. Rósakál og grillaðir rauðlaukar 2 kg rauðlaukar (um 9 stk) 1 msk ólífuolía 500 g rósakál 1½ msk Dijon-sinnep ¼ bolli vatn 3 matskeiðar ósaltað smjör Forhitið ofninn í 220°C. Skerið laukinn í 6 báta þannig að rótarendi haldi lauknum saman. Blandið sam- an í stórri skál lauk, olíu, salti og pip- ar að smekk. Raðið lauknum á bök- unarpönnu og bakið í 20 mínútur. Kalkúnn frá Seattle Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Atli Freyr Hallbjörnsson huga að matseldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.