Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 37 E kki er vitað hvernig fyrstu kertin urðu til en fundist hafa kertastjakar í Egypta- landi úr leir frá fjórðu öld fyrir Krist. Vitað er að Kín- verjar og Japanar til forna unnu vax úr skordýrum og fræjum og settu í pappírsmót. Í indverskum must- erum voru notaðir kveikir með vaxi sem var unnið úr sjóðandi kanil. Hér á Íslandi notuðum við lengi framan af tólgarkerti unnin úr fit- unni af íslensku sauðkindinni. Kveikurinn var gerður úr fífu og var tólgin brædd og henni hellt ofan í strokk með volgu vatni og kveikn- um dýft ofan í aftur og aftur þang- að til nógu mikil tólg hafði fest við svo úr varð kerti. Kertin voru líka steypt í sérstök kertaform. Til hátíðabirðgða eins og á jólum voru búin til þríarmakerti, svokölluð kóngakerti. Kertin stóðu venjulega á kerta- stikum úr tré eða málmi og voru kertin annaðhvort í venjulegri holu eða fjöður hélt kertinu föstu við trébút. Skapa stemmningu Kerti og stjakar prýða velflest heim- ili. Hlutverk þeirra hefur breyst en segja má að kertin hafi lítið hagnýtt gildi og séu frekar notuð til að skapa notalega stemmn- ingu með mun- úðarfullri birtu sinni, en til að lýsa upp hí- býli fólks. Þegar jólin nálg- ast og fólk fer að huga að skreyt- ingum heima hjá sér má hugsa sér að setja kertastjakana í jólalegan búning. Þannig geta þeir líka komið í staðinn fyrir borðskreytingu. Oft á fólk skraut eða annað glingur til að skreyta kerta- stjakana með. Ef ekki, er hægt að leita til dæmis til blómaverslana sem selja ýmiss konar efni til skreytinga. Ekki eru allir sem hafa tíma til eða áhuga á að búa til skreytingar af þessu tagi og geta þá farið með kertastjakana í blómabúðir og látið skreyta þá fyrir sig. Mikið úrval af kertum Kerti af öllum stærðum og gerð- um, með eða án ilms, er að finna í verslunum. Fyrir jólin er það þó oft- ast hið hefðbundna sem verður fyrir valinu. Einföld kerti í rauðum lit, vínrauðu, grænu eða gylltu. Þeir sem aðhyllast naumhyggjuna inn- anstokks halda sig gjarnan við hvít, grá eða silfruð kerti. Til eru þeir sem vilja breyta til og „poppa“ upp jólin og nota einhverja aðra liti. Kertastjakarnir sem fólk hefur á borðum hjá sér eru til með ýmsu móti og fer það venjulega eftir því hvernig húsgögn eru á heimilinu í hvaða stíl þeir eru, hvort þeir eru silfraðir, gylltir, úr smíðajárni, steini eða tré. Efni eða útlit stjakanna skiptir kannski ekki mestu máli heldur birtan sem kertið veitir inn í huga okkar á þessum árstíma. Morgunblaðið/Jim Smart Coryllusgrein, þ.e. nornahesli, er bundin við smíðajárnið en járnið sjálft er skreytt með silkigreinum í gylltum lit. Koparbrúnar slaufur og jólakúlur gefa kertastjakanum jólalegt yfirbragð. Kertastjakinn er frá Garðheimum. Aðeins annar stjakinn er skreyttur þó að þeir standi hlið við hlið. Skreyting hans er einföld og fólgin í því að gervigrenigrein með rauðum kúlum er fest með gylltum vír á stjakann og skreytt með rauðri stjörnu. Blóma- verkstæði Binna sá um skreytinguna. Skemmtilegar borðskreytingar Silfurstjakinn sem er frá Garðheimum er skreyttur með coryllusgrein sem er bundin við stjakann og hann skreyttur með silfurstjörnu og glærum jólakúlum. Skreytingin á kerta- stjakanum, sem er frá Garðheimum, felst í að grenigrein er vafið um stjak- ann og skreytt með rauðu perlubandi. Mjóar slaufur úr gagnsæju efni eru uppi við kertin. Þessi fimm arma stjaki er skreyttur með tveim lengjum. Önnur er gerð úr glerlaufblöðum og hin gervigreni. Lengj- unum er vafið saman og þær settar eftir smekk á stjakann. Þykk flauelsslaufa prýðir stjakann sem er frá Blómaverk- stæði Binna. Skreyting kertastjakanna er sérstök að því leytinu að stjakarnir eru víraðir saman. Framan á þá eru festar greinar með kristaláferð sem hafa verið bundnar saman með vír. Á þær eru hengdar glærar gler- stjörnur. Blómaverkstæði Binna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.