Vísir


Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 5

Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 5
Fyrstu kosningar i uganfla i 18 ár: Obote viO stlórn- völinn aftur? Dr. Milton Obote. Fyrstu kosningarnar, sem fram hafa farið i Úganda i átján ár, verða i dag. Þá greiða fimm milljón kjósenda Úganda atkvæði um það, hvort þeir vilja fá dr. Milton Obote við stjórnvölinn aft- ur. Obete var steypt af stóli fyrir tiu árum i herforingjabyltingu Idi Amins. Obete hefur lyst þvi yfir, að hann hafi kastað sósialisma sin- um og þjóðnýtingarstefnu fyrir róða, en sú stefna hans minnkaði mjög vinsældir hans meðal ihald- samra Úgandabúa fyrir bylting- una 1971 og varð 'til þess að ihaldsamir studdu Amin. Talið er, að Obote og flokkur hans eigi töluverða möguleika á að ná völdum. BARNADAUÐINN I HEIMINUM MINNKAR Eitt af hvcrjum tiu börnum, sem fæddust i heiminum á siðasta ári, lést, og fimmtungur allra ungbarna er vannærður. Þetta kemur fram i skýrslum frá Sam- einuðu þjóðunum. James Grant, forstjóri UNICHEF, sagði, að þessar tölur væru töluverð framför frá þvi, sem áður var. Hann sagði, að þetta sannaði, að hægt væri að vinna bug á barnadauða, hungri og ólæsi. Helmingur hungraðs fólks i heiminum býr i Suöur-Asiu, en þar létust átta milljón börn yngri en fimm ára á siðasta ári. Sjötiu og sjö milljónir barna á aldrinum sex til ellefu ára sækja ekki skóla. Mið-Afrika er sennilega með mestan bamadauðann. Fimm- tungurallra bama deyr þar, áður enþau ná fimm ára aldri og ann- að hvert barn er vannært. Að sögn Grants er áætlað, að 450 milljónir manna i heiminum séu vannærðir og 800 milljónir manna ólæsir. Bandarikin: Radarvélar til Póllands Fjórar bandariskar radarflug- vélar hafa verið sendar til Vest- ur-Þýskalands til að fyigjast með ástandinu við landamæri Pól- lands, að þvi er bandarisk hern- aðaryfirvöld herma. Vélarnar, sem einnig voru notaðar, þegar striðið milli Irans og irak braust út, geta fylgst með hernaöarleg- um viðbúnaði úr 44 kilómetra fjarlægð og munu þvi koma að góðum notum við að afla upplýs- inga um slikan viðbúnað við landamæri Póllands, að sögn. Fréttirnar um, að vélarnar væru lagðar af stað bárust skömmu áður en Edward Muskie, utanrikisráðherra Bandarikj- anna, hélt frá Wahington til að stitja fund Atlantshafsbandalags- ins i Brussel. Hafði hann, að sögn, fengið þau fyrirmæli frá Carter að þrýsta mjög á um samstöðu vestrænna rikja, gagnart hugsan- legri innrás Sovétmanna inn i Pólland. Jody Powell blaöafull- trúi rikisstjórnarinnar sagöi i Washington i gær, að mjög nauð- synlegt væri að samræma sjónar- mið i þessu máli „svo að ekki verði um nein mistök eða óein- ingu að ræða varðandi samstöðu aðildarrikja Atlantshafsbanda- lagsins”vegna ásfeandsins i Pól- landi. Rikisstjórnir aöildarrikja Efnahagsbandalagsins veittu Póllandi efnahagslegan stuöning i gær, þegar samþykkt var að selja Pólverjum mikiö magn af korni og landbúnaðarafurðum. i höfuöborg Frakklands, en þar hefur hann dvalið i útlegð frá lokum styrjaldarinnar. Hann var 84 ára að aldri. Við útförina lásu synir hans upp Ijóð eftir Swinburne, Paul Val- eyry og Göthe. — Einn þcirra sagði blaðamönnum, aö einungis tveir fyrri fylgismanna hans á Brellandi, hefðu komiö til að fvlgja honum. Fasistasa mtökin munu efna til sérstakrar minn- ingarathafnar i London siðar. walesa ler lil páfans Lech Walesa leiðtogi „Ein- ingar”, hinna pólsku verkalýðs- samtaka, mun koma fyrir páfann i Kóm þann 16. janúar. Það mun hafa verið pólski kardinálinn, Stefan Wysztneski, sem fékk áhevrn fyrir VValesa hjá Jóhann- esi Páli páfa. — Verður þetta fvrsta utanför Walesa, sföan hin óháðu verkalýðssamtök voru stofnuð i Póllandi. Friðarsinninn John Lennon — veginn af snaróöum morðingja. Morðingi Jotin Lennons: m P lk:l I -V- ■ Einlægur aðdáandi Bítl- anna irá barnæskui Milljónir manna um allan heim syrgja nú Jolin Lennon, sem var skotinn til bana i fyrrinótt og likja bandariskir fjöimiðlar viðbrögð- um fólks helst við þaö, er John Kennedy, forseti, var skotinn til bana. Skipaður verjandi David Chap- mans, sem grunáður er um morðið á Lennon, sagði að skjól- stæðingur sinn hefði frá barnæsku verið mikill aðdáandi Lennons og reyndar allra Bitlanna. Saksóknarinn sagði við frétta- menn, að allt virtist benda til, að hér hefði veriö um fyrirfram ákveðna „aftöku” Lennons aö ræða af hendi Chapmans. Hann bætti því ennfremur við, að morð- inginn hefði haft tvö þúsund doll- ara á sér við handtökuna. David Chapman hefur nú verið gert að sæta geðrannsókn og verður honum haldið i góðri fjar- lægð frá öðrum sjúklingum, þvi að grunur leikur á, að margir hugsi honum þegjandi þörfina vegna ódæðisins. Sérstakur vörð- ur mun einnig vaka yfir honum til þess að koma i veg fyrir, að hann fremji sjálfsmorð, en að sögn læknis Chapmans, hefur hann tvi- vegis gert sjálfsmorðtilraun. Meðal þeirra, sem sendu Yoko Ono, eiginkonu Lennóns, samúðarskeyti i gær, var Carter forseti. „John Lennon tók þátt i aö skapa þá tónlist og hugsunarhátt vorra tima”, sagði i samúðar- skeytinu. „Hugsjón hans — hug- sjón Bitlanna — ákveöin og ein- læg, kaldhæðnisleg og jákvæð, allt i senn.varð hulgsjón heillar kynslóðar...Starfi’hans sem tón- listarmanns og listamanns var langt i frú lokiö, en lögin sem hann samdi, bæði einn og i sam- vinnu við Paul McCartney, skilja eftir stórkostlegan og varanlegan arf til komandi kynslóða”. Eiginkona Chapmans, sem bú- sett er á Honolulu, vildi ekkert segja við fréttamenn. Fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins i Honolulu, þar sem Chapman vann, sagði að Chapman hafi ver- ið rólyndur, samviskusamur og góður starfsmaður, sem öllum hefði likaö vel við. Yoko Ono sagði i gær, að engin jarðarför færi fram: „Þaðerekki hægt að jarða John” Ono sagði, að siðar i þessari viku myndi fara fram kveðjuat- höfn til að biðja fyrir sálu Johns: „Við bjóðum ykkur öllum að taka þátt i athöfninni, hvar sem þið er- uð stödd”. Allt undir einu þaki (^) I ¥ m ■ v w þakjárn • þaksaumur plastbáruplötur • þakpappi Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími 10 600

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.