Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 10. desember 1980. VÍSLR 9 Peningamál útvarps Einokunaraðstaða útvarps og sjónvarps hefur gert þessar stofnanir að ofdekruðum vælu- kjóum. Þegar vasapeningar þeirra minnka hefst harma- kvein og þrýstingur mikill á þá sem stjórna peningamálunum. Rikisfjölmiðlarnir sjálfir, svo og frjálsir fjölmiðlar, hafa gert fjármálum útvarps og sjón- varps itarleg skil að undan- förnu. Svo til allar raddir sem fram hafa komið i þvi máli eru á þann veg að neyðarástand vofi yfir ef rikisútvarpið fái ekki nokkra milljarða til ráðstöfunar nú þegar. Fram hefur komið að sjón- varpið óskaði eftir 6 milljörðum króna til reksturs sins, en sú beiðni var skorin niður um einn og hálfan milljarð. Fé til út- varpsins var skorið niður um 9 prósent. Afleiðingin er sú, segja for- ráðamenn rikisfjölmiðlanna, aö skera verður framlög til dag- skrárgerðar i útvarpi niður um 14prósent,og sjönvarpið virðist helst þurfa að skera niður alla dagskrárgerð. Niðurskurður Margir hafa lýst þvi yfir að niðurskurður á dagskrárgerð þessara stofnana sé hin mesta óhæfa. Þeir segja að upplýs- inga-menningar- og fræðslu- hlutverk útvarps og sjónvarps sésvo mikilvægt að hvergi megi slá þar af, og að rfkið verði að útvega peninga i hvelli. Forráðamenn rikisútvarpsins hafa með siendurteknum yfir- lýsingum fengið fólk til að trúa þvi að ef ekki fáist fé, þá verði að skera niður dagskrárgerð- ina. Þeir minnast hvergi á aðra möguleika til að skera niður. Hótanir um niðurskurð á efni rikisfjölmiðlanna hefur siðan leitt almenning til að krefjast þess að „eitthvað” sé gert i málinu. Þetta „eitthvað” þýðir auðvitað aukin fjárframlög til útvarps og sjónvarps. Þannig hefur markviss áróð- ur i fjölmiðlum þrýst stjórnend- um peningamála upp við vegg, þannig að þeim virðist hvergi undankomu auðið. Ragnar og frelsið Einn þessara manna hefur þó ekki enn látið bugast. Það er Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra. Kannski er það vegna hinnar hefðbundnu aðhaldssemi fjármálaráðherrans, hver sem hann nú er, eða að það er vegna skilnings Ragnars á lögmálum hins frjálsa markaðar. Hver er sem ástæðan er, þá hefur Ragnar Arnalds ekki vilj- að kyngja mótþróalaust kröfun- um um aukinn fjáraustur til rik isútvarpsins. Þetta kom greinilega fram i viðtali sem sjónvarpið átti við Ragnar fyrir stuttu. 1 fyrsta lagi sagði Ragnar að rikisútvarpið væri ekki rekið af nægilegri hagkvæmni. Með meiri hagkvæmni í rekstri ætti féð að nægja rikisútvarpinu. t öðru lagi sagði Ragnar, og talaði þá eins og sá sem hefur innsýn i lögmál framboðs og eftirspurnar, að rikisútvarpið ættí að hafa meiri tekjur af aug- Peningavæi útvarps og sjónvarps: Volaöir fjölmiðl- ar kalla kútinn lýsingum, með þvi að hækka verð þeirra. Hvorugt þessara atriða hafa forráðamenn rikisútvarpsins dregið fram sem möguleika til að bæta hag stofnunarinnar. Sjálfsagt eru til ótal mögu- leikar til að auka hagkvæmni i rekstri rikisútvarpsins. Ragnar Arnalds benti á einn. Hann sagði að innheimta ætti afnota- gjöldin með öðrum gjöldum. neðanmals Ólafur Hauksson fjall- ar i þessari grein sinni um fjárhagserfiðleika rikisútvarpsins og hvaða leiðir eru til lausnar þeim. Styður hann eindregið sjónar- mið Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, og telur hann skilja manna best lögmál hins frjálsa markaðar. Þannig mundi 300 milljón króna innheimtustofnun rikisútvarps- ins sparast, svo og það húsnæði sem hún hefur. önnur atriði mætti tina til, en það verða þeir að gera sem hafa möguleika á að kynna sér rekst- ur Utvarpsins. Leikmaður lætur sér þó detta i hug að tölvuvæð- ing á tónlistardeild útvarpsins mundi spara ófáa milljónatugi. Þar starfa einn og hálfur tugur manna við spjaldskrá og plötu- safn. Launagreiðslur til þessa fólks nema varla minna en 100 milljónum á þessu ári. Með þvi að setja hina fyrirferðarmiklu spjaldskrá útvarpsins i tölvu mætti spara tvo þriðju hluta starfsfólks á tónlistardeild. Tölvuvæðingin mundi borga sig á einu ári. Hækkun auglýsinga Hækkun auglýsingaverðs mundi að öllum likindum leysa allan fjárhagsvanda rikisút- varpsins, eins og Ragnar Arnalds benti á. Auglýsingar i útvarpi og sjónvarpi eru nefni- lega hlægilega ódýrar. A sama tima og heil minúta, að sjálfsögðu i lit, kostar 350 þúsund krónur i sjónvarpi, þá kostar heilsiða i dagblaði i lit 1.344.000 krónur, eða tæplega fjórum sinnum meira. Heil minúta i' útvarpi kostar ekki nema rúmar hundraö þúsund krónur. Sala auglýsinga, svo og blaða- sala og áskriftasala, dagblað- anna miðast við að mæta út- gjöldum. Sala auglýsinga út- varps og sjónvarps virðast ekki miðast við að mæta útgjöldum svo nokkru nemi. Auglýsingar eru ekki nema fjórðungur af tekjum sjónvarpsins, en he'.mingur af tekjum útvarps- ins. Lögmál framboðs og ‘eftir- spurnar virðast litt þekkt hjá rikisfjölmiðlunum. Auglýsinga- flóðið er að kæfa þessa fjöl- miðla, en eina ráð þeirra tíl að minnka það virðist vera að neita að taka við fleiri auglýsingum. Þannig er það t.d. hjá sjönvarp- inu. Útvarpið lengir bara leslar- tima auglýsinga, þannig að fólk nennir ekki að hlusta á þær. Til hvers á það að auglýsa i' Utvarp- Góögerðarstarfsemi. Sjónvarpið reynir að réttlæta lágt auglýsingaverð með þvi að visa til þess að það sé svo dýrt að láta búa auglýsingarnar til. Það kemurá óvart að sjónvarp- ið skuli finna sig knúið til að stundaslika góðgerðastarfsemi, sérstaklega þegar flestar aug- lýsingar i sjónvarpi eru gerðar erlendis. Innflytjendur ýmiss konar njóta þvi' fyrst og fremst I L L. L L 1 I |l I góðsaf lága auglýsingaverðinu, meðan íslenskir framleiðendur greiða fyrir dýrar kvikmyndir. Væri ekki nær að gefa islensk- um sjónvarpsauglýsingum, þ.e. sem eru framleiddar að öllu leyti hér á landi, sérstakan af- slátt? Áhrifamáttur auglýsinga i sjónvarpi er mikill. Islendingar horfa mikið á sjónvarp, flestir eiga sjónvarp, og á skjánum sér áhorfandinn hlutina hreyfast, þeireru i fullum litum, og hljóð fylgir. 1 dagblaðsauglýsingu hreyfist ekkert, engin hljóð heyrast, og liturinn kostar 60 prósent meira en svört prentun. Ahrif sjónvarps eru meiri, og allt öðru visi en i dagblaði, þótt hérsé ekki verið að gerá minna úr áhrifamætti dagblaðsauglýs- inga en hann er. Þegar svo er á það litið að flestar sjónvarpsauglýsingar , eru 25 til 40 sekúndna langar, en ekki minútu langar, þá verður mismunur á verði sjónvarps- og dagblaðsauglýsinga meira en hlægilegur. Með réttu ættu 40 sekúndur i sjónvarpi að kosta um eina og hálfa milljón krónur, og væri þá komið á eitthvað jafnræði með sjónvarps- og dagblaðsauglýs- ingum. Nú kann einhver að spyrja: Ef sjónvarpsauglýsingar verða svona dýrar, þá hætta allir að auglýsa i' sjónvarpi. Hvar er þá hinn aukni gróði sjónvarpsins? Þá má spyrja á móti: Hver segir að þetta sé of dýrt? Auð- vitað er þetta mikil hækkun frá núverandi undirboðsverði. En þetta er sambærilegt við verð auglýsinga i dagblöðunum, og ekki verður betur séð en þau séu full af auglýsingum. Sjónvarpið er meira en fullt af auglýsingum, og neitar að taka við fleirum fyrir jól. Væri sjón- varpinu ekki nær að hækka ver- ið, fá færri auglýsingar en meiri pening? Sjónvarpsáhorfendur þyrftu i' staðinn ekki að sitja undir hálftima auglýsingapró- grammi íþriggja tima dagskrá. Margir auglýsendur telja sig verða að auglýsa i sjónvarpi, vegna áhrifamáttar þess, og hækkun auglýsingaverðs skiptir þá ekki meginmáli. Flestir þeir sem auglýsa innflutta vöru fá hvort sem er hluta auglýsinga- kostnaðarins greiddan af hinum erlenda framleiðanda. Nú kunna þær raddir að heyr- ast að með hækkun auglýsinga- verðs i sjónvarpi verði mörgum ókleift að auglýsa þar, og þar með fái stórfyrirtæki og vondir peningamenn einokunaraðstöðu til sjónvarpsauglýsinga. Þvi er til að svara að sjónvarp er að sjálfsögðu ekki eini auglýsinga- miðillinn, og að það getur ekki talist óeðlilegt að þeir sem hafa efni á að auglysa i sjónvarpi fái ■ aðauglýsa þar,en þeir sem ekki “hafa efni á þvi verði að auglýsa lannars staðar. Að lokum má á það benda að ■ fjárhagsvandræði útvarps og ■"sjónvarps hefðu aldrei komið til ef hér væri leyfður frjáls rekst- Iur útvarpsstöðva. Samkeppnin hefði fyrir löngu þvingað rikis- Ifjölmiðlana til aukinnar hag- kvæmni i rekstri og þeir hefðu — þurft að fylgja öðrum Utvarps- Jstöðvum i eðlilegri samkeppni. ólafur Hauksson, blaðamaður Háskólabió: Urban Cowboy Leikstjóri: James Bridges Höfundar handrits: James Bridges og Aaron Latham eftir sögu Aarons Latham Stjórnandi kvikmyndatöku : Ray Villalobos Tónlist: Ýmsar meiriháttar kántristjörnur Aðalleikarar: John Travolta, Ilebra Winger, Scott Gienn og Madolyn Smith. Bandarisk, árgerð 1980. Aðdáendur Johns Travolta geta unaðglaðirvið sitt þvi kappinn si- dansandi bregður enn á leik i „Urban Cowboy”. í þetta sinn dansar Travolta i takt við ameriska sveitatónlist auk þess sem hann á i brösóttu kvenna- snagi og situr véltudda öðrum mönnum betur. 1 „Urban Cowboy” er allt á sin- um stað samkvæmt gömlu amerisku sniði. Hattarnir frá Texas, köflóttar skyrtur, galla- buxur og stigvél, tveir strákar elta sömu stelpuna, tvær stelpur elta sama strákinn, vondir og góðir takast á, nóg er af tárfell- ingum við jarðarfarir og skilnaði, að ógleymdum slagsmálunum út af kvenfólki. Svo er auðvitað öllu bjargað og allt fært i samt lag á elleftu stundu, ef ekki síðar, þvi spennuna má ekki vanta, — eða hvað? En þegar betur er að gáð deyfir það e.t.v. ögn spennuna og áhuga áhorfenda að myndin kann að koma þeim fyrir sjónir sem gamall kunningi eða bara gömul tugga, allt eftir smekk. Hver ein- asti atburður myndarinnar hefur strax i upphafi fyrirsjáanlegan endi. Kannski höfundi „Urban Cowboy” hafi þótt það bera vott um grimmt og guðlaust hjarta að fitja upp á einhverri nýbreytni og koma rugli á imynd Travolta i hugum aðdáenda hans. Helstu einkenni „Urban Cowboy” er meðalmennskan. Leikararnireru ekki góðirog ekki heldur átakanlega lélegir. Sögu- þráðurinn er gamall og lúinn en i sumum atriðum næst þó upp furðu góð stemming, helst i þeim sem gerast á böllunum hjá kvikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir skrifar Gilleys. Aðdáendur sveitatónlist- ar munu ekki falla i stafi við aö hlusta á tónlistina i „Urban Cow- boy” en Charlie Daniels Band stendur alltaf fyrir sínu. Að undanförnu hefur verið látið i veðri vaka að með „Urban Cowboy” sé ný öld upp runnin i skemmtanalifi Islendinga svona rétt ámóta og þegar skallapopp og diskódans hélt innreið sfna. Mér er þó til efs að Twostep og ræll verði vinsælustu dansarnir alveg á næstunni, og liklegt að „Urban Cowboy” láti flesta áhorfendur ósnortna. —SKJ John Travolta, alskeggjaöur f hlutverki borgarkúrekans. EINKUNN: 5. VELRIÐANDI KUREKAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.