Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1». desember 1980, 11 ctí nýjum bókum Madditt — eftir Astrid Lindgren Mál og menning hefur sent frá sér nýja barnabók, eftir Astrid Lindgren, sem nefnist Madditt. Bókin fjallar um 7 ára telpu, sem að sumu leyti minnir á Emil i Kattholti, þvi henni hugkvæmast uppátækin fyrr en hendi verður veifað. Madditt er 184 blaðsfður að stærð, prentuð i Prentstofu G. Benediktssonar. Myndirnar i bókinni og á kápu hennar eru eftir Ilon Wikland, en Sigrún Arnadótt- ir sá um þýðingu hennar. Ljóðaþýðingar Nýlega komu út Ljóðaþýðingar eftir Yngva Jóhannesson og er þetta annað bindi ljóðaþýðinga hans. I bókinni eru þýðingar á 39 ljóð- um eftir 26 höfunda, þar á meðal mörg heimsþekkt ljöískáld. Er sá háttur hafður á við uppsetningu bókarinnar að ljóðin eru birt á frummálinuog i islenskri þýðingu hlið við hlið. Bókin er mjög smekklega úr garði gerði litlu broti. Teikning á bandi og titilblaði er eftir Bjarna Jónsson listmálara. útgefandi er Stafafell. „Dagurinn hans Óla” Iðunn hefur gefið út fjögur hefti um litil börn, sem einu nafni kall- ast „Dagurinn hans Óla”. Höfundur texta er Elisabeth Cooper, en myndir gerði Wendy Lewis. I heftunum er lýst degi i lifi litils drengs, sem er þriggja ára. Þar kemur við sögu Tóti trúð- ur, sem er sögupersóna i uppá- haldsbókinni hans Óla. Hann er skringilegur og vekur hlátur með uppátækjum si'num, auk þess sem hann fræðir unga lesendur um ýmislegt sem þeim er hollt að vita. Bækurnar þýddi Lárus Thor- lacius. Hvert hefti er 24 blaðsiður að stærð. Setningu annaðist Prentsmiðjan Oddi, en bækurnar eru prentaðar i Englandi. Sögur úr Bibliunni — i myndum og máli Sögur úr Bibliunni i myndum og máli nefnist bók sem Iðunn hefur gefið Ut i samvinnu við breska forlagið Hamlyn. Þetta er endursögn bibliusagna gerð af breska kennaranum og rithöfundinum David Christie- Murray. Myndir gerðu breskir myndlistarmenn, og Andrés Kristjánsson þýddi textann. Bók þessi er einkum sniðin við hæfiungra lesenda og til þess ætl- uð að kynna þeim Bibh'una á að- gengilegan hátt. Bókin er 256blaðsiður að stærð. Hún er sett hjá Odda og prentuð á Spáni. Dðgurinn bana ÓU Óll vaknar VÍSIR Trésmiðjan Laugavegi 166 sími 22222 Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 45100. Ótrúlegt en satt • Nú geta allir fengið sér sófasett fyrir jólin. • Seljum meðan birgðir endast þessi gullfallegu sófasett. • Notið ykkur þetta einstaka tækifæri. • Verslið þar sem úrvaliðer mestog kjörin best. jO£! ASTœ F0RNI5T, SKRIOUST. LAHft a ^ BRÚNASL BRÉIOHÖLT hr- Sí “***««>■ • 3 . FE R / .-ÍáKÍr.l AR ífflaí® ' ’■ , . m mmm? ALFABAKKI __X*BÍ:5maÍ® *>ÁFÍ*a <£<>? Btb'NDUB lA =>. OC > • ''i /tff o ARNARB. I " -—" “• ui ít<il Húsmæður! Jólabaksturinn Eins og undanfarin ár bjóðum við mikið úrval af jub bakkelsi og mjólkurvörum. Smákökur, marengsbotnar, svampbotnar, vínar- tertur, brúntertur og okkar vinsælu „dönsku jólakökur“ og margt margt fleira. Opið til kl. 4 laugardaga og sunnudaga. Bakarinn Leirubakka 34 sími 74900 (áður Njarðarbakarí Nönnugötu 16) íslenskir athafnamenn Bragi Einarsson i Eden. Allir þekkja þaðfræga fyrirtækien færri manninn, sem stendur aö baki athöfn- unum. Athafnaþrá, bjartsýni og dugn- aður var eina veganestið og oft hefur Bragi og þau hjón, þurft aö beygja bakið á fyrstu árunum. Erfiöleikarnir létu ekki á sér standa, en ekki var bugast og árangurinn blasir við. Heigi Eyjólfsson. Byggingameistari. Hagsýni og dugnað- ur eru þungamiðja hans starfssögu. Honum hefur verið sú list lagin að fram- kvæma hlutina á hagkvæmari hátt en aðrir og oft hefur hann gert það sem flestir töldu ófært. Má þar m.a. nefna byggingu verksmiðjanna á Djúpuvik og Hjalteyri, sem hann byggði við aðstæð- ur sem vægast sagt voru ekki aðlaðandi. En Helgi fann ráð við öllum vanda og svo hefur verið allar hans athafnir. Kristmundur Sörlason. Fátækur sveitastrákur af Ströndum. Byrjaði sinar athafnii; i smáskúr, eftir ýmiskonar svalk á sjó og i landi. Hefur nú ásamt Pétri bróður sinum, komið á fót umsvifamiklu fyrirtæki, Stálveri h.f., sem hefur fitjað upp á ýmsum ný- ungum. M.a. smlðað vél sem framleiðir is úr sjó og margt fleira mætti telja sem aðhafst er á þeim bæ. Áþreifanlegt dæmi þess, hverju vilji og dugnaður fær áorkað. Páll Friðbertsson. Forstjóri, Súgandafiröi. Hann er að segja má fæddur inni sitt hlutverk. Fað- ir hans var forustumaður um atvinnu- mál og það hefurfallið i hlut Páls að halda uppi merkinu. Oft hefur verið þungt fyrir fæti, en nú hefur fyrirtækinu, sem hann hefur stjórnað, tekist að koma á fót einu best búna frystihúsi á landinu og eignast nýjan skuttogara.Páll hefur átt þvi láni að fagna að eiga ágæta sam- starfsmenn'og Súgfirðingar hafa staðið fast saman um sin atvinnumál. Soffanias Cecilsson. Hefur nokkra sérstöðu i þessum hópi. Hann byrjaði formennsku og fyrirvinnu heimilis i barnæsku. Var um árabil af- burðafengsæll skipstjóri. En hætta skal Ægisútgáfan hverjum leik þá hæst hann ber. Soffanias rekur nú fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði. Hefur átt i vmsum brösum við kerfið en ekki látið undan siga. Temur sér ekki vfl eöa vol. Litrik persóna sem gaman er að kynnast þeg- ar allt er undirlagt af bölsýni og barlóm. Þorsteinn Matthíasson hefur skráð þessa þætti, af sinni al kunnu háttvisi. Honum er það helst til foráttu fundið að hann leitar fremur eftir þvi betra i fari sinna viðmælenda. Málshátturinn „Fár bregður þvi betra ef hann veit hið verra” er honum viðsfjarri. Hann er ekki i nýtískulegri leit að ávirðingum og hneykslismálum. Þaö er óhætt að fullyrða að þessi bók er lærdómsrik og auk þess skemmtileg og myndum prýdd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.