Vísir


Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 16

Vísir - 10.12.1980, Qupperneq 16
16 " Miðvikudagur 10. desembér l&SÖ. lesendur hafct oröið í iólaösinni á Böggiapóststofunni: Frábær blónusia 4216-6154 hringdi. Mig langar til þess að þakka fyrir frábæra þjónustu sem ég fékk hjá Bögglapóststofunni á dögunum. bangað þurfti ég að leita eins og undanfarin ár fyrir jólin, þvi ég hef ávallt sent syni minum sem býr i Kanada hangikjöt fyrir jól hvert ár. Hann hefur búið i Manitoba en er nii fluttur til Bresku Kólumbiu og stúlkurnar á Bögglapóststofunni upplýstu mig um að þangað mætti ekki senda kjöt. En þær gerðu meira. Þær hjálpuðu mér að taka kjötið úr pakkanum svo ég væri ekki að senda það til þess eins að þvi yrði hent eða það eyðilagt og þær létu sig hafa það að eyða dýrmætum tima i jólaösinni til að aðstoða mig. Mig langar að koma þökkum á framfæri fyrir þessa frábæru þjónustu. „Frábær þjónusta á Bögglapóststofunni” segir bréf- rita ri. Ruglingslegup Morgunpösfur Otvarpslns Tilmæii lii kvikmyndahúsaeigenda: uppiýsingar um íslenskan texta Gunnar Andrésson skrifar: Það er mörgum okkar sameiginlegt að eiga erfitt með að vakna i svartasta skammdeginu Frábærlr bæitir Hermanns Gunnar skrifar: Það er alltaf verið aö kvarta yfir hinu og þessu en mig langar til að hæla. Það er Hermann Gunnarsson sem ég vil hæla, fyrir frábæra iþróttaþætti i Útvarpinu. Hann hefur þennan léttleika til að bera til að gera fjölmiðlaefni aðgengi- legt og skemmtilegt, og væri nær fyrir suma kollega hans að taka þetta til athugunar en að hjakka alltaf i sama farinu. Hermann er frábær. og hefur svo verið lengi. Menn em eitthvað illa fyrir kallaðir að fara út i myrkrið, en allir verða þó að rifa sig upp og halda til vinnu. Ég hef haft þann háttinn á að kveikja á útvarpinu þegar ég hef verið vaknaður og láta það hjálpa mér tilað „finna taktinn’ og kom- ast i gang. En nú er það ekki hægt lengur. Astæðan er sú að Morgunpóst- urinn i útvarpinu sem er á þeim tima er ég vakna er svo y fir máta þungur og ruglingstegur að við að hlusta á hann Iangar mann aftur undir sængina. Þar er fjallað um vandamálog aftur vandamál þátt eftir þátt, aldrei neinn léttleiki eins og ekki séu til það margir hlutirsem gætu verið upplifgandi ef um þá væri fjallað i þessum þætti. Núsegireinhver sem svo að þá eigi ég bara að slökkva á útvarp- inu ef mér liki ekki það sem þar er á boðstólum. Þetta er auðvelt að segja, en ég sem greiði min af- notagjöld vill fá eitthvað fyrir aurana og ég man þá tið að Morgunpósturinn var ágætis þáttur snemma á morgnana. Kristinn hringdi. Mig langar að koma á framfæri tilmælum til kvikmyndahúsa borgarinnar eða forráðamanna þeirra, en þau eru að þess verði getið i auglýsingum ef viðkom- andi mynd sem auglýst er er ekki með islenskum texta. Ég fór i Borgarbió á föstudaginn siðasta, var narraður þangað til að sjá mynd sem heitir „Djúpt i hálsi”. Þetta er japönsk mynd með þýsku tali, þar sem talið passar engan veginn við hreyfingu var- anna á leikurunum og enginn islenskur texti. Ég hef rekið mig á það hvað eft- ir annað núna að kvikmynda- húsaeigendur auglýsa ekki hvort islenskurtexti er með myndunum en það finnst mér vera nauðsyn- legt. Þá væri fróðlegt að fá svar við Hringið i síma 86611 milli kl. 2-4 eða skrifið til lesenda- síðunnar Haraldur Haraldsson hringdi. Ég er með dálitið sniðuga hug- myndsem mig langar til að koma á framfæri. Það er út af þyrlunni sem fórst á dögunum, TF GRO. Ég er með þá tillögu hvort ekki mætti hef ja fjársöfnun til kaupa á annarri vél sömu gerðar fyrir Landhelgisgæsluna. þvi hvort leyfilegt er að hafa miðaverð 1600 krónur eins og á þær myndir þar sem ekki er isl. texti. Myndin i Borgarbiói er örugglega mynd sem þeir hafa fengið ódýrt og kostnaður þvi litill. Ég hef ekkert á móti þessu biói og hef séð þar margar góðar myndir, en þetta fór alveg með það. Þá auglýsa þeir að ströng passaskylda sé við dyrnar en ég fylgdist með unglingum sem eru langt frá því að vera 16 ára fara þarna inn og það var ekkert Jón Sigurðsson skrifar. Ég vil taka undir það sem sagt hefur verið um fþróttaþátt Sjón- varpsins i' blöðum að undanförnu, en þær raddir sem hafa tjáð sig um hann hafa nánast allar verið fremur neikvæðar gagnvart þeim sem þar ráða rikjum. Ég skal að visu viðurkenna að oft finn ég þar ýmislegt sem ég hef gamanaf aðhorfa á, en þess á milli þarf ég og aðrir auðvitað að sitja undir efni sem á ekkert erindi i sjónvarp. Nokkur dæmi: Nú rennur upp sá árstimi að sjónvarpið ferð að sýna frá skfðamótum erlendis, en þær sýningarfara þannig fram að sýndir eru fleiri tugir keppenda renna sér niður sömu brekkuna. Þetta er ékki sjónvarpsefni, þvi þetta er algjörlega tilbreytinga- laust og nægir að sýna myndir af tveimur þremur bestu til að fá að sjá viðkomandi brekku og stað- hætti. Listdans á skautum er ekki ið- kaður hérlendis enda engin að- staða fyrir hendi til þess. Samt er þetta efni sýnt iþróttaþátt eftir iþróttaþátt, svo manni verður alveg nóg um og kýs að halda sig fjarri sjónvarpstækinu. Svokallaðir islenskir fimleikar sem tröllriða dagskránni af og til. Þetta eru ekki fimleikar, heldur frúarleikfimi og leikfimi krakka. Hvers vegna ekki að sýna sjúkra- leikfimi alveg eins? Þetta var bara smásýnishorn. Hinsvegar er hér hægt að nefna athugað hvað þeir væri gamlir. Þetta er bara sölutækni. Svar: A skrifstofu Verðlagsstjóra fengum við þær upplýsingar að miðaverð á almennar sýningar væri 1600 krónur, og væri ekki gerður greinarmunur á þvi hvort myndin væri með islenskum texta eða ekki. Hinsvegar væri hægt að sækja um hækkun á miðaverði væri um sérstaklega dýra mynd i innkaupi að ræða. nokkur atriði sem ég held að menn séu almennt sammála um að séu gott efni i iþróttaþætti Sjónvarpsins: Sýningar frá keppni i handknattleik, körfu- knattleik og knattspyrnu, ekkert þó of langdregið heldur draga saman i stutta mynd helstu atriði. Sýningar á júdó, badminton og lyftingum, framsett á sama hátt. Útkoman er sú að það eigi að sýna stuttar glefsur og koma viða við. Láta á þær iþróttir sem hér eru iðkaðar hafa forgang, og i guðanna bænum sjónvarpsmenn hættið með þessar sifelldu fim- leikamyndir, skiðamyndir, list- dans á skautum og hvað þetta heitir nú allt saman. Hvað á að gera? B.K. skrifar. Getur einhver lesenda þessara orða frætt mig á þvi hvað hægt er að gera gagnvart þeim búvöru- verðhækkunum sem nú hafa riðið yfir þjóðina af fullum krafti. — Þetta eru svivirðilegustu hækk- anir sem ég man eftir þótt af mörgum sé að taka að undan- förnu, þvi' þær koma i kjölfar samninga og eins og hnefahögg framan i' þá sem nú undirbúa jólahald. VANDIÐ VAUD i A EFNI i IÞROTTAÞATT

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.