Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 10. desembér 1980. 17 VÍSLR ctf nýjum bókum Sophia ástir. Loren-ævi og Út er komin hjá Iðunni bókin Sophia Loren — ævi og ástir — eftir frásögn leikkonunnar sjálfr- ar. 1 bókinni eru 40 myndasiöur og enn fremur skrá um þær kvik- myndir sem Sophia hefur leikið i. Hefst sagan á lýsingu á upp- vaxtarárum leikkonunnar, i litlu þorpiskammt frá Napóli. Lýst er sporum hennar til frama i kvik- myndaheiminum, sagt frá fjöl- mörgum frægum kvikmynda- mönnum sem hún kynntist og þá ekki sist eiginmanni hennar, Carlo Ponti. Páll Baldvinsson þýddi bókina, sem er 240 blaðsiður. Prisma prentaði. Leiknum er lokið. Iðunn hefur gefið út bókina Leiknum er lokið sem er leikdóm- ar og greinar eftir Ásgeir Hjartarson á árunum 1959-1972. Ólafur Jónsson valdi efnið og sá um Utgáfu bókarinnar. Auk leikdómanna eru i bókinni eftirmæla- og aímælisgreinar um listamenn leikhUssins, svo og yfirlitsgrein um starfsemi Þjóð- leikhUssins fyrstu 10 árin og loks grein um leiklistargagnrýni. Ólafur Jónsson ritar eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir megineinkennum á leikgagnrýni Ásgeirs og lýsir þeim sjónarmið- um, sem réðu valinu. Bókin er gefin Ut i minningu þess að Asgeir Hjartarson hefði orðið sjötugur 21. nóvember s.l. en hann andaðist árið 1974. HUn er 237 blaðsiður að stærð. PrentrUn prentaði. „99 ár”. Setberg hefur sent frá sér bók- ina „99ár” eftir Gylfa Gröndal. I henni segir Jóhanna Egilsdóttir ævisögu sína sem spannar nær heila öld. Þessi óvenjulega bók er hvort tveggja i senn: persónusaga vinnumanns og vinnukonu sem komu fótgangandi til Reykjavik- ur árið 1903 og hófu bUskap með tvær hendur tómar, og sagan af fyrstu baráttuárum verkalýðsins, þegar fátæk alþýða reis upp og krafðist bættra lifskjara. Bókin er 185 blaðsiður að stærð, auk fjölda mynda. Pétur prófessor. Hjá bókaUtgáfunni Erni og ör- lygi er komin Ut bókin .Pétur prófessor, eftir feðgana Þóri S. Guðbergsson og Hlyn örn Þóris- son. Pétur prófessor er sjálfsagt mörgum kunnur eftir að hann kom fram i Stundinni okkar i sjónvarpinu á sinum tima. Bókin er einkum ætluö byrjendum i lestri og þá sérstaklega þeim sem eiga við erfiðleika að glima i lest- rinum. Þórir samdi texta bókarinnar en Hlynur örn teiknaði myndir- nar. Bókin er sett, umbrotin og filmuunnin i Prentstofu G. Benediktssonar, en Arnarfell h.f. annaðist bókband. Ljóð eftir Vilmund Gylfason Úterkomin Ljóðeftir Vilmund Gylfason. Iðunn gefur Ut. — Þetta er önnur ljóðabók Vilmundar, en hin fyrsta, Myndir og Ijóðbrot kom Ut fyrir réttum áratug. Ljóð Vilmundar i þessari bók eru öll fyrirsagnarlaus, en þeim er skipt i kafla sem heita Myndir I-III og Ljóðbrot I. LjóðVilmundar Gylfasonar eru 64 blaðsiður. PrentrUn prentaði. * EYJOLRJRISOLFSSON AHEST- BAKl tjilftm knapaoghests CEIÐFAXI Á hestbaki. Út er komin bókin Á hestbaki, þjálfun knapa og hests, sem að- standendur timaritsins Eiðfaxa gefur Ut. Bókin er eftir Eyjólf lsólfsson. Þar er viða komið viö og leitast höfundur við að gera sem flestum þáttum reiðhestaþjálfunar góð skil. 1 umfjölluninni er jafnan getið ýmissa aðferða, sem reyna má t.d. með tilliti til ólikra hest- gerða o.s.frv. Formálsorð að bókinni skrifar Reynir Aðalsteinsson og er hUn prýdd með 111 myndum. HUn mun fást i bókaverslunum um land allt. Moon Boots Rautt - blátt - svart - gult 23-30 gkr. 22.190.- nýkr. 221.90.- 31-34 gkr. 26.960.- nýkr. 269.60.- 35-41 gkr. 28.920.- nýkr. 289.20.- Skósa/an Laugavegi1 - Sími16584 Enginn kaupir rúm eða sófasett nema skoða vand/ega það feikna úrva/ sem við bjóðum • Bildshöfða 20. Reykjavlk Simar: 81410 og 81199 Spennondi ástorsogur jfrSPft?*'5 Al|ar bækur eftir ^ Allar bækur eftir rnise Robins eru hörku spennandi. Lausar viö Ijótleik og grófyröi. Trú á sigur hins góða er rauöi þráöurinn í skáld- verkum hennar. STÚLKAN SAKLAUSA nefnist nýja bókin eftir Denise Robins. Minnum á e/dri bækur Denise SYSTURNAR og STÖÐVAÐU KLUKKUNA Úr ritdómum Denise Robins er fremsti ástarsagna-höf undur Englands réttnefnd drottning rómananna og er alltaf í önd- vegi. Daily Express Vissulega hefur enginn rithöf- undur okkar grafið svo djúpt í leyndustu afkima konuhjart- ans. Taylor Caldwell. Þrátt fyrir vondan heim og brenglað siðgæði, eru enn til konur, sem varðveita hreina sál og rómantík. Bækur Denise Robins, eru einmitt jólabækurnar fyrir allar þær konur, á öllum aldri. --------------------------Ægisútgáfan____

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.