Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 10. desember 1980. VÍSIR 27 Jólagetraun vísis: Hrelndýrln enn í verkfalli Samningar hafa enn ekki tekist i kjaradeilu hreindýra og Jólasveinsins þannig að á ferð- um sinum fyrir þessi jól veröur hann að notast við dráttardýr og farartæki sem tiltæk eru i hverju landi. Eitthvað hefur þó farið úr böndunum hjá Sveinka að þessu sinni og virðist sem nautið á myndinni hafi fulla samúð með góðkunningjum sinum, hrein- dýrunum. Við minnum á verðlaunin, sem i boði eru i Jólagetraun Vis- is, en þau eru samtals að verö- mæti rúmlega 530 þúsund krón- ur. Stereó útvarps- og kassettu- tæki frá FACO að verðmæti 330 þúsund krónur er i fyrstu verö- laun, fataúttekt i FACO fyrir 75 þúsund krónur i önnur verð- laun, og loks eru tiu plötuvinn- ingar, islenskar plötur að eigin vali i hljómdeild FACO. Þátttakendur i Jólagetraun Visis klippa út myndina i dag ásamt nafnseðlinum og geyma ásamt þeim tveimur sem þegar hafa birst og þeim sjö, sem eftir eiga að birtast. Seinna birtum við upplýsingar um hvert og hvenær senda á lausnirnar. Starfsmaður FACO heldur á fyrstu verðlaunum, stereó útvarps- og kassettutæki. Einnig heldur hann á nokkrum þeim hljómplötum, sem heppnir þátttakendur i Jólagetraun Visis geta valið úr. ,Það var ef til vill ekki skynsamlegt aö mæta irauðuin fötum”. JÚLAGETRAUH VlSIS 3. HLUTI Jólasveinninn er staddur i: A)[^]Spáni B)[[[[]italiu C)[ | Grikklandi Nafn ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Heimilisfang....................................... Sveitarfélag....................................... svomœlirSvarthöíði MONTE CARLO SPILAVITI RIKISINS Þá er runninn upp sá timi i landinu þegar takmörkunum er háð hvar menn geta höndlað með peninga. Lokun bankanna, nema sparis jóðsins á Skaga- strönd, er meiriháttar áfall fyrir daglegt viðskiptalif i land- inu, og verður verra með hverj- um deginum sem liður. Ekki er t.d. búið að selja nema einn og hálfan milljarð af þeim rikis- skuldabréfum, sem boðin voru út nú siðast, og vantar þvi helming upp á, að allt seljist. Sala ríkisskuldabréfa, sem byggist á óhemjulegri þörf rikisins fyrir peninga, kemur til viðbótartekjum vegna fjárlaga, tolla og lánsfjárætlunar. Samt virðist ekkert duga, og það nýj- asta i tillögum ráðherra er að leggja niður stórfelidan iðnað til að jafnvirða viðsvosem eins og eina stórvirkjun. Þegar menn eru að býsnast fyrir þvi að Hjörleifur Guttormsson skuii leggja til að hætt verði rekstri Álversins til að spara rafmagn upp á eina stórvirkjun á það dæmi sér slík- ar rætur i islenskri fjármála- pólitík, að alveg er óþarfi að hnýta i ráðherrann. Hann talar aðeins þeim tungum, sem hing- að til hefur verið talað i pen- ingamálum og þótt sjálfsagt og gott. Það er auðvitað fræðilga rétt, að með þvi að hætta rekstri álversins sparast mikið rafmagn. Hins vegar finnst mönnum það algjör fjarstæða — sem það lika er. En önnur fjarstæða hefur verið samþykkt af ölium flokk- um og þótt hið mesta snjallræði, og er hún þó meira en jafngildi fjarstæðunnar um Álverið. Hér er átt við rikisskuldabréfin. Með sölu á rilíisskuldabréfum hefur verið horfið frá þeirri grund- vallarreglu, að ldta peninga ávaxta sig í gegnum atvinnu- tæki og athafnir einstakiinga og félaga. i stað þess er búið til kerfi, þar sem dauður peningur- inn er látinn ávaxta sig án þess að hann leiði nokkuð annað af sér en vextina. Þessi fjármála- stefna er ekkert annað en sand- kassaleikur og matadorspil, sem með tímanum þýðir at- vinnu og rekstarkreppu, sem þegar lætur mjög á sér kræla f öðrum atvinnurekstri en þeim, sem annaö tveggja rikið annast eða ábyrgist. Álverið hefur sem sagt verið lagt niður, svo menn hafi nóg rafmagn. Að likindum hefur langvar- andi verðbólga og þörf fyrir fjármuni ráðið þvi að allir flokkar hafa tekið að sér að ábvrgjast þá helstefnu i efna- hagsmálum, sem sala rikis- skuldabréfanna er i þeirri mynd sem hún hefur verið fram- kvæmd. Einnig kemur til stöð- ugur jarmur bankamanna um sparifé ogskortá sparifé ogsvo meðferð á sparifé á verðbólgu- tima. Sparifé getur verið ágætt sé það notað. En á islandi hefur aldrei verið þörf fyrir óhreyft sparifé í neinni mynd, og allra sist að það geti orðið mesti gróðavegur landsins að eiga sparifé rikissku ldabréfum á sama tima og atvinnuvegirnir svelta. Nú kunna menn að segja að ríkið hafi þörf fyrir milljarða rikisskuldabréfanna Eins og er þarf rikið að greiða margfalt verð fvrir þessa miiljarða að lokum, og mun verða gaman að sjá þær æfingar, sem þá veröa teknar upp til að losna við greiðsluskvlduna sem þegar er orðin fáránleg. En það merki- lega er að rikisskuldabréfin hafa auðveldað mjög þá aðför að atvinnuvegum og einkafram- taki, sem hér hefur lyft grettis- tökum á undanförnum áratug- um. i þeim efnum eiga allir flokkar jafna sök, og hafa allir veriðjafn langt til vinstri. Jafn- hliða því að greiða handhöfum rikisskuldabréfa milljarða á milljarða ofan skattfrjálst á hverju ári, Jeggst rikisvaldið með ofurþunga skattheimtu á fyrirtækin i landinu, og hlifir hvergi þeim megin á sama tima og það, rikið, er með hrikaieg- ustu yfirboð á peningamark- aði, sem þekkjast i heiminum. Hvergi nokkurs staðar dettur mönnum i hug að hægt sé fjölfalda peningaeignina eina með sveltiaðgerðum á öörum vettvangi nema á tslandi. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.