Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 19
19 Mibvikudagur 10. desember 1980. vtsm r „Allt komid i steik á Nylega greindum vió fra þvi aö Tony Curtis væri kominn heim til konu og barna og allt i lukkunnar velstandi. Þær frettir hafa nú borist aö nu se allt aftur ,,komiö i steik" hja kappanum og hann fluttur að heiman. Leslie kona hans er nu sögð akveöin i að ganga endanlega fra skilnaóinum en Tonyer sagöur vera i slaglogi víð L kynbombuna Candy Loving, n fyrrum ,,leikfelaga manaöarins h|a Piayboy" og saust þau nylega vel slompuö a skemmtistað i New Ýbrk... mannlií Clint Eastwood og vinkonan Sondra Locke Heston vid hestaheiísu Kona Clint Eastwood búin ad fá nóg — cn „dyrt cr Drottins ordið” Leikarinn Charlton Heston hef- ur löngum þótt vel á sig kominn likamlega og virðist ekkert láta á sjá þótt hann sé nú orðinn 56 ára gamall. Nýlega gaf hann upp uppskriftina að þvi hvernig hann heldur sér svona vel og þótti Amerikönum full ástæða til að birta það i þarlendum fjöl- miðlum. Aðferðin er i þremur þáttum, — matur sem inniheldur litið af kalorium, likamsæfingar á hverj- um degi og þroskandi og rólegt Eiginkona kvikmyndaleikarans Clint Eastwood er nú orðin langþreytt á framhjáhaldi leikarans og þá einkum sambandi hans við leikkonuna Sondra Locke, og hefur hún nú sótt um skilnað eftir 27 ára hjónaband. Hún hefur nú einnig orðið sér úti um nýjan vin og er það kaupsýslumaðurinn Henry Wynberg, sem eittsinnhélt við Elisabetu Taylor. tómstundagaman. ,,Sumt fólk heldur að það geti haldið sér i formi með þvi einu að stunda likamsrækt, en það er ekki nóg”, — segir leikarinn. —• „Mataræðið verður einnig aö vera rétt. Ég forðast að leggja mér til munns sykur, brauð og annað sem búið er til úr hvitu hveiti og auk þess neyti ég litils af rjóma og held neyslu sterkra drykkja i lágmarki”. Leikarinn sem segist einungis drekka svart kaffi á morgnana (sem manni hefur nú skilist að sé ekki ýkja hollt — innsk. Visir). 1 hádegismat fær hann sér osta og salat en hins vegar er kvöld- verðurinn vel úti látinn. — ,,Þá borða ég venjulega kjúkling, kjöt eða fisk og auk þess grænmeti og i eftirrétt fæ ég mér ávexti. Ég leyfi mér yfirleitt glas af léttu vini með matnum og fyrir matinn fæ ég mér stundum ein- faldan Skota” — segir Heston. Likamsæfingarnar eru mikið atriði að hans dómi. ,,Ég hleyp 2 milur annan hvern dag og hef gert það um árabil. bá leik ég tennis svo til daglega og auk þess stunda ég leikfimi með þar til gerðum æfingartækjum. Þetta heldur likamanum i lagi en fyrir hina andlegu afslöppun á ég mér þroskandi tómstundagaman sem er málaralistin. Það er min skoðun að sérhver listamaður eigi að hafa aðra listgrein sem áhuga- mál þvi það veitir hina einu sönnu gleði”, — segir Heston og þenur kassann. ,,Ég er orðinn þreytt á þessu ástandi og vil fara að lifa minu eigin lifi”, —segir Maggie East- wood en að sögn kunnugra mun hún hafa tekið mjög nærri sér framferði eiginmannsins og sam- band hans við Sondru Locke, sem varð opinbert fyrir rúmu ári. Að sögn sérfræöinga i skilnaðarmálum gæti skilnaður þeirra hjóna oröiö einhver sá kostnaðarsamasti i sögu Banda- rikjanna og telja þeir aö Maggie fái i sinn hlut upphæð sem nemur um 15 milljónum dollara, sem lauslega reiknað eru tæpir niu milljarðar islenskra króna. Og Maggie hefur lýst þvi yfir að það sé sist of mikiö fyrir þá niöurlæg- mm Maggie — Wynberg. ingu sem hún hafi oröið aö ganga i gegnum vegna þessa máls. En Maggie virðist hafa tekið gleði sina á ný með hjálp nýja vinarins, Wynbergs sem hún seg- ist vera afar hrifin af. — „Hann hefur verið mér mikil hjálp i gegnum þetta hræöilega timabil og hjálpað mér út úr skelinni”, — segir hún en þau skötuhjú hafa reynt að fara leynt með samband sitt þvi Wynberg er sagöur hafa fengið nóg af slúðrinu þegar hann var með Liz Taylor. „Mikil og gód auglys- ing fyrir Fluglcidi Flugleidamenn vígja nýjan alþjóðaflugvöll I Nígeríu 99 ,,Það var mikið um dýrðir þennan dag sem völlurinn var vígður og Flugleiðir voru þar mjög í sviðsl jósinu", — sagði Baldur Mariusson stöðvarstjóri Flugleiða i Maiduguri afgreiðir tilheyrandi pappira fyrir flugið. Baldur Maríusson stöðvar- stjóri Flugleiða í píla- grímaf luginu í Maiduguri í Nígeríu er við höfðum samband við hann vegna vígslu alþjóðaf lugvallar þar suður frá. Baldur var fenginn fyrir hönd Flug- leiða til að vígja flugvöll- inn og var honum og öðrum starfsmönnum Flugleiða þarna á staðnum mjög hampað vegna þessa. Við sþurðum Baldur nánar út í þessa vigsluathöfn. „Athöfnin byrjaði snemma um morguninn og stóö allan daginn með tilheyrandi veisluhöldum. Þarna voru mættir margir fyrir- menn i Nigeriu og sjónvarpið var með þætti allan daginn i tengslum við þessa vigsluathöfn. Flugleiðir komu þarna mjög við sögu og var sjónvarpað viðtölum við okkur þar sem við lýstum skoðunum okkar á vellinum, sem við auð- vitað hældum á hvert reipi. Stað- reyndin var lika sú, aö völlurinn reyndist prýðilega. Það var Flug- leiðavél sem fór i fyrstu ferðina frá vellinum og það var jafnframt fyrsta flugið okkar i pilagrima- fluginu nú i ár en alls flugum við 34 ferðir frá þessum velli i fyrri hluta pilagrimaflugsins. Það er óhætt að fullyrða að þetta var mikil og góð auglýsing fyrir Flugleiðir og ég er viss um að Flugleiðir er þekktara nafn á þessum slóðum, eftir þennan dag en Pan Am eða nókkurt annað hinna stærri flugfélaga”, — sagði Baldur. DC 8 Flugleiða á nýja al- þjóðaflugvellinum i Maiduguri skömmu áður en hún hélt i fyrsta flugið frá vellinum. Charlton Heston er 56 ára og I topp-formi. Hér sjáum við~ hann þenja kassann fyrir Ijósmyndar- ann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.