Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 8
 VISIR 19'laitzsJj .01 -i rrrnlrÆ' Miðvikudagur 10. desember 1980. Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjdri: DavlA GuAmundsson. RitstjOrar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Ðragi Guómundsson, Ellas Snaeland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsli Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simiSÓÓU 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumula 8, slmar 86411 og 822Ó0. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sfmi 8óól 1. Áskriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak- iö. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf.;Siðumúla 14. Mál Hannesar Jðnssonar Það er sem betur fer ekki á hverjum degi, sem þeir menn, er valdir hafa verið af utanríkis- þjónustu íslands til þess að gæta hagsmuna landsins á erlendum vettvangi, fara í málflutningi sínum svo langt frá mótaðri utanríkisstefnu landsins, að ræð- ur þeirra séu máðar út úr fundargerðum alþjóðastofnana. Það er heldur ekki daglegt brauð, að slíkir sendimenn þjóðarinnar neiti að viðurkenna embættisafglöp sín og verjist opinberlega með því að ata f jöl- miðla og blaðamenn auri, um leið og þeir kasta rýrð á störf ís- lenskra ráðherra og embættis- manna. Hvort tveggja þetta hefur nú gerst. Sá, sem hér á hlut að máli, er dr. Hannes Jónsson, sendi- herra íslands í Gienf. Málavextir eru í stuttu máli þeir, að í Sandkornsdálkum Visis voru birtar fregnir af því, að ræða, sem Hannes Jónsson sendi herra flutti á vettvangi EFTA i Genf um málefni Júgóslava hefði valdið hneykslan meðal fulltrúa aðildarríkja EFTA, þar sem sendiherrann hefði kynnt allt aðra afstöðu til málsins en island hefði haft fram til þess. Hefði sendiherrann verið kvadd- ur heim á f und utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra vegna málsins, og síðan hefði verið ósk- Hannes Jónsson, sendiherra tslands hjá EFTA hefur meö stóryrðum ráöist á VIsi fyrir frásagnir af furöulegri framgöngu hans sjálfs hjá EFTA, en utanrikisráöherra hefur nú staöfest.aö þær hafi veriö réttar. að eftir, að ræða Hannesar um málefni Júgóslava yrði máð úr bókum ráðsins. Vegna þessara skrifa í Visi sendi Hannes Jónsson blaðinu mikla grein þar sem stóryrði í garð blaðsins og starfsmanna þess voru ekki spöruð. Segir hann þar, að skrif Vísis séu ,,ekki að- eins meiðyrði, heldur einnig at- vinnurógur og tilraun til mann- orðsþjófnaðar af versta tagi". Hann kveðst eigi vita hvernig á ,,rógskrifum Vísis" standi, hitt sé þó vist að enginn málefna- grundvöllur sé fyrir þeim, þar sé eingöngu um að ræða ,,rakalaus- an rog ... Fyrr má nú taka upp í sig, og skyldi maður ætla,að sá sem svo gerir, sé með hreinan skjöld i þeim efnum, sem um ræðir. Svo er ekki. Æðsti yfirmaður Hannesar Jónssonar, Ólafur Jóhannesson, ufanríkisráðherra, staðfesti í viðtali i Vísi í gær, að fréttir blaðsins af framferði sendiherr- ans væru réttar og þar á meðal, að samið hefði verið um, að ræða Hannesar um Júgóslavíumálið yrði felld niður úr fundargerðar- bókum Eftaráðsins. Þótt Vísir hefði öruggar heimildir fyrir f rásögnum sínum af máli Hannesar Jónssonar, þótti nauðsynlegt úr því sem komið var að leita opinberrar staðfestingar á málsatvikum. Olafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, taldi það upphaflega vera mál Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra sem færi með málefni EFTA að svara spurn- ingum blaðsins um málið, en þegar á átti að herða, neitaði Tómas að ræða mál Hannesar við Vísi og vísaði því að nýju til Ólafs. Hann staðfesti siðan það, sem sagt hafði verið í dálkum Vísis um mál Hannesar eins og fram kom i blaðinu í gær. Vísir hefur því verið hreinsað- ur af þeim áburði, sem sendi- herrann hafði í f rammi gagnvart blaðinu í grein sinni á dögunum, en er hægt að endurheimta álit is- lenskrar utanr íkisþjónustu meðal EFTA-þjóðanna? Framganga Hannesar Jóns- sonar í þessu máli. bæði á vett- vangi EFTA og á síðum Vísis er fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi manni, sem á að vera fulltrúi islensku þjóðarinnar gagnvart þeim þjóðum og stofn- unum, sem við eigum samskipti við. Treystir utanr íkisráðherra landsins þessum manni áfram fyrir svo ábyrgðarmiklu emb- ætti? SV0 HRÆÐILEGA EINFALT Menn velta þvi fyrir sér þessa dagana hvort hinn öflugi rauði her muni marséra yfir landa- mæri Póllands og taka i lurginn á þeim óróa- seggjum, sem hafa leyft sér að efast um ágæti forsjár hinna alvisu og friðelskandi alheims- verndara i Moskvu. Jafnvel hinir visustu menn skeggræða þessi mál, rétt landsleikur við Dani sé ákaflega óviss. eins og þýðingarmikill framundan og úrslit Að læra gf reynslunni. Eg á oft afskaplega erfitt aö skilja það hvernig alsjáandi menn komast hjá þvi að sjá, menn með góða heyrn komast hjá þvi aö heyra og menn með sæmilega greind komasthjá þvi að skilja einföldustu staðreynd- ir. Samt veitist mörgum þetta ótrúlega auðvelt. 1 sannleika sagt skil ég ekki hvernig menn geta efast um það að sovéther- inn marséri inn i Folland i íyll- ingu timans, ef ekki tekst meö öðrum leiðum að snúa niður þau öfl, sem raskaö haia ró þeirra Kremiverja og truflaö þá við varöveislu friðai i Afganistan og annars staður i heiminum. Reynslan kenmr mér aö þetta beinlinis blasi við, og það sem meira er, að ef maöur litur kalt og rólega á málin þá er auðséð að þeir geta hreint ekkert annað gert Það, sem er að gerast i Póllandi núna, er enn þá einangraö sjúkdómsfyrirbæri i heimi kommúnismans, en ef ekki veröur gripið til viðeigandi ráðstafana gæti það orðið að farsótt, sem legöi veldið i rúst. Engin fórn er of stór fyrir þá Kremlverja til að hindra út- breiösiu slikrar sóttar og engin læknisaöferö er of sársaukafull til þess að beita henni undir slik- um kringumstæöum. Timinn læknar lika öll sár — þann sann- leika hafa Kremlverjar löngu lært. Hvers vegna nauðsyn- legt? Hvers vegna er þetta nauð- synlegt? Jú, þaö er einíalt mál. Ef Pólverjar komast upp með þann skratta að leyfa frjáls fé- lög, sem eru dæmd til þess aö verða virk stjórnarandstaða, þá munu aörir fylgja á eftir og krefjast sömu réttinda. Enn hefur nefnilega engin þjóð sætt sig við ok kommúnismans, þær sem við hann búa hafa verið barðar til hlýðni. Hvergi i kommúnistariki hefur stjórnar- andstaöa verið leyfð. Það gæti ekki endað nema með þeim ósköpum að þjóðin afþakkaði kommúnismann. Þess vegna má það ekki. 1 þjóðfélagi, þar sem rikiö er að segja má eini vinnuveitandinn hljóta frjáls verkalýösfélög að veröa raun- veruleg stjórnarandstaða. Þess vegna eru þau eitthvert voða- legasta sjúkdómseinkenni kommúnistarikis. Hvers vegna er þá hikað? Já, hvers vegna er þá hikað? Það er eðlilegt. Þaö er ekkert gamanmál fyrir sovélmenn að ráðast inn i Pólland. i fyrsta lagi er talið liklegt að herinn myndi veita mótspyrnu og eftir að hann yrði sigraður myndu hinir almennu borgarar halda uppi skemmdarstarfsemi og jafnvel skæruhernaði. Innrás yrði þvi alldýrt spaug. Álits- hnekkirinn út á við yrði einnig umtalsverður i bili. „Friðar” starfsemin yrði erfiðleikum háö fyrsta kastið. Þess vegna munu sovétmenn leggja á það áherslu að lækna sjúkdóminn i Póllandi eftir öörum leiðum. Þeir munu reyna að kæfa írelsishreyfing- una þar í fæðingunni, læða út- sendurum sinum inn i raðir hennar, múta mönnum og hræða þá til þess að láta af uppi- vöðsluseminni. Þess vegna er beðið átekta, uns þessi ráð eru þrautreynd eða þar til áhrifin eru orðin óþolandi I grannrikj- unum. Hvað gerir umheimur- inn? Hann mun hafa hátt. Menn munu mótmæla hástöfum. Það verður farið i langar kröfugöngur og fjöldi mótmæla- spjalda mun veröa óteljandi. Hér munu menn hópast i Tún- götuna og standa þar með tár- vot augu, urrandi af heift — en þar við situr lika. Kremlverjar vita af fenginni reynslu aö þetta liður hjá. Smám saman gleym- neðanmóls Magnús Bjarnfreðsson fjallar um stöðu mála i Póllandi og það, hvort rauði herinn rnuni marséra inn i Pólland. Telur hann vist, að ef ekki takist að berja frjálsu verkalýðsfélög- in niöur, þurfi menn ekki að vera i neinum vafa. ist þetta, eöa menn hætta að minnsta kosti aö nenna að æsa sig, og meta „eölileg” sam- skipti meira en nokkra dauða Pólverja. Eftir svo sem tiu til fimmtán ár mun veröa undirrit- aður nýr alþjóðasamningur um frið og afvopnun og dindlar sovétmanna hér og erlendis munu ekki mega vatni halda yfir hinni einlægu friðarviðleitni þeirra. Og dindlar dindlanna munu trúa yfirdindlunum eins og venjulega. Þetta vita Sovét- menn mæta vel. Meðal þeirra, sem munu mót- mæla iTúngötunni hérna, verða margskonar „friöarsinnar” sem ekkert mega aumt sjá vest- an járntjalds. Rétt einsog þegar ráðist var inn i Tékkóslóvakiu munu þeir koma slefandi af sorg og reiöi fram fyrir þjóöina i sjónvarpi og lýsa þeirri skoðun sinni að sovétmenn séu hinir verstu hundar. Barnalegir hugsjónar- menn munu fara um þaö fjálg- legum oröum að þeir vilji allt öðru visi kommúnisma, sem byggist á lýðræði og skoðana- frelsi. Þeir munu komast upp með þaö, enda þótt allir alsjá- andi menn megi vita að lýð- ræðislegur kommúnismi hefur aldrei verið og mun aldrei veröa annað en kjaftæði. Þess vegna munu þeir marséra. Munu þeir þá marséra? Það er ekki alveg vist. Það getur verið að þeim takist að berja frjálsu verkalýðsfélögin niður, kæfa þau i fæðingunni. Þá trufl- ast ekki ró aðdáenda þeirra og friðarsamningar i Afganistan geta gengiö sinn gang. En ef það tekst ekki, þurfa menn ekki aö vera i neinum vafa. Svo slæmt sem það veröur um sinn að þurfa aðberjast við Pólverja er þó hálfu verra ef sjúkdómur þeirra breiðist úr. Það má undir engum kringumstæðum gerast Þess vegna munu þeir marséra Svo hræðilega einfalt er það. Magnús Bjarnfreðsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.