Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. desember 1980.
Forráðamenn „Miss Universe” hér á landi:
Kynna sér
aðstæður
Fulltrúar fyrirtækisins Ungfrú alheimur, eru nú
staddir hér á landi til þess að kynna sér möguleika
á því að halda fegurðarsamkeppni ,,Miss Uni-
verse”, eins og Visir hefur þegar sagt frá.
t samráði við Flugleiðir og
Ferðamálaráð hafa þeir athugað
húsnæðisem i boði er, bæði undir
keppnina sjálfa og einnig fyrir þá
gesti er fylgja keppninni en það
munu alls vera um 250 manns. Að
sögn Franks L. Sweeney, vara-
forseta fyrirtækisins, telja þeir
Háskólabió fullnægja kröfum
þeirra, en þá þarf að stækka svið-
ið. Um 600 milljónir manna munu
að öllum likindum horfa á keppn-
ina, hvar sem hún verður haldin,
og þvi er mest áhersla lögö á góða
sviðsetningu, þar sem hinn mikli
fjöldi mun sjá keppnina i gegnum
sjónvarpstækisinium 50löndum.
Kostnaðarhliðin er órædd, en vist
er að gifurlegur kostnaður dæm-
istá tslendinga verði af keppninni
hér, en auglýsingagildi fyrir
landið er ótvirætt mjög mikið.
Forráðamenn „Miss Universe”
lögðu áherslu á að þeir væru ekki
aðeins að leita að landi fyrir
keppni á næsta ári, heldur væri
verið að kanna möguleika fyrir
næstu ár.
— AS
Einn handlekinn
vegna fíkniefna
lslendingur var handtekinn i
Gautaborg i siðustu viku fyrir
smygl og fikniefnabrot. Maður
þessi mun hafa oftar en einu sinni
komið við sögu slikra mála hér á
landi og hlotið sinn dóm vegna
þeirra. Að sögn fikniefnalögregl-
unnar hér á landi, virðist mál
þetta ekki mikið umíangs. islend-
ingurinn, sem ér 26ára gamall, er
nú i haldi lögregluyfirvalda i
Gautaborg. —AS
Tekínn fyrir innbrot
Þremur dögum eftir að hafa af-
plánað 8 mánaða dóm var 27 ára
gamall maður aftur kominn af
stað við afbrotaiðju sina. Nú um
helgina var hann handtekinn en
hann hafði losnað úr haldi 19.
nóvember siðast liðinn. Maðurinn
var úrskurðaður i gæsluvarðjald
til 16. janúar á næsta ári. Nú er
verið að kapna afbrotaferil hans
hann losnaði úr haldi i nóvember.
— AS
Landstjóri Kanada til islands
Landstjóri Kanada, Hichard
Schreyer, kemur i opinbera
heimsókn til islands næsta sum-
ar. Schreyer heimsækir öll Norð-
urlöndin i þessari ferð sinni og
endar á Islandi, dagana 3.-5. júni.
Landstjóri Kanada verður hér i
boði Vigdisar Finnbogadóttur,
forseta islands.
VÍSIR
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna: 10 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: I3mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín.
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubburog
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti,
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggiandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
rafmagnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
SÍS Byggingavörudeild,
Suðurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbúðin, Álfaskeiði 31..
KEFLAVÍK:
Stapafell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfélag Dýrfirðinga
ÍSAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVÍK:
Kaupfélag Steingrimsfjarðar.
BLÖNDUÓS:
Xaupfélag Húnvetninga
SIGLUFJORÐUR:
Rafbær h/f.
AKURÉYRI:
Verslunin Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HÚSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfélag Vopnfirðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skógar
SEYÐISFJÖRÐUR:
Stálbúðin
NESKAUPSSTAÐUR:
Eiríkur Asmundsson
HÖFN:
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
VÍK:
Kaupfélag Skaftfellinga
HERERBOKIN!
HVERJU MA EG TRUA? eftir Harold Sherman
Þetta er einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskil-
vitlegum fyrirbærum, höfund bókanna DULARMÖGN HUGANS,
LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN og AÐ SIGRA ÓTTANN, — Þeir sem glata trúnni lifa í
ótta og óvissu um framtíðina, þá skortir öryggi. En er mögulegt að endurheimta
það, sem glatazt hefur? Og hvernig vita menn hverju þeir mega trúa? Þessi bók er
hreinskilið, presónulegt svar Harold Sherman við þessum brennandi spurningum.
SKUGGSJA
Frá örófi alda hafa draumar og vökusýnir fylgt mannkyninu. Draumurinn er
margslungið ævintýri, sem menn ráða á ýmsa vegu, jafnvel hefur hver ráðandi sína
eigin lausn, sinn eigin lykil að leyndardóminum.
Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá
á sinn sérstæða hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega og forvitnilega
bók, sem stór hópur lesenda mun fagna.
BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF
SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU eftir Halldór Pjetursson