Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 14
14 VÍSLR Miðvikudagur 10. desember 1980. Miðvikudagur 10. desember 1980. VÍSIR Canom np ;so Canonns^iso Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu verði. Aðeins kr. 1.790 þús. Enginn á markaðnum i dag getur boðið ljósritunarvélar sem ljósrita á venjulegan pappír á svipUðu verði. Nú er tækifærið, sem býðst ekki aftur SUrifuéiin hf Suðurlandsbraut 12 Simi 85277 M IJA ...Skki? Tökum i umboðssölu allar gerðir aí skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKÍDA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKI >/ i.fii.fnn GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Vísir heimsækir Þórshoin og Raufarhöin og ræðir við heimamenn um umdeiid togarakaup Talsvert hefur verið rætt að undanförnu um togara- kaup Útgerða rf élags Norður-Þingeyinga sem er i eigu Þórshafnar- og Raufarhafnarbúa. Með kaupunum er hagsmunir Þórshafnar einkum hafðir i huga en þaðan hefur ekki verið gerður út togari síðan Fontur fór 1978. Var hann seldur á uppboði, því út- gerð hans reyndist Þórs- hafnarbúum ofviða vegna tíðra bilana og þar af leið- andi mikils viðhalds- kostnaðar. Virðist sem bú- ið hafi verið að komast fyrir bilanir, því síðan hefur skipið verið gert út frá Siglufirði með góðum árangri. Fyrir er Rauði- núpur á Raufarhöfn og verður afla togaranna miðlað á milli staðanna. Margir hafa orðiö til að and- mæla þessum togarakaupum m.a. Visir i leiðaraskrifum og rit- stjórapistlum. Hefur verið bent á að togaraflotinn sé þegar of stór og þar af leiðandi bundinn við bryggjur 5 mánuði ársins. Gisli Sigurgeirsson, blaðamaöur Visis á Akureyri, skrifar. Sá timi lengist við hvern nýjan togara sem bætist i flotann. Þá hefur verið bent á að rekstrar- grundvöllur fyrir skipið sé hæp- inn. Fjárfestingin verður um 3 milljarðar kr., sem er öll i skuld. Verði þvi tæpast séð að togarinn geri betur en að fiska fyrir vöxt- um og öðrum fjármagnskostnaði. Útgerðin geti þvi komið ibúum þessara staða i koll siðar. Einnig hefur verið minnst á aðrar leiðir m „Þiö eruð nú meiri mennirnir þarna fyrir sunnan,viljið ekki leyfa okkur að fá togara”, sagði Jóhann Guðmundsson sem var að landa og haföi fengið talsvert af ýsu. tilað leysa vandamál i atvinnulifi Þórshafnar, togarakaup þurfi ekki að vera eina lausnarorðið. Ýmsir ráðamenn á Þórshöfn og Raufarhöfn tóku þessi skrif óstinnt upp, töldu þau harkalega árás á þessi byggðarlög i samtöl- um við ritstjórnina. Ölafur Ragnarsson ritstjóri, benti á það i ritstjórnarpistli á laugardaginn, að fremur sé verið að hugsa um hag ibúanna þegar varað er við hugsanlegum afleiðingum af togarakaupunum. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands islenskra út- vegsmanna tók mjög i sama streng og Visir hafði gert varð- andi togarakaupin og taldi að út- gerð þessa skips gæti aldrei gengið og ætti það eftir að valda ibúum þessa byggðarlags ,,svo óbærilegum skaða, að erfitt væri að sjá hvernig þeir geta undir risið”, eins og hann tók til orða á LÍÚ-þinginu. Forráðamenn togarakaupanna fyrir norðan sögðu kaupin einu leiöina til að tryggja frystihúsinu nægilegt hráefni,fólkinu næga at- vinnu og sómasamlega afkomu. Töldu þeir samstöðu um þetta i heimabyggð og skoruðu á Visi að senda blaðamann á staðinn. Það var gert og hér i opnunni og i Visi á morgun er árangurinn af þeirri ferð. Fyppi lilufii vn TREYSTUM BYGGÐIHA I SESSI MEB SKUTTOGARANUM" - segip ólafup Rafn Jónsson, sveitarstjóri á Þópshðfn. í samtali viö Vísi „Með togarakaupunum viljum við tryggja atvinnu hér á staðnum, um leið og við treystum byggðina í sessi. Þegar ákvöröun um slik atvinnu- tæki er tekin, þarf að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra fyrirtækja, sem fyrireru, i þessu tilliti Fiskvinnslustöðvarinnar, sem hefur verið hálf- nýtt vegna þess að hráefni hefur vantað”, sagði ólafur Rafn Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, aöspurður um ástæðurnar fyrir togarakaup- um Þórshafnarbúa, i samtali við Visi. Það kom fram i samtalinu við Ólaf. að fiskiskipafloti Þórs- hafnarbúa hefur minnkaö um 71% siðan á árinu 1978. Munaði þar mest um Font, en einnig hafa tveir bátar helst úr lestinni. Að visu er annar þeirra kominn i gagnið aftur eftir endurbætur, en ótryggt með útgerö hans, að sögn Ólafs. Ólafur var spurður hvort at- hugaður hafi veriö sá möguleiki, að stækka bátaflotann? „Við höfum unnið að þessum málum allt siðan Fontur fór héðan”, svaraði Ölafur. „Þá gerðum við okkur þaö fljótlega ljóst, að Hraðfrystistööin gæti ekki gengið, nema að henni yröi tryggt meira hráefni. Viö leituð- um leiða. Fyrst var reynt aö fá hingað umframfisk, sem annars hefði verið siglt með. Þá geröi sjávarútvegsráöuneytiö samning við útgerðarmenn Dagnýjar frá Siglufirði um að togarinn landaöi hér yfir erfiðasta timann aö vetrinum. Þetta reyndist ekki sem skyldi. Bátakaup komu einnig til greina. Viö athugun kom i ljós, aö ekki var grundvöllur meöal út- gerðarmanna hér, aö stækka við sig, eða efna til útgerðar á félags legum grundvelli, jafnvel þótt i boði hafi verið lánafyrirgreiðsla i rikari mæli en venjulegt er. Togari varö þvi fyrir valinu, og ef við tökum til hliðsjónar lands- svæðið og þann fjölda fólks sem hér hefur atvinnu af fiskvinnslu, þá finnst mér ekki óeölilegt að hingað komi einn togari til að tryggja atvinnulifið”, sagði Ólai- ur. — Komu engar aðrar atvinnu- greinar til greina? „Menn hljóta alltaf aö leiða hugann að þvi, þar sem hér er einhæft atvinnulif. Hins vegar var togarinn hagkvæmasta leiðin og sú fljótvirkasta til að tryggja at- vinnulifið, þar sem Fiskvinnslu- stöðin er hér fyrir og hálfnýtt”, svaraði Ólafur. Það kom fram i samtalinu við Ólaf, að samkvæmt reynslu undangenginna ára, hefur at- vinnuleysið staöiö meira og minna yfir vetrarmánuðina, þegai gæftir eru erfiðar og fiskur litill. Bryjar þetta venjulega siöast i nóvember, er verulegt i desem- ber og janúar og nær oft út febrú- ar lika. ínóvember 1979 voru aömeðal- taii 12 manns á aív’ííwuleysis- skrá, 21 i desember, 50 i janúar og 9 i febrúar. Siðan hefur veriö full atvinna, þar til 21. nóvember sl. Með hliðsjón af þessu, þá var Ólafur spurður hvort hann teldi vinnuafl fyrir hendi til að anna verkun á togaraaflanum, þar sem verulegt atvinnuleysi væri ekki nema 2 mánuði ársins? „Rúmlega þriðjungurinn af þeim fiski, sem Fiskvinnslustööin hefur haft er togarafiskur, sem við höfum fengið i aflahrotum. Hann hefur komið sér vel, þvi stærstur hluti hans hefur komið á þeim timum, sem litið hefur fisk- ast hjá bátunum. Ég er þvi ekki hræddur um að ekki hafist undan við að vinna aflann”. Verður hægt aö manna togar- ann með heimamönnum? „Það segir sig sjálft, að við er- um ekki tilbúnir með áhöfn á tog- ara, þar sem héðan hefur ekki verið gerður út togari sl. 2 ár. Þegar hafa margir heimamenn falast eftir plássi og ég er fullviss um aðokkur tekst að manna skip- ið eingöngu með heimamönnum innan tiðar, ef skipið reynist vel”, sagði Ólafur. — En þetta tókst ekki með Font? „Nei, það er rétt, en þegar Fontur kom hingað fyrst var um helmingurinn af áhöfninni heima- menn. Þeir heltust siðan úr lest- inni, þegar halla fór undan fæti hjá togaranum, og hann var frá veiðum langtimum saman og afl- inn þvi litill. Þess vegna voru tið mannaskipti á skipinu.” Útgerðarfélagið sem kaupir togarann er i eigu Jökuls h.f á Raufarhöfn, Þórshafnarhrepps, Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, Kaupfélags Langnesinga og Sval- barðshrepps. Samtals eiga Þórs- hafnarbúar 60% i félaginu. Ólafur var spurður hvort samstaða hafi verið um kaupin? ,,Ég get varla imyndaö mér að hægt hafi verið að ná betri sam- stöðu”, svaraði Ólafur. Að visu voru 2 stjórnarmenn af 5 i Hrað- frystistöðinni á móti, en mér er kunnugt um að annar þeirra var þessu mótfallinn á þeim forsend- um, að hlutur stöövarinnar i fél- aginu væri of stór.” En er rekstrargrundvöllur fyrir skipinu? „Það er náttúrlega staðreynd, aö útgerð verður haldið áfram i landinu, ekki rétt, hún veröur ekki stöðvuð. Við gerum okkur grein fyrir þvi að þetta verður erfitt, sérstaklega fyrstu árin. Það var sama sagan þegar sem flestir togararnir voru keyptir i byrjun siðasta áratugs. T.d. voru erfiðleikar við rekstur Rauða- núps frá Raufarhöfn fyrstu árin. Nú skilar hann rekstrarafgangi. Ég tel okkur lika standa mun bet- ur að vigi með þetta skip, heldur en þeir aðilar, sem nú eru að láta smiða ný skip hérlendis. Margumræddur togari er árs- gamall og keyptur frá Noregi. Taldi Ólafur kaupverðið verða undir 3 milljörðum kr. með þeim breytingum sem gera þyrfti á skipinu. Taidi Ólafur það 1-1,5 milljarði undir raunvirði ný- smiðar innanlands. Það hefur verið bent á, að fyrirsjáanlegt sé tap á útgerð skipsins. Ólafur var þvi spurður hvort veriö væri að gera Þórshafnarbúum „bjarnar- greiða” með þessum skipakaup- um. ,,Nei, siður en svo, eins og ég hef fært rök að hér að framan. Ef það verður tap á útgerðinni fyrstu Ólafur Rafn Jónsson, s veitarstjóri á Þórs- höfn árin. Þvi tapi höfum við hugsað okkur að standa undir sjálfir, með þvi að auka hlutaféð i fyrir- tækinu. Ég reikna með að togar- inn skapi tekjuaukningu hjá fólk- inu og um leið sveitarfélaginu. Ég tel ekki ósanngjarnt að þvi verði að einhverju leyti skilað i formi aukins hlutafjár”, sagði Ólafur. — Þið fáið lánafyrirgreiðslu fyrir öllu kaupverði togarans. Sverrir Hermannsson hefur sagt i viðtali við Visi, að einnig liggi fyrir umsóknir um lán til hluta- bréfakaupa. Er það rétt? „Það er nú ekki rétt nema að litlum hluta”, svaraði Ólafur. „Eini aðilinn að Útgerðarfélag- inu, sem sótti um lán fyrir hluta- fénu, var Þórshafnarhreppur. Sú umsókn var send áður en ljóst var hvernig staðið yrði að fjármögn- un á togarakaupunum. Lánsum- sóknin hefur ekki verið tekin fyrir hjá byggðasjóði og ég á ekki von á. þvi að það verði gert, þar sem breyttar forsendur eru fyrir um- sókninni”, sagði Ólafur. — En er togaraflotinn ekki orð- inn of stór? ,,Út af fyrir sig er ég þvi sam- mála, að togaraflotinn er of stór. Til að fyrirbyggja aö hann verði enn stærri, þarf að koma stjórnun á fiskvinnsluna og tryggja, að ekki verði siglt með íiskinn til annarra landa á meöan fisk- vinnslufyrirtæki eru tilbúin að vinna hann hér heima. Ég held að LIÚ, sem hagsmunaaöili sjávar- útv^gsins, ætti að hafa forgöngu um að hvetja stjórnvöld til slikra stjórnunaraðgerða”, sagði Ólafur Rafn i lok samtalsins. G.S./Akureyri. Þaö Þarf minna til en togara - segir Pálmi Ölafsson. skðlasljóri á Þðrshðfn, sem í 12 ár var oddviti „Ég var mótfallin því i stjórn Hraðfrysti- stöövarinnar að fara út i þessi togarakaup, vildi heldur reyna að efla bátaútgerðina”, sagði Pálmi ólason skólastjóri á Þórshöfn, i samtali við Vísi. Pálmi þekkir vel til at- vinnuhátta staðarins. Hann hefur lengi setið i stjórn Hraðfrysti- stöðvarinnar og um 12 ára skeið var Páimi oddviti hreppsins eða allt þar til hann flutti lögheimili sitt yfir i Sauðaneshrepp. — En hvers vegna ekki tog- ara? „Þaðeralveg rétt, aö ákveöin timabil er hér viöloðandi at- vinnuleysi,mest i desember og janúar”, sagði Pálmi. „Venju- ' -iVHMMiiíf. ... ■■ -? -íF r \\ i\ \f i, J i '*• i / Pálmi ólafsson er skólastjóri á Þórshöfn en var þar sveitar- stjóri i 12 ár. legast er þetta fyrir gæltaleysi sem kemur illa við smábátaút- gerð. En það er ekkert nýtt, hefur fylgt veiðimannaþjóð- félögum gegn um tiöina og eng- an veginn til aö sanna, aö staðurinn sé ekki byggilegur. Ég veit ekki annað en Þórs- hafnarbúar upp til hópa hafi þaö nokkuð gott. Hins vegar er þaö orðin lenska ráöamanna sveitarfélaga viða um landiö að sækja fé i opinbera sjóði meö þeirri löngu úreltu aöíerö að skæla við fótskör stjórnvalda. Eru menn þá ekki vandir aö meðulum til að fá vilja sinum framgengt. Þetta kalla ég ekki sjálfsbjargarviðleitni. Mér dettur ekki i hug að bera á móti þvi aö Hraöfrystistööin þarf meira hráetni. En ég held að það þurfi minna til en aíla togara. óflug bátaútgerö heföi dugað”, sagöi Pálmi. Ert þú svartsýnn á aö rekstur togarans geti gengiö? „Ef við hugsum okkur um- ræddan togara sem jólagjöf frá rikisstjórninni, þá er erlitt fyrir ráðamenn aö taka ekki á móti henni, ég þekki ekki svo óþekka og óartarlega þiggjendur. Hins vegar er ég hræddur um aö gjöf- in eigi eftir að draga dilk á eftir sér, hún verði dýr i rekstri, jafn- vel þó vel fiskist. Og ef vel fisk- ast þá kæmi mér ekki á óvart, þó kalla þurfi til stúlkur frá fjarlægum löndum til aö bjarga aflanum. Við vitum aö þaö er ekkert hættulegra fyrir frysti- hús en of mikið hráefni", sagði Pálmi. — En er frekar rekstrar- grundvöllur fyrir bátaútgerð, t.d. 150 tonna bát. „Það er rétt útgerö slikra báta hefur ekki gefið nógu góða raun á seinni árum, en ég held i flestum tilfellum að þaö stafi af beinni samkeppni við togarana. Ef við litum aftur á móti á báta- útgerðina hér, þá get ég ekki annað séð en hún gangi bæri- lega”, svaraði Pálmi. — Bjarni Einarsson fram- kvæmdastjóri byggöadeildar. Framkvæmdastofnunarinnar, sagði i sjónvarpsviðtali, aö tog- ari væri hagkvæmasta lausnin fýrir ykkur? ,,Já, ég skil nú ekkert i jafn ágætum og greindum manni og Bjarna að láta slikt frá sér sem i þessu sjónvarpsviðtali” sagði Pálmi. „Hann taldi hagkvæm- ara að láta okkur fá togara, samanborið við aö flytja okkur i gámum til Reykjavikur og skaffa okkur ibúöir þar. Ég skil þetta satt að segja ekki þar sem ég hélt að þetta væru ekki einu valkostirnir. Sé hins vegar svo þá held ég væri réttast íyrir Bjarna að láta togarann taka gámana i Noregi þannig að það verði a.m.k. hægt að nota hann til að flytja okkur suður. Auð- vitað vil ég hag Þórshafnarbúa sem bestan en með togara- kaupunum held ég að ekki sé stigið skref til hagsældar. Við þvi vil ég vara”, sagði Pálmi i lok samtalsins. G.S./Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.