Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 10.12.1980, Blaðsíða 12
JÓLASÆLGÆTI í Heimatilbúinn möndlumassi 200 gr. möndlur 200-300 gr. flórsykur 1-2 msk. eggjahvítur. ' Alhyðið möndlurnar og þurrkiðþær vel. Hakkið þær sið- an i möndlukvörn einu sinni eða tvisvar. Setjið flórsykurinn saman við og hnoðið með eggja- hvitunni þar til massinn er jafn og m júkur. Gætið þess aö hnoða hann ekki of mikið, þar sem hann vill þá skilja sig og erfitt verður að móta hann. Kókoskúlur 2 egg 200 gr sykur 50 gr kakó 300 gr grafikjumassi 150 gr. Palmin (plöntufeiti) 200 gr. kókosmjöl möndludropar Palmin-feitin brædd og siðan látin kólna. Egg og sykur þeytt vel. Kakó og gráfikjumassi. möndludropar og Palminfeiti, allt sett saman við vel þeytt eggin og sykurinn. Ef massinn er þunnur má þykkja aðeins með kókosmjöli. Búið til litlar kúlur og veltið kúlunum úr kókosmjöli. Ananassúkkulaftibitar 1 litU dós ananas 100 gr súkkulaði Skeriö ananasinn i litla bita og þurrkiö þá meö eldhúspappir. Hafið þá eins þurra og mögulegt er. Bræöið súkkulaðið i vatns- baði ásamt smjörbita eöa svo- kitlu af kókosfeiti. Dyfið ananasbitunum ofan i súkkulað- ið og leggiö bitana á álpappir, þar til þeir eru þurrir. Gerið mynstur i súkkulaðið meö gaffli, áöur en það er þurrt. Portvinssveskjur 225-250 gr. sveskjur (meö stein- um) 1 stórt glas portvin 1-2 msk. sykur ca. 150 gr. möndlumassi grófur sykur Látið sveskjurnar liggja i portvini og sykri yfir nótt. Sjóð- ið þær við vægan hita, þar til þær bólgna út og allur vökvi er soðinn upp. Kældar og steinarn- ir fjarlægðir. Mótið aflangar kúlur Ur möndlumassanum og fyllið sveskjurnar með þeim. Veltið sveskjunum siðan upp úr grófum sykri. Reynið að láta töluvert af sykri tolla bæði við sveskjurnar og möndlumass- ann. CORNFLAKES-sæl- gætiskökur 250 gr. Palmin (plöntufeiti) 2 bollar flórsykur 4 msk. kakó 1 pakki cornflakes (stór) Palminfeitin hituð, flórsykur- inn sigtaður. Kakó og flórsykri blandað Ut f feitina og siöast Ur cornRakes-pakkanum. Sett i litil pappirsform (með tsk.) og geymt á köldum stað. Mjúkar súkkulaðikara- mellur („Fudge”) 2 bollar sykur 3/4 bollar mjólk ca. 60 gr. ósætt sUkkulaði salt (örlitdð) 1 tsk sýróp 2 msk. smjör eða smjörliki l tsk vanilla 1/2 bolli muldar valhnetur. Smyrjíð að innan fremur stór- anskaftpott með þykkum botni. Látið i hann sykur, mjólk, súkkulaöi, salt og sýróp, hitið upp yfir meðalhita þar til sykur- inn bráðnar og suða kemur upp. Látiö sjóða áfram nokkuð lengi og hrærið ekki f nema nauðsyn- legt sé. Takið pottinn af hitanum, bætiðsmjörinu i og kælið þar til það er aðeins ylvolgt. Bætið vanillu út i og hrærið kröftug- lega þar til blandan er mjög þykk og gljáinn fer af henni. Bætið valhnetunum fljótl saman við. Hellið i smurt, grunnt mót, sléttiðúr henni og markið i bita meðhnif meðanhúnerenn volg. Brjótiö i bita þegar blandan er storknuö. Eiginmaðurinn hringir heim frá bensinstöðinni.... Ef símanúmerlð er á tall... HAFA BANDARÍKJAMENN LEYST VANDANN Siminn hefur miklu hlutverki að gegna i daglegu lifi okkar og orðinn fastur i sessi. Skilaboð berast hraðar en nokkru sinni fyrrumallan heim meðal annars i gegnum sima. Tækniþröunin er ör og ótal tegundir sima ryðja sér braut.til dæmis þykir simsvarinn orðinn ómissandi þjónustutæki i mörgum fyrirtækjum og jafnvel einnig á heimilum. Vestur i Bandarikjununi eru t.d. tæki á markaðnum, sem taka við skila- boðuin ef enginn er viðlátinn heima til að svara simanum. En Randarikjamenn eru alltaf að koma með fleiri og fleiri nýjungar á þessu sviði, enda sagt að þeir noti simann manna mest. Eitt nýtt tækier nýkomiðá markaðinn þar vcstra hjá fyrirtækinu South Central Bell. 1 auglýsingabæklingi frá fyrir- tækinu segja þeir: Hafðu ekki áhyggjur að því að missa af sim- tali á meðan þú talar i simann þinn. Ef einhver hringir i númer þitt, er siminn ekki á tali, heldur heyrist „tónn” frá simtækinu, sem gefur þér til kynna að annar aðili vilji ná sambandi og þú styður þá á lítinn „móttöku- hnapp” á þessu nýja taltæki þínu og skiptir yfir. A meðan getur sá sem þú varst að ræða við beðið og þú skipt yfir aftur. En eins og þeir segja eitt simanúmer — eitt tal- tæki en tvær linur, og örlitið meiri kostnaður. Við skulum nefna sem dæmi hvað svona tæki getur leyst ein- földustu vandamál sem upp koma: Eiginkonan er heima og spjall- ar „dágóða” stund við vinkonu sina i simann. Eiginmaðurinn sen er á leiðinni heim úr vinnunni, verður fyrir þvi að billinn bilar. Hann bregður sér þvi inn á næstu bensi'nstöð og hringir heim. Ætlar að biðja konuna að sækja sig á frúarbilnum (þannig er það i Amerikunni). En númerið heima er alltaf á tali.... á tali ... og blóð- þrýstingur eiginmannsins sti'gur upp úr öllu valdi á bensinstöðinni. Em þetta einfalda tæki sem kom- iðer á markaðinn leysir úr svona ogálika vandamálum. Litilltakki leysir vandann og siminn okkar er aldrei á tali. Einhverjar hræringar eru i simamálum okkar tslendinga, mikið rætt um skrefatalningu og breytingar á innflutningi tal- tækja. Hvort að slikt takkatæki sem leysir skilaboðavandamál ibúanna fyrir vestan á nokkurn tima eftir að leysa okkar mál skal ósagt látið, við segjum aðeins frá þessu takkatæki til gamans. En öllu gamni fylgir einhver al- vara, þvi' notuðum við okkar venjulega takkalausa taltæki og höfðum samband við sérfræðing Þórunn Gestsdóttir. blaðamaður. hjá Pósti og sima. Þeir telja, að tveggja linu tæki sem hér eru á þetta nýja tæki frá South Central boðstólum. Bell, muni vera likt fyrirbæri og —ÞG ...,og eiginkonan sem var ,,á tali" ýtir á hnappinn og málið leyst. I I I I I I I I I I I I I I Hvaö kostar Þelia RADSÓFASETT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.