Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 6
FYRRVERANDI aðalgjaldkeri
Landssímans, sem grunaður er um
að hafa svikið 261 milljón króna út úr
fyrirtækinu, notaði samtals um 10
þúsund færslur til að hylja slóð sína.
Rannsókn Símans á málinu er lokið.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Sím-
ans, segir að rannsókn á svikunum
hafi verið flóknari og tímafrekari en
menn óraði fyrir. Fyrirtækið hefur
gripið til aðgerða sem eiga að draga
verulega úr líkum á að svona mál
komi upp aftur.
Mál aðalgjaldkerans kom upp í
maí í vor, en þá var talað um að
grunur léki á um allt að 150 milljóna
króna fjársvik. Um miðjan júní hélt
forstjóri Símans blaðamannafund
þar sem fram kom að fjárdrátturinn
næmi a.m.k. 250 milljónum króna. Í
gær upplýsti Bryjólfur Bjarnason á
blaðamannafundi að upphæðin væri
261 milljón og um væri að ræða 137
tilvik sem næðu allt aftur til ársins
1999. Hann sagði að umfangsmikil
og ítarleg lögreglurannsókn vegna
þessa máls hefði farið fram og ekk-
ert benti til þess að upphæðin væri
hærri. Málið teldist því upplýst og
færi sína eðlilegu leið innan dóms-
kerfisins.
Flóknar aðgerðir
Brynjólfur sagði að á bak við þessi
fjársvik lægju flóknar aðgerðir sem
gjaldkerinn notaði til að hylja slóð
sína. Notaðar hefðu verið nokkrar
aðferðir, en gjaldkerinn hefði haft
bæði heimild til að taka ákvörðun
um fjárskuldbindingar og heimild til
að bókfæra færslur. Brynjólfur
nefndi sem dæmi að á bak við ein til-
tekin fjársvik væru um 50 færslur í
bókhaldi. Þegar allt væri talið léti
nærri að þessi 137 meintu fjársvik
tengdust um 10 þúsund færslum í
bókhaldi Símans á þessum fjórum
árum. Það hefði kostað gríðarlega
mikla vinnu að fara í gegnum þessar
færslur allar. Að þessari vinnu hefðu
komið Ríkisendurskoðun, Ólafur
Nilsson endurskoðandi, starfsfólk
Símans og starfsmenn ríkislögreglu-
stjóra.
Starfsreglum Símans breytt
Brynjólfur sagði að í kjölfar þessa
máls hefðu stjórnendur Símans grip-
ið til ráðstafana sem miðuðust að því
að koma í veg fyrir að svona mál
kæmu upp aftur. Farið hefði verið
yfir verkferla og vinnulag innan fé-
lagsins með það að markmiði að
bæta innra eftirlit og auka öryggi í
viðskiptum. Heimildir starfsmanna
um aðgang að upplýsingakerfum fé-
lagsins hefðu verið þrengdar og mun
færri hefðu þessar heimildir í dag en
áður. Í öðru lagi hefði verið skerpt á
verkaskiptingu innan deilda og milli
deilda og ábyrgðasvið starfsmanna
hefði verið skýrt. Þeir sem hefðu
heimild til að taka ákvörðun um fjár-
reiður hefðu ekki lengur aðgang að
bókunum á gjalda- og tekjuhlið. Í
þriðja lagi hefðu reglur um meðferð
fjármuna verið endurskoðaðar.
Stefnt væri að því að fækka aðferð-
um sem notaðar væru við greiðslur
til viðskiptamanna í þeim tilgangi að
auka öryggi í meðferð fjármuna.
Eftirlit með viðskiptum stærri við-
skiptamanna Símans yrði stórhert.
Í fjórða lagi sagði Brynjólfur að
innri endurskoðun fyrirtækisins yrði
styrkt m.a. með aukinni sérþekkingu
í tölvuendurskoðun. Í fjórða lagi
hefðu starfsmannareglur Símans
verið endurskoðaðar. Starfsmönnum
félagsins yrði m.a. óheimilt að taka
að sér launað starf utan fyrirtæk-
isins nema með leyfi framkvæmda-
stjóra viðkomandi sviðs. Starfsmenn
mættu ekki sitja í stjórnum fyrir-
tækja nema með leyfi forstjóra.
Settar yrðu sérstakar reglur um
sumarleyfi þeirra sem hefðu með
fjárumsýslu að gera, en þær fælu
m.a. í sér að þeir yrðu að taka sér
a.m.k. þrjár vikur í samfellt orlof í
senn og yfir mánaðamót. Jafnframt
yrði stefnt að því að starfsmenn yrðu
færðir reglulega milli starfa.
Brynjólfur sagði að þrátt fyrir
breytt vinnubrögð og hertar reglur
væri aldrei hægt að útiloka að fjár-
svik kæmu upp innan fyrirtækisins.
Það væri hins vegar ljóst að líkur á
svikum væru miklu minni en áður.
Hann sagðist ekki sjá fyrir sér að
svona stórt mál sem tengdist svona
langvarandi fjársvikum gæti komið
upp eftir að vinnubrögðum hefði ver-
ið breytt.
Fram hefur komið að fyrrum aðal-
gjaldkeri vann heima hálfan daginn í
sumarfríi á síðasta ári, en talið er að
það hafi hann gert til að tryggja að
hann gæti haldið áfram að fela þau
fjársvik sem hann er sakaður um.
Það hefur jafnframt komið fram að
gjaldkerinn hafði í janúar sl. gefið
skriflega yfirlýsingu um að hann
hefði hætt afskiptum af þeim einka-
fyrirtækjum sem hann tengdist. Við
þessa yfirlýsingu hefði hann hins
vegar ekki staðið. Brynjólfur sagði í
gær að starfsmenn Símans myndu
áfram fá heimild til að sitja í stjórn-
um einkafyrirtækja sem þeir ættu
eða tengdust. Það lægi hins vegar í
augum uppi að menn myndu gera
strangari kröfur í þeim efnum en áð-
ur.
Rannsókn Símans á meintum fjársvikum fyrrverandi aðalgjaldkera fyrirtækisins er lokið
Um 10 þúsund
bókhaldsfærslur til
að hylja slóðina
Morgunblaðið/Sverrir
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði á blaðamannafundi að Síminn
mundi leggja fram bótakröfu á hendur fyrrverandi aðalgjaldkera fyrirtæk-
isins, sem er grunaður um að hafa svikið út úr félaginu 261 milljón króna.
" !!!
%&&
(
)**+,
!-
-'
&
'
%!
%-
#
#
#
#
#
# FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson og kona hans, frú Dorrit
Moussaieff, heimsóttu starfsstöðvar
Samherja á Dalvík og Akureyri í
gær og fóru auk þess um borð í Ak-
ureyrina EA, togara félagsins í Dal-
víkurhöfn. Samherji hlaut Útflutn-
ingsverðlaun Forseta Íslands fyrr á
árinu og hefur forsetinn leitast við
að sækja þau fyrirtæki heim sem
verðlaunin hljóta.
„Við erum að sýna starfsfólki og
stjórnendum að það er mikið þakk-
læti sem fylgir þessum verðlaunum
og erum að heiðra framlag fólksins
hér á Dalvík og annars staðar sem
vinnur á vettvangi Samherja fyrir
þann árangur sem það hefur skilað.
Það fær ekkert fyrirtæki úflutnings-
verðlaun forseta Íslands bara af því
að forstjórarnir séu góðir. Heldur
eru þau veitt vegna mikils og ein-
stæðs árangurs sem starfsheildin
hefur skapað. Við höfum einmitt
kynnst því hér á Dalvík að verðlaun-
in voru og eru svo sannarlega verð-
skulduð,“ sagði Ólafur Ragnar í
samtali við Morgunblaðið.
Forsetinn sagði að vinnsla Sam-
herja á Dalvík væri í efsta gæða-
flokki fyrirtækja á þessu sviði í ver-
öldinni, ekki aðeins hvað snerti
framleiðslu, heldur líka varðandi að-
búnað starfsfólks og vinnuanda. Það
hefðu fulltrúar alþjóðlegra eftirlits-
stofnana staðfest. Í fylgd forseta-
hjónanna voru fulltrúar úr úthlut-
unarnefnd verðlaunanna, fulltrúar
frá Útflutningsráði og forsetaritari.
Þorsteinn Már lýsti mikilli
ánægju með heimsókn forseta-
hjónanna og fylgdarliðs, og vonaðist
til að hún hefði verið þeim ánægju-
leg.
Sjávarútvegsráðherrann hefur
aldrei komið í heimsókn
„Ég fullyrði að fiskvinnslan hér á
Dalvík er ein fremsta sinnar teg-
undar í heiminum. Hér er tæknivæð-
ing og gæðastjórnun í hávegum
höfð, með það að leiðarljósi að há-
marka verð þess hráefnis sem okkur
er trúað fyrir.“
Þorsteinn Már sá jafnframt
ástæðu til að vekja athygli á því að
núverandi sjávarútvegsráðherra,
sem hefði setið á þeim stóli í á
fimmta ár, hefði aldrei séð ástæðu til
að heimsækja fyrirtækið. „Þá eru
orðin afskaplega mörg ár síðan að
þeir sem eru í sjávarútvegsnefnd Al-
þingis hafa séð einhverja ástæðu til
koma hingað, skoða hvað við erum
að gera og ræða við fólkið.“
Forsetinn í starfsstöðvum Samherja á Dalvík og Akureyri
Fyrirtækið í efsta gæða-
flokki á sínu sviði í heiminum
Morgunblaðið/Kristján
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og fylgdarlið heilsuðu upp á
starfsfólk Samherja á Dalvík. Við hlið hans stendur Þorsteinn Már Bald-
vinsson, forstjóri Samherja, og á milli þeirra Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri landvinnslu félagsins.
BRYNJÓLFUR Bjarnason, for-
stjóri Símans, segir að Síminn
muni gera bótakröfur á hendur
aðalgjaldkeranum, en hún komi
ekki fram fyrr en ákæran hefði
verið gefin út. Aðspurður sagði
hann að bótakrafan myndi nema
á þriðja hundrað milljónum
króna.
Brynjólfur upplýsti ennfremur
að ríkislögreglustjóri hefði kyrr-
sett eignir og því stæðu vonir til
þess að eitthvað af því tjóni sem
Síminn hefði orðið fyrir yrði
bætt.
Rannsókn Símans leiddi í ljós
að 130 milljónir af þessum 260
milljónum sem talið væri að
gjaldkerinn fyrrverandi hefði
svikið út úr félaginu hefðu farið
til fyrirtækisins Alvöru lífsins
ehf., en það er í eigu tveggja fyrr-
verandi eigenda sjónvarpsstöðv-
arinnar Skjás eins. Brynjólfur
sagði að vegna rannsóknarhags-
muna gæti Síminn ekki upplýst
nákvæmlega hvað hefði orðið um
hinn helming fjárins. Það myndi
koma fram þegar ákværuvaldið
tæki málið til meðferðar.
Bótakrafa á þriðja
hundrað milljónir
ÞORSTEINN Már Baldvinsson for-
stjóri Samherja hf. gagnrýndi ís-
lenska stjórnmálamenn í ávarpi sem
hann flutti til starfsfólks og gesta í
landvinnslu félagsins á Dalvík í gær, í
tengslum við heimsókn forseta Ís-
lands, Ólafs Ragnars Grímssonar og
fylgdarliðs.
Samherji fékk útflutningsverðlaun
forseta Íslands fyrr á þessu ári og
Þorsteinn Már sagðist hafa sagt við
það tækifæri að verðlaunin væru
ákaflega kærkomin og að hann liti á
þau öðru fremur sem viðurkenningu
til starfsfólks Samherja fyrir sérlega
vel unnin störf á liðnum árum. Jafn-
framt að starfsfólk Samherja væri
vel að þeim komið.
Þorsteinn Már sagðist einnig hafa
sagt við þetta tækifæri að umfjöllun
um það starf sem unnið er af starfs-
fólki Samherja væri oft ósanngjörn
og að stjórnendum Samherja hefði
greinilega ekki tekist að koma því
nægilega vel á framfæri við þjóðina
hversu gott starf væri unnið innan fé-
lagsins.
„Ég bað starfsfólk mitt afsökunar
á því og þá afsökunarbeiðni vil ég nú
endurtaka. Við eigum undir högg að
sækja, hvað varðar sanngjarna um-
fjöllun um störf okkar og sjávarútveg
í heild sinni og ef eitthvað er hefur
heldur hallað undan fæti,“ sagði Þor-
steinn Már.
Förum að tapa forystunni
Þorsteinn Már sagði að þegar
Samherji fékk Útflutningsverðlaun
forseta Íslands hefði kosningabar-
átta til Alþingis verið í algleymingi og
að hún hefði verið býsna óvægin í
garð þeirra sem starfa í sjávarútvegi.
„Nú á m.a. að fara að skerða afla-
heimildir þeirra sem byggja á því
skipulagi sem við höfum byggt, þ.e.
að líta á veiðar, vinnslu og markaðs-
starf sem eina held. Íslendingar hafa
verið í forystu meðal sjávarútvegs-
þjóða heims á allra síðustu árum en
mér sýnist stefna í þá átt að við mun-
um ekki verða í því hlutverki sem við
höfum verið í á síðustu árum.“
Fiskvinnslufólk búi við sama
starfsöryggi og aðrir
Þorsteinn Már gerði einnig að um-
talsefni að þessa dagana væri verið
að fjalla um lög um atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Hann sagði að fisk-
vinnslufólk þyrfti að búa við sama
starfsöryggi og aðrir, það væri eina
leiðin til að halda hæfu fólki og til að
fá nýtt fólk inn í greinina.
„Þess vegna styð ég þær breyting-
ar sem verið er að tala um á Alþingi
núna og fyrirtækin sjálf verða að
bera ábyrgð á starfsfólki sínu 360
daga á ári á sama hátt og við þurfum
að bera ábyrgð á viðskiptavinum okk-
ar 360 daga á ári. Ég tel að þetta hafi
verið misnotað og þess vegna vekur
það enn meiri furðu mína, að það á að
verðlauna þá sem hafa notað þennan
sjóð mest, þá sem byggja á afla hrað-
fiskibáta og hafa getað sent fólkið
heim, vegna þess að það er ekki róið
alla daga vegna veðurs.“
Þorsteinn Már, forstjóri Samherja
Eigum undir högg að
sækja varðandi
sanngjarna umfjöllun