Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 7
UMHVERFISSAMTÖK óttast að
löggjöf um kemísk efni, sem Evrópu-
sambandsins er með í undirbúningi,
nái ekki þeim markmiðum sem að
var stefnt, að sögn Tryggva Felix-
sonar, framkvæmdastjóra Land-
verndar. Markmiðið með löggjöfinni
var að tryggja meiri varfærni og ör-
yggi í framleiðslu og meðferð þess-
ara efna.
Sidsel Dyekjær frá Det ökologiske
råd og Sigurbjörg Gísladóttir, for-
stöðumaður stjórnsýslusviðs Um-
hverfisstofnunar, ræddu þessi mál á
fundi hjá Umhverfisstofnun en Sids-
el Dyekjær leggur áherslu á að at-
vinnulífið á Norðurlöndunum og
frjáls félagasamtök á sviði umhverf-
ismála taki þessi mál til umræðu og
reyni að hafa áhrif á löggjöf ESB.
Landvernd, sem tók þátt í fund-
inum, bendir á að mörg þúsund kem-
ísk efni sem eru í almennri notkun
hafa aldrei verið prófuð m.t.t. þess
hvort þau hafi áhrif á heilsufar
manna eða á umhverfið. Notkun
kemískra efna hafi margfaldast und-
anfarna áratugi. Árið 1930 sé áætlað
að notkun kemískra efna í heiminum
hafi verið um ein milljón tonna á ári.
Í dag sé árleg notkun um 400 millj-
ónir tonn. Kemísk efni séu notuð í
margskonar framleiðsluvörur, til að
leysa vandamál og til að auka þæg-
indi okkar. En við vitum ekki hvaða
verði þau séu keypt vegna neikvæðra
umhverfisáhrifa og verri heilsu.
Segir lög ekki fullnægjandi
Tryggvi segir að lög og reglur sem
gilda um notkun efna sem hafa verið í
umferð frá því fyrir 1981 séu á engan
hátt fullnægjandi. Um markaðssetn-
ingu nýrri efni hafa hins vegar gilt
mjög strangar reglur sem hafi að
vissu marki staðið framþróun fyrir
þrifum. Evrópusambandið hafi við-
urkennt vandann og hafi nú gert til-
lögu að nýrri löggjöf sem eigi að
tryggja meiri varfærni og öryggi í
þessum málum. Tillögurnar hafi hins
vegar tekið breytingum vegna mikils
þrýstings frá efnaframleiðendum.
Þær vonir sem umhverfisverndar-
sinnar hafi bundið við tillögurnar
hafi því dvínað.
Tryggvi segir að í gegnum tíðina
hafi menn uppgötvað ókosti við ýmis
efni sem notuð hafa verið. Það hafi
síðan kostað mikla fyrirhöfn að losna
við efnin og bæta þann skaða sem
þau hafi valdið. Eðlilegra sé að setja
eins konar forvarnarreglur sem komi
í veg fyrir að menn setji á markað
efni sem valdi skaða. Þessi nýja lög-
gjöf gengur undir nafninu REACH.
Tillögurnar fela í sér að efnafram-
leiðendur verða ábyrgir fyrir því að
efni séu skráð og metin og undir
strangara eftirliti en verið hefur
fram að þessu.
ESB undirbýr
nýja löggjöf um
kemísk efni
Eitt prests-
embætti
bætist við í
Grafarvogi
BISKUP Íslands hefur auglýst laus
til umsóknar tvö embætti prests í
Grafarvogsprestakalli, fjölmennasta
prestakalli landsins. Annað embætt-
ið er auglýst þar sem sr. Sigurður
Arnarson hefur verið skipaður
prestur í London en hitt embættið er
nýtt. Verður prestum þjóðkirkjunn-
ar í Grafarvogi því fjölgað úr þremur
í fjóra.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason hefur
leyst sr. Sigurð af í Grafarvogi og
fastlega er búist við að hann sæki um
embætti nú. Fyrir eru í Grafarvogs-
prestakalli sr. Vigfús Þór Árnason
sóknarprestur og sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir.
Senn skýrist hver tekur við starfi
sóknarprests í Nesprestakalli af sr.
Frank M. Halldórssyni en umsókn-
arfrestur rennur út um miðjan mán-
uðinn. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er sr. Örn Bárður
Jónsson, prestur í sömu sókn, meðal
umsækjenda.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122