Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 11
ÚTSALA - ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Jakkapeysa 7.900 3.900
Yrjótt peysa 4.600 2.300
Jakki m. satíni 4.900 1.900
Dömubolur 3.400 1.700
Hettupeysa 5.700 3.500
Mokkavesti 4.100 1.900
Vatteruð úlpa 6.800 2.900
Mokkakápa 9.900 5.900
Kjóll 6.500 3.900
Velúrpils 4.700 2.300
Dömubuxur 4.900 1.900
Satínbuxur 6.700 2.900
...og margt margt fleira
40—60% afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl.10.00-18.00
Stærðir 34-52
Hefst í dag
440kr.
Eitt verð fyrir
alla jólapakka!
Hámarksþyngd 20 kg,
hámarksstærð 0,06 m3
(t.d. 30x40x50 sm)
03
-5
11
FINSENSDAGUR verður haldinn
hátíðlegur á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi (LSH) á morgun í tilefni
100 ára afmælis Nóbelsverðlauna
Níelsar R. Finsens í læknisfræði,
sem afhent voru 10. desember árið
1903. Ráðstefna fer fram í hringsal
Barnaspítala Hringsins um krabba-
meinslækningar og arfleið Finsens
og í tengslum við ráðstefnuna stend-
ur til að stofna styrktarsjóð í minn-
ingu hans fyrir rannsóknir á sviði
krabbameinslækninga.
Níels R. Finsen var frumkvöðull í
krabbameinslækningum og geisla-
meðferð. Á vefsíðu LSH segir að
hann hafi verið af íslenskum ættum,
kominn í beinan karllegg af Hannesi
Finnsyni, síðasta biskupi í Skálholti.
Móðurættin var dönsk. Níels ólst
upp í Færeyjum en þar var faðir
hans landfógeti. Á unglingsárum var
hann sendur í skóla til Danmerkur
en þar sem það gekk illa var hann
sendur til Íslands til ömmu sinnar og
frænda í Reykjavík. Hér dvaldi hann
í nokkur ár og lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum árið 1882. Það sum-
ar sigldi hann alfarinn til Danmerk-
ur, nam þar læknisfræði og skipaði
sér fljótt í fremstu röð varðandi áhrif
geislunar við lækningu sjúkdóma.
Tæpu ári eftir að Níels R. Finsen
hlaut Nóbelsverðlaunin lést hann,
aðeins 43 ára að aldri.
Danir heiðra minningu hans á
ýmsan hátt. Rannsóknastofnun
þeirra í krabbameinsfræðum er
nefnd eftir honum, Finsens Institut,
og Krabbameinssjúkrahúsið í Kaup-
mannahöfn var einnig kennt við
hann.
Finsensdagur á Landspítala
100 ár frá Nóbelsverðlaunum Níelsar R. Finsens læknis
Notkun CCA-
efna í fúavörn
takmörkuð
GEFIN hefur verið út reglugerð þar
sem sala og notkun timburs með CCA
viðarvörn er takmörkuð. Reglugerðin
tekur gildi 1. júlí nk. en Umhverfis-
stofnun hefur mælst til þess að sölu á
timbri sem meðhöndlað hefur verið
með CCA verði hætt til almennings í
síðasta lagi næsta vor.
Að sögn Hauks R. Magnússonar,
sérfræðings á Umhverfisstofnun, er
talið að í CCA séu krabbameinsvald-
andi efni og sú stefna hafi verið mörk-
uð að hafa slík efni ekki í sölu til al-
mennings. Hættan á heilsutjóni sé þó
talin lítil og ekki hafi verið sýnt fram á
það með óyggjandi hætti að fólk hafi
orðið fyrir heilsutjóni vegna þessara
efna.
Haukur sagði að þessi efni hefðu
talsvert verið notuð hér á landi, en töl-
ur um magn lægju ekki fyrir.
Þessi CCA-efni eru notuð við að
fúaverja timbur með þrýstingi eða
lofttæmi. Timbur sem hefur verið
fúavarið með þessum hætti er innflutt
eða meðhöndlað með þessum sér-
staka hætti af innflutningsaðila. Ekki
er því um að ræða hefðbundna fúa-
vörn sem almenningur notar við að
verja timburverk á húsum sínum og
borið er á með pensli eða rúllu.
Nánari upplýsingar um reglugerð-
irnar er hægt að finna á vef Umhverf-
isstofnunar www.umhverfisstofnun.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111