Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 13

Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 13 ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 A FARMANNA- og fiskimannasam- band Íslands, (FFSÍ ), Landssam- band íslenskra útvegsmanna, (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands (SSÍ) og Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ) mót- mæla harðlega frumvarpi um línu- ívilnun fyrir dagróðrabáta. Í sameiginlegri ályktun samtak- anna fjögurra segir svo: „Í frumvarp- inu felst gróf mismunun þar sem aflaheimildir í þorski, ýsu og steinbít eru fluttar á milli útgerðarflokka bótalaust. Með þessari aðgerð er ekki aðeins útgerðum mismunað, heldur einnig sjómönnum, þar sem að línuívilnun dagróðrabáta leiðir til minnkandi aflaheimilda aflamarks- skipanna, lægri tekna sjómanna og fækkunar starfa bæði til sjós og lands. Línuívilnun mun ekki síður koma niður á sjávarbyggðum þar sem út- gerð byggist ekki á línuveiðum og draga úr atvinnu þar. Þessi aðgerð eykur enn á erfiðleika í atvinnugrein- inni sem eru þó nægir fyrir, en veru- legur tekjusamdráttur hefur orðið vegna lækkandi afurðaverðs á er- lendum mörkuðum og aukinnar sam- keppni þar. Ljóst er að línuívilnun mun fyrst og fremst koma smábátum til góða en þeir hafa á undanförnum árum aukið afla sinn gríðarlega á kostnað aflamarksskipanna. Með þessari mismunun verður þeim færð- ur enn meiri afli, sem tekinn er frá öðrum eins og áður. FFSÍ, LÍÚ, SSÍ og VSFÍ mótmæla eindregið sífelldri undanlátssemi við smábátaútgerðina og hvetja Alþingi til að fella fram- komið frumvarp um línumismunun.“ Mótmæla línuívilnun SAMKVÆMT frumvarpi sem sjávar- útvegsráðherra hefur lagt fram á Al- þingi verður aðeins þeim línubátum sem láta handbeita línu í landi ívilnað í kvóta. Formaður félags smábátaeig- enda á Hornafirði segir að með þessu sé verið að hygla trillukörlum á Vest- fjörðum umfram aðra trillukarla. Þar sem smábátaeigendur hafa að- gang að ferskri beitu, t.d. síld sem aldrei hefur frosið eða svokallaðri blóðsíld, er notkun beitningartrekta mjög algeng. Þá er línan ekki beitt í landi heldur stokkuð upp og dregst síðan í gegnum sérstaka trekt úti á sjó þar sem beitan festist sjálfkrafa á krókana. Beitningartrektar hafa t.d. ekki verið notaðar mikið á Vestfjörð- um, enda er þar erfitt að nálgast blóð- síld sem þykir gefa nokkuð betri afla en frosin síld. Því hafa vestfirskir trillukarlar jafan beitt í landi. Í frumvarpi um línuívilnun sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ívilna að- eins dagróðrabátum sem beita línu í landi með því að heimila þeim að landa 16% umfram þann afla í þorski, ýsu og steinbít sem reiknast til afla- marks þeirra. Dagróðrabátar sem gera út á línu en nota beitningartrekt njóta hinsvegar ekki línuívilnunarinn- ar, samkvæmt frumvarpinu. Snorri Aðalsteinsson, formaður Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Hornafirði, segist afar undrandi á því að frum- varpið geri ekki ráð fyrir því að ívilna þeim línubátum sem noti beitningar- trekt, enda skapi þeir jafn mikla at- vinnu í landi og þeir bátar sem láti handbeita línuna. Landshlutamismunun „Hér á Hornafirði hefur ekki verið handbeitt lína með gömlu aðferðinni í rúman áratug svo heitið geti, allir dagróðrabátar nota beitningartrekt- ar en línan er hinsvegar stokkuð upp í landi. Það er engu að síður um ná- kvæmlega sama útgerðarhátt að ræða og þó að línan væri handbeitt. Vinnan við línuna verður nánast sú sama, nema hvað við uppstokkun þarf ekki að eiga við beituna á meðan línan er í landi. Uppstokkun er því atvinnu- skapandi og krefst sama mannafla og handbeitning. Hér er því um hreina mismunun að ræða innan línuflotans og raun einnig landshlutamismunun. Það er ljóst að ef frumvarpið nær óbreytt fram að ganga er það klæð- skerasaumað fyrir Vestfirðinga. Við höfum reyndar haft áhyggjur af því allt frá upphafi að línuívilnunin væri til að hygla einum landshluta umfram annan. Niðurstaðan kemur engu að síður á óvart, því að í umræðunni um línuívilnun hefur alltaf komið skil- merkilega fram um að hún skyldi til handa þeim dagróðrabátum sem beita eða stokka upp línuna í landi. Ef umræðan hefði snúist um að ívilna að- eins bátum með handbeitta línu hefði aldrei verið svo breið samstaða um málið innan Landssambands smá- bátaeigenda,“ segir Snorri. Ekki ívilnun á uppstokkun Mismunun að mati trillukarla á Hornafirði Í frumvarpi um línuívilnun er kveð- ið á um að ívilna þeim dagróðrabát- um sem róa með handbeitta línu. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.