Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPHALLIRNAR í Helsinki í
Finnlandi, Riga í Lettlandi og Tallinn í
Eistlandi ætla að ganga til liðs við nor-
ræna kauphallarsamstarfið NOREX
frá og með næsta ári. NOREX verður
þar með sjötti stærsti verðbréfamark-
aður í Evrópu. Þetta var tilkynnt á
blaðamannafundi í kauphöllinni í
Kaupmannahöfn í gær.
Heildarviðskipti í kauphöllunum í
núverandi og tilvonandi aðildarlönd-
um NOREX námu um 40 þúsund
milljörðum íslenskra króna á fyrstu
tíu mánuðum þessa árs. Til saman-
burðar má geta þess að heildarvelta í
kauphöllinni í London, sem er hin
stærsta í Evrópu, var á sama tíma um
sex sinnum meiri.
Þegar samstarfið kemst til fram-
kvæmda taka kauphallirnar í Hels-
inki, Riga og Tallinn upp viðskipta-
kerfið SAXESS, sem notast er við
innan NOREX. Svíar og Danir hófu
notkun viðskiptakerfisins árið 1999,
Kauphöll Íslands bættist við í október
árið 2000 og Norðmenn í maí 2002.
Kauphallirnar í Riga
og Tallinn litlar
Í maí síðastliðnum keypti sænska
kauphöllin fyrirtækið Hex, sem rekur
kauphallirnar í Finnlandi, Eistlandi
og Lettlandi. Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallar Íslands, segir að
þá þegar hafi verið ljóst að ætlunin
væri að fá þær inn í NOREX-sam-
starfið.
„Kauphöllin í Helsinki var ekki þát-
takandi í neinu kauphallarsamstarfi á
þessum tíma, og það var ljóst að ráð-
ast yrði í gerð nýs viðskiptakerfis,
sem hefði verið mjög kostnaðarsamt,
segir Þórður. „Með aðild að norræna
kauphallarsamstarfinu er það mál
leyst. Töluverður munar um Finnland
í NOREX-samstarfinu, en Þórður
segir að kauphallirnar í Eistlandi og
Lettlandi séu mjög litlar. „Til sam-
anburðar má nefna það að kauphall-
irnar í Eystrasaltsríkjunum þremur
eru samtals með minni veltu en kaup-
höllin á Íslandi, og hún er eins og gef-
ur að skilja langminnst á Norðurlönd-
um. Þórður segir að á hinn bóginn
megi búast við því að kauphallirnar í
Eistlandi og Lettlandi vaxi hratt á
næstu árum, og viðskiptahagsmunir
Norðurlanda, einkum Finna, séu
mjög miklir í Eystraltsríkjunum.
„Það fer að vísu ekki mjög mikið fyrir
Íslendingum á þessu svæði, en þó eru
íslensk fyrirtæki starfandi í öllum
þremur löndunum,“ segir Þórður.
Vaxtarmöguleikar í
Póllandi og Litháen
Hugsanlegt er kauphallarsam-
starfið vaxi enn á næstu árum. Jukka
Ruuska, framkvæmdastjóri HEX,
segir að verið sé að vinna að einka-
væðingu kauphallarinnar í Litháen,
og þegar því verki sé lokið geti hún
komið til greina sem aðili að NOREX.
Þórður Friðjónsson segir að Pólland
geti einnig orðið áhugavert fyrir nor-
ræna kauphallarsamstarfið. Hann
bendir á að NOREX sé í samkeppni
við aðrar kauphallir í Evrópu. „Sam-
keppnishæfnin byggist að hluta til á
stærð og það er ein af ástæðunum fyr-
ir stækkuninni núna. Þannig að það
væri töluverður fengur í Póllandi.
Þórður segir að skiptar skoðanir séu
um það hvernig best sé að haga kaup-
hallarsamstarfinu í framtíðinni. Sum-
ir vilji sameina allar norrænu kaup-
hallirnar í einu fyrirtæki, en aðrir,
einkum Norðmenn og Íslendingar,
vilji að kauphallirnar verði áfram
sjálfstæðar en að unnið verði að frek-
ari samræmingu innan ramma NO-
REX-samstarfsins. Hann segir að
sátt sé um það innan NOREX að
vinna áfram að eflingu samstarfs
kauphallanna á næsta ári, en eftir það
geti menn farið að velta fyrir sér öðr-
um lausnum ef þörf krefji.
Þórður segir að aðalatriðið sé að
viðskiptavinirnir upplifi Norðurlönd
sem einn markað, og njóti þess ávinn-
ings sem því fylgi. Hann spáir því að
nánara samstarf leiði til þess að út-
lendir fjárfestar verði virkari á ís-
lenskum markaði, sem komi íslensk-
um fyrirtækjum til góða.
Þrjár kauphallir ganga
til liðs við NOREX
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sem ásamt forsvars-
mönnum NOREX-kauphallanna kynnti útvíkkun NOREX-samstarfsins,
segir að nánara samstarf muni koma íslenskum fyrirtækjum til góða.
Þórður Friðjónsson kynnti sér starf dönsku kauphallarinnar.
DÓTTURFÉLAG SH í Frakklandi,
Icelandic France, hefur keypt inn-
flutningsfyrirtækið Barogel í Mars-
eille fyrir 2,2 milljónir evra, eða tæp-
ar 200 milljónir króna, og hyggst
sameina félaögin tvö.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Icelandic
France, segir að viðskiptavinir fyr-
irtækisins fari stækkandi, meðal
annars vegna samruna. Þeir geri æ
meiri kröfur um afhendingu og gæði
og séu leynt og ljóst að fækka birgj-
um sínum. Með kaupunum á Barogel
sé hægt að bjóða fleiri vörutegundir
og hér eftir verði hægt að sjá við-
skiptavinunum fyrir nánast öllum
frystum sjávarafurðum sem styrki
stöðu Icelandic France á markaðn-
um.
Magnús segir að samlegðaráhrif
séu mjög mikil og felist bæði í því að
fyrirtækin bjóði ólíkar vörur og hafi
ólíka viðskiptavini. Hann segir Ice-
landic France langmest hafa verið í
flökuðum fiski, en Barogel hafi sér-
hæft sig í skelfiski. Icelandic France
hafi einbeitt sér að smásölu og veit-
ingaþjónustu en Barogel hafi ein-
beitt sér meira að iðnaðarnotendum
og smærri dreifingaraðilum.
Vaxtarmöguleikar voru
orðnir takmarkaðir
Icelandic France hefur að sögn
Magnúsar vaxið hratt undanfarin ár
og það hafi gerst með því að fyrir-
tækið hafi einbeitt sér að ákveðnum
hlutum markaðarins. Vaxtarmögu-
leikar þar hafi verið orðnir takmark-
aðir eða mjög kostnaðarsamir og
þess vegna hafi verið ákveðið að
renna þessari nýju stoð undir rekst-
urinn til að ná fram auknum vexti.
Barogel veltir um 22 milljónum
evra, um 2 milljörðum króna, sem er
um helmingur af veltu Icelandic
France. Fyrirtækið er staðsett í
Marseille og er með tíu starfsmenn.
Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á
starfsmannahaldi og framkvæmda-
stjóri Barogel mun starfa áfram hjá
sameinuðu félagi og stjórna starf-
semi þess í Marseille.
Barogel hefur verið rekið með
hagnaði mörg undanfarin ár og hefur
hagnaður fyrir skatta yfirleitt numið
1-2% af veltu. Magnús segir að það
teljist gott hjá fyrirtæki í þessari
grein og Barogel sé vel rekið fyrir-
tæki með langa og farsæla sögu.
Hann segir ímynd þess á markaðn-
um mjög sterka, sem fari saman við
ímynd Icelandic France. Vörumerki
Icelandic France hafi góða stöðu á
markaðnum og þess vegna hafi verið
mikilvægt að fá fyrirtæki sem væri
þekkt fyrir svipuð gæði.
Aðspurður segir Magnús að frum-
kvæði kaupanna hafi komið frá Ice-
landic France. Hann hafi fengið veð-
ur af því að fyrirtækið væri
hugsanlega til sölu og hafi í fram-
haldi af því sett sig í samband við eig-
endur þess fyrr á þessu ári. Á síðustu
mánuðum hafi verið unnið að und-
irbúningi kaupanna og þeim hafi lok-
ið með undirritun samninga í gær.
Dótturfélag SH
kaupir franskt inn-
flutningsfyrirtæki
ORKUVEITA Reykjavíkur,OR, hef-
ur eignast 21,3% hlut í Metan hf. eftir
að hlutafé var aukið í félaginu um 15
milljónir króna. Sorpa, stærsti hlut-
hafi félagsins, tók einnig þátt í aukn-
ingunni og á nú 49,8% hlut en átti
57,5% fyrir. Aðrir hluthafar eru Olíu-
félagið hf. með 14,9% og Nýsköpunar-
sjóður með 14% hlut.
Metan hf. var stofnað árið 1999 til
að safna hauggasi sem myndast við
rotnum lífrænna úrgangsefna á urð-
unarstað Sorpu í Álfsnesi og eftir
fremsta megni að nýta það, eins og
það er orðað á heimasíðu félagsins.
Í fréttatilkynningu frá Metani seg-
ir að Sorpa hafi leyst til sín hreinsi-
stöðina í Álfsnesi en frá 1. september
sl. hefur Sorpa séð um hreinsun á gasi
til notkunar á ökutæki. „Metan hf.
mun hér eftir einbeita sér að því að
auka hlut metans sem ökutækjaelds-
neytis jafnframt því að þróa og
stækka aðra markaði fyrir metan,“
segir í tilkynningu Metan.
Þá segir í tilkynningunni að Orku-
veitan hafi í rúmt ár framleitt raforku
úr metangasi í Álfsnesi.
Orkuveitan eignast
fimmtung í Metan hf.