Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 19

Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 19 Miðbær | Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, segir húsið Skjaldbreið við Kirkjustræti mikilvægt í tiltölulegri heil- legri götumynd, sem nái frá dómkirkjunni að húsi Hjálpræðishersins. Nú kemur til greina að rífa húsið, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, og byggja þar nýtt skrifstofuhús fyrir Al- þingi. „Húsafriðunarnefnd er andvíg þeim fyr- irætlunum,“ segir Magnús og að húsið hafi mik- ið gildi fyrir götumyndina. Í sama streng tekur Páll Bjarnason, deild- arstjóri húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur, eftir að hafa skoðað gögn safnsins. „Ég myndi leggjast eindregið gegn því að þetta hús yrði rifið. Þetta er áríðandi hluti af götumyndinni,“ segir Páll enda sé Alþingi búið að endurbyggja þarna tvö gömul hús sem séu áföst. Húsið hefur staðið autt síðan í haust en þar var lengi Hótel Skjaldbreið til húsa og síðar skrifstofur Alþingis. Áður hefur verið fjallað um niðurrif þess og Magnús segir þetta því ekki koma á óvart. Páll segir það engin rök fyrir nið- urrifi hússins að það sé óhentugt skrifstofuhús- næði. Þarna hafi verið skrifstofur í mörg ár og gengið ágætlega. „Það er alltaf þannig með gömul hús að þú þarft að aðlaga þig þeim,“ segir hann og aðþetta hafi ekki áhrif á varðveislumat- ið. Húsið ekki friðað Magnús segir uppi hugmyndir um að færa húsið á móti inngangi ráðhúss Reykjavíkur að Vonarstræti 12 á hornið við Kirkjustræti og Tjarnargötu við hlið Skjaldbreiðar. „Þá væri búið að klára þessa götumynd,“ segir hann en forgangsverkefni sé að gera upp Skjaldbreið. Páll segir húsið ekkert í verra ástandi en önnur gömul hús sem ekki hefur verið haldið við. Kostnaður við að gera það upp ætti ekki að vera meiri en að gera upp önnur gömul hús, sem ver- ið sé að gera um allan bæ. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir húsið Skjaldbreið byggt fyrir 1918 og það sé ekki friðað. Það komi til álita að leggja það til við menntamálaráðherra að friða húsið og legg- ur hann áherslu á varðveislu hússins í þessari götumynd. Vitnar hann meðal annars í rit Harð- ar Ágústssonar, Íslensk byggingararfleifð, þar sem segir að Kirkjustrætið sé eina heillega götumyndin frá seinnihluta 19. aldar og upphafi þeirra 20. í Reykjavík. Leggjast gegn niðurrifi Skjaldbreiðar Reykjavík | Borgarráð hefur samþykkti tillögu Þórólfs Árnasonar borgarstjóra um að kanna kosti þess að settar verði siða- og starfsreglur fyrir kjörna fulltrúa og emb- ættismenn Reykjavíkurborgar. „Með þessu er brotið blað og bryddað upp á algerlega nýrri umræðu í stjórn- málum á Íslandi. Þótt slíkar reglur hafi verið settar á þjóðþingum og sveitarstjórn- um víða um heim eru engin dæmi um slíkt hér á landi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Mun hann stýra starfinu framundan sem formaður stjórnkerfis- nefndar sem falið var þetta verkefni. Sátt um leikreglur nauðsynleg Nefndin á að kanna erlendar og inn- lendar fyrirmyndir og efna til umræðu og samráðs. Einnig álitamál sem upp geta komið við skilgreiningu og gerð slíkra reglna. Nefndin mun m.a. skoða handbók Evrópuráðsins með siðareglum fyrir sveit- arstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfé- laga. Áætlað er að nefndin skili niðurstöð- um um miðjan júní 2004. Dagur segir að skilgreining siða- og starfsreglna á sviði stjórnmála og stjórn- sýslu haldist í hendur við aðrar umbætur við að stuðla að gegnsærri og opinni stjórnsýslu og lýðræðislegum stjórnarhátt- um hjá Reykjavíkurborg. „Margt hefur áunnist við að innleiða nýja hugsun í ís- lenska stjórnmálaumræðu á undanförnum árum. Því fer þó fjarri að sátt hafi skapast um nauðsynlegar leikreglur á þessu sviði. Álitamál í því efni þarf að ræða. Af þeim sökum er gert ráð fyrir að efnt verði til op- innar umræðu um ólík sjónarmið og bestu fyrirmyndir við könnun á kostum þess að gerðar verði siða- og starfsreglur fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Dagur B. Egg- ertsson. Kanna kosti siðareglna fyrir emb- ættismenn Hamraborg | Það kostaði mikla undirbúningsvinnu að reisa hús- næðið yfir gjána í Kópavogi, segir Jóhann Hlöðversson hjá Risi ehf. Nú sjái hann fyrir endann á verk- inu og allt sé nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Um helgina var unnið við að glerja húsið og segir Jóhann það verða klárt í byrjun febrúar. Aðspurður hvort þetta hafi ver- ið erfitt játar hann því. Þeir hafi þurft að grafa fjóra metra ofan í jörðina báðum megin við Hafn- arfjarðarvegin, með bergið í bak- inu því holan var svo mjó. Ekki var hægt að nota steypumót og því þurfti að slá upp með gamla laginu. „Þetta eru búin að vera alls konar ævintýri, en það hefur gengið vel miðað við að við byggj- um yfir þjóðveg,“ segir Jóhann og verkið sé miklu umfangsmeira en brúarsmíði. „Það er bara léttur leikur miðað við alla stífingarnar sem við þurftum að hafa fyrir þessari byggingu. Við þurftum að bora okkur niður í bergið og það eru 40 cm veggir sem koma 5-6 metra upp. Það hafa farið í þetta 14-15 einbýlishús í steypu,“ segir hann enda þurfti að uppfylla allar öryggiskröfur kæmi til jarð- skjálfta. Hann segir vegfarendur sem fara þarna um á hverjum degi hafa sýnt mikla þolinmæði og ver- ið tillitssama, þótt einstakir öku- menn hafi orðið pirraðir á um- stangingu. Mörgum hafi ekki fundist neitt ganga að reisa húsið en þá hafi starfsmennirnir unnið neðanjarðar við stoðirnar. Grunn- vinnan hafi verið mjög mikil „og síðan er þetta búið að ganga mjög vel eftir að við komust upp úr jörðinni, ef ég má orða það svo“. Hann segir að í húsinu verði að öllum líkindum heilsugæslustöð Kópavogs. Þá verði pláss fyrir apótek, banka og þess konar þjón- ustufyrirtæki á neðri hæðinni. Næg bílastæði eru í nágrenninu og aðkoman góð. Mikill undirbúningur að baki byggingu húsnæðis yfir gjánni í Kópavogi Morgunblaðið/Sverrir Unnið var við að glerja húsið um helgina. Ráðgert er að heilsugæslan í Kópavogi flytjist þangað á næsta ári auk apóteks og banka. Steypan hefði nægt í 15 ein- býlishús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.