Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 27
Í SKEMMTILEGUM Frétta-
blaðs-þætti í morgun [mánudag]
minnist Guðmundur Andri Thors-
son á jólasveina-vísurnar alkunnu:
Jólasveinar ganga um gólf. Það
mun rétt vera, að ég hafi einhvern
tíma fyrir mörgum árum rausað
eitthvað hér í Morgunblaðinu um
þennan indæla kveðskap og kvart-
að ögn undan því að þar væri bæði
efni og form harla afbökunarlegt
og illa til þess fallið að þjálfa brag-
eyra ungra Íslendinga. Í sama
skipti mun ég hafa imprað á þeirri
gerð fyrri vísunnar sem að nokkru
leyti virðist upprunalegri.
Síðari vísan (Uppá stól …) hefur
löngum þótt með ólíkindum. En
endurbót á henni (Uppá hól …) hef
ég ekki heyrt eða séð fyrr en alveg
nýlega. Og þykir mér vinur minn
Guðmundur Andri óþarflega hag-
mæltur fyrir mína hönd, er hann
ætlar mér að stinga upp á svo
frumlegri lagfæringu. Hins vegar
er ég honum sammála um það, að
ruglinu í fyrri vísunni fylgi viss
bernskulegur jólaþokki, sem þarf-
laust sé að afrækja.
Nú vill svo til, að allar lagfær-
ingar á síðari vísunni eru þarflaus-
ar, því orðið „könnustóll“ er gamalt
í málinu og merkir: smáborð, eink-
um undir drykkjarílát. (J. Fritzn-
er: könnustóll, könnubekkur: Op-
sats, Hylde til derpaa at hensætte,
opstille Kander eller Drikkekar. –
S.B.: lille Bord, Servante).
Þarna kemur þá í góðar þarfir sá
rétti „könnustóll“ sem löngum var
saknað. Nú er jólasveinum mál að
hraða sér til bæja, því þar eru
könnurnar með jólaölið komnar
upp á stólana.
Kæri Guðmundur Andri, þakka
þér fyrir allt gott.
Uppá stól
Helgi Hálfdanarson
EÐLILEGA vekur athygli hversu
oft Hæstiréttur Íslands hefur á síð-
ustu árum kveðið upp dóma sem fela í
sér að nýlega sett lög
gangi í berhögg við
ákvæði stjórnarskrár-
innar. Í viðtali í Sjón-
varpinu 3. desember sl.
ræddi Davíð Þór Björg-
vinsson prófessor um
þetta efni, taldi óheppi-
legt að Hæstiréttur
lenti í tíðum árekstrum
við löggjafar- og fram-
kvæmdavald í við-
kvæmum málum og
varpaði fram spurningu
um hvort afstaða dóm-
ara hérlendis væri á
skjön við það sem gerðist á öðrum
Norðurlöndum, þar sem löggjaf-
arvaldið fái meira svigrúm. Prófess-
orinn nefndi réttilega að ein skýr-
ingin á þessum tíðu dómum gæti
verið sú að löggjöf hérlendis sé
óvandaðri en annars staðar á Norð-
urlöndum. Hins vegar fjallaði hann
ekki nánar um það atriði en leitaði
frekar annarra skýringa.
Undirritaður átti í tvo áratugi sæti
á Alþingi og undraðist þá oft hvernig
hendi var kastað til löggjafarstarfs,
sem ætti þó að vera eitt helsta verk-
efni þingsins. Hér hefur lengi ríkt sú
hefð að yfirgnæfandi meirihluti laga-
frumvarpa berist þinginu frá Stjórn-
arráðinu þar sem þau eru samin af
embættismönnum eða stjórnskip-
uðum nefndum í umboði ráðherra.
Oft koma þessi frumvörp seint fram
en mikil áhersla oftast lögð á það af
ríkisstjórn og einstökum ráðherrum
að fá þau fljótt afgreidd. Þingið sjálft
á sárasjaldan frumkvæði að meiri-
háttar löggjöf og til
undantekninga telst að
frumvörp lögð fram af
einstökum þingmönn-
um öðlist lagagildi. Mér
hefur virst sem meiri-
hluti þingmanna hafi
ekki mikinn metnað
þegar kemur að mótun
löggjafar, stjórn-
arþingmenn flestir eft-
irláti fram-
kvæmdavaldinu veg og
vanda á því sviði og telji
skyldur sínar þær helst-
ar „að koma málum í
gegn“. Þrátt fyrir bætta starfs-
aðstöðu þingmanna og sérfræðiað-
stoð við þingnefndir hefur ekki orðið
sú breyting til batnaðar sem vera
þyrfti.
Umræddir hæstaréttardómar ættu
að vera sérstakt tilefni fyrir Alþingi
að athuga sinn gang. Í starfsháttum
þingsins og ósjálfstæði gagnvart
framkvæmdavaldinu er að mínu mati
að finna helstu skýringar á því að
ýmsis lagaákvæði hafa ekki staðist
skoðun dómstóla. Alþingi kemur illa
út að þessu leyti í samanburði við
þjóðþing annarra Norðurlanda.
Menn þurfa ekki lengra en til Noregs
til að sjá hvert himinn og haf er á milli
undirbúnings að mótun löggjafar þar
og hér á landi. Á það bæði við um
undirbúning að löggjöf í ráðuneytum
og málsmeðferð í Stórþinginu. NOU-
greinargerðirnar norsku tala þar sínu
máli. Stórþingið er heldur ekki undir
hælnum á framkvæmdavaldinu með
sama hætti og Alþingi, sem best sést
af því að ráðherrar í Noregi hafa ekki
atkvæðisrétt í þinginu.
Því er svo við að bæta að engir af
nefndum hæstaréttardómum hefðu
þurft að koma mönnum á óvart, síst
af öllu lögfræðiprófessorum. Í mörg-
um tilvikum vöruðu talsmenn stjórn-
arandstöðuflokka á Alþingi eindregið
við að viðkomandi lagasetning stang-
aðist á við stjórnarskrárvarin ákvæði.
Þetta átti m. a. við um stjórnun fisk-
veiða, málefni öryrkja og gagnagrunn
á heilbriðissviði. Hæstiréttur hefur í
reynd orðið sú réttarvörn í málefnum
borgaranna gegn ofríki fram-
kvæmdavalds og hirðuleysi löggjaf-
ans sem honum ber. Án dóma hans að
undanförnu væri lýðræðinu verr
komið en ella. Árangursríkasta leiðin
til að fækka slíkum dómum er að Al-
þingi taki lagasetningarvald sitt al-
varlega.
Brotalamir í löggjafarstarfi
Hjörleifur Guttormsson
skrifar um lagasetningarvald
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
Hjörleifur Guttormsson
’Umræddir hæsta-réttardómar ættu að
vera sérstakt tilefni
fyrir Alþingi að athuga
sinn gang.‘
TURNER-verðlaunin umdeildu voru
veitt í Tate-listasafninu í fyrrakvöld
og var það að þessu sinni breski ker-
amiklistamaðurinn Grayson Perry
sem hlaut verðlaunin. Perry hefur
ekki síður vakið athygli fyrir klæða-
burð sinn en list, en hann er klæð-
skiptingur og klæðist gjarnan kjól-
um. Í verkum sínum fjallar hann
hins vegar um kynlíf, barnaníðinga
og dauða og skreytir með þessu
myndefni keramikvasa sína.
Perry tók við verðlaununum, sem
nema 20 þúsund pundum eða rúm-
um 2,5 milljónum króna, í gervi
Claire, persónu sem hann leikur oft.
Var hann klæddur bleikum kjól
skreyttum slaufum og blúndum.
„Það var kominn tími til að klæð-
skiptingur og keramiklistamaður
ynni Turner-verðlaunin,“ sagði
Perry þegar hann tók við verðlaun-
unum. „Ég held að listheimurinn
eigi erfiðara með að sætta sig við að
ég sé keramiklistamaður en klæð-
skiptingur,“ sagði hann síðan og
þakkaði konu sinni Philippu, sem
hann sagði sinn helsta stuðnings-
mann.
Aðrir þeir listamenn sem til-
nefndir voru til Turner-verð-
launanna þetta árið voru mynd-
bandslistamaðurinn Willie Doherty,
skúlptúrlistamaðurinn Anya Gall-
accio og bræðurnir Jake og Dinos
Chapman, sem fyrir verðlaunaaf-
hendinguna voru af mörgum taldir
sigurstranglegir. Meðal verka
bræðranna voru brúður í kynferð-
islegum stellingum og skúlptúrar af
maðkétnum líkum.
Þótt Turner-verðlaunin séu gjarn-
an umdeild eru þau engu að síður
virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir
samtímalist í Bretlandi. Verðlaunin
eru ár hver veitt þeim breska lista-
manni undir fimmtugu sem þykir
hafa skarað fram úr árið á undan.
Reuters
Grayson Perry, Turner-verðlaunahafinn 2003, stillir sér upp við verk sín.
Kjólklæddur keramik-
listamaður sigraði
Turner-verðlaunin veitt í London
kórinn Ceremony of Carols eftir
Benjamin Britten (1913-1976). Elísa-
bet Wage leikur á hörpu og tveir
kórfélagar, Lára Bryndís Eggerts-
dóttir og Þórunn Vala Valdimars-
dóttir, syngja einsöng.
Britten samdi þetta jólaverk eftir
þriggja ára dvöl í Bandaríkjunum.
Hann tók sér far heim um miðjan
mars árið 1942 með sænsku flutn-
ingaskipi. Ferðin tók nærri mánuð
og lenti hann í allmiklu volki. Í ferð-
inni hóf hann að semja þetta verk
fyrir þríradda kór og hörpu. Það er
rammað inní hinn forna gregorska
söng „Hodie Christus natus est“.
Britten notar síðan níu ensk mið-
aldaljóð sem lýsa með ýmsum hætti
komu jólanna, fæðingu frelsarans,
Maríu sem syngur son sinn í svefn og
fleiri atburðum tengdum jólunum.
Millispil leikið á hörpu brýtur svo
verkið upp þannig að kaflarnir eru
ellefu.
GRADUALE Nobili heldur tónleika
í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.
Fyrri hluti efnisskrárinnar sam-
anstendur af sex verkum sem öll eru
við texta tengda Maríu guðsmóður.
Tvö verkanna eru íslensk, fyrsta eft-
ir Hildigunni Rúnarsdóttur, þá
Maríukvæði Vilborgar Dagbjarts-
dóttur „Nú breiðir María ullina sína
hvítu á himininn stóra“. Eftir Báru
Grímsdóttur flytur kórinn „Ég vil
lofa eina þá“ sem samið er við gamalt
helgikvæði. Tveir lofsöngvar eftir
spánska tónskáldið Javier Busto (f.
1949), Salve Regina (Heil vert þú
Drottning, móðir miskunnseminnar)
og Magnificat (Lofsöngur Maríu). Þá
eru tvö verk við texta latnesku bæn-
arinnar Ave Maria gratia plena.
Annað eftir sænska tónskáldið Alice
Tegnér (1864-1943) og hitt Ave
Maria eftir Gustav Holst (1874-1934)
fyrir tvo fjórradda kóra.
Á seinni hluta tónleikanna flytur
Morgunblaðið/Sverrir
Elísabet Waage við hörpuna með stúlkur úr Graduale Nobili í baksýn.
Graduale Nobili
í Langholtskirkju
LISTIR
NIÐURSTÖÐUR sænska mann-
fræðingsins Pertru Östergren hafa
verið nokkuð til um-
fjöllunar síðustu daga í
fjölmiðlum. Reyndar
fjallar ritgerð hennar
um allt annað en áhrif
sænsku laganna um
bann við kaup á vændi,
og hvorki Petru né
nokkrum öðrum dettur
í hug að kalla hana sér-
fræðing á þessu sviði.
Takmörkuð
rannsókn ...
Viðmælendur Petru
voru 22 vændiskonur í
Svíþjóð. Hún spurði konurnar hvaða
augum þær litu sænsku lögin, hvern-
ig þeim fyndust stjórnvöld fara með
þær og hvort þær litu á vændi sem
vinnu, en lét þeim að öðru leyti eftir
að lýsa skoðunum sínum. Það verður
að segjast eins og er að Petra Öster-
gren nýtir hvergi nærri til hlítar þá
miklu kosti sem þessi aðferð hefur
umfram aðrar, þ.e. að komast nær
viðmælandanum og innfyrir skelina
sem við brynjum okkur öll með til að
halda sjálfsvirðingu okkar. Í raun-
inni vinnur hún eins og blaðamaður
sem er rétt að byrja að kynnast við-
mælendum.
Þær konur sem Petra kýs að sýna
okkur eru þar að auki býsna eins-
leitur hópur. Allar utan ein eru
fæddar í Svíþjóð. Allar hafa haldið
sig fjarri félagsmálaþjónustu og fé-
lagsmálayfirvöld hafa aldrei haft
ástæðu til að hafa afskipti af þeim
eða fjölskyldum þeirra. Sjö þeirra
stunduðu ekki lengur vændi þegar
Petra ræddi við þær og nokkrar í
viðbót stunda vændi af og til. Þær
virðast hafa nokkurt frjálst val í
þessum efnum.
... takmarkaðar upplýsingar
Nú er vitað að í Svíþjóð, sem og ann-
ars staðar í heiminum, er uppruni og
aðstaða flestra vændiskvenna annar
en hér er lýst. Meirihluti þeirra býr
við afar bág kjör sem félagsmála-
yfirvöld og heilbrigðisstéttir þurfa á
einn eða annan hátt að sinna. Mjög
margar eru af erlendum uppruna,
jafnvel fluttar nauðugar til landsins.
Þær hafa ekkert val.
Raddir þessa fjölda kvenna heyr-
ast ekki í ritgerð Petru. Þó eru það
þessar raddir sem urðu til þess að
Svíar gripu til þess ráðs að banna
kaup á vændi – eitt af
mörgum til að berjast
gegn mansali og
þvinguðu vændi.
Ógerningur er að
meta stöðu vænd-
iskvenna almennt í Sví-
þjóð út frá svo tak-
markaðri rannsókn.
Það er grafalvarlegt að
höfundur sniðgengur
með öllu niðurstöður
þeirra mörgu rann-
sókna sem lágu að baki
markvissum aðgerðum
Svía og þeim rann-
sóknum sem síðar hafa verið gerðar.
Af íslenskum rannsóknum virðist
mega ráða að vændiskonur úr þeim
hópi sem Petra Östergren byggir
sínar alhæfingar á séu fáar á Íslandi.
Mansal viðgengst hér á landi og eit-
urlyf og misnotkun ýta undir vændi,
hér sem annars staðar.
María Margrét Jóhannsdóttir,
verðandi sálfræðingur, spyr í Morg-
unblaðinu 26. nóv. sl. hvers vegna
enginn hafi spurt vændiskonurnar.
Það er gert í Svíþjóð – og hefur verið
gert hér á landi. Veruleikinn er allur
annar en sá sem Petra lýsir, enda
byggður á markvissari upplýs-
ingasöfnun og viðameiri samtölum.
Ég vil benda Maríu Margréti á að
kynna sér ritgerð Petru Östergren
og leggja sjálfstætt mat á hana sem
vísindamaður. Hana má nálgast á
slóðinni: http://www.petraoster-
gren.com/svenska/studier.mag-
ister.asp).
Skýr svör úr vændisheimi
Auður Styrkársdóttir skrif-
ar um rannsóknir á vændi ’Mansal viðgengsthér á landi og eiturlyf
og misnotkun ýta
undir vændi.‘
Auður Styrkársdóttir
Höfundur er stjórnmálafræðingur.