Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Åsne Seierstad hefur skap-að sér nafn á Norðurlönd-um sem stríðsfréttaritari.Hún hefur verið í Tétsníu,
Kosovo, Afganistan og Írak svo eitt-
hvað sé nefnt. Þekktust er hún hins
vegar fyrir bókina Bóksalinn í Kab-
úl, sem náði þegar metsölu í Noregi,
hefur selst vel á Norðurlöndum og
vakið athygli um allan heim. Í bók-
inni segir frá fjölskyldu, sem hún bjó
hjá um tíma í Kabúl skömmu eftir að
Bandaríkjamenn flæmdu talibana
frá völdum. Þar lýsir hún fjölskyldu-
föður, sem er frjálslyndur út á við,
en gagnvart fjölskyldu sinni og eink-
um konunum er hann einrátt yfir-
vald. Í bókinni er dregin upp dökk
mynd af kúgun kvenna í Afganistan
og segir höfundurinn að langt sé í
land að staða þeirra verði bætt í
landinu. Bókin hefur verið mjög um-
deild eftir að Bóksalinn mótmælti
framsetningu Seierstad á lífi hennar
og í haust var vart um annað talað í
Noregi. Seierstad er stödd hér á
landi og klukkan tólf á hádegi í dag
kemur hún fram á fundi á vegum
UNIFEM í Iðnó.
Seierstad segir að hún hafi orðið
blaðamaður fyrir tilviljun þegar hún
var í Rússlandi og starfið hafi strax
náð tökum á henni. Hlutverk stríðs-
fréttaritarans er ekki auðvelt og hún
segir að óttinn fylgi starfi.
„Óttinn er hins vegar ákvörðunar-
atriði. Það er ljóst að áhættan er
meiri þar sem stríð geisar og því
þarf að vega og meta hvort maður
þorir að taka áhættuna eða ekki. Og
ef maður ákveður að fara þá verður
einfaldlega að taka hræðsluna, setja
hana á ís og geyma hana þar,“ segir
hún, en tekur fram að þar komi allt-
af að það verði að bræða ísinn.
Fyrst og fremst knúin forvitni
„Ég er fyrst og fremst knúin
áfram af forvitni,“ segir hún um
blaðamennskuna, en bætir við að
einnig skipti máli ævintýraþrá og
áhugi á að sjá heiminn. Hún kveðst
vera fylgin sér og ekki láta segjast.
„Ég get tekið fyrsta stríðið, sem ég
fjallaði um, sem dæmi,“ segir hún.
„Það var í Tétsníu. Engin leið var að
komast þangað nema með rúss-
neska hernum þannig að ég fór ein-
faldlega í varnarmálaráðuneytið og
hafði fram að ég kæmist til Grosní.“
Seierstad var þrjú ár í Rússlandi.
Þaðan var förinni heitið til Kosovo,
en í stað þess að fjalla um hlutskipti
flóttamanna kynnti hún sér hlið
Serba. Afraksturinn var fyrsta bók
hennar, þar sem mynd var dregin
upp af fimmtán ólíkum persónum.
Hún segir að þeirri bók hafi verið vel
tekið miðað við fyrstu bók.
Sala Bóksalans í Kabúl var hins
vegar með ólíkindum. Bókin hefur
nú selst í 250 þúsund eintökum í
Noregi og hefur ekkert heimildarit
selst í jafn stóru upplagi þar í landi.
Öll afsprengi okkar samfélags
Seierstad kveðst að vissu leyti
skilja hvers vegna bóksalinn í Kabúl
sé eins og hann er.
„Við erum öll afsprengi okkar
samfélags,“ segir hún. „Hefða og
fyrirkomulags í umhverfinu og sam-
félaginu. Það á einnig við um mig.
Ég er afsprengi Noregs. Bóksalinn
er heillandi
blanda. Í upp-
hafi fannst mér
hann mjög
frjálslyndur og
nútímalegur.
Þegar ég talaði
við hann fyrst
var hann mjög
opinn í stjórn-
málum og rétt-
indamálum kvenna. Ég fór nokkrum
sinnum í bókabúðina og síðan bauð
hann mér í mat með fjölskyldunni.
Meðan á málsverðinum stóð hugsaði
ég með mér að hér byggi mikil saga
að baki sem yrði að skrifa um bók.“
Bóksalinn bauð henni að dvelja
hjá þeim og hélt Seierstad að hún
væri að koma til dvalar hjá útópískri
fjölskyldu.
„Síðan kom hins vegar á daginn
að bóksalinn átti sér aðrar hliðar,“
segir hún. „Ég spurði mig hvernig á
því gæti staðið. Hann er fæddur á
landsbyggðinni fyrir utan Kabúl og
hann var sá fyrsti í fjölskyldunni til
að njóta menntunar. Hann hefur
þörf fyrir að vera frjálslyndur og
tala máli framfara. Hann hefur
menntun og peninga, en um leið eru
hefðirnar svo sterkar.“
Hún segir að vestræn gildi eigi
erfitt uppdráttar í Afganistan.
„Á sjöunda og áttunda áratugnum
var Afganistan þróaðra land en það
er í dag. Það hefur því orðið afturför
í landinu og höfuðástæðurnar eru
stríðið í kjölfar innrásar Sovét-
manna, en í því lét ein og hálf milljón
manna lífið, framganga andspyrn-
unnar, sem á endanum leiddi til yf-
irtöku talibana, sem vilja sn
til tíma Múhameðs.“
Hún segir að eins og stað
ráði hefðirnar og ættbálkur
um og lofum. Framtíðin ligg
annars í menntun. Seiersta
látið helming tekna sinna af
renna til hjálparstarfs í Afg
einkum til bókasafna, skóla
og kennslu. Hún segir að þa
vegar ekki svo einfalt að stu
starf í Afganistan og tveir s
sem hún hafi lagt peninga í,
lega verið brenndir til grun
„Við ræddum hvort penin
frá mér ættu að fara í að en
skólana,“ segir hún. „Fyrst
að það ætti að reisa þá aftur
sýna að við gæfumst ekki up
síðan komumst við að þeirri
stöðu að hættan væri of mik
iðnaðarmennina og börnin.
að þegar upp var staðið unn
anarnir.“
Eins og á tímum vík
„Ég hef notað víkingatím
samlíkingu um það hvernig
istan er stjórnað um þessar
ir,“ segir hún. „Það er ekki
kalla Afganistan eitt land í d
ráða stríðsherrar og þeir er
smákóngarnir í Noregi á sín
tíma. Þeir starfa saman, eru
keppni og stinga hver anna
Þeir hafa eigin her, stjórna
skiptum, vopna- og ópíumsm
sem hefu
verulega
Karzai g
gott til, e
völd ná s
Seiers
að stríð g
mismuna
þjáningi
sama. St
Tétsníu h
vegar verið sérstaklega grim
og valdníðslan yfirgengileg
stad hefur nú gefið út nýja b
sem hún fjallar um stríðið í
nefnist 101 dagur í Bagdad.
gagnrýnir Bandaríkjamenn
hafa ekki verið búnir að ger
um það hvernig ætti að fara
að Saddam Hussein væri fa
kveðst telja að þeir hafi mis
hugsanlega bandamenn me
vegna þess. Þá hefði verið s
hvernig hópur fárra manna
um Írak með ránum og grip
eftir að stjórnin var fallin á
almenningur sat og skalf af
„Það eina, sem Bandaríkjam
virtust vilja passa upp á, var
ráðuneytið.“
Hún segir að helstu mistö
Bandaríkjamanna hafi veri
hlusta aðeins á andstæðinga
ams í röðum íraskra útlaga.
„Blaðamenn, sem fjölluðu
andstöðuna, sögðu að 95% a
þeir segðu væri lygi, en 5%
leikur. En þeir vildu trúa þe
Þörfin til að fara í stríð var s
að þeir lugu meira að segja
menningi um gereyðingarv
þeir sögðu að væru í Írak, e
Morgunblað
Åsne Seierstad: „Ég hef ekki áhuga á að skrifa fyrir 200 gáfumenn. Ég vil ná til almennings.“
Óttinn settur á ís
Åsne Seierstad hefur vakið athygli um allan
heim með bókinni Bóksalinn í Kabúl. Bókin
er komin út á íslensku og Seierstad er stödd
á Íslandi af því tilefni. Karl Blöndal ræddi
við hana um ástandið í Afganistan og líf
stríðsfréttaritara, þar sem hætturnar eru
ljósar og eina ráðið er að setja óttann á ís.
’ Hann vill láta lýsaAfganistan sem nú-
tímalegu landi, en
það er ekki raunin.
Afganistan er ekki
nútímalegt land. ‘
PÚTÍN STYRKIR STÖÐU SÍNA
Helsti sigurvegari þingkosning-anna í Rússlandi á sunnudager Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti. Þótt Pútín hafi ekki ver-
ið í framboði snerust kosningarnar
fyrst og fremst um það hversu mikið
fylgi stuðningsmenn hans í flokknum
Sameinað Rússland myndu fá. Þegar
nær öll atkvæði höfðu verið talin í
gær var ljóst að flokkurinn hefur
fengið um 37% atkvæða og enn
hærra hlutfall þingsæta. Aðrir flokk-
ar, sem einnig styðja Pútín, bættu
sömuleiðis við sig fylgi, þar á meðal
flokkur hins öfgasinnaða Vladímírs
Zhírínovskís.
Fyrir kosningarnar var Kommún-
istaflokkurinn með stærsta þing-
flokkinn í Dúmunni en verður nú að
láta sér nægja annað sætið en komm-
únistar virðast einungis hafa fengið
tæp þrettán prósent atkvæða í kosn-
ingunum. Þá vekur einnig athygli að
frjálslyndir umbótaflokkar sem hafa
verið áberandi á síðastliðnum árum
s.s. Jablókó náðu ekki 5% fylgi, sem
er skilyrði fyrir því að ná manni inn
af lista. Hins vegar er hugsanlegt að
þessir flokkir fái einhverja menn
kjörna í einstaklingskjördæmum.
Þessir flokkar voru með um 50 þing-
menn af 450 á síðasta kjörtímabili.
Niðurstaða kosninganna gæti vart
verið skýrari. Það er hins vegar
áhyggjuefni að alþjóðlegir eftirlits-
menn, er fylgdust með kosningunum,
telja að þær hafi ekki farið fram með
sanngjörnum hætti. Ekki síst hefur
verið gagnrýnt hvernig opinberum
fjölmiðlum og stofnunum var beitt
óspart í þágu stjórnarinnar í kosn-
ingabaráttunni. Um fjögur hundruð
eftirlitsmenn á vegum ÖSE, Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu, voru í
Rússlandi í tengslum við kosningarn-
ar og lýsti Bruce George, formaður
þingmannasamkundu ÖSE, því yfir á
blaðamannafundi í Moskvu í gær að
kosningarnar hefðu ekki uppfyllt ým-
is skilyrði lýðræðislegra stjórnar-
hátta.
Ljóst er að í kjölfar kosninganna
mun staða forsetans og stjórnarinnar
í Kreml styrkjast enn frekar. Jafnvel
er hugsanlegt að stuðningsmenn for-
setans skipi 2⁄3 þingsæta og geti þar
með knúið í gegn breytingar á stjórn-
arskránni. Er helst horft til þess í því
sambandi að hugsanlega verði Pútín
gert kleift að sitja lengur en þau tvö
kjörtímabil sem stjórnarskráin segir
nú til um.
Telja má líklegt að niðurstöðurnar
leiði til aukinna efnahagslegra um-
bóta í Rússlandi. Þá verður fróðlegt
að fylgjast áfram með baráttu Pútíns
gegn ólígörkunum svokölluðu og
þeim risavöxnu fyrirtækjasamsteyp-
um er hösluðu sér völl eftir að Sov-
étríkin hrundu. Þá má búast við að
harðlínustefnu verði áfram fylgt
gagnvart Tétsníu.
Vafalaust verður aukinn pólitískur
stöðugleiki í Rússlandi næstu árin.
Það er aftur á móti áhyggjuefni
hversu veik stjórnarandstaðan verð-
ur, ekki síst í ljósi gagnrýni eftirlits-
manna ÖSE. Lýðræðið er enn í mót-
un í Rússlandi. Lýðræðisleg
framkvæmd kosninga verður að vera
hafin yfir allan efa. Ef Rússland
hyggur á nánari aðlögun að sam-
félagi evrópskra lýðræðisþjóða hlýt-
ur það að vera grundvallarskilyrði.
LÆKKUN ERFÐAFJÁRSKATTS
ER SKREF Í RÉTTA ÁTT
Álögur sem erfingjar þurfa aðgreiða af hlut sínum í dánarbúum
ættingja eru tvímælalaust eitt ósann-
gjarnasta form skattheimtu. Það er
því fagnaðarefni að fjármálaráðherra
muni senn leggja fram frumvarp á Al-
þingi sem kveður á um verulega lækk-
un á erfðafjárskatti.
Í fyrsta lagi má spyrja þeirrar
grundvallarspurningar hvers vegna
ríkið eigi að hagnast sérstaklega á
dauða þegnanna. Það blasir ekki við. Í
öðru lagi er erfðafjárskattur ósann-
gjörn skattheimta vegna þess að hann
leggst á eignir og fé sem þegar hefur
verið greiddur skattur af til ríkisins.
Erfðafjárskattur er því óeðlileg tví-
sköttun. Hann getur ennfremur kom-
ið sér verulega illa, meðal annars í til-
vikum þar sem erfingjar þurfa að
greiða umtalsverðan skatt af eignum
sem þeir vilja ógjarnan selja eða sem
erfitt er að koma í verð. Sem dæmi má
nefna fasteignir á landsbyggðinni,
þar sem fasteignamat endurspeglar
oft á tíðum ekki það verð sem unnt er
að fá fyrir eignina. Ennfremur má
nefna að núgildandi reglur um erfða-
fjárskatt hvetja í raun til undan-
bragða, enda er það útbreidd skoðun
að þetta sé ósanngjörn og óhófleg
skattheimta. Það er í sjálfu sér ekki
að undra að fólk vilji að börn og aðrir
ættingjar fái að njóta óskipts afrakst-
urs ævistarfs þess, án þess að ríkið
hirði sinn skerf, enda hafi það alla tíð
greitt skatta af tekjum sínum og eign-
um. Og sjálfsagt svíður flestum til-
hugsunin um að á erfingjana bætist
þungbær skattheimta í ofanálag við
fráfall náins ættingja. Ef hlutfall
skattsins er hins vegar hóflegt eru
minni líkur á því að fólk leggi á sig að
koma sér hjá skattheimtunni. Því
kann að vera að tekjur ríkisins af
erfðafjárskatti lækki ekki í réttu hlut-
falli við lækkun skattprósentunnar.
Erfðafjárskattur nemur nú á bilinu
10-45% og fer hlutfallið eftir
tengslum erfingja við arfleiðanda og
verðmæti arfsins. Samkvæmt laga-
frumvarpinu sem fjármálaráðherra
hyggst leggja fyrir Alþingi verður
meginreglan sú að skatturinn nemi
5% en geti hæst farið í 10%. Í frum-
varpinu er einnig lagt til að svonefnt
frímark erfðafjárskattsins, þ.e. sá
hluti dánarbús sem er undanþeginn
skattheimtu, hækki úr um 60 þúsund
krónum í eina milljón. Áætlaðar heild-
artekjur ríkisins af skattinum eru 800
milljónir á næsta ári, en þær munu
væntanlega lækka um 3–400 milljónir
þegar ný lög koma til framkvæmda.
Væntanlegt frumvarp fjármálaráð-
herra um að lækka erfðafjárskatt
verulega og einfalda reglur um hann
er svo sannarlega skref í rétta átt.
Réttast væri þó að leggja erfðafjár-
skattinn niður með öllu.