Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 35
✝ María BergþóraÞorsteinsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 15. október
1931. Hún lést í
Reykjavík 2. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorsteinn G. Þor-
steinsson og Veron-
ika Konráðsdóttir.
Bræður Maríu eru
Pétur, Jóhann og
Sveinn (látinn).
María eignaðist
tvær dætur. Þær eru:
1) Veronika Jóhanns-
dóttir, f. 14. febrúar 1951, maki
Ólafur Ragnar Ingimarsson. Þau
eiga þrjú börn, Jóhönnu, f. 1971,
Maríu, f. 1976, maki Smári, f.
1972, þeirra dóttir er Veronika
Heba f. 2001, Ásgeir, f. 1978. 2)
Ingveldur Gyða
Kristinsdóttir, f. 2.
september 1958,
maki Jón Kristinn
Jónsson. Þau eiga
tvær dætur, Veron-
iku Sól, f. 1989, og
Steinunni Selmu, f.
1992.
María fluttist með
foreldrum sínum frá
Stykkishólmi til
Reykjavíkur árið
1946 og bjó þar síð-
an. Framan af
starfsævinni vann
María við ýmis störf
tengd sjávarútvegi, en síðari
hluta starfsævinnar vann hún ým-
iss konar framreiðslustörf.
Útför Maríu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín. Þú kvaddir
þennan heim þriðjudaginn 2. desem-
ber síðastliðinn eftir stutta en snarpa
sjúkdómslegu. Þú lagðist inn á
sjúkrahús 5. nóvember og varst látin
27 dögum síðar. Þú varst nýorðin 72
ára sem þykir ekki hár aldur í dag.
Það er sárt að kveðja þig, sérstaklega
þar sem það var að birta til í lífi þínu
eftir tvö erfið ár. Á þessum tveimur
árum hafðir þú þurft að taka þátt í
veikindum bróður þíns og móður og
fylgja þeim síðan báðum til grafar.
Þú hafðir eignast nýtt og fallegt
heimili fyrir aðeins fjórum mánuðum
og allir samglöddust þér.
Ég minnist þín sem glaværrar og
kátrar konu sem hafði reynt ýmislegt
á lífsleiðinni. Þér var mjög annt um
þína nánustu og var fjölskyldan þér
mikils virði. Þú sýndir dætrum mín-
um mikla ástúð og umhyggju, og það
voru ófáar ferðirnar sem þú komst til
að passa þær. Þú lagðir ávallt mikla
áherslu á að þær fengju góðan mat og
á meðan þær borðuðu fengu þær að
hlusta á ,,ömmusögur“. Sögurnar
voru allar um atburði úr æsku þinni í
Stykkishólmi þar sem þú ólst upp hjá
ömmu og afa ásamt þremur bræðrum
þínum.
Alla þína ævi vannst þú mikið,
framan af við störf tengd sjávarút-
vegi en seinni árin ýmiss konar fram-
reiðslustörf, lengst af á Umferðar-
miðstöðinni. Þú varst dugleg og
ósérhlífin og áttir til að furða þig á því
þegar ungt og fullfrískt fólk kvartaði
undan þreytu, því aldrei kvartaðir þú.
Á vinnustöðum varst þú hrókur alls
fagnaðar en lást þó ekki á skoðunum
þínum ef þér mislíkaði eitthvað.
Ég og fjölskylda mín kveðjum þig
með sorg í hjarta. Kallið kom of fljótt
og allt of snögglega. Dætur mínar
sakna ömmu sinnar sárt.
Elsku mamma mín, við munum
ætíð varðveita minningu þína í hjarta
okkar. Guð geymi þig og blessi minn-
ingu þína.
Þín dóttir
Ingveldur Gyða og fjölskylda.
Þegar aðventan hélt innreið sína
með ljósadýrð til boðunar fæðing-
arhátíðar frelsarans háðir þú þína or-
ustu sem var stutt og hörð og þitt ljós
flökti og slokknaði síðan. Útkoman
fyrirfram gefin eins og hjá öllum en
bara með mismunandi hætti og mis-
hratt. Þú tókst þessu af æðruleysi
eins og öðru í þínu lífi. Glaðværðin og
gáskinn sem alltaf fylgdi þér varð þó
undan að láta þegar stóridómur féll.
Illkynja sjúkdómur sem ekkert
mannlegt gat spornað við og þú
hlaust að mæta örlögum þínum og
skapara eins og við öll þegar komið er
að endamarki. Ég er búinn að þekkja
þig í 30 ár. Aldrei hefur borið skugga
á milli.
Þér lét ekki að vera með víl. Tókst
hlutunum eins og þeir komu til þín,
vannst úr málum á þinn hátt og
kvartaðir ekki. Þú mundir tímana
tvenna.
Stundum þröngt í búi á uppvaxt-
arárunum, fjölskyldan stór en for-
eldrarnir samheldnir og bjuggu þér
og ykkur systkinum heimili sem var
til fyrirmyndar. Jafnvel var það svo
að ýmsir aðrir áttu hjá ykkur athvarf
um lengri eða skemmri tíma og alltaf
virtist hægt að bæta við einum eða
tveimur munnum að metta. Þetta
breyttist ekkert í tímanna rás. Alltaf
hægt að bæta við einum eða fleirum
hvenær sem komið var inn á heimilið
og alltaf nóg til handa öllum og allt
velkomið.
Þú hófst þitt æviskeið vestur í
Stykkishólmi og síðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem þú bjóst til ævi-
loka, lengst í Bogahlíð 18 eða tæp 50
ár. Þitt hlutskipti varð ekki löng
skólaganga heldur störf við fisk-
vinnslu þar sem þú lærðir til fiski-
matsmanns, í bakaríi í Starmýri í
mörg ár, matráðskona suður með sjó
en lengst og síðast afgreiðslustörf og
smurbrauðsdama á Umferðarmið-
stöðinni. Þú varst forkur dugleg til
vinnu og þrátt fyrir að þú varst frem-
ur lágvaxin og hnellin þá voru skrefin
hröð og afköstin mikil. Þín örlög voru
að giftast ekki en áttir tvær dætur
sem ólust báðar upp á Bogahlíðar-
heimilinu í skjóli afa og ömmu sem
ekki sáu sólina fyrir þessum gim-
steinum sem þú nú skilur eftir þig
ásamt fimm barnabörnum og einu
langömmubarni. Sérstakt samband
stórfjölskyldu sem skapaði umhverfi
sem öllum leið vel í. Gestkvæmt og
margir sem sóttust eftir samvistum
við þetta heimili. Þitt samband við
foreldrana náið og gott og þú leist á
það sem heilaga skyldu þína að skila
til baka eftir mætti til foreldranna
umhyggju sem þau höfðu sýnt þér og
dætrunum. Það tókst þér með heiðri
og sóma. Áföll hafa þó dunið þétt yfir
þessa fjölskyldu. Sveinn bróðir þinn
lést fyrir rúmu ári og öldruð móðir í
vor. Þetta varð þér þungbært, svo og
breyting á þínum högum í sumar. Þú
náðir að búa þér fallegt heimili í
Þórðarsveig 1 í haust og gamli Boga-
hlíðarandinn sveif þar yfir vötnum en
þér var ekki ætlað að njóta þess. Ég
vil að leiðarlokum þakka þér fyrir allt
það sem þú varst okkur og kveðja þig
eins og þú kvaddir þína nánustu:
„Guð veri með þér.“
Ólafur R. Ingimarsson.
Það er einkennilegt að hugsa til
þess að hún Maja frænka sé dáin. Það
er svo stutt síðan faðir okkar dó,
amma og nú Maja. Maja frænka hef-
ur alltaf verið órjúfanlegur hluti af
Bogahlíðinni. Þegar við heimsóttum
ömmu og afa fannst okkur alltaf til-
heyra að hitta Maju líka. Ef hún var
ekki til staðar spurðum við alltaf um
hana. Maja tók alltaf á móti okkur
með sitt glettna bros á vörum og bauð
manni eitthvað að borða eða drekka.
Hún var alltaf svo kát og gat gert
óspart grín að sjálfri sér. Það var
gaman að hlusta á sögurnar hennar,
sögur úr Hólminum af gáskafullu
rauðhærðu stúlkunni sem var svo
uppátækjasöm. Sögur af því hvernig
var að vinna í fiskinum í gamla daga
og lífinu í verbúðunum. Maja var afar
stolt af dætrum sínum og fjölskyld-
um þeirra. Henni fannst gaman að
segja frá áhugamálum barna-
barnanna sinna en fylgdist líka vel
með öðrum börnum í fjölskyldunni.
Við systkinin byrjuðum alltaf á því að
athuga hvort Maja frænka væri að
vinna þegar við áttum leið um Um-
ferðarmiðstöðina. Þar vann hún í
mörg ár og þegar við vorum á leið
heim í Vogana með rútunni var gott
að kíkja fyrst til Maju. Föður okkar
þótti afar vænt um stóru systur og
henni um hann. Það hafði djúpstæð
áhrif á hana þegar hann féll frá. Þeg-
ar amma dó breyttist líf hennar til
muna og hún flutti úr Bogahlíðinni í
yndislega íbúð í Grafarholtinu. Hún
var búin að koma sér mjög vel fyrir
og það var orðið svo heimilislegt og
fallegt hjá henni þegar hún skyndi-
lega veiktist.
Við systkinin eigum eftir að sakna
Maju frænku, hún sem kom alltaf ef
haldið var upp á afmæli og aðra
merkisdaga í fjölskyldunni. Það var
alltaf svo skemmtilegt að hafa hana í
kringum sig.
Megi Guð vera með dætrum henn-
ar og fjölskyldum þeirra, styðja þau
og styrkja í sorginni.
Guðbjörg Málfríður, Þorsteinn
Bergþór og Ingólfur Freyr.
MARÍA BERGÞÓRA
ÞORSTEINSDÓTTIR
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og fóstur-
faðir,
STURLA BERG SIGURÐSSON,
Torfufelli 48,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítala við
Hringbraut þriðjudaginn 2. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
miðvikudaginn 10. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina, vina og annarra vandamanna,
Dagný Gloría Sigurðsson,
Sigurður Josef Berg Sturluson,
Kristófer Berg Sturluson,
Reynir Þór Berg (Jorey) Resgonia,
Rodney Berg Resgonia.
Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug vegna fráfalls og útfarar
SIGRÚNAR MARKÚSDÓTTUR MÖLLER,
sendum við innilegar þakkir og kveðjur.
Markús Möller, Júlía Ingvarsdóttir,
Jakob Möller, Sigrún Snævarr,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum aðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGDÓRS HALLSSONAR
fyrrum bónda í Grænuhlíð,
Löngumýri 8,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim-
ilinu Hlíð.
Árnína S. Guðnadóttir,
Sóley Sigdórsdóttir, Davíð Þ. Kristjánsson,
Rósa Sigdórsdóttir,
Sigurveig Davíðsdóttir, Ármann P. Ágústsson,
Heiðdís Maitsland, Páll Guðmundsson,
Sólveig Davíðsdóttir, Tryggvi Ómarsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir
og langafabörn.
Okkar kæra,
STEINUNN HELGADÓTTIR
frá Skutulsey,
Efstalandi 4,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 7. desember.
Systkini hinnar látnu,
Tómas Rögnvaldsson og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 4. desember.
Hún verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju nk.
laugardag, 13. desember, kl. 13.30.
Karl Sævaldsson,
Árni Finnsson,
Jóninna Gunnlaug Karlsdóttir, Guðmundur Áskelsson,
Anna Guðný Karlsdóttir, Hörður Hólm Másson,
Brynja Karlsdóttir,
Ingunn Helga Karlsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar,
MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
fyrrv. stöðvarstjóri
Pósts og síma,
Flateyri,
sem lést föstudaginn 5. desember, verður
kvödd í Flateyrarkirkju þriðjudaginn 9. desem-
ber kl. 20.30. Útför verður gerð frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.30.
Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir,
Einar Oddur Kristjánsson.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
STELLA BRYNDÍS PÉTURSDÓTTIR,
Skarðshlíð 15C,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember.
Útför hennar fór fram í Höfðakapellu föstudaginn 5. desember í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þökkum samúð og hlýhug.
Hjördís Petra Jónsdóttir,
Helgi Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.