Morgunblaðið - 09.12.2003, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 37
einnig staðið við hlið þér eins og
hetjur og talaðir þú oft um það
hversu heppin þú værir að eiga
svona góða að.
Það var alltaf gott að koma til
þín í Eskihlíðina hvort sem það
var meðan ég var barn, unglingur
eða fullorðin. Fyrstu árin mín
bjuggum við öll fjölskyldan í sama
húsi, við, þið og afi og amma.
Fyrsta búskaparárið mitt bjó ég í
kjallaranum hjá þér í Eskihlíðinni.
Það voru margar góðar samveru-
stundir sem við áttum saman þar
og alls staðar, hvort sem við kíkt-
um í búðir, fórum og fengum okk-
ur „smörrebröd“ eða bara drukk-
um sterkt og gott kaffi við
eldhúsborðið; við vildum báðar
hafa kaffið sterkt. Þú lagaðir
kaffið á þinn sérstaka hátt og
smakkaðir það áður en þú gafst
mér í bollann bara til að athuga
hvort það væri passlegt. Síðustu
mánuðina sem þú varst heima lag-
aði ég kaffið handa okkur en það
var aldrei eins gott og þitt þótt ég
færi eftir nákvæmum leiðbeining-
um við að hella uppá. Það var svo
ljúft og gott að umgangast þig og
minningarnar hrannast upp en
ljúfust er mér nú og efst í huga
minningin um bíltúrinn sem fórum
í síðustu viku. Við rúntuðum um,
þú fékkst þér nokkrar sígó og við
keyptum okkur ís og spjölluðum
saman. Þá varstu orðin veikburða
en naust þess að fara út að keyra
og kíkja á bæjarlífið.
Þú kenndir mér margt í lífinu,
þú kenndir mér að meta allt það
góða sem við eigum og þá helst
heilsuna. Þú sagðir alltaf að það
kæmi ekkert í staðinn fyrir góða
heilsu. Þú hafðir líka mátt reyna
heilsuleysi frá því þú varst ung
kona. Þú varst þjökuð af liðagigt
en enginn veit hversu kvalin þú
varst því þú kvartaðir aldrei, sagð-
ir að það þýddi ekkert að kvarta
og kveina og vorkenna sér, það
lagaðist ekkert við það. Betra væri
að reyna að gera gott úr hlut-
unum. Þú hugsaðir alltaf um alla
aðra á undan sjálfri þér og bentir
á að það væri fullt af fólki sem
hefði það verra en þú. Þú þakkaðir
svo vel fyrir allt sem maður gerði
fyrir þig, hversu lítilfjörlegt sem
það var. Það var ánægjan ein að
geta aðstoðað þig og alltaf gott og
gaman að vera nálægt þér.
Þú sást skoplegu hliðina á mál-
unum og húmorinn var alltaf í lagi
fram á síðasta dag. Þegar þú varst
lögð inn á spítalann í vor og varst
skorin upp hafðir þú það á orði að
allt gæti nú komið fyrir fólk á
gamalsaldri og það komið á graf-
arbakkann. Þegar læknirinn
spurði þig hvernig þú værir til
heilsunnar svaraðir þú honum
strax: „Það ekkert að mér, ég hef
alltaf verið heilsuhraust.“ Þú varst
ákveðin kona og vissir hvað þú
vildir, þér varð ekki haggað og
stundum gat það verið frekar
fyndið þegar þú varst búin að taka
ákvörðun um eitthvað og hlutirnir
þurftu að gerast hratt.
Minni þitt var ótrúlegt, þú
fylgdist með öllum í fjölskyldunni
af áhuga.
Þú samgladdist öllum og naust
þess með okkur þegar vel gekk og
styrktir okkur og hughreystir þeg-
ar eitthvað bjátaði á og sagðir allt-
af: „Þetta lagast. Það bara tekur
sinn tíma.“
Fyrir mér varstu og ert eilíf, ég
var aldrei búin að hugsa mér lífið
án þín. Nú skrepp ég ekki til þín
og segi þér eitthvað skemmtilegt,
þú færð þér sígó og við sterkt og
gott kaffi.
Þú varst ótrúleg kona, góð-
mennska, réttlæti og hugrekki
voru aðalsmerki þín. Fyrir okkur
sem eftir lifum og sjáum á eftir
þér núna er það gott veganesti inn
í framtíðina, okkur til umhugsunar
og hjálp í þeirri tilraun okkar að
verða betri manneskjur í dag en í
gær.
Elsku Dóra, í hönd fer dimmasti
tími ársins en minningin um þig
lýsir upp skammdegið og vitneskj-
an um að þér líði betur, kvalir þín-
ar og þrautir séu búnar, lina sorg-
ina. Ég kveð þig, kæra góða
frænka mín, með þakklæti í huga
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og fjölskyldu mína með orðunum
sem þú kvaddir mig alltaf með:
„Guð veri með þér og varðveiti
þig.“
Ég bið góðan Guð að styrkja
Kidda frænda og fjölskyldu, Dísu
og Grjóna í sorginni, missir þeirra
er svo mikill.
Katrín G. Alfreðsdóttir.
Amma og afi áttu tvö börn,
pabba, brilliantinn hennar ömmu,
og Dóru frænku, gleðineistann
hans afa og gleðigjafann okkar.
Dóra var fasti punkturinn í lífi
okkar, við ólumst upp í sama húsi
og því var hún okkur sem önnur
mamma og tengiliðurinn við fortíð-
ina. Dóra fæddist 1922 og var
skírð skemmri skírn því henni var
ekki hugað líf. Dóra lét ekki bug-
ast hvorki þá né nokkurn tímann á
lífsleiðinni þó að oft hafi hún lifað
við mótvind. Dóra og pabbi gengu
bæði í Landakotsskóla og unnu
fyrir sér með því að bera út blöð.
Blaðaútburðurinn hefði kannski
ekki verið í frásögur færandi nema
af því að Dóra sá oftar en ekki um
blaðaútburðinn fyrir pabba líka.
Það sem létti henni starfið var að
séra Magnús, uppeldisbróðir
ömmu, laumaði að henni tveimur
aurum fyrir snúð þegar hún kom
heim blaut og köld. Einnig átti
Guðný amma hennar það til að
gauka að henni aurum svo að hún
gæti leigt sér hjól öðru hvoru sem
hún hafði mikla ánægju af.
Á unglingsárum lærði Dóra hár-
greiðslu hjá ömmu í Perlu. Það var
gaman en ekki síður fróðlegt að
heyra hana segja frá þeim tíma
þegar fínu konurnar í Reykjavík
komu í hárgreiðslu og hún lenti í
því að þurfa að segja þeim að þær
væru lúsugar sem ekki var svo óal-
gengt á þeim tíma.
Dóra stundaði sund á yngri ár-
um en upp úr tvítugu fékk hún
liðagigt og eftir það varð hún að
hætta að vinna og var mikið bund-
in heima við.
Dóra þurfti að horfa á eftir Dóra
eiginmanni sínum langt fyrir aldur
fram. Kiddi og Anna og þeirra fjöl-
skyldur tóku við sem hennar fasti
punktur í lífinu og veittu henni það
öryggi sem var henni svo mik-
ilvægt. Það var því mikill missir
fyrir Dóru þegar Anna fékk
krabbamein fyrir um tveimur ár-
um og dó rúmu hálfu ári seinna.
En hver var Dóra frænka? Dóra
frænka tók lífinu með æðruleysi.
Hún var mjög illa farin af liðagigt
og yfirleitt slæm af verkjum. Það
er óhætt að nota orðið aldrei því
aldrei kvartaði hún. Dóra var allt-
af brosandi, hafði mikinn húmor
og elskaði að fá Kötu systur í
heimsókn og hlusta á smá slúður
og kjaftasögur. Ekki þótti henni
verra að „rauði kallinn“ fylgdi með
og sígarettukarton. Dóra var alsæl
þegar við sögðum við hana að hún
mætti ekki hætta að reykja því
einmitt reykingarnar héldu í henni
lífinu.
Dóra kunni að meta mikilvægi
hversdagsins og þess lífs sem við
hin teljum sjálfsagt en er ekki svo
sjálfsagt öllum.
Það eru orð að sönnu að stórt
skarð er höggvið í fjölskylduna við
fráfall Dóru frænku. Elsku Kiddi,
Fjóla, Dóri, Áslaug, Eva, Dísa og
Grjóni, við vottum ykkur innilega
samúð og biðjum góðan Guð að
veita ykkur styrk í sorginni.
Ragnheiður og Áslaug.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Félagsfundur
Félagsmenn í Eflingu — stéttarfélagi
Munið félagsfundinn um kjarasamningana í
Kiwanishúsinu við Engjateig í dag, 9. desem-
ber kl. 17.30.
Stjórn Eflingar-stéttarfélags.
Menntamálaráðuneytið
Auglýsing um styrki úr
Endurmenntunarsjóði
grunnskóla 2004
Auglýst er eftir umsóknum í Endurmenntun-
arsjóð grunnskóla árið 2004. Sjóðurinn er í
vörslu menntamálaráðuneytisins og sér
þriggja manna stjórn um að meta umsóknir
og gera tillögur til menntamálaráðherra um
styrkveitingar.
Um framlög úr sjóðnum geta sótt þeir sem
hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir
grunnskólakennara, t.d. skólaskrifstofur, sveit-
arfélög, skólar, kennaramenntunarstofnanir,
félög og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að nám-
skeiðum verði að fullu lokið eigi síðar en við
lok skólaársins 2004-2005. Verði ekki unnt að
ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fell-
ur styrkveiting niður en hægt er að sækja um
að nýju við næstu úthlutun.
Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna
að byggt sé á:
Að endurmenntunartilboð mæti þörfum grunn-
skólans,
skólastefnu og aðalnámskrá,
fagmennsku og gæðum.
Við úhlutun árið 2004 leggur menntamálaráðu-
neytið áherslu á endurmenntunarnámskeið
í stærðfræði.
Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og uppihalds
kennara sem njóta endurmenntunarinnar.
Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar
um hvers konar endurmenntunartilboð um-
sækjandi hyggst bjóða fram, m.a. markmið
námsins, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttak-
enda, skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðar-
mann og annað það sem máli kann að skipta
við mat á umsókn. Einnig skal leggja fram
sundurliðaða kostnaðaráætlun.
Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk
verður gerður sérstakur samningur um hvert
endurmenntunarverkefni þar sem fram kemur
m.a. lýsing á markmiðum og fyrirhugaðri fram-
kvæmd og hvernig greiðslum verður háttað.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síð-
asta lagi 30. janúar 2004, á sérstökum eyðu-
blöðum sem liggja frammi í menntamálaráðu-
neytinu og á vef ráðuneytisins.
Upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunn-
skóla, reglur sjóðsins o.fl. er að finna á vef
menntamálaráðuneytisins:
www. menntamalaraduneyti.is.
Menntamálaráðuneytið,
8. desember 2003
menntamalaraduneyti.is
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnarbraut
2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Helgugata 4, Borgarnesi, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðarbeið-
endur Byggðastofnun og Kaupþing hf., fimmtudaginn 11. desember
2003 kl. 10:00.
Hl. Holtabyggðar 2a, Borgarbyggð, þingl. eig. Guðjón Róbert Ágústs-
son, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 11. desember
2003 kl. 10:00.
Hl. í sumarbústaðnum Vatnshlíð 10 í Borgarbyggð, þingl. eig. Jó-
hannes Bekk Ingason, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtu-
daginn 11. desember 2003 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
8. desember 2003,
Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
HLÍN 6003120919 IV/V
FJÖLNIR 6003120919 I Jf.
EDDA 6003120919 III
I.O.O.F. Rb.1 1531297-
E.K.Jv.*