Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 41
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 41
Minni
vinna!
w w w . b e s t a . i s
Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000
Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000
Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000
Labbakúturinn!
•Enginn burður
•Hleður sig sjálfur
Jólavörur frá
Danmörku
Aðventukrans með kertum
Verð kr. 4.800
Klapparstíg 44, sími 562 3614
Gátlisti fyrir fjallafer›ir fylgir
Jólagjöf jeppamannsins
Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888
Fæst í næstu bókabú›
STÓRMEISTARINN Þröstur
Þórhallsson sigraði á sterku og vel
heppnuðu móti sem haldið var í
Ólafsvík um helgina. Alls tók 61
skákmaður þátt í mótinu, þar af sex
stórmeistarar. Mótið
var haldið til minning-
ar um Ottó Árnason,
frumkvöðul í skáklífi á
Snæfellsnesi. Röð efstu
manna varð þessi:
1. Þröstur Þórhalls-
son, 7 v.
2. Sigurbjörn
Björnsson, 6½ v.
3.–6. Jóhann Hjart-
arson, Jón Viktor
Gunnarsson, Margeir
Pétursson, Helgi
Ólafsson, 6 v.
7.–11. Jón L. Árna-
son, Stefán Kristjáns-
son, Gunnar Björns-
son, Magnús Sigurjónsson, Jóhann
Ingvason, 5½ v.
12.–19. Regina Pokorna, Arngrím-
ur Gunnhallsson, Ingvar Þór Jó-
hannesson, Sævar Bjarnason, Sig-
urður Daði Sigfússon, Jón Steinn
Elíasson, Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir, Jón Magnússon, 5 v.
20.–27. Hilmar Viggósson, Dagur
Arngrímsson, Sæbjörn Guðfinnsson,
Rafn Jónsson, Hrafn Jökulsson,
Halldór Pálsson, Guðfinnur Kjart-
ansson, Hjörvar Steinn Grétarsson,
4½ v.
28.–35. Svanberg Pálsson, Páll
Sigurðsson, Arnar Ingólfsson, Gísli
Bogason, Viðar Gylfason, Rafn Guð-
laugsson, John Ontiveros, Grímur
Ársælsson, 4 v. o.s.frv.
Aukaverðlaun fengu:
Stigalausir: Jón Magnússon.
Undir 1900: Jón Steinn Elíasson.
Kvennaverðlaun: Regina Pokorna
og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Unglingaverðalaun: Dagur Arn-
grímsson og Hjörvar Steinn Grét-
arsson.
Umgjörð mótsins var mjög vönd-
uð líkt og í fyrra og heimamönnum
til mikils sóma.
Hannes tapaði í lokaumferðinni
Hannes Hlífar Stefánsson (2.567)
tapaði fyrir kúbanska stórmeistar-
anum Neuris Delgado (2.530) í tí-
undu og síðustu umferð Santo Dom-
ingo Open sem fram fór í Dóminíska
lýðveldinu. Hannes hlaut 6½ vinning
og endaði í 15.–26. sæti eftir að hafa
verið í toppbaráttunni allt mótið.
Haraldur Baldursson (2.054) sigraði
heimamanninn Fausto Puntier
(2.243) í lokaumferðinni, hlaut alls
5½ vinning og hafnaði í 47.–61. sæti.
Sigurvegarar mótsins með sjö
vinninga urðu Vadim
Milov (2.574), Liviu-
Dieter Nisipeanu
(2.675), Alexander Moi-
seenko (2.618), Petr
Kiriakov (2.555), Neur-
is Delgado (2.530),
Daniel H. Campora
(2.503), Alejandro
Ramirez (2.503), Denn-
is De Vreugt (2.451) og
Bartosz Socko (2.551).
Alls tóku um 150
skákmenn þátt í
mótinu sem var opið og
meðal þátttakenda
voru u.þ.b. 50 stór-
meistarar. Stigahæst-
ur keppenda var rúmenski stór-
meistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu
(2675).
Næstyngsti stórmeistari í heimi
Mótið í Santo Domingo var sögu-
legt að því leyti, að þar náði Alej-
andro Ramirez frá Kosta Ríka loka-
áfanga sínum að stórmeistaratitli og
komst jafnframt yfir 2.500 stiga
múrinn. Alejandro er einungis 15
ára gamall og verður því líklega
næstyngsti stórmeistari í heimi.
Þröstur sigraði
á sterku móti
í Ólafsvík
Þröstur Þórhallsson
SKÁK
Ólafsvík
6.-7. des. 2003
MINNINGARMÓT UM OTTÓ ÁRNASON
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is ATVINNA
mbl.is
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunn-
ar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur
hádegisverður að lokinni bænastund. Allir
velkomnir.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður
á sanngjörnu verði að helgistund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara
starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Opið hús á morgun, miðvikudag, kl. 14. Sig-
urjón Magnússon les úr bók sinni Borgir og
eyðimerkur, hugvekju flytur sr. Sigurður Árni
Þórðarson. Kaffiveitingar, allir velkomnir.
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju
kl. 20.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl.
13. Brids aðstoð á föstudögum kl. 13. Þátt-
taka tilkynnist til Þórdísar í síma
511 5405.
Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16.15.
(5.–7. bekkur). Jólafundur. Umsjón Þorkell
Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og
Andri Bjarnason. Fullorðinsfræðsla Laugar-
neskirkju kl. 19.30. Í kvöld mun sr. Bjarni
Karlsson ljúka haustönn fullorðinsfræðsl-
unnar og fjalla um sorgina og reynslu trú-
arinnar í tengslum við hana. Gott að koma.
Gengið inn um dyr bakatil á austurgafli
kirkjunnar. Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir. Þriðjudagur með Þorvaldi kl.
20.30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof-
gjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsson-
ar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar
sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn
um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr
Fullorðinsfræðslunni. Kl. 21 fyrirbænaþjón-
usta við altarið í umsjá bænahóps kirkjunn-
ar.
Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15.00.
Vetrarnámskeið. Litli kórinn - kór eldri borg-
ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman.
Allir velkomnir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyr-
ir 10–12 ára kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með
tíu til tólf ára börnum í safnaðarheimilinu.
Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börn-
um í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund á aðventu
kl. 12. Tónlist, ritningarlestur og bæn. Allir
velkomnir. Bænaguðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til
sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra kl. 12..
Léttur málsverður. Helgistund í umsjón sr.
Gunnars Sigurjónssonar. Jóhanna Linnet
kemur og gleður okkur með söng, jólahapp-
drætti og kaffi. Engin leikfimi. Síðasta sam-
vera fyrir jól. Unglingakór Digraneskirkju kl.
17–19. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is)
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús
kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og
spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað gott
með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á aldr-
inum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðs-
félag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Graf-
arvogskirkju kl. 20.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl.
9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs-
sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimilinu Borgum kl. 10–12. Samveru-
stund kl. 14.30–16. Fræðandi innlegg í
hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sig-
rúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgi-
stund. Allir hjartanlega velkomnir. Starf
með 8–9 ára börnum í borgum kl. 17–18 í
umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf
með 10–12 ára börnum á sama stað kl.
18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í
Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3,
kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag
kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára
(TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir
fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélagið (Meg-
as) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í
kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa
hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður
Rún Tryggvadóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er op-
ið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er op-
ið hús fyrir unglinga 13–15 ára.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað
og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir
frí, galvösk að vanda.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar komnir í jólaskap, 6–8 ára
krakkar í kirkjunni. Mikil dagskrá þar sem
söngur, leikir og ný biblíumynd er uppistað-
an. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræf-
ing hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Kl. 17. Litlir
lærisveinar Landakirkju. Kóræfing eldri
hóps, 5. bekkur og eldri.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp-
lýsingar á www.kefas.is
AD KFUM, Holtavegi 28. Enginn fundur í
kvöld. Sameiginlegur fundur á fimmtudag-
inn, sjá auglýsingu þá.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 1 (Oddeyr-
arskóli og 8. C Brekkuskóla).
Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl.
18.10.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30
Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk.
Safnaðarstarf
EFTIR kyrrðarstund miðvikudag-
inn 10. desember, sem hefst kl.12
og lýkur um 12.30, verður jólastund
Opna hússins, starf heldri borgara,
í Árbæjar- og Grafarholtssöfn-
uðum.
Þessu starfi stjórna Vilborg Edda
Lárusdóttir og Margrét Snorra-
dóttir. Jólasaga verður lesin og
jólasöngvar sungnir. Það er alveg
víst að glatt verður á hjalla og jól
fyrri ára rifjuð upp.
Þær Vilborg og Margrét halda
ennfremur úti vinaheimsóknum á
vegum Árbæjarkirkju sem ætlað er
að rjúfa einangrun eldri borgara í
söfnuðinum. Er þetta þarft og mik-
ilis metið starf þótt ekki fari hátt
sem Árbæjarkirkja hefur innt af
hendi um árabil. Margur er sá sem
finnur sig í einsemd og einangrun
ellinar.
Viljum við hvetja allt safn-
aðarfólk í Árbæ og Grafarholti, 67
ára og eldri, sem treystir sér til að
koma og eiga góða og uppbyggj-
andi aðventu og jólastund miðviku-
daginn 10. desember.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jólastund opna hússins
í Árbæjarkirkju