Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 42

Morgunblaðið - 09.12.2003, Side 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Cielo di Londra kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fatamóttaka og fataút- hlutun þriðjudaga kl. 13–18 og fimmtudaga kl. 15–18, sími 867 7251. Bókatíðindi 2003. Númer þriðjudagsins 9. desember er 087844. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11.30 sund. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15–13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng og harmoniku- stund í borðsal. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, frjáls prjóna- stund, leikfimi í Bjark- arhúsi kl. 11.30, brids og saumur kl. 13, bilj- ard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort spil- að kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16. Gerðuberg, fé- lagsstarf.Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 „gleðin léttir lim- ina“, létt ganga og fl. Kl. 13 boccia. S. 757 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Kl. 20 menningarvaka „skapandi skrifa“ og myndlistarhópsins. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list, línudans og hárgreiðsla. Kl. 15 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- og föstudaga. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, miðvikudag 10. desember, spilað í Fjölnissal kl.13.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10– 11 boccia, kl. 14 leik- fimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, almennt föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20, í kvöld svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Öldungaráð Hauka. Munið jólafundinn í annað kvöld, miðviku- dag, kl. 20 á Ásvöllum. Í dag er þriðjudagur 9. desem- ber, 343. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)     Hinrik M. Ásgeirssonsegir í pistli á vefriti Ungra jafnaðarmanna að fjármál stjórnmálaflokka eigi að vera opinber.     Hinrik segir að ýmsiralþingismenn, þar á meðal úr röðum sjálf- stæðismanna, telji mik- ilvægt fyrir lýðræði í landinu að eignarhald á fjölmiðlum sé ljóst. Hins vegar séu sömu þing- menn gjarnan mótfallnir því að fjármál stjórn- málaflokka skuli gerð opinber. „Hvernig má það vera að sjálfstæð- ismenn telji ríka al- mannahagsmuni felast í því að vita hverjir séu eigendur fjölmiðla en á sama tíma enga al- mannahagsmuni felast í því að borgarar geti haft eftirlit með fjármálum stjórnmálaflokka?“ spyr Hinrik.     Almenningur hefur réttá því að vita hverjir styðja stjórnmálaflokka fjárhagslega og enn- fremur hverjir styrkja einstaka stjórnmálamenn í prófkjörum. Tökum dæmi: Gefum okkur að frumvarp sé lagt fyrir Al- þingi sem kveður á um takmörkun á eign ein- staklinga í fjölmiðlum. Undir þeim kringum- stæðum myndi það skipta öllu máli ef að aðili á fjöl- miðlamarkaði sem stæði illa í samkeppni væri að styrkja stjórnmálaflokka um stórar upphæðir eða hefði kostað miklu til við prófkjör þingmanns sem lagði fram frumvarpið. Hagsmunir almennings til að vita af þessu eru klárlega ríkari en hags- munir fyrirtækisins um leynd yfir framlagi sínu.     En Sjálfstæðisflokk-urinn er ekki einn um að vera gagn- rýniverður. Forsvars- menn Samfylkingarinnar hafa ítrekað lofað því að birta bókhald flokksins opinberlega. Með því að birta ekki bókhald sitt hafa þeir dregið veru- lega úr málefnalegu gildi eigin stefnu. Almenn- ingur hlýtur að spyrja sig hve mikið hjartans mál þetta er fyrir Samfylk- inguna þar sem ekki er enn búið að birta bókhald flokksins, fjórum árum eftir að því var lofað.     Það er augljóst að ríkiralmannahagsmunir eru fyrir því að setja reglur um fjármál stjórn- málaflokka. Ein- staklingar væru þá betur hæfir til að taka ákvörð- un um hverjum þeir treysta til að vera fulltrú- ar sínir á Alþingi eða sveitarstjórnum auk þess sem stjórnmálamenn fengju meira lýðræð- islegt aðhald. Samfylk- ingin á efna loforð sitt og opna sitt bókhald, setja strangar reglur um próf- kjör sín og birtingu styrkja til þeirra sem taka þátt í prófkjörum,“ segir Hinrik á www.poli- tik.is. STAKSTEINAR Fjármál stjórnmálaflokka Víkverji skrifar... Illa er komið fyrir íslenska ljóðinu.Það selst ekki. Ef samantekt Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið á bóksölu dagana 25. nóv- ember til 1. desember er skoðuð, en hún birtist hér í blaðinu sl. fimmtu- dag, kemur í ljós að aðeins þrjár ljóðabækur náðu lágmarkssölu – sem er fimm eintök – þessa daga. Þar af aðeins ein ný bók, Ljóð- tímavagn eftir Sigurð Pálsson. Hin- ar eru Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum og Hávamál. Víkverji ber mikla virðingu fyrir ljóðinu og telur ástæðu til að hafa áhyggjur af þess- ari staðreynd. Hvernig getur þjóð, sem alin er upp við skáldskap í bundnu máli, sýnt þessu góða formi slíkt tómlæti? x x x Á sama lista vekur líka athygli aðaðeins eitt íslenskt skáldverk er í hópi tíu söluhæstu bókanna, Bettý eftir Arnald Indriðason. Fimm bæk- ur heyra til flokknum ævisögur og endurminningar og þrjár flokknum almennt efni og handbækur. Tíunda bókin og raunar sú mest selda er svo Harry Potter og Fönixreglan. Gott hjá bókaþjóðinni! x x x Talandi um bækur. Víkverji var ádögunum að fletta bókinni Ís- lendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf út á dögunum. Merk heimild þar á ferð. Við það rifjaðist upp fyrir honum tilvist mikils afreksmanns, Einars Vilhjálmssonar spjótkastara. Hann var á sínum tíma einn ástsælasti keppnismaður þjóðarinnar enda náði hann árangri á heimsmæli- kvarða í grein sinni, setti fjölmörg Íslands- og Norðurlandamet og var ítrekað valinn Íþróttamaður ársins hér heima. En Einar var ekki síðri í orði en á borði. Víkverji man ekki eftir skel- eggari íþróttamanni í annan tíma. Honum gekk upp og ofan á stórmót- um, eins og algengt er á löngum ferli, en aldrei rak kappann í vörð- urnar – allra síst þegar árangur stóð ekki undir væntingum. Víkverji lætur hér fljóta með ummæli sem höfð eru eftir Einari í téðri bók: „Ég gerði mér snemma grein fyr- ir því að spjótkastinu fylgir meira dagsfrávik hvað árangur varðar en í flestum öðrum íþróttagreinum. Hvað þá fyrir örvhenta kastara ef aðstæður í lofti eru ekki eins fyrir vinstri- og hægrihandar kastara en spjótin snúast um lengdaröxul sinn í gagnstæða átt hjá vinstri- og hægri- handar kösturum.“ Víkverji saknar þess tíma er Ein- ar Vilhjálmsson stóð í eldlínunni með spjótið. Morgunblaðið/Árni Torfason Bókaþjóðin lætur ekki að sér hæða. Reynslusaga NOKKUÐ er um liðið síðan ég fann það út að ég þyrfti að fá mér sterkari lesgler- augu. Ég fór til Gunnars Sveinbjörnssonar augn- læknis, sá ágæti maður skoðaði mig vel og sagði mér að ég væri með byrj- andi gláku, augnsjúkdóm sem leiðir til blindu sé ekk- ert að gert. Með sinni þekk- ingu stöðvaði hann frekari þróun glákunnar. Hefði ég hinsvegar lent hjá sjóntækjafræðingi hefði ég að sjálfsögðu fengið rétt gleraugu miðað við þáver- andi sjón. En hann hefði hvorki haft þekkingu né tækni til að sjá út glákuna. Semsagt, ég hefði ómeð- vitað þróað með mér glák- una, blinduvaldinn. Eru þessi rök ekki nóg til að fólk sjái að augnlæknar einir eiga að mæla sjón fólks? Sjálfur er ég skipasmiður en aldrei hefir hvarflað að mér að fá stýrimannsrétt- indi þótt ég smíði skipið. Sigurður Sigurðarson. 1. desember ERU allir búnir að gleyma því að 1. desember í ár eru 85 ár liðin síðan Ísland varð fullvalda ríki? Ég sá ekki einu einasta orði minnst á það í Morg- unblaðinu þann dag, heyrði ekki heldur á það minnst í útvarpi (sem þó kynni að hafa farið fram hjá mér; ég hlusta ekki mikið á það). Fréttablaðið taldi upp ýmsa merkilega atburði – að þess mati – sem gerst hefðu þennan dag, svo sem fæð- ingu Bette Midler 1945, morðið á Sergei Kirov 1934, útkomu fyrstu ævintýra- bókar H.C. Andersens 1835, opnun fyrstu innan- húss bílaviðgerðaþjónustu í Pittsburgh 1913, tilkynn- ingu um fyrstu kynskipta- aðgerðina í Danmörku 1952, og samning tólf landa um Suðurskautslandið 1959 – allt mögulegt nema full- veldi Íslands 1918. Skammist ykkar, öll upp til hópa! Hallberg Hallmundsson, Álftamýri 14, R. Kynlífsþjónusta til kaups og sölu MIG langar aðeins að biðja Val Einarsson, verkfræð- ing og stjórnarmann í Frjálshyggjufélaginu, og aðra sama sinnis og hann, að velta fyrir sér hvernig honum þætti ef kona hans, dóttir, sonur, systir, bróðir eða annar honum kær stundaði vinnu við kynlífs- þjónustu. Á meðan við getum ekki sagt að okkur þætti það hið besta mál þar sem um væri að ræða fullkomlega eðli- lega og heiðarlega vinnu, getum við ekki talað um kynlífsþjónustu sem eðli- legan og sjálfsagðan sölu- varning. Þórey Einarsdóttir, Mávahlíð 23, R. Óánægður áskrifandi ÉG er áskrifandi að Stöð 2 og borgaði fyrir september kr. 4.326. Hins vegar hækk- aði gjaldið í október upp í 5.091 en þá bættist við eitt- hvert tryggingargjald. Er ég ekki sáttur við þetta. Svo langar mig að minn- ast á breytinguna á útsend- ingartíma fréttanna hjá Stöð 2. Ég er einn af þeim sem horfði alltaf á fréttirn- ar á báðum stöðvum, eftir breytinguna horfi ég aðeins á fréttatímann hjá Ríkis- sjónvarpinu. Finnst mér furðulegt að ekki sé hægt að hafa fréttatímann á öðr- um tíma en hjá ríkissjón- varpinu svo hægt sé að njóta þess að horfa á báðar stöðvarnar. Eldri borgari. Sammála óánægðum MIG langar til að taka und- ir með óánægðum lesanda sem skrifar í Velvakanda sl. föstudag um að Fréttablað- ið og Dagblaðið komi ekki reglulega. Þetta hefur verið svona hjá mér en ég bý í Grafarvogi. Önnur óánægð. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hjálpsemi LÁRÉTT 1 samþykk, 4 uppgerð- arveiki, 7 sjúga, 8 suð, 9 eyktamark, 11 eyðimörk, 13 vaxa, 14 kynið, 15 hryggð, 17 fiskurinn, 20 bókstafur, 22 hnappur, 23 spottum, 24 skilja eft- ir, 25 meðvindur. LÓÐRÉTT 1 ætlast á um, 2 ástríki, 3 spilið, 4 bráðum, 5 tölur, 6 falla í dropum, 10 mannsnafn, 12 fljót að læra, 13 hávaða, 15 gisti- hús, 16 hundur, 18 reg- nýra, 19 góðgæti, 20 hlífa, 21 þrábeiðni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 frekjudós, 8 álfur, 9 græða, 10 aða, 11 mælir, 13 reist, 15 brons, 18 skart, 21 nýt, 22 renna, 23 artin, 24 gróðafíkn. Lóðrétt: 2 ræfil, 3 kórar, 4 ungar, 5 ókæti, 6 sálm, 7 hatt, 12 inn, 14 eik, 15 bara, 16 ofnar, 17 snauð, 18 starf, 19 aftók, 20 tonn. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.