Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 46

Morgunblaðið - 09.12.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna ÍS – Keflavík .........................................68:56 Gangur leiksins: 4:0, 5:5, 9:7, 11:9, 16:11, 18:19, 23:22, 35:25, 38:27, 53:31, 53:40, 56:43, 61:50, 68:56. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 27, Stella Rún Kristjánsdóttir 21, Hafdís Helgadóttir 10, Lovísa Guðmundsdóttir 7, Guðrún S. Bald- ursdóttir 3. Fráköst: 29 í vörn – 4 í sókn. Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 13, Marín Rós Karlsdóttir 5, Svava Stefánsdóttir 5, Rann- veig Randversdóttir 4, María Berg Er- lingsdóttir 4, Erla Reynisdóttir 3, Halldóra Andrésdóttir 2. Fráköst: 33 í vörn – 13 í sókn. Villur: ÍS 15 – Keflavík 13. Dómarar: Lárus Magnússon og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Góðir. Áhorfendur: Um 20. Staðan: ÍS 9 7 2 572:508 14 Keflavík 9 6 3 749:603 12 Njarðvík 9 5 4 574:583 10 KR 9 5 4 583:583 10 ÍR 9 2 7 547:642 4 Grindavík 9 2 7 500:606 4 NBA-deildin: Úrslit í fyrrinótt: LA Clippers – Minnesota .................... 94:96 Toronto – Seattle................................ 108:98 Memphis – Portland............................. 93:79 Denver – Boston ............................... 111:116 Sacramento – Indiana.......................... 91:88 LA Lakers – Utah ................................ 94:92 KNATTSPYRNA HM U20 í Sameinuðu furstadæmunum 16 liða úrslit: Argentína – Egyptaland...........................2:1 Japan – Suður-Kórea................................2:1 Burkina Faso – Kanada............................0:1 Bandaríkin – Fílabeinsströndin...............2:0 England 1. deild: Coventry – Sunderland............................1:1 Gary McAllister 22. – vítasp. – Stewart Downing 8. – 12.913. Staðan: WBA 21 12 5 4 32:18 41 Norwich 22 11 7 4 30:20 40 Ipswich 22 11 5 6 43:32 38 Sheff. Utd 21 11 4 6 33:24 37 Reading 22 11 4 7 29:23 37 Sunderland 22 9 8 5 25:18 35 Wigan 22 9 8 5 29:23 35 Cardiff 21 9 7 5 37:23 34 West Ham 21 8 10 3 29:17 34 Preston 21 9 4 8 30:24 31 Millwall 22 7 8 7 24:23 29 Nottingham F. 22 7 7 8 34:31 28 Crewe 21 8 4 9 22:25 28 Burnley 22 7 7 8 32:36 28 Walsall 21 7 6 8 24:23 27 Gillingham 22 7 6 9 28:36 27 Coventry 22 5 11 6 27:29 26 Rotherham 22 6 8 8 20:29 26 Watford 22 6 7 9 23:27 25 Cr. Palace 21 5 7 9 24:35 22 Derby 22 5 7 10 24:36 22 Stoke City 21 5 5 11 24:32 20 Bradford 21 4 5 12 19:32 17 Wimbledon 22 4 2 16 23:49 14 GOLF Evrópska mótaröðin Fyrsta mót tímabilsins, Hong Kong: Padraig Harrington, Írlandi ...................–11 (67–69–67–66) Hennie Otto, S–Afríku.............................–10 (68–68–69–65) Thomas Björn, Danmörku ........................–7 Darren Clarke, N-Írlandi..........................–7 Chris Gane, Englandi ................................–7 Fredrik Jacobson, Svíþjóð ........................–7 Christopher Hanell, Svíþjóð .....................–6 James Kingston, S-Afríku.........................–6 Prayad Marksaeng, Taílandi ....................–6 Michael Campbell, N-Sjálandi..................–5 David Carter, Englandi .............................–5 José Maria Olazabal, Spáni .......................–5 Rob Rashell, Bandar..................................–5 Gary Rusnak, Bandar. ...............................–5 Stephen Dodd, Wales.................................–4 Nick Faldo, Englandi.................................–4 Steven Jeppesen, Svíþjóð..........................–4 Richard McEvoy, Englandi ......................–4 Henrik Nyström, Svíþjóð ..........................–4 Marc Pendaries, Frakklandi.....................–4 Nobuhito Sato, Japan ................................–4 Richard Mcevoy, Engl ...............................–4 Kim Felton, Ástr. .......................................–3 Wang Ter-Chang, Taí ................................–3 Anthony Kang, Bandar..............................–3 Kyi Hla Han, Mala. ....................................–2 Derek Fung, Hong K. ................................–2 Choi Kyung-ju, Kór....................................–2 Barry Lane, Engl. ......................................–2 Shaun Webster, Engl.................................–2 Gary Emerson, Engl..................................–2 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Kennaraháskóli: ÍS - ÍG........................19.30 Í KVÖLD  ERLA Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, fékk silfurverðlaun í 200 m bringu- sundi á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi, sem fór fram í Ósló í Noregi um sl. helgi. Hún kom í mark 2.35,93 mín. Hún varð í fjórða sæti í 50 m bringusundi og 100 m flugsundi.  ODDUR Örnólfsson, Ægi, fékk bronsverðlaun í 400 m fjórsundi – kom í mark á 4.38,77 mín.  CHRIS Turner, knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday, hefur boðið Paul Gascoigne að ganga til liðs við félagið, sem leikur í ensku 2. deild- inni. Turner segir að þó Gascoigne hafi ekki þótt nægilega góður til að leika á ný í ensku úrvalsdeildinni ætti hann að geta spjarað sig í 2. deild, ekki síst vegna þess að hann hefði æft af krafti með Wolves og spilað með varaliði félagsins undan- farnar vikur.  PETER Pacult, fyrrverandi lands- liðsmaður Austurríkis í knatt- spyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari Kärnten, liðs Helga Kolviðssonar, sem er neðst í austurrísku úrvals- deildinni. Pacult hefur þjálfað 1860 München í Þýskalandi undanfarin ár. Hannes Haubitz hætti með lið Kärnten í lok október.  FULLYRT var í brasilísku tíma- riti í gær að knattspyrnustjarnan Ronaldo vildi komast burt frá Real Madrid á Spáni og ganga á ný til liðs við Inter Mílanó á Ítalíu. Þetta er niðurstaðan úr samtölum blaða- manns tímaritsins Veja við 27 félaga og vini Ronaldos.  BLAÐAMAÐURINN dvaldi hjá Ronaldo í Madríd í eina viku og birti í kjölfarið úttekt og viðtöl um hann á tíu blaðsíðum í gær. Meðal þess sem þar er haft eftir félögum hans er að á Spáni hverfi Ronaldo í skuggann af félögum sínum, Raúl, Zidane og Beckham, sem séu vinsælli meðal stuðningsmanna Real Madrid. Um- boðsmenn Ronaldos segja að ekki komi til greina að hann fari aftur til Inter. Stefna hans sé sú að leika nokkur ár með liði í Englandi og ljúka síðan ferlinum með liði í Bandaríkjunum. FÓLK ZINEDINE Zidane, leikmaður Real Madrid og franska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur verið kallaður fyrir rétt á Ítalíu, sem vitni í málshöfðun gegn tveimur stjórnarmönnum Juventus. Þeir Antonio Giraudo, framkvæmdastjóri, og lækn- ir félagsins, Riccardo Agricola, eru sakaðir um að hafa stýrt ólöglegri lyfjagjöf til leikmanna Juventus á árunum 1994 til 1998. Zidane lék með félaginu frá 1996 til 2001. Saksóknarinn Raffaele Guariniello, sem hefur haft lyfjamál í ítölsku knatt- spyrnunni til rannsóknar í þrjú ár, vonast til þess að geta kallað fyrir fleiri leikmenn sem hafa spilað með Juventus. „Ég óskaði eftir því við Zidane að hann kæmi í vitnaleiðslur þann 19. desember, og ég vonast eftir því að frá honum og öðrum leikmönnum fái ég sannleikann í málinu. Þeir verða eiðsvarin vitni og verða að segja satt og rétt frá,“ sagði Guariniello við franska blaðið Le Monde í gær. Ítalskur prófessor í lyfjafræði, Gianmartino Benzi, upplýsti í haust að í herbúðum Juventus hefði verið að finna 281 teg- und af lyfjum og þar af hefðu að minnsta kosti fimm verið á bannlista. Zidane kallaður fyrir rétt á Ítalíu Zinedine Zidane JANICA Kostelic frá Króatíu, hinn þre- faldi Ólympíumeistari í alpagreinum á síðasta ári, steig um helgina á skíði í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún veiktist alvarlega í haust af skjaldkirtilssjúkdómi og varð að taka sér algjört hlé frá íþrótt- inni. Að öðrum kosti hefði hún stofnað lífi og heilsu í mikla hættu og jafnvel var talið að ferill hennar væri á enda. Ante Kostelic, faðir hennar og þjálfari, sagði við dagblaðið Novi List í heima- landi sínu að Janica hefði æft í tvo tíma á laugardaginn og liði vel. Það væri hins- vegar alveg óvíst hvenær hún yrði tilbú- in til keppni í heimsbikarnum á nýjan leik. Janica Kostelic sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni á Ólympíuleikunum í Salt Lake City á síðasta ári. Kostelic aftur á kreik „STJARNA David Beckhams á eftir að skína skært á Spáni,“ segir þjálf- ari Real Madrid, Carlos Queiroz, en fyrirliði enska landsliðsins hefur átt góðu gengi að fagna á Spáni með stjörnuliði Real Madrid. Það heyrð- ust margar efasemdarraddir þegar Beckham ákvað að segja skilið við Manchester United og ganga til liðs við spænska stórliðið. Menn höfðu á orði að Beckham myndi týnast í stjö rnu prýddu liði Madridinga og hann fengi ekki að njóta sín. En annað hefur komið á daginn. Fyrirliði enska landsliðsins hefur smollið eins og flís við rass í lið þeirra hvít- klæddu og samvinna hans, Luiz Figo, Zinedine Zidane, Ronaldo og Raúls hefur verið rómuð. Beckham hefur skorað glæsimörk ásamt því að leggja þau upp og um nýliðna helgi sýndi Beckham hvað í hann er spunnið þegar Real Madrid tókst að leggja erkifjendur sína í liði Barce- lona, í fyrsta skipti á Nou Camp í 20 ár. „Beckham hefur komið sérlega vel út í nýrri stöðu á miðjunni og í hvert sinn sem hann spilar tekur hann skref fram á við. Hann er afar klókur spilari og hefur þroskast mjög mikið á nokkrum mánuðum,“ segir Carlos Queiroz. „Beckham er búinn að átta sig á því hvenær hann á að hreyfa sig án boltans, hvenær hann á að bíða og á hvaða tímapunkti hann á að senda boltann. Það er komið jafnvægi hjá honum í stuttum sendingum og löngum og við sem að liðinu koma erum afar ánægðir með Beckham og ég veit að hann er mjög ánægður með veruna hjá okkur. Það tekur sinn tíma hjá fólki að aðlagast nýjum aðstæðum. Ronaldo tókst það sem og Zinedine Zidane og Luis Figo og af hverju ættu enskir leikmenn ekki að geta það líka?“ segir Queiroz. Þjálfari Real Madrid hrósar Beckham Það verður gaman að fá aðspreyta sig með landsliðið og ég hlakka mikið til starfans,“ sagði Ívar í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hafa handsalað samninginn við Ólaf Rafnsson, for- mann KKÍ, í gær. „Mér finnst hafa orðið miklar framfarir í kvenna- körfuboltanum og ég veit að hóp- urinn er góður sem hefur verið við- loðandi landsliðið. Ég ætla að gera mitt besta til að bæta liðið og byggja ofan á það sem hefur verið gert. Efniviðurinn er fyrir hendi og eftir að hafa þjálfað kvennalið í nokkur ár veit ég hvað þessar stelp- ur sem stunda íþróttina geta,“ sagði Ívar. Ívar er öllum hnútum kunnugur í körfuboltanum, bæði sem þjálfari og leikmaður. Hann hóf að þjálfa árið 1989 og hefur þjálfað óslitið síðan, karlalið Snæfells, ÍA og Hauka og kvennalið Hauka og ÍS sem hann stýrir nú þriðja árið í röð. Þá þjálfaði Ívar unglingalandslið karla tímabilið 1997-98 Ívar hefur leikið 305 leiki í úr- valsdeild, með Haukum, Snæfelli og ÍA og hann á að baki 15 leiki með A-landsliðinu. Kvennalandsliðið tekur þátt í tveimur verkefnum á næsta ári. Liðið keppir í Evrópukeppni smærri þjóða, Promotion Cup, sem haldið verður í Andorra í júlí og í ágúst tekur það þátt í Norðurlanda- mótinu sem fram fer í Svíþjóð. Ívar hyggst fljótlega velja æfingahóp en stefnt er að því að útvega liðinu æf- ingaleiki næsta vor til undirbúnings fyrir stóru verkefnin næsta sumar. Ívar þjálfar kvennalandsliðið ÍVAR Ásgrímsson var í gær ráð- inn þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik til næstu tveggja ára og tekur hann við starfi Hjartar Harðarsonar sem þjálf- aði landsliðið í eitt ár. Ívar er nú- verandi þjálfari Stúdína og gegnir því starfi til loka tíma- bilsins en þá mun hann kveðja ÍS-liðið og einbeita sér alfarið að þjálfun kvennalandsliðsins. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, býður Ívari Ásgrímssyni, landsliðsþjálfara, velkominn til starfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.