Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA verk á það sameiginlegt
með Áfram, sólóskífu Ásgeirs Ósk-
arssonar sem út kom fyrir stuttu, að
eiga sterkar rætur
í hljóðheimi átt-
unda áratugarins.
Þessir fyrrum
gömlu spilafélagar
(þeir voru m.a.
saman í Pelican og
Póker) starfa reyndar dáldið saman á
þessari plötu en Ásgeir sér nærfellt
um allan trommuleik. Þá léði Björg-
vin Ásgeiri smávegis sítarleik á plötu
þess síðarnefnda.
Púnktur er hálft í hvoru samansafn
laga, og er þar með ólík plötu Ásgeirs,
sem innihélt einungis ný lög. Hér er
t.d. eitt lag frá 1971, tvö eru frá sóló-
plötu Björgvins frá 1977 í breyttri út-
setningu og þá eru líka lög frá
Frakkaárum Björgvins, en þá sveit
leiddi Mike Pollock eftir að sveitirnar
Utangarðsmenn og svo Bodies voru
hættar störfum. Björgvin tók nokk-
urn þátt í síðpönkinu og lék t.a.m.
með Das Kapital í blábyrjun.
Mörg laganna hér eru ansi „progg-
uð“, eða í anda „progressive“ rokk-
tónlistar áttunda áratugarins. T.d.
„Brotið...“ og „Reimleikar“. Sum
hver, eins og „Kóngurinn“, sem er
frábærlega furðulegt og grípandi, er
hins vegar í anda síðpönksins og hlýt-
ur því að vera gömul Frakkastemma.
„Öræfarokk“ og „Fenderinn“, lögin af
sólóplötunni frá 1977, eru þá ansi
Þursaleg, þó að ár hafi verið í að sú
eðla sveit gæfi út plötu!
Nýju lögin snerta svo á öllum þess-
um flokkum. Smíðarnar eru síst hefð-
bundnar, eiginlega frekar sérkenni-
legar. Allur bingurinn stendur þó
teinréttur sem heild, þar sem einhver
auðþekkjanlegur „Björgvins“-þráður
heldur öllu, gömlu sem nýju, saman.
Björgvin er satt að segja skrambi
góður lagahöfundur og með afar
áhugaverða nálgun við það fróma fag.
Margt má aukinheldur til taka sem
styrkir verkið enn frekar. Trommu-
leikur Ásgeirs er firnagóður, þar sem
minna er alltaf meira. Hljómur plöt-
unnar er mjög góður og Björgvin
skeytir smekklega inn aukahljóðum
hér og hvar. Rödd Björgvins kryddar
þá líka skemmtilega, er hrá og rafta-
leg – en um leið mjög persónuleg og
viðkunnanleg þar sem hún kemur
hálfpartinn hvíslandi upp að þér.
Síðasta lagið, „Hlustað á þögnina“,
er eins og dæmi um að Björgvin geti
samið „hefðbundin“ og falleg lög, sýn-
ist honum svo. En að megninu til lýt-
ur platan reglum þess sem skeytir lít-
ið um viðteknar venjur í
dægurtónlistarsmíð. Sem er einmitt
það sem gerir þessa plötu svo spenn-
andi og þess virði að leggja sig eftir.
Góður púnktur.
…og basta
Morgunblaðið/Jim Smart
„Björgvin er satt að segja skrambi
góður lagahöfundur og með afar
áhugaverða nálgun við það fróma
fag,“ segir m.a. í dómi um nýja sóló-
plötu Björgvins Gíslasonar.
Björgvin Gíslason
Púnktur
Púnktur, fimmta sólóskífa Björgvins
Gísla. Björgvin syngur og flytur. Þorkell
Símonarson á texta. Björgvini til að-
stoðar eru Ásgeir Óskarsson (trommur),
Hjörleifur Valsson (fiðla), Sif Björnsdóttir
(selló), Jens Hansson (saxófónn). Hægt
er að nálgast frekari upplýsingar á
www.keli.is/bjoggi/. Þar er einnig hægt
að ná í plötuna Bio (2001) ókeypis á
mp3 sniði.
Smákóngur
Arnar Eggert Thoroddsen
DANIEL Mille er einna fremstur
ungra Frakka er fæst við þá tegund
tónlistar sem stundum er nefnd
heimsdjass. Tónlist sem byggist á
þjóðlegri hefð og blandar hana áhrif-
um djassins. Margir af fremstu stíl-
sköpurum í tónlist nútímans hafa
farið þessa leið og nægir að nefna
Jan Garbarek í norðri og Astor Piaz-
zolla í suðri.
Mille byggir á hefð hnappanikk-
arans Richards Gallianos, sem segja
má að hafi endurnýjað frönsku mus-
ett-tónlistina. Það var Astor Piaz-
zolla sem sagði eitt sinn við Galliano:
,,Þú ert orðinn allt of ameríkanser-
aður. Þú ættir að leita hins franska
uppruna þíns. Drekktu í þig tónlist
þjóðar þinnar og endurnýjaðu hana
eins og ég gerði við tangóinn.“
Það gerði Galliano og Mille hefur
fetað í fótspor hans og er einna
fremstur franskra heimsdjasssista
um þessar mundir. Tónlist hans er
seiðandi og kynngimögnuð og fljót-
lega nær hann valdi á áheyrandan-
um – manni finnst maður þekkja tón-
mál hans hvort sem lögin eru
frumsamin eður ei.
Tónleikar hans í NASA voru mikil
skemmtun og félagar hans í tríóinu
frábærir, félagi hans til margra ára,
Jean Christophe Maillard, lék aðal-
lega á gítar, þótt hann gripi stundum
í píanóið og syngi og trommarinn
Pascals, sem er nýliði í hópnum, var
snilldarlegur á trommusettið og
slagverkið, hvort sem hann notaði
hefðbundna kjuða eða sósujafnara til
að slá með. Flest lögin fyrir hlé voru
af nýrri skífu Daniels: Entre chien et
loup. Fyrst hið grípandi Les minots
þar sem Jean-Christophe lék langan
grípandi sóló á gítarinn. Mille var
fínn á nikkuna, en greinilegt var á
þessum tónleikum að röddin var ekki
í fullkomnu lagi, trúlega hálsbólga,
og söng hann því minna í falsettu en
heyra má á plötum hans. Les err-
ansces d’une valse eftir Jean-Christ-
ophe er einnig hrífandi verk í svít-
ustíl þar sem hann lék m.a. á píanó
og var nokkuð sambabragð af söng
hans. Það var feikigaman að
trommuleik Pascals, ekki síst er
hann upphóf að tromma á líkama
sinn og félagarnir tóku undir, hann
barði svo slagverkið hraustlega og
náði hápunkti í miklum trommusóló
þar sem hann notaði sósupískara í
stað kjuða. Í lokaverkinu, Harmatt-
an, mátti halda að harmonikka Dani-
els væri gædd mannsrödd og svo var
aukalagið – eini ópusinn sem flestir í
salnum þekktu – Estate eftir Arg-
entínumanninn Bruno Martini, sem
hann lék gjarnan með hljómsveit
sinn á Scala í Kaupmannahöfn.
Þessir tónleikar voru mikið ævin-
týri og sýndu vel hversu franskir
djassleikarar sækja áhrif til ólíkra
átta – hvort sem er í eigin tónlist,
spænskt flamenco, afrískan hryn eða
amerískan djass. Þökk sé Alliance
Française og franska sendiráðinu
fyrir tónaveisluna.
Seiður Mille
Vernharður Linnet
DJASS
NASA
Daniel Mille, takkaharmonikka, rödd;
Jean Christophe Maillard, gítar, píanó og
rödd og Pascal Rey trommur, slagverk og
rödd. NASA, laugardagurinn 29. nóv-
ember kl. 17.
TRÍÓ DANIEL MILLE
Í HEITI þessa disks Indigo er gef-
ið til kynna að fyrri hluti sé þegar
kominn út, en engin deili veit ég á
honum, hef hvort
heyrt né séð Escap-
ism I. Ekki hef ég
heldur heyrt til Ind-
igo áður en það var
vel þess virði að
gefa sér tíma til að
kynnast því sem hann (þeir?) hefur
fram að færa.
Útsetningar laga á disknum eru
naumhyggjulegar í meira lagi, oft
varla nema útlínur að laglínum, brot-
hættur hikandi söngur og lágstemmd
rafeindahljóð. Fyrir vikið þarfnast
þau nokkurrar hlustunar þar til þau
tínast saman í höfði áheyranda, fín-
legur hljómavefur. Textarnir eru
þunglyndislegir, eða það sem skilst af
þeim í það minnsta, þegar sungið er
svo hægt með íslenskum framburði er
stundum erfitt að skilja hvað verið er
að syngja, en það sem skilst er í góðu
lagi.
Hljóðfæraleikur er einfaldur í takt
við útsetningarnar, yfirleitt píanó
með stroknum kassagítar, daufum
bassa og ýmislegum tölvugerðum
hljóðum undir; mjög smekklega gert.
Í einu lagi leikur selló stórt hlutverk,
en hugsanlega er það komið úr hljóð-
smala.
Bestu lögin eru Losing You, þar
sem teygt er úr laglínunni á skemmti-
legan hátt, píanó og gítar kallast á í
laglínunni. Í Drive it Down er heldur
meira í gangi, meira skraut þó gítar
og píanó beri lagið uppi. Í Stay for
Laughter er vel farið með klingjandi
bjölluhljóm og TV Sky er líka gott
lag. Það lag, og fleiri á plötunni, er
reyndar svo traust að myndi þola
meiri útsetningu, meiri hljóðfæraleik
og hljóðstyrk.
Þessi plata Indigo krefst nokkurr-
ar yfirlegu eins og nefnt er að ofan, en
hún er vel þess virði, mjög skemmti-
leg skífa með bráðgóðum lagasmíðum
og flutningi. Bestu meðmæli.
Tónlist
Fínlegur
hljómavefur
Indigo
Escapism Part II (Her Shoulder)
Slátur
Escapism Part II (Her Shoulder), geisla-
diskur Ingólfs Þórs Arnarsonar sem kall-
ar sig Indigo. Ingólfur semur öll lög einn
nema tvö, annað þeirra semur hann með
Oddi M. Rúnarssyni og annað með Oddi
og Jasmin. Ingólfur og Daníel Ágúst Har-
aldsson flytja lögin, Gabríela leikur á bað-
kar og einhver leikur á selló. Slátur gefur
út.
Árni Matthíasson
JÓLAMYND Kvikmyndasafns Ís-
lands er sænska kvikmyndin Fanny
och Alexander frá 1982 eftir Ingmar
Bergman.
Þessi marg-
verðlaunaða
mynd sem margir
telja meðal þeirra
bestu sem Berg-
man gerði spann-
ar ár hjá Ekdahl-
fjölskyldunni og er séð með augum
Alexanders litla sem er leiður yfir
því að hafa misst föður sinn og að
móðir hans hafi gifst biskupi sem á
stórt kuldalegt hús sem þau flytja í.
Bergman tekur á tilfinningum fjöl-
skyldunnar við umskiptin. Sagt hef-
ur verið að í myndinni dragi Berg-
man saman í eitt alla þá þræði sem
hann hefur spunnið á löngum og
gæfuríkum ferli. Myndin er 188 mín.
löng, í lit og með íslenskum texta.
Jólamyndin í Bæjarbíói
Fanný og
Alexander
Fanný og Alexand-
er: Ekkert gaman
að eiga biskupinn
fyrir stjúpföður.
Fanný og Alexander er sýnd kl.
20 í kvöld og kl. 16 á laugardag.
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT,
Su 28/12 kl 14 - UPPSELT
Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14,
Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14
Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14
Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Fö 9/1 kl 20
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
KVETCH e. Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING
Allra síðasta sýning
SAUNA UNDER MY SKIN
Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi
Su 14/12 kl 20
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Meira (en) leikhús!
TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR
****************************************************************
LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN
****************************************************************
GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900
BROT AF ÞVÍ BESTA
í samstarfi við KRINGLUSAFN
BORGARGÓKASAFNSINS og KRINGLUNA
Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum:
Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir,
Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson,
Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Pálsson
Jóladjass: Davíð Þór Jónsson, Óskar Guðjónsson
Fi 11/12 kl 20:30 -
Aðgangur ókeypis
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500
FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT
Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20
LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT
LAU. 13/12 - KL. 22 ÖRFÁ SÆTI LAUS
SUN. 14/12 - KL. 19 UPPSELT
LAU. 20/12 - KL. 15 LAUS SÆTI
SUN. 21/12 - KL. 15 LAUS SÆTI
ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Leikhópurinn Á senunni
nýtt barnaleikrit
eftir Felix Bergsson
Sun. 14. des. kl. 14.
Sun. 21. des. kl. 14.
Miðasala í síma 866 0011
www.senan.is