Morgunblaðið - 09.12.2003, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BROTIST var inn í íbúð sjö manna fjölskyldu við
Háteig á Akranesi um kvöldmatarleytið í gær á
meðan móðirin brá sér frá í um 20 mínútur og
náðu þjófarnir að hafa á brott með sér heila hillu-
samstæðu í tíu einingum auk þess að rústa öllu
inni í íbúðinni. Að sögn lögreglunnar á Akranesi
er málið nú til rannsóknar en að öðru leyti varð-
ist hún frétta af innbrotinu.
„Ég fer út laust fyrir sjö, á vídeóleigu, með
yngsta barnið mitt í bíl. Á leiðinni mæti ég elstu
strákunum og segi þeim að ég verði enga stund.
En á þessum tuttugu mínútum laumuðu þjófar
sér inn í íbúðina og hreinsuðu út stóra hillu-
samstæðu í tíu einingum. Þetta er rosalegt, að
koma heim til sín eftir að hafa skotist frá og þá
er búið að taka níðþunga samstæðu í tíu ein-
ingum, með bar og öllu í,“ sagði móðirin í samtali
við Morgunblaðið. „Það sást til þjófanna því elstu
strákarnir mínir mættu þjófunum þegar þeir
voru á hlaupum út úr íbúðinni með skápana, þeir
ýttu þeim í burtu og strákarnir mínir urðu svo
hræddir að þeir hlupu inn í herbergi og lokuðu
sig inni. Þjófarnir voru á sendiferðabíl og reyk-
spóluðu í burtu.“ Móðirin segir fjölskylduna vera
í losti vegna þessa. „Maður er sár og reiður og
skilur ekki hvernig í ósköpunum er hægt að fara
inn í íbúð fólks og stela heilum skáp í tíu ein-
ingum. Við erum hreinlega í sjokki og það er
varla að maður þori að fara í vinnuna á morgun,“
segir móðirin.
Reykspóluðu burt á sendibíl
Bíræfnir þjófar báru níðþunga hillusamstæðu í tíu hlutum út úr íbúð á Akranesi
„ÞAÐ liggur ekkert fyrir um það
hvort, hvenær og þaðan af síður
hverjir verða ákærðir í þessu máli,“
sagði Jón H. Snorrason, saksóknari
hjá efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, er hann var spurður
um gang rannsóknar á máli fyrr-
verandi aðalgjaldkera Símans, sem
grunaður er um stórfelld fjársvik.
Eignir kyrrsettar
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Símans, upplýsti á fréttamanna-
fundi í gær að upphæðin sem aðal-
gjaldkerinn er grunaður um að hafa
svikið út úr fyrirtækinu næmi 261
milljón kr. Hann sagði að umfangs-
mikil og ítarleg lögreglurannsókn
vegna málsins hefði farið fram og
ekkert benti til þess að upphæðin
væri hærri. Málið teldist því upp-
lýst og færi sína eðlilegu leið innan
dómskerfisins. Fram kom í máli
hans að Ríkislögreglustjóri hefði
kyrrsett eignir og því stæðu vonir
til að eitthvað af því tjóni sem Sím-
inn hefði orðið fyrir yrði bætt.
Sagði hann að hin meintu fjár-
svik tengdust um 10 þúsund
færslum í bókhaldi Símans á fjórum
árum. Það hefði kostað gríðarlega
vinnu að fara yfir þær og að henni
hefðu komið Ríkisendurskoðun,
Ólafur Nilsson endurskoðandi,
starfsfólk Símans og starfsmenn
Ríkislögreglustjóra.
Ríkisendurskoðun skilaði Síman-
um eitt hundrað blaðsíðna skýrslu
um málið í sumar. „Það kom í ljós
að það voru fjölmargir þættir í
þessu kerfi sem stóðust ekki þær
kröfur sem ætti að gera,“ segir Sig-
urður Þórðarson ríkisendurskoð-
andi.
Horfa ekki nægilega á
stjórnunar- og eftirlitsþáttinn
„Það varðar bæði innri og ytri
endurskoðun, hugbúnaðarkerfin,
stjórnskipulag og fleira. Það var því
ekki bara um einn þátt að ræða. Ég
er þeirrar skoðunar að frumorsökin
eða grunnurinn hafi legið í hugbún-
aðarkerfinu og síðan hafi opnast
þar möguleikar fyrir aðila sem voru
að fást við hluti sem áttu að vera að-
skildir,“ segir Sigurður.
Hann segir marga hafa spurt
sjálfa sig í kjölfarið hvernig þessum
málum væri háttað hjá sér. „Þegar
tekin eru út tölvu- og upplýsinga-
kerfi hafa komið upp svipuð dæmi
þar sem menn hafa ekki horft nægi-
lega á stjórnunar- og eftirlitsþátt-
inn. Þetta gamla og góða kerfi að
skilja á milli gjaldkera og bókara
hefur oft og iðulega farið ofan-
garðs,“ segir hann og bendir á að
þegar hugbúnaðarkerfi eru sett
upp í stofnunum virðist eftirlits-
þátturinn oft á tíðum ekki fá það
vægi sem nauðsynlegt er.
Sigurður segir að gert hafi verið
átak til að koma í veg fyrir að mál af
þessu tagi geti komið upp og hefur
Ríkisendurskoðun unnið að kerfis-
bundnum skoðunum á tölvukerfum
stofnana.
Efnahagsbrotadeild rannsakar meint fjársvik aðalgjaldkera Símans
Ekkert liggur fyrir
um ákærur í málinu
Um 10 þúsund/6
Ríkisendurskoðandi segir hugbún-
aðarkerfi ekki standast kröfur
HAFIN er vinna við steypu á tveimur þriðju
hlutum brúar á nýju vegstæði um Kolgraf-
arfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Brúin er
um 230 metra löng og verður steypt í tveimur
hlutum. Um 20 manns vinna við steypufram-
kvæmdirnar á brúnni en sjö steypubílar eru í
förum með steypuna. Eykt ehf. annast brúar-
smíðina en Almenna umhverfisþjónustan ehf.
á Grundarfirði á og rekur steypustöðina. Til
þess að anna svo mikilli steypuþörf var fær-
anleg steypustöð reist við hlið þeirrar sem til
þessa hefur þjónað Grundfirðingum.
Að sögn Höskulds R. Höskuldssonar, verk-
stjóra við brúarframkvæmdina, má reikna
með að steypt verði í hinn hluta brúarinnar
sex vikum eftir að byrjað verður að slá frá
þeim hluta sem nú var verið að steypa. Veður
var hagstætt meðan á steypuvinnunni stóð.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Byrjað að steypa brú yfir Kolgrafarfjörð
Grundarfirði. Morgunblaðið.
NORRÆNA kauphallarsamstarfið, Norex,
verður með inngöngu kauphallanna í Hels-
inki, Riga og Tallinn, sjötti stærsti verð-
bréfamarkaður í Evrópu, en kauphallirnar
þrjár ganga til liðs við Norex frá og með
næsta ári.
Heildarviðskipti í kauphöllunum í núver-
andi og tilvonandi aðildarlöndum NOREX
námu um 40 þúsund milljörðum íslenskra
króna á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, að
því er fram kom á blaðamannafundi í kaup-
höllinni í Kaupmannahöfn í gær.
Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar
Íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að
töluvert munaði um Finnland í NOREX-
samstarfinu, en að kauphallirnar í Eistlandi
og Lettlandi væru mjög litlar. „Til saman-
burðar má nefna það að kauphallirnar í
Eystrasaltsríkjunum þremur eru samtals
með minni veltu en kauphöllin á Íslandi.“
Norex sjötti
stærsti verð-
bréfamarkaður
Evrópu
Þrjár kauphallir/14
Morgunblaðið/Eggert
NÝTT leiðakerfi Strætó bs. um höfuðborg-
arsvæðið verður tekið í notkun næsta vor.
Kerfið, sem felur í sér mikla einföldun frá
því kerfi sem nú er, byggist upp á fimm
stofnbrautaleiðum og gert er ráð fyrir að
þær eigi allar endastöð í Vatnsmýrinni þar
sem BSÍ er með höfuðstöðvar. Þar er mið-
stöð almenningssamgangna á landsvísu fyr-
irhuguð. Vonast er til að farþegum fjölgi
um 50% næstu fimm árin með tilkomu nýja
leiðakerfisins.
Í stað 36 ökuleiða nú verða leiðirnar í
nýja kerfinu 18 talsins, fimm stofn-
brautaleiðir og 13 safnleiðir sem tengjast
þeim. Ferðatíðni á álagstímum verður auk-
in og ferðir verða allt að því á tíu mínútna
fresti en lengra verður milli ferða utan
álagstíma. Hugað verður að forgangi stræt-
isvagna í umferðinni, t.d. með forgangi á
umferðarljósum sem og hugsanlega sér-
stökum akreinum fyrir strætisvagna. Stofn-
brautaleiðirnar eru skipulagðar eins og
lestarkerfi, þær eru hugsaðar til framtíðar
og þeim verður því ekki breytt.
Stefnt að 50%
fjölgun farþega
næstu fimm árin
Ferðum fjölgað/4
♦ ♦ ♦