Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.12.2003, Qupperneq 7
Stykkishólmsbók er afar forvitnilegt rit og spennandi þar sem heilt samfélag er tekið undir smásjána. Bókin er að hluta til endurminningar frá uppvaxtarárum höfundarins, Braga Straumfjörð Jósepssonar, í Stykkishólmi. Sagan er sögð frá sjónarhóli drengs sem fylgist með öllu því sem í bænum gerist, skyggnist inn á hvert heimili og þekkir alla. Það er þó fullorðinn maður, skáldið og fræðimaðurinn, sem heldur um pennann og fyllir út í myndina með ógleymanlegri umfjöllun sinni um fólkið í Stykkishólmi. Sögupersónur Stykkishólmsbókar eru fólkið í bænum og sveitunum í kring undir miðbik tuttugustu aldar: alþýðu- fólk, athafnamenn, embættismenn, verkamenn, vinnukonur og fínar frúr. • Þrjár glæsilegar bækur í fallegri gjafaöskju • 1.500 bls. í stóru broti • 1.700 ljósmyndir úr bæjarlífinu • Fjallað er um hverja götu og hvert hús í bænum og fólkið sem þar bjó • Húsaskrá, yfir hundrað ára tímabil með 140 teikningum • Skrá yfir auknefni og hin ýmsu tilbrigði við mannanöfn • Sérstakur kafli er um vatnsból í bænum • Ítarlegt yfirlit, þar sem fjallað er um tæplega 5.000 einstaklinga sem koma við sögu í bókinni Stykkishólmsbók Stykkishólmur og nágrenni í máli og myndum Stykkishólmsbók er gefin út í takmörkuðu upplagi og er seld á kostnaðarverði, 29.900 kr., öll þrjú bindin. Aðeins hjá sölumönnum en ekki í verslunum. Greiðslukort og afborganir. M Mostrarskegg / Reykjavík og Stykkishólmi / Sími 568 4448 / Netfang m.skegg@simnet.is Stykkishólmsbók er gefin út með styrk úr Menningarsjóði. Pöntunarsímar: 581-2727 og 553-0403 fyrir höfuðborgarsvæðið 438-1223 og 438-1147 fyrir landsbyggðina ® ®

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.