Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 1

Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 337. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Jól allan ársins hring Í́ heimsókn í jólabúðum þar sem er opið allt árið Daglegt líf Lofsamlegar umsagnir Breska pressan hælir plötu Einars Arnar Benediktssonar Fólk í fréttum Fólkið Bíóvor Fjöldi forvitnilegra mynda væntanlegur á nýju ári Tónleikar Muse og Mínus tróðu upp í Laugardalshöllinni FRUMVARP um eftirlaun æðstu ráðamanna hefur sett kjaraviðræður í uppnám og var efnt til mótmæla vegna þess á Austurvelli í gær. Flóa- bandalagið, Starfsgreinasambandið, Samiðn, Rafiðnaðarsambandið og verslunarmenn hafa frestað kjara- viðræðum í kjölfar frumvarpsins. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að launþegahreyfingin muni breyta kröfugerð sinni í komandi kjaravið- ræðum verði frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna ekki dregið til baka. Hann segir hugsanlegt að áherslur varðandi lífeyrisréttindi breytist. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að hækki kröfugerð launþega verði enn erfiðara að ná samningum. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri grænna, segist algjörlega á móti frumvarpinu. Tímabært sé að endurskoða lífeyr- isréttindi þingmanna en launabreyt- ingar eigi að vera hjá Kjaradómi. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir þingmenn taktlausa og viðbrögð launþegahreyfingarinnar skiljanleg. Ari Edwald segir frumvarpið koma fram á óheppilegum tíma og að það sé, auk annarra mála sem hafa komið upp undanfarið, slæmt inn- legg í kjaraviðræðurnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að teldu for- svarsmenn á vinnumarkaði að frum- varpið gæti raskað horfum í kjara- samningum kæmi það fram á hárréttum tíma. Hann benti á að hér væri ekki verið að gera breytingar á launum þingmanna og kvaðst telja að koma myndi á daginn að þetta mál snerti ekki almenna kjarasamninga. Fundað fram á nótt Allsherjarnefnd Alþingis sat á fundi um frumvarpið í allt gærkvöld og stóð hann enn þegar Morgunblað- ið fór í prentun í nótt. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið fyrir vikulok. Launþegahreyfingin bregst hart við frumvarpi um eftirlaun æðstu ráðamanna Kjaraviðræðum frestað  Markmiðið/10/ Óánægðir/11 Viðræður/44–45/Leiðari/44  Stjórnarandstaðan að bregðast, segir Grétar Þorsteinsson  Slæmt innlegg í kjaraviðræðurnar, segir Ari Edwald  Þingmenn taktlausir, segir Halldóra Friðjónsdóttir  Kemur fram á hárréttum tíma, segir Davíð Oddsson Morgunblaðið/Kristinn NOKKUR hundruð manns söfn- uðust saman á Austurvelli í gær til að mótmæla frumvarpi um hækkun eftirlauna helstu ráðamanna. Meðal viðstaddra var fundið að því að frumvarpið kæmi fram í kjölfar annarra mála þar sem skerða ætti réttindi láglaunafólks, atvinnu- lausra og öryrkja. „Mér finnst það eigi að vera jöfnuður í samfélag- inu,“ sagði Reynir Hlíðar Jóhanns- son, sem var á Austurvelli. „Þetta stuðlar ekki að jöfnuði.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ávarpaði mannfjöldann og sagði að launþegahreyfingin myndi breyta kröfugerð sinni í komandi kjara- viðræðum yrði frumvarpið ekki dregið til baka. Mótmælt á Austurvelli GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, varði í gær þá ákvörðun að banna fyrirtækjum í Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi að bjóða í verk í Írak og sagði að peningarnir ættu að fara til þeirra ríkja sem lögðu til hermenn í Íraksstríðinu. „Þetta er mjög einfalt: fólkið okk- ar hætti lífi sínu; fólk bandamanna okkar hætti lífi sínu. Samningarnir munu endurspegla þetta. Og þetta er það sem bandarískir skattgreiðend- ur búast við,“ sagði Bush. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fordæmdi ákvörðun bandarískra stjórnvalda og dró í efa að hún stæðist alþjóðalög. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði að Bush hefði fullviss- að sig um að ekkert væri hæft í frétt- um um að kanadísk fyrirtæki fengju ekki að bjóða í verk í Írak. Fréttastofan AFP hafði eftir emb- ættismanni í Washington í gær- kvöldi að endurskoðendur varnar- málaráðuneytisins hefðu komist að þeirri niðurstöðu að KBR, dóttur- félag bandaríska stórfyrirtækisins Halliburton, hefði sett upp of hátt verð fyrir bensín sem selt var banda- ríska hernum í Írak. Halliburton var undir stjórn Dicks Cheneys, varafor- seta Bandaríkjanna, til ársins 2000. Bush hvikar ekki í útboðsdeilu Halliburton setti upp of hátt verð Washington. AFP.  Sáttatilraunir/18 EITT af þekktustu málverkum Rembrandts, Næturvörðurinn, var flutt í gær úr listasafni í Amst- erdam í aðra byggingu þar sem það verður geymt vegna viðgerða á safnhúsinu. Umstangið var svo mik- ið þegar þetta ómetanlega listaverk var flutt að blaðamenn höfðu á orði að engu væri líkara en verið væri að skjóta geimflaug á loft eða færa verndað vitni í dómhús til að vitna gegn mafíuforingja. Málverkið var í umgjörð með ýmsan hátæknibún- að, svo sem 215 kg hitaeinangrun og rakavörn. Reuters Ómetanleg- ur farmur NOKKRIR ungir þingmenn í Danmörku hafa krafist þess að vinnutilhögun þingsins verði breytt þannig að þeir þurfi ekki að bíða langt fram á kvöld eftir því að komast til fjölskyldna sinna. Þingmennirnir vilja t.a.m. að atkvæðagreiðslur fari ekki fram á þinginu eftir klukkan fjögur e.h. og þeir safna nú undirskriftum til að reyna að knýja fram breytingar. Rikke Hvilshøj, þingkona í Venstre-flokknum, segir að kvöldfundir þingsins séu leifar gamla tímans þegar konur þingmanna voru heima og sáu um allt heimilishaldið. Christian Mejdahl, forseti þingsins, kvaðst vera undrandi á uppreisninni en taldi það ekki með öllu óhugsandi að gaml- ingjarnir vendu sig af kvöld- fundunum. Uppreisn gegn gaml- ingjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.