Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 337. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Jól allan ársins hring Í́ heimsókn í jólabúðum þar sem er opið allt árið Daglegt líf Lofsamlegar umsagnir Breska pressan hælir plötu Einars Arnar Benediktssonar Fólk í fréttum Fólkið Bíóvor Fjöldi forvitnilegra mynda væntanlegur á nýju ári Tónleikar Muse og Mínus tróðu upp í Laugardalshöllinni FRUMVARP um eftirlaun æðstu ráðamanna hefur sett kjaraviðræður í uppnám og var efnt til mótmæla vegna þess á Austurvelli í gær. Flóa- bandalagið, Starfsgreinasambandið, Samiðn, Rafiðnaðarsambandið og verslunarmenn hafa frestað kjara- viðræðum í kjölfar frumvarpsins. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að launþegahreyfingin muni breyta kröfugerð sinni í komandi kjaravið- ræðum verði frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna ekki dregið til baka. Hann segir hugsanlegt að áherslur varðandi lífeyrisréttindi breytist. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að hækki kröfugerð launþega verði enn erfiðara að ná samningum. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri grænna, segist algjörlega á móti frumvarpinu. Tímabært sé að endurskoða lífeyr- isréttindi þingmanna en launabreyt- ingar eigi að vera hjá Kjaradómi. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir þingmenn taktlausa og viðbrögð launþegahreyfingarinnar skiljanleg. Ari Edwald segir frumvarpið koma fram á óheppilegum tíma og að það sé, auk annarra mála sem hafa komið upp undanfarið, slæmt inn- legg í kjaraviðræðurnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að teldu for- svarsmenn á vinnumarkaði að frum- varpið gæti raskað horfum í kjara- samningum kæmi það fram á hárréttum tíma. Hann benti á að hér væri ekki verið að gera breytingar á launum þingmanna og kvaðst telja að koma myndi á daginn að þetta mál snerti ekki almenna kjarasamninga. Fundað fram á nótt Allsherjarnefnd Alþingis sat á fundi um frumvarpið í allt gærkvöld og stóð hann enn þegar Morgunblað- ið fór í prentun í nótt. Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið fyrir vikulok. Launþegahreyfingin bregst hart við frumvarpi um eftirlaun æðstu ráðamanna Kjaraviðræðum frestað  Markmiðið/10/ Óánægðir/11 Viðræður/44–45/Leiðari/44  Stjórnarandstaðan að bregðast, segir Grétar Þorsteinsson  Slæmt innlegg í kjaraviðræðurnar, segir Ari Edwald  Þingmenn taktlausir, segir Halldóra Friðjónsdóttir  Kemur fram á hárréttum tíma, segir Davíð Oddsson Morgunblaðið/Kristinn NOKKUR hundruð manns söfn- uðust saman á Austurvelli í gær til að mótmæla frumvarpi um hækkun eftirlauna helstu ráðamanna. Meðal viðstaddra var fundið að því að frumvarpið kæmi fram í kjölfar annarra mála þar sem skerða ætti réttindi láglaunafólks, atvinnu- lausra og öryrkja. „Mér finnst það eigi að vera jöfnuður í samfélag- inu,“ sagði Reynir Hlíðar Jóhanns- son, sem var á Austurvelli. „Þetta stuðlar ekki að jöfnuði.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ávarpaði mannfjöldann og sagði að launþegahreyfingin myndi breyta kröfugerð sinni í komandi kjara- viðræðum yrði frumvarpið ekki dregið til baka. Mótmælt á Austurvelli GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, varði í gær þá ákvörðun að banna fyrirtækjum í Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi að bjóða í verk í Írak og sagði að peningarnir ættu að fara til þeirra ríkja sem lögðu til hermenn í Íraksstríðinu. „Þetta er mjög einfalt: fólkið okk- ar hætti lífi sínu; fólk bandamanna okkar hætti lífi sínu. Samningarnir munu endurspegla þetta. Og þetta er það sem bandarískir skattgreiðend- ur búast við,“ sagði Bush. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fordæmdi ákvörðun bandarískra stjórnvalda og dró í efa að hún stæðist alþjóðalög. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði að Bush hefði fullviss- að sig um að ekkert væri hæft í frétt- um um að kanadísk fyrirtæki fengju ekki að bjóða í verk í Írak. Fréttastofan AFP hafði eftir emb- ættismanni í Washington í gær- kvöldi að endurskoðendur varnar- málaráðuneytisins hefðu komist að þeirri niðurstöðu að KBR, dóttur- félag bandaríska stórfyrirtækisins Halliburton, hefði sett upp of hátt verð fyrir bensín sem selt var banda- ríska hernum í Írak. Halliburton var undir stjórn Dicks Cheneys, varafor- seta Bandaríkjanna, til ársins 2000. Bush hvikar ekki í útboðsdeilu Halliburton setti upp of hátt verð Washington. AFP.  Sáttatilraunir/18 EITT af þekktustu málverkum Rembrandts, Næturvörðurinn, var flutt í gær úr listasafni í Amst- erdam í aðra byggingu þar sem það verður geymt vegna viðgerða á safnhúsinu. Umstangið var svo mik- ið þegar þetta ómetanlega listaverk var flutt að blaðamenn höfðu á orði að engu væri líkara en verið væri að skjóta geimflaug á loft eða færa verndað vitni í dómhús til að vitna gegn mafíuforingja. Málverkið var í umgjörð með ýmsan hátæknibún- að, svo sem 215 kg hitaeinangrun og rakavörn. Reuters Ómetanleg- ur farmur NOKKRIR ungir þingmenn í Danmörku hafa krafist þess að vinnutilhögun þingsins verði breytt þannig að þeir þurfi ekki að bíða langt fram á kvöld eftir því að komast til fjölskyldna sinna. Þingmennirnir vilja t.a.m. að atkvæðagreiðslur fari ekki fram á þinginu eftir klukkan fjögur e.h. og þeir safna nú undirskriftum til að reyna að knýja fram breytingar. Rikke Hvilshøj, þingkona í Venstre-flokknum, segir að kvöldfundir þingsins séu leifar gamla tímans þegar konur þingmanna voru heima og sáu um allt heimilishaldið. Christian Mejdahl, forseti þingsins, kvaðst vera undrandi á uppreisninni en taldi það ekki með öllu óhugsandi að gaml- ingjarnir vendu sig af kvöld- fundunum. Uppreisn gegn gaml- ingjunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.