Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BUSH HVIKAR EKKI
George W. Bush Bandaríkja-
forseti varði í gær þá ákvörðun varn-
armálaráðuneytisins í Washington
að banna fyrirtækjum í Frakklandi,
Þýskalandi og Rússlandi að bjóða í
verk í Írak. Hann sagði að pening-
arnir ættu að fara til ríkja sem lögðu
til hermenn er „hættu lífi sínu“ í
Íraksstríðinu.
Blæjurnar verði bannaðar
Sérstök sérfræðinganefnd í
Frakklandi mælir með því að bann-
að verði að vera með íslamskar höf-
uðblæjur og gyðingahettur í skólum
landsins. Gert er ráð fyrir því að
Frakklandsforseti tilkynni í næstu
viku hvort farið verði eftir tillögu
nefndarinnar.
Kjaraviðræður í uppnámi
Frumvarp um eftirlaun æðstu
ráðamanna hefur sett kjaraviðræður
í uppnám. Nokkur hundruð manns
söfnuðust saman á Austurvelli í gær
til að mótmæla frumvarpinu. Voru
margir óánægðir með framgöngu
þingmanna og sögðu þetta koma í
kjölfar annarra mála þar sem skerða
átti réttindi láglaunafólks, atvinnu-
lausra og öryrkja.
Tillögur um 200 uppsagnir
Í tillögum stjórnarnefndar Land-
spítalans vegna minni fjárveitinga er
gert ráð fyrir uppsögnum hátt í 200
starfsmanna í öllum stéttum, ýmsum
breytingum á starfsskipulagi og að
dregið verði úr margs konar starf-
semi. Þannig er m.a. útlit fyrir sam-
drátt í starfi félagsráðgjafa, í sjúkra-
þjálfun, prestsþjónustu og hjá
rannsóknarfólki, einnig hjá ýmsum
deildum er sinna tækniþjónustu og
ráðgjöf.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 48
Erlent 18/21 Umræðan 48/54
Heima 24 Kirkjustarf 55
Höfuðborgin 26 Minningar 56/63
Akureyri 28 Bréf 72/73
Austurland 30 Dagbók 74/75
Suðurnes 31 Brids 75
Landið 32 Sport 76/79
Listir 33/35 Fólk 80/85
Daglegt líf 36/39 Bíó 82/85
Forystugrein 44 Ljósvakamiðlar 86
Þjónusta 47 Veður 87
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir
Dagskrá vikunnar. Blaðinu er dreift á
landsbyggðinni.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@-
mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@-
mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
TÍMARIT
MORGUNBLAÐSINS
FYLGIR MORGUNBLAÐINU
Á SUNNUDAGINN
Karllægir
krankleikar
SJÓVÁ-Almennar hafa ekki reynt
að leita sátta við Samkeppnisstofnun
vegna rannsóknar stofnunarinnar á
meintu samráði tryggingafélaganna,
og Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-
Almennra, segist ekki vita til þess að
hin félögin hafi leitað slíkra sátta.
„Við höfum ekki verið að leita
neinna sátta í þessu máli. Við höfum
hinsvegar haft uppi fyrirspurnir um
hvenær niðurstöðu er að vænta, því
þetta hefur dregist úr hófi,“ segir
Einar.
Hann segir að Sjóvá-Almennar
hafi borið af sér allar sakir í þessu
máli í svörum við frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar, og nú verði beðið
eftir niðurstöðu stofnunarinnar. Ein-
ar segir þessarar niðurstöðu hafa
verið að vænta í lok október, og hafi
málið allt nú dregist allt of lengi.
„Rannsóknin hófst eins og kunnugt
er haustið 1997, og er því komið á
sjöunda ár síðan,“ segir Einar.
SÍT ekki lagt fram sáttatilboð
„Samkeppnisstofnun hefur haft til
athugunar í meira en sex ár meint
ólöglegt samráð á íslenskum vá-
tryggingamarkaði,“ segir Sigmar
Ármannsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra trygginga-
félaga. „Að því marki sem sú rann-
sókn hefur beinst gegn Sambandi ís-
lenskra tryggingafélaga hefur SÍT
ætíð og algerlega hafnað því að hafa
átt þátt í ólöglegu samráði, og skýrt
þá afstöðu sína skilmerkilega. Sú af-
staða er enn óbreytt. Því hefur ekki,
af hálfu SÍT, verið lagt fram eitt-
hvert sáttaboð í þessu máli. Ég veit
ekki betur en að áþekk afstaða sé hjá
tryggingafélögunum sjálfum.“
Sigmar segir SÍT nú bíða átekta
eftir framhaldi málsins.
Tryggingafélögin bíða niðurstöðu vegna meints samráðs
Hafa ekki leitað sátta
við Samkeppnisstofnun
84 ÁRA karlmaður lést í umferðar-
slysi í Fossvogi á miðvikudag, þegar
hann varð fyrir bifreið á Bústaðavegi
við Eyrarland. Maðurinn var fluttur
á Landspítalann með mikla höfuð-
áverka og lést hann á gjörgæsludeild
skömmu eftir innlögn.
Hinn látni hét Haukur Pétursson
til heimilis í Aðallandi 1 í Reykjavík.
Hann var fæddur 17. mars árið 1919
og lætur eftir sig eiginkonu.
Lést í um-
ferðarslysi
SÆVAR Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Íslands, Helgi
Laxdal, formaður Vélstjórafélags
Íslands, og Árni Bjarnason, forseti
Farmanna- og fiskimannasambands
Íslands, afhentu Árna M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra í gær skrif-
leg mótmæli hátt í 100 áhafna á ís-
lenskum fiskiskipum gegn frum-
varpi um línuívilnun.
Að sögn Helga Laxdal má gera
ráð fyrir að vel yfir 1.000 sjómenn
hafi þannig á aðeins tveimur dög-
um ákveðið að mótmæla frumvarp-
inu með þessum hætti. „Við erum
með þessu að leggja okkar af mörk-
unum til að reyna að stöðva frum-
varpið. Okkur reiknast til að ef
línuívilnun verður komið á lagg-
irnar verði veidd í skjóli hennar
hátt í 5.000 þorskígildistonn. Og
það er aðeins byrjunin því þegar
búið er að opna fyrir þessar dyr
munu fleiri nýta sér hana. Það þýð-
ir að verið er að færa um 350 millj-
ónir króna frá sjómönnum til trillu-
karla og það getum við ekki liðið,“
segir Helgi Laxdal.
Árni M. Mathisen sjávarútvegs-
ráðherra segist hafa skilning á
sjónarmiðum sjómanna, enda orki
það ætíð tvímælis þegar tekið sé af
einum til að færa öðrum. „Niður-
staðan varð samt þessi eftir mikla
yfirlegu. Þessi sjónarmið sjómanna
koma því nokkuð seint fram, frum-
varpið er komið til nefndar eftir
fyrstu umræður og samþykktir
landsfundar og flokksþings liggja
fyrir. Ég hef því ekki mikið svig-
rúm til að gera grundvallarbreyt-
ingar á málinu,“ segir Árni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
100 áhafnir mótmæla
TVEIR karlmenn á miðjum
aldri sem fæddir eru í Kongó
og Kamerún að því er talið er,
voru úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald til 22. desember á mið-
vikudagskvöld að kröfu lög-
reglunnar á Keflavíkurflug-
velli. Sakarefnið varðar meint
fjársvik, sem grunur er um að
mennirnir hafi ætlað að stunda
hér með fölsuðum kreditkort-
um.
Stöðvaðir í Leifsstöð
Þeir voru stöðvaðir af óein-
kennisklæddum lögreglumönn-
um í Leifsstöð á þriðjudag er
þeir komu til landsins frá
Kaupmannahöfn. Í fórum
þeirra fannst á annan tug fals-
aðra kreditkorta sem stemmdu
við fjölda falsaðra persónuskil-
ríkja sem þeir höfðu meðferðis.
Fyrir liggur að þeir höfðu valið
sér Ísland sem áfangastað og
benda líkur til þess að ferð
þeirra hafi verið vandlega und-
irbúin og er þetta ekki í fyrsta
skipti sem þeir koma hingað til
lands.
Lögreglan á Keflavíkurflug-
velli annast rannsókn málsins.
Tveir menn
handteknir
með fölsuð
kreditkort