Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
1
0
3
LANDSBANKINN hyggst efna til
hugmyndasamkeppni um breyt-
ingar á húseignum bankans á reitn-
um milli Austurstrætis, Hafn-
arstrætis og Pósthússtrætis og
nýtingu þessa svæðis til að hleypa
auknu lífi í miðborgina. Öllum er
heimil þátttaka í samkeppninni.
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
segir að þessar hugmyndir tengist
hugsanlegum breytingum á aðal-
stöðvum bankans, en sótt hafi verið
um lóð undir nýjar aðalstöðvar við
Reykjavíkurhöfn. Það kalli á flutn-
ing úr gamla bankanum í Austur-
stræti, sem verið hafi eitt helsta
kennileitið í Reykjavík í gegnum
árin. Að vísu sé gert ráð fyrir að
áfram verði þar starfrækt útibú eða
eitthvað slíkt, en húsið hafi verið
byggt 1923 og verið eitt glæsileg-
asta húsið í borginni alla tíð síðan.
„Þegar við fórum að hugsa þetta
mál sem gamlir Reykvíkingar
fannst okkur að það væri alveg tími
til kominn að sameina þessa flutn-
inga og byggingu því hvort ekki
væri hægt að gera eitthvað fyrir
miðbæinn,“ sagði Björgólfur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hann sagði að í framhaldinu
hefði verið ákveðið að efna til hug-
myndasamkeppni og kalla þannig
eftir hugmyndum hjá almenningi
um það hvað hægt væri að gera til
að lífga upp á miðbæinn, gera hann
skemmtilegri og að miðdepli mann-
lífsins í borginni, hvort sem um
væri að ræða menningarlíf, at-
hafnalíf eða annað.
Allir geta tekið þátt
Björgólfur sagði að allir gætu
tekið þátt í hugmyndasamkeppn-
inni. Ekki þyrfti að vera um mikið
útfærðar tillögur að ræða, heldur
væri aðalatriðið að um væri að
ræða einfaldar, skemmtilegar og
framkvæmanlegar hugmyndir sem
miðuðu að því að ná markmiðinu
um að lífga upp á miðborgina með
breytingum á húsnæði eða starf-
semi á svæðinu. Þeir væru mjög
opnir fyrir öllum tillögum um
breytta nýtingu á svæðinu, breyt-
ingar á byggingum og umhverfi,
hvað varðaði íbúðarbyggð, starf-
semi fyrirtækja, þjónustu, menn-
ingarstarfsemi og hvað eina sem
fólki dytti í hug og vildi upplifa í
miðborginni.
Björgólfur sagði að lóð undir nýj-
ar aðalstöðvar Landsbankans væri
við Geirsgötuna og unnið væri að
þeim málum í mikilli sátt við
borgaryfirvöld. Bankinn yrði 120
ára árið 2006 og það væri gaman ef
um einhverja áfanga yrði þá að
ræða í þessum efnum.
„Ef borgararnir tækju sig nú
saman um að koma sér saman um
að koma sér upp virkilega skemmti-
legri og lifandi miðborg væri það
mjög gaman,“ sagði Björgólfur
Guðmundsson ennfremur.
Auknu lífi hleypt í miðbæinn
Hugmyndasam-
keppni um nýt-
ingu Lands-
bankahússins í
Austurstræti
Ein hugmynd um það hvernig reiturinn gæti litið út ef viðbygging út að Pósthússtræti hyrfi og Landsbankahúsið yrði fært í sitt upprunalega horf. Að
margra mati er húsið með glæsilegustu byggingum í miðborg Reykjavíkur. Til samanburðar er mynd af Landsbankanum eins og hann lítur út í dag.
HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær
fangelsisdóma yfir fimm Kínverjum
og einum Singapúrbúa sem sakfelld-
ir voru af ákæru fyrir að nota fölsuð
vegabréf er þeir komu til landsins í
nóvember sl.
Í héraðsdómi hafði fólkið verið
dæmt í 30 daga skilorðsbundið fang-
elsi að einum undanskildum sem
hlaut 45 daga fangelsi á skilorði.
Hæstiréttur áleit hins vegar að ekki
væri hægt að skilorðsbinda refs-
inguna vegna alvarleika brotsins.
Við úrlausn málsins var litið til þess
að vegabréf væru opinber skilríki
sem miklu skipti að treysta mætti í
samskiptum manna og þjóða. Þegar
litið væri til þess hversu alvarlegt
brotið væri, og litið til almennra
varnaðaráhrifa refsinga, var ekki til-
efni til að skilorðsbinda refsingu
fólksins.
Málin voru dæmd af hæstaréttar-
dómurunum Gunnlaugi Claessen,
Ingibjörgu Benediktsdóttur og Ólafi
Berki Þorvaldssyni. Sækjandi var
Bogi Nilsson ríkissaksóknari. Verj-
andi ákærðu var Jóhannes Albert
Sævarsson hrl.
Refsing þyngd
fyrir notkun
falsaðra
vegabréfa
FJÖLMENNI var við vígslu nýrrar
Þjórsárbrúar um miðjan dag í gær.
Samgönguráðherra Sturla Böðv-
arsson klippti á borða Rangárvalla-
sýslumegin og naut aðstoðar Jóns
Rögnvaldssonar vegamálastjóra.
„Allir stórir og eftirminnilegir
hlutir gerast í Rangárþingi,“ sagði
einn af þingmönnum Suður-
kjördæmis við þetta tækifæri.
Sýslumaður Árnesinga svaraði hins
vegar þannig að allra leiðir lægju í
Árnesþing.
Nýja brúin er mikið mannvirki,
170 metra löng og 11 metra breið.
Er hún í 9 höfum og borin uppi af
78 metra löngum boga úr stáli og
steinsteypu. Hönnunardeild Vega-
gerðarinnar sá um þann þátt. Vél-
smiðjan Normi í Vogum sá um
smíði brúarinnar. Verktakafyr-
irtækið Háfell sá um vegagerð
beggja vegna alls um 4 km leið.
Að sögn Valgeirs Þórðarsonar,
yfirverkstjóra hjá brúarflokki
Norma, var flókið verkefni að koma
boganum yfir ána vegna þyngdar
hans. Einnig var mikið rennsli í
Þjórsá allan júlí og ágúst sl. veru-
legt vandamál.
Brúin er 5 km frá upptökum Suð-
urlandsskjálftans sem varð 21. júní
árið 2000. Steyptar eru 6 metra
bergfestur niður í klöppina. Getur
miðja brúarinnar þolað svignun um
17 cm í sambærilegum skjálfta.
Gamla brúin var einbreið og er
nú aðeins ein slík eftir á leiðinni frá
Reykjavík til Kirkjubæjarklaust-
urs. Að sögn Svans Bjarnasonar
umdæmisstjóra var óhappatíðni við
gömlu brúna veruleg, eða 1,65 á
hverja milljón ekna km. Landsmeð-
altal væri hins vegar 1.01.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði næsta stórverkefni
sunnanlands vera endurbætur á
Hellisheiði auk margra annarra
verkefna í héraðinu.
Sævar Svavarsson hjá Norma
ehf. þakkaði Vegagerðinni og
hönnuðum náið samstarf. Hann
benti á að brúin væri alíslensk
hönnun og ekkert flutt inn nema
hráefnið. Heildarkostnaður við
mannvirkin er um 550 milljónir
króna.
Ný Þjórs-
árbrú tek-
in í notkun
Framkvæmdir við nýja Þjórsárbrú
kostuðu um 550 milljónir.
Ljósmynd/Jón Aron Óskarsson
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Jón Rögnvaldsson vegamála-
stjóri opnuðu Þjórsárbrú með formlegum hætti síðdegis í gær.
HALLDÓR Björnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands, seg-
ist ganga úr Samfylkingunni styðji
flokkurinn frumvarpið sem fjallar
m.a. um eftirlaun ráðherra. „Ég tel
að flokkurinn geti ekki staðið að
þessu frumvarpi, sem er að mestu
leyti eftirlaunafrumvarp fyrir for-
sætisráðherra og fleiri aðila. Það
kemur bara ekki til greina að við
stöndum að slíku frumvarpi, a.m.k.
styð ég ekki þann flokk sem stendur
að slíku frumvarpi,“ segir Halldór.
Hann segir einfaldlega enga skyn-
semi í að leggja slíkt frumvarp fram
á sama tíma og verkalýðshreyfingin
setji fram skynsamlegar kröfur fyrir
komandi kjarasamninga.
„Hvernig í veröldinni á maður að
styðja þá aðila sem standa að svona
frumvarpi og taka svo út úr þessu
220 þúsund krónur í mánaðarlaun til
hækkunar hjá sjálfum sér, eins og
formenn flokkanna. Þetta bara
gengur ekki upp.“ Að sögn Halldórs
er þetta persónuleg ákvörðun hans
og snertir ekki Starfsgreinasam-
bandið á neinn hátt.
Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær-
kvöldi kom fram að Kristján Gunn-
arsson, formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, ætlar
einnig að segja sig úr Samfylking-
unni ef flokkurinn styður frumvarp-
ið. Aðastienn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur, hvatti
fólk til að segja sig úr stjórnmála-
flokkum verði frumvarpið að lögum.
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins
Úrsögn ef Samfylking-
in styður frumvarpið
GISTINÆTUR á hótelum í
október síðastliðnum voru 74
þúsund en töldust 58 þúsund
árið 2002, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofunnar. Sam-
svarar þetta 27% aukningu
milli ára. Gistinóttum fjölgaði í
öllum landshlutum nema á
Suðurlandi þar sem fækkunin
var um 3%.
Mest fjölgaði gistinóttum á
Norðurlandi, en þar tvöfaldað-
ist fjöldinn og fór úr 3 þúsund-
um í 6 þúsund milli ára. Á höf-
uðborgarsvæðinu voru gisti-
næturnar 55 þúsund í októ-
bermánuði síðastliðnum en
voru 44 þúsund árið á undan,
sem telst vera 26% aukning.
Gistinætur á Suðurnesjum,
Vesturlandi og Vestfjörðum
fóru úr 4.700 í 5.800 milli ára.
Gistinóttum
fjölgaði
í október