Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 6

Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til klukkan 22.00 í kvöld ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 22 68 6 1 2/ 20 03 FORSTJÓRI Landspítala – há- skólasjúkrahúss lagði fram rekstr- aráætlun fyrir næsta ár og tillögur um samdráttaraðgerðir á fundi með sviðsstjórum spítalans í gær. Einnig kynnti hann spá fyrir af- komu þessa árs. Þar kemur fram að rekstrarkostnaður spítalans þurfi að lækka um 800–1.000 millj- ónir króna á næsta ári en hluta sparnaðarins á að ná árið eftir. Í greinargerðinni segir m.a. um sparnaðaraðgerðirnar: „Verður því marki náð bæði með lækkun launa- kostnaðar, sem felur í sér fækkun ársverka og lækkun á öðrum kostnaði, þ.e. vegna vakta og yf- irvinnu, og einnig með lækkun á öðrum rekstrarútgjöldum. Tekur þetta til allra starfsmanna spítal- ans og þar með lækna, hjúkrunar- fólks, starfsmanna í stoðþjónustu og starfsmanna sem sinna kennslu og rannsóknum. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á þjónustu við sjúklinga sem lýsir sér bæði í lengri bið eftir meðferð, minnkuðu aðgengi að spítalanum, hraðari út- skriftum og minni stoðþjónustu. Einhverjar þessara aðgerða munu hafa áhrif á þjónustukröfu annars staðar í þjóðfélaginu.“ Færri bráðamóttökur að næturlagi Síðan eru taldar upp ýmsar að- gerðir sem grípa á til á einstökum sviðum. Hugmyndin er að sameina að næturlagi bráðamóttökur, sem nú eru fimm alls við Hringbraut og í Fossvogi. Einnig er því varpað fram að veita megi ákveðna þjón- ustu annars staðar í heilbrigðis- kerfinu, svo sem svefnrannsóknir og áfallahjálp. Þessi atriði gætu sparað um 40 milljónir. Talið er mögulegt að draga úr þjónusturannsóknum og reiknað með að færri vaktir þar geti sparað um 25 milljónir króna. Farið verði yfir gerð lyfjalista á spítalanum í samræmi við tillögur vinnuhóps heilbrigðisráðuneytis með því augnamiði að sporna við sífellt hækkandi lyfjakostnaði. Meðferðarferlar verði endur- metnir í tengslum við klínískar leiðbeiningar og er þar horft til sérgreina eins og lýtalækninga, brjóstholsskurðlækninga, tauga- lækninga, lungnalækninga og barnalækninga. Með styttingu legutíma mætti fækka rúmum og efla dag- og göngudeildarþjónustu. Fækkun legurúma í sólarhring- sþjónustu myndi þýða um 20–25 færri ársverk í hjúkrun og lækn- ingum og fækkun vakta. Er mark- miðið að ná fram um 80 milljóna króna útgjaldalækkun. Sjúklingar leiti fyrst til heilsugæslu „Komur á slysadeild verði flokk- aðar með það fyrir augum að ein- staklingur leiti þjónustu þar sem hún á best við, s.s. á heilsugæslu, læknastofum eða á spítalanum. Sjúklingur leiti fyrst til heilsu- gæslu eða læknavaktar sem vísi á spítalann ef þörf krefur. Tekið verði upp markvisst samstarf við heilsugæslu og læknavakt í fram- kvæmd þessarar aðgerðar. Erfitt er að meta hvaða sparnaður fæst með fækkun koma á slysa- og bráðamóttökur því einhvern tíma mun taka að ná fram þeirri fækkun að mögulegt verði að lækka launa- kostnað vegna þessa.“ Í kafla um endurskoðun á stoð- þjónustu kemur fram að þar séu starfsmenn um 500, þ.e. félagsráð- gjafar, iðjuþjálfar, læknaritarar, meðferðarráðgjafar, móttöku- og hjúkrunarritarar, næringarfræð- ingar, prestar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, skrifstofustjórar, talmeinafræðingar og klínískir tæknimenn. Er fækkun um 75 stöðugildi í þessari þjónustu talin geta lækkað kostnað um 250 millj- ónir króna. Þá segir að til skoðunar sé að fækka starfsfólki í rekstri og um- sýslu, þ.e. hjá yfirstjórn, skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga, tækni og eigna og kennslu, vísinda og þróun- ar. Alls eru ársverk hjá þessum skrifstofum um 680 og gæti fækk- un um 35 ársverk leitt til 100 millj- óna króna útgjaldalækkunar. Dregið úr endurhæfingu Í kafla um samþjöppun á starf- semi kemur fram að mögulegt sé að spara um 100 milljónir með til- komu hjúkrunarheimilis á Vífils- stöðum og fleiri aðgerðum sem þýði að unnt sé að útskrifa sjúk- linga af spítalanum sem nú bíði eft- ir framhaldsúrræðum annars stað- ar. Þá á að endurskoða önnur útibú spítalans, hætta endurhæfingu í Kópavogi og draga úr henni við Hringbraut, flytja neyðarmóttöku vegna nauðgana frá Fossvogi að Hringbraut, fella niður sérstaka vakt sérfræðings hennar og sam- eina stöðu yfirlæknis annarri starf- semi kvennasviðs. Haldið verði áfram sameiningu eldhúsa og leit- að sparnaðarleiða í rekstri dauð- hreinsunardeilda. Þá er ráðgert að spara alls um 75 milljónir króna á sviði rannsókna og kennslu með því að fækka um 18 til 20 ársverk. Þátttaka Háskóla Ís- lands í kostnaði við kennslu verði aukin og stefnt að því að innan tveggja til þriggja ára verði rann- sóknir eingöngu greiddar með styrkjum og aflafé, m.a. styrkjum spítalans. „LSH veitir aðstöðu og umsýslu um vísindastarf auk myndarlegs framlags í eigin rann- sóknarsjóð. Sjúkrahúsið gerir auk þessa starfsmönnum sínum kleift að nýta hluta starfstíma síns til rannsókna. Óska þarf eftir viðræð- um við menntamálayfirvöld um fjármögnun þessa starfsþáttar sjúkrahússins líkt og um kennslu- kostnað heilbrigðisstétta. Verði ekki breyting á fjármögnun vegna rannsókna er nauðsynlegt að ná fram lækkun kostnaðar,“ segir m.a. um þetta efni í skýrslu for- stjórans. Undir þetta svið fellur einnig að lækka á kostnað við rekstur bókasafns. Þá kemur fram í skýrslunni að kanna á útboð á einstökum þáttum en nú eru um 25% af ræstingu spít- alans unnin af verktökum. Er t.d. mötuneyti starfsmanna nefnt í þessu sambandi. Rekstrarkostnaður LSH þarf að lækka um 800 til 1.000 milljónir Dregið verður úr þjónustu og stöðugildum fækkað Ríkisstjórnin axli ábyrgð á niðurskurði þjónustu MARGRÉT S. Björnsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarnefnd Landspítala, mótmælir tillögum nefndarinnar um niðurskurð á starf- semi spítalans en tillögurnar voru samþykktar á stjórnarnefndarfundi á miðvikudag. Kveðst hún vísa ábyrgð á hendur ríkisstjórnarflokkunum. Í bókun Margrétar segir m.a. að stjórnvöld hafi um nokkurra mánaða skeið vitað að fjárlagatillögur fyrir spítalann árið 2004, sem nú séu orðn- ar að lögum, myndu hafa í för með sér fjöldauppsagnir starfsfólks, skerð- ingu á kjarnaþjónustu deilda, mikla lengingu biðlista LSH og þar með verri heilbrigðisþjónustu við lands- menn. Segir að margs konar dýrmæt læknisfræðileg sérþekking sem byggst hefur upp innan spítalans á löngum tíma muni glatast og rándýr aðstaða og tæki spítalans verða stór- lega vannýtt. „Mikið af þessum nið- urskurði felur ekki í sér sparnað en leiðir þvert á móti til kostnaðar ann- ars staðar í opinbera kerfinu, s.s. hjá heilsugæslunni, félagsþjónustu sveit- arfélaga, Tryggingastofnun ríkisins, Háskóla Íslands og Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Ekki liggur fyrir fjár- hagslegt eða heilsufarslegt mat á ávinningi af þeim tilfærslum. Þá er og ótalinn margs konar kostnaður sjúk- linganna sjálfra, jafnvel til langframa. Í umræðum á Alþingi undanfarnar vikur hafa þingmenn Samfylkingar- innar margoft bent á afleiðingar þess að fjárveitingar til LSH yrðu ekki meiri en raun varð á. Var það gert á þeim grundvelli að almenningur vilji ekki að þjónusta þessarar lykilstofn- unar íslenska heilbrigðiskerfisins verði dregin saman,“ segir einnig. Ekki lengra gengið „Síðastliðin ár hefur mikið starf verið unnið við að endurskipuleggja og hagræða í starfsemi LSH. Tel ég að þar verði ekki mikið lengra gengið umfram það sem ávallt er leitast við á hverjum tíma. Kostnaðar- og gæða- greining á þjónustu spítalans hefur komið vel út í samanburði við erlend sjúkrahús. Sjúklingar hafa líka í könnun lýst ánægju með þjónustu spítalans í meginatriðum. Meirihluti stjórnarnefndar LSH hefur nú samþykkt og vísað til ráð- herra stórfelldum niðurskurðartillög- um upp á u.þ.b. einn milljarð króna. Í þeirri samþykkt kemur jafnframt fram að sá niðurskurður muni ekki duga til að spítalinn verði innan fjár- heimilda. Ljóst er því að bæði áætl- anir fjárveitingavaldsins og meiri- hluta stjórnarnefndar eru ómarktækar. Ég mótmæli þessum tillögum harð- lega og vísa ábyrgð á þeim alfarið á hendur ríkisstjórnarflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Starfsmannaráð harmar niðurstöður fjárlaga FULLTRÚAR starfsmannaráðs Landspítala, Egill T. Jóhannsson og Már Kristjánsson, lögðu fram álykt- un á fundi stjórnar spítalans þar sem niðurstaða fjárlaga er hörmuð. „Starfsmannaráð harmar þá nið- urstöðu fjárlaga að skerða fjárveit- ingu til Landspítala – háskólasjúkra- húss. Starfsmannaráð lýsir áhyggjum af óhjákvæmilegum af- leiðingum skertra fjárlaga sem leiðir til samdráttar í starfsemi og þar með þjónustu við sjúklinga, án þess að formlegar ákvarðanir hafi verið teknar um hvort og þá hvernig for- gangsraða skuli verkefnum. Starfs- mannaráð mótmælir þeirri aðför að starfsemi spítalans og atvinnuöryggi starfsmanna sem leiðir af þessari ákvörðun. Starfsmannaráð gerir al- varlega athugasemd við þá aðferð fjárveitingavalds við ákvörðun fjár- veitinga til spítalans að líta einungis á kostnað af þjónustunni, fremur en á ávinning fyrir sjúklinga og þjóð- félag. Þessi aðferð er óásættanleg fyrir þá sem þarfnast þjónustu spítalans sem og þá sem við þjónustuna starfa.“ Morgunblaðið/Júlíus FULLTRÚAR stjórnarflokkanna í stjórn Landspítalans lögðu fram bókun á stjórnarfundinum í fyrradag þar sem er mótmælt afgreiðslu fjár- laga að því er tekur til fjárveitinga til reksturs LSH á árinu 2004. „Einsýnt er að þetta mun leiða til umtalsverðs samdráttar í þjónustu LSH. Við álítum að jafnvel þessar sparnaðartillögur nægi ekki til að fullnægja kröfum stjórnvalda til spítalans. Við teljum að ef ná á mark- miði fjárlaga, þurfi að ganga enn nær grunnstarfsemi spítalans en tillögur framkvæmdastjórnar gera ráð fyrir. Við leggjum til að leitað verði allra Mótmæla afgreiðslu fjárlaga Bókun meirihlutans í stjórn Landspítalans leiða til þess að auka fjárveitingar til LSH og þá ekki síst í ljósi ríkulegs árangurs í styttingu biðlista, fjölgun skurðaðgerða o.fl. í rekstri LSH.“ Bókunin undirrita Guðný Sverris- dóttir, Esther Guðmundsdóttir, Pálmi R. Pálmason og Þórir Kjart- ansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.