Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 13 ÞESSA dagana eru sauðfjársæð- ingar í fullum gangi í Mýrdalnum. Þar af leiðandi fá hrútarnir að hvíla sig í nokkra daga hvort sem þeim líkar betur eða verr. Á bæn- um Kerlingadal í Mýrdal var Ólaf- ur Þorsteinn Gunnarsson að sæða á hjá Karli Pálmasyni en sæðið kemur frá kynbótastöðinni í Laug- ardælum og er úr sérvöldum hrút- um. Notfæra bændur sér þennan möguleika til að bæta ræktun í fjárstofnum sínum og einnig til að minnka hættu á skyldleikaræktun. Í Kerlingadal er bæði hyrnt og kollótt fé, einnig hafa þar lengi verið til örfáar ferhyrndar kind- ur, en ferhyrnt fé er frekar sjald- gæft. Bræðurnir á myndinni eru einmitt komnir út af þessum stofni en faðir þeirra er ferhyrndur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ferhyrnt fé fátítt Fagradal. Morgunblaðið. TÓNLEIKAFERÐ Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands til Þýskalands lauk með tónleikum í tónlistarhöllinni í Osnabrück í gærkvöldi en hljóm- sveitin heldur heim á leið á morgun. Sinfóníuhljómsveitin hefur fengið afar góðar umsagnir í þeim dómum sem þegar hafa birst í dagblöðum í Köln og Düsseldorf en þar lék hljóm- sveitin á sunnudags- og mánudags- kvöld við góðar undirtektir. „Strengjaleikararnir leiftruðu fyrir Jean Sibelius – Sinfóníuhljómsveit frá Reykjavík lék með miklum glans í fílharmóníunni,“ sagði í fyrirsögn Kölner Stadt-Anzeiger, „Leiftr- andi tónlistarlandslag“, sagði í fyr- irsögn Düsseldorfer Stadtpost, og „Tónlist sem gýs eins og goshver“ sagð í fyrirsögn Westdeutsche Zeit- ung. Heitur og kröftugur hljómur „Hljómur íslensku sinfóníunnar er heitur og kröftugur og hann sýður og bullar eins og íslenskur goshver. Þessi tónn var eins og skapaður fyrir verk Sibelíusar. [fimmta sinfónían], sagði Westdeutsche Zeitung. „Ekki var heldur að undra að Íslendingarn- ir hafi flutt verkið Frón eftir landa sinn Áskel Másson af næmi og inni- leika.“ Í Düsseldorfer Stadtpost sagði að stjórnandi sinfóníunnar, Bretinn Rumon Gamba, væri áhorfendum í Þýskalandi vel kunnur og þeir hefðu þarna fengið að sjá ávöxtinn af til- tölulega stuttri samvinna hans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, ávöxt sem væri allt annað en kaldur hljóm- ur. „Það sýndi sig við flutninginn á fimmtu sinfóníu Sibelíusar hversu vel hljómsveitin þekkir orðið stjórn- andann, tónlistarmennirnir brugð- ust skjótt við sérhverri ósk hans um blæbrigðabreytingu og léku leiftr- andi „hljómteppin“ í fyrsta hluta af frábærri nákvæmni. [-] „Í stuttu máli sagt: hrífandi tónlistarkvöld,“ sagði að síðustu í dómi Düsseldorfer Stadtpost. Gagnrýni á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Þýskalandi „Hrífandi tónlistarkvöld“ „MÉR fannst rosalega gaman á tón- leikunum og frábært að sjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands á sviðinu hér í Fílharmóníunni. Ég var mjög stolt. Andinn í salnum var góður, hljóm- sveitin spilaði vel, og tónleikagestir voru augljóslega mjög hrifnir.“ Það er Rannveig Sif Sigurð- ardóttir söngkona sem búsett er í Köln í Þýskalandi sem lýsir þannig tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Fílharmóníunni í Köln á sunnudagskvöldið. „Það var gíf- urlega mikið klapp. Eftir Píanó- konsert Rakhmaninovs þurfti ein- leikarinn að spila þrjú aukalög, og þegar allt var búið spilaði hljóm- sveitin svo tvö aukalög. Annað þeirra var Á Sprengisandi í mjög skemmtilegri útsetningu. Það var mikill húmor í leik hljómsveit- arinnar, orka og gleði og þegar blásararnir voru með sóló, stóðu þeir upp. Þetta var alveg frábært.“ Rannveig Sif segir að salur Fíl- harmóníunnar taki um tvö þúsund manns í sæti og að hún hafi heyrt einhverja Þjóðverja grínast með það, að það væru nú allt að því tvö þúsund Íslendingar í Köln. Þar er að minnsta kosti starfandi dágóður hópur tónlistarmanna, sem eins og Rannveig Sif mætti til að hlusta á sitt fólk. „Það var uppselt á tón- leikana. Ég kom á síðustu stundu, og var sagt að það væri bara laust í stæði, en ég var svo heppin að fá þó einn lausan áskrifendamiða.“ Rannveig Sif fór baksviðs eftir tónleikana með Gerði Gunnars- dóttur fiðluleikara sem einnig býr og starfar í Köln, en hefur áður leikið með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Rannveig Sif segir að hljóm- sveitarfólkið hafi verið mjög ánægt með þessa fyrstu tónleika ferð- arinnar og gríðargóðar viðtökur tónleikagesta. Gífurlega mikið klapp REYKJAVÍKURBORG stendur fyrir málþingi um hverfaþjón- ustumiðstöðvar í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur á morgun, laug- ardag, milli kl. 10 og 12. Málþingið er ætlað starfsmönn- umReykjavíkurborgar og verður borgarstjóri Oslóar meðal gesta. Þórólfur Árnason borgarstjóri flytur opnunarávarp og síðan mun Erling Lae borgarstjóri Oslóar greina m.a. frá helstu álitaefnum sem upp hafa komið í Osló eftir að ráðist var í stofnun þjónustu- miðstöðva þar í borg. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur verkefnisstjóra á þróunar- og fjölskyldusviði Reykjavíkurborg- ar hefur verið unnið að undirbún- ingi að tillögum um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar og líður senn að ákvarðanatöku í þessum efnum. „Til þess að heyra sjónarmið þeirra sem reynsluna hafa, þá vildum við fá fulltrúa norrænna borga til að upplýsa starfsmenn Reykjavíkurborgar um hvaða lær- dóm megi draga af reynslunni er- lendis frá og hver hafa verið helstu álitamálin,“ segir Regína. Auk borgarstjóra Oslóar flytur Monika Lindth, fulltrúi borgar- stjóra Stokkhólms, og formaður fjárlaganefndar borgarinnar, er- indi. Í pallborðsumræðum verða Regína og Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar. Ritað undir sam- starfsyfirlýsingu Að loknu málþinginu verður haldinn sérstakur fundur ein- göngu ætlaður borgarfulltrúum og gestum þeirra þar sem málin verða krufin enn frekar og ritað undir yfirlýsingu um samstarf Reykjavíkurborgar viðOsló og Stokkhólm. Væntanlegtsamstarf mun fela í sér handleiðslu borg- anna tveggja við Reykjavíkurborg í hverfavæðingarferlinu. Framlag Reykjvíkurborgar til samstarfsins felst í upplýsingagjöf og aðgangi að starfsmati borgarinnar. Að sögn Regínu er þjónustu- miðstöðvunum einkum ætlað að vera alhliða þjónustugátt, m.a. á sviði fjölskyldumála, og er þar stuðst við fyrirmynd frá Miðgarði í Grafarvogi. Málþing um hverfaþjónustumiðstöðvar Borgarstjóri Osló- ar verður meðal gesta á málþinginu ÍSLENSK erfðagreining greindi í gær frá tveimur nýjum áföngum í samstarfi sínu við lyfjafyrirtækið Merck um þróun nýrra meðferða við offitu. Hafa vísindamenn fyrirtæk- isins nú einangrað tvo erfðavísa með breytileika sem auka á líkurnar á of- fitu, annars vegar vegna áhrifa á orkubúskap líkamans og hins vegar á matarlyst. Fyrirtækin vinna nú að frekari rannsóknum á erfðavísunum með það að markmiði að skilgreina lyfjamörk fyrir þróun nýrra lyfja. Í tilkynningu frá Íslenskri erfða- greiningu kemur fram, að upplýs- ingar um arfgerð og heilsufar 17.000 einstaklinga sem hafi tekið þátt í of- fiturannsóknum fyrirtækisins liggi að baki þessum niðurstöðum. Annar erfðavísirinn fannst með greiningu á miklum fjölda erfðamarka í 900 karlmönnum sem mælst hafa með háan líkamsþyngdarstuðul og í mörg hundruð ættingjum þeirra og einstaklingum í viðmiðunarhópi. Einn af hverjum fjórum einstak- lingum sem voru með háan líkams- þyngdarstuðul reyndust vera af áhættuarfgerð, þ.e.a.s. með ákveðnar gerðir þessa erfðavísis sem tengjast aukinni hættu á offitu. Talið er að þessi erfðavísir komi að stjórnun á orkubúskap líkamans og hann starfar innan mjög mikilvægs líffræðilegs ferils sem ekki var áður vitað að tengdist offitu. Áhættuarfgerðir hins erfðavísis- ins voru skilgreindar út frá rann- sóknum á 125 fjölskyldum kvenna sem mælst hafa með hátt fituhlut- fall. Þær valda um fimmfalt aukinni hættu á offitu og eru til staðar í 22% þeirra kvenna sem mældust með hátt fituhlutfall. Þessi erfðavísir virðist tengjast stjórnun á matar- lyst. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, í tilkynningunni að með því að setja þessar niðurstöður í samhengi við niðurstöður rann- sókna Merck á líffræði og erfða- fræði offitu í músum, sé fyrirtækið „í ótrúlega sterkri stöðu til að hefja þróun á nýjum lyfjum gegn offitu.“ ÍE einangrar tvö ný mein- gen sem tengjast offitu FÉLAG slysa- og bráðalækna seg- ir í ályktun að það hljóti öllum að vera ljóst að ólympískir hnefaleik- ar séu hættulegri en aðdáendur þeirra vilja vera láta og tímabært sé að löggjafinn endurskoði af- stöðu sína til þessarar íþróttar. „Félag Slysa- og bráðalækna harmar þann atburð er ungur maður hlaut alvarlegan höfuð- áverka í skipulagðri hnefaleika- keppni í Vestmannaeyjum nýlega- .Við vottum samúð okkar ekki aðeins þeim er fyrir áverkanum varð heldur einnig þeim sem áverkann veitti. Við fögnum þeirri umræðu er orðið hefur í kjölfar þessa atburðar en undrumst það, að nokkrum skuli koma á óvart, að fólk geti meiðst við iðkun íþróttar sem gengur meðal annars út á að koma höggi á höfuð andstæðings- ins. Þá teljum við, að það séu ekki fullnægjandi rök að afsaka slysa- hættuna með því að benda á hættu á meiðslum við iðkun annarra íþrótta eða það að hnefaleikar at- vinnumanna séu enn hættulegri. Það hlýtur öllum að vera ljóst núna að ólympískir hnefaleikar eru hættulegri en aðdáendur þeirra vilja vera láta og tímabært að löggjafinn endurskoði afstöðu sína til þessarar íþróttar. Auk hættunnar á lífshættulegum heila- skaða í keppni, þá er ekki síðri hættan af endurteknum minni áverkum sem enda í heilasködd- un,“ segir í ályktuninni. Félag slysa- og bráðalækna Alþingi endurskoði afstöðu til hnefaleika PÁLL Torfi Önundarson, yfirlæknir á blóðmeinadeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss, gerir athugasemd- ir við upplýsingar Hreggviðs Jóns- sonar, forstjóra PharmaNor, um verð á lyfinu NovoSeven sem notað var með góðum árangri í meðferð 14 ára pilts sem lá við drukknun í Breið- holtslaug fyrr í vetur. Hreggviður sagði í samtali við Morgunblaðið 3. desember sl., að einn skammtur af lyfinu kostaði 71.621 kr. Páll Torfi segir að þar sé miðað við 1,2 mg og bendir á að skammtastærð fari aldr- ei undir 6 mg og algengt sé að gefa skammta á bilinu 6–9 mg. Þar með sé ljóst að skammturinn kosti frá á fjórða hundrað þúsund krónur. Lyfjaskammt- ur á mörg hundruð þúsund kr. ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN gerði húsleit á heimili manns á Patreksfirði í gær, sem grunaður er um kyn- ferðisofbeldi gegn ungum drengjum í bænum. Einnig var leitað í félagsmiðstöð bæjarins. Leitað var gagna sem hugs- anlega gætu tengst málinu á einhvern hátt. Samkvæmt upplýsingum Þórólfs Halldórssonar, sýslu- manns á Patreksfirði sem fer með rannsókn málsins, var lagt hald á gögn við húsleitina en eftir á að rannsaka hvort þau hafi eitthvað saknæmt að geyma. Maðurinn situr í gæsluvarð- haldi og hefur verið yfirheyrð- ur af lögreglu vegna málsins. Húsleit á Patreksfirði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.