Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR jarðarinnar verða níu milljarðar þegar árið 2300 geng- ur í garð, samkvæmt langdræg- ustu mannfjöldaspá sem mann- fjöldadeild Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur gert til þessa. Segja fulltrúar deildarinnar að þeir hafi unnið tölfræðilegt „tímamótaafrek“ sem geri þeim kleift að spá fyrir um fjölda jarð- arbúa svona langt fram í tímann, en hingað til hafa spár þeirra ein- ungis náð til 2150. Samkvæmt nýju spánni, sem svonefnt „meðalfrjósemisskema“ er lagt til grundvallar, verður fæðingartíðnin lægri en dánar- tíðnin í um eina öld áður en þetta tvennt jafnast út. Þannig er fengin út sú niðurstaða að jarð- arbúar verði níu milljarðar eftir 300 ár. Þeir eru nú um 6.1 millj- arður. En verði fæðingartíðnin einum fjórða úr barni hærri verða jarð- arbúar 36,7 milljarðar eftir 300 ár. Verði hún fjórðungi úr barni lægri mun íbúum jarðarinnar fækka í 2,3 milljarða. „Áreiðanlega óhugsandi“ að sama tímgunartíðni haldist Í spá Sameinuðu þjóðanna er tekinn af allur vafi um eitt atriði. Verði tímgunartíðnin í löndum heims áfram sú sama og hún var 1995–2000 verði jarðarbúar 134 trilljónir, eða 134.000 milljarðar. Í spánni segir að það sé „alveg áreiðanlega óhugsandi“ að svo fari.                                   !  "      # ! $ #%   &  '(         !"   #        $  %  "     %   &'#(    &)   * ' + , * "   +    +    * ,! (%   -      *#".,/  - ,  - - 0       - , ,-  - & &- * 1  2   3  &  * "  .4 "  0    -    * ' 6.  * "    0       * * "  &  * "  6.  * "  ,! (%  *#". ,/       Ný spá Sameinuðu þjóðanna Níu milljarð- ar jarðarbúa árið 2300 Sameinuðu þjóðunum. AFP. BRETINN Phil Shaw ætlar að feta í fót- spor bandaríska sjónhverfingamannsins Davids Blaine og hafast við í glerbúri fyrir ofan verslunarmiðstöð í borginni Leicest- er. Shaw ætlar þó raunar aðeins að hafast við í búrinu í einn sólarhring en hann ætl- ar á hinn bóginn að nýta tímann betur en Blaine gerði: Shaw ætlar að hafa með sér straujárn og fimmtán metra langan klæð- isstranga sem hann hyggst strauja vel og rækilega. „Ég verð að játa að mér finnst ekki gaman að strauja heima hjá mér, mér finnst það svolítið leiðinlegt. Þess vegna reyni ég jafnan að hafa strauþvottinn minn með mér á skrýtna staði, t.d. strauja ég oft uppi í fjöllum,“ segir Shaw. Gott að eiga góða granna MIÐALDRA japönsk húsmóðir hefur verið handtekin fyrir að halda vöku fyrir ná- grannanum á hverju kvöldi með því að stilla nokkur útvarpstæki afar hátt og láta vekj- araklukkurnar sínar hringja stöðugt. Kon- an, Kayoko Deguchi, er í varðhaldi grunuð um að hafa valdið nágrannanum, 53 ára gamalli konu, heilsutjóni en nágranninn þjáist af krónískum höfuðverk og svefn- leysi. Lögreglan lagði hald á sex útvarps- tæki og níu vekjaraklukkur úr íbúð De- guchi er hún var handtekin sl. þriðjudag. Lögreglan segir hugsanlegt að háttalag Deguchi, sem er 47 ára og búsett í borginni Nara, megi rekja til atburðar sem átti sér stað fyrir áratug. Þá var fjölskylda ná- grannans í boltaleik fyrir framan húsið og mun boltinn hafa lent í bíl Deguchi. Hreindýrahirðar í áhættuhópi SUM störf eru áhættusamari en önnur. Ný rannsókn í Svíþjóð bendir til dæmis til þess að ekkert starf sé hættulegra en það að vera hreindýrahirðir. Ef marka má Per Sjölander, sem unnið hefur skýrslu sem ber heitið Banvæn slys og sjálfsvíg meðal hreindýrahirða í röðum sænskra Sama, dóu 150 hreindýrahirðar við skyldustörf á tímabilinu 1961 til 2000. Þetta eru tvöfalt fleiri dauðsföll en hjá bændum á sama tíma og þrisvar sinnum fleiri dauðs- föll en hjá byggingaverkamönnum. Stálu stolti norsks nashyrnings BÍRÆFNIR þjófar stálu á dögunum horn- inu af uppstoppuðum nashyrningshaus, sem hangið hafði á safni í Björgvin í Nor- egi í meira en öld. Er óttazt að nú sé búið að mala hornið í duft til sölu í Austur-Asíu, þar sem það er eftirsótt sem frjósemislyf. Þjófarnir reyndu að villa um fyrir starfs- mönnum safnsins og settu illa gerða plast- afsteypu af horninu í staðinn fyrir það af- sagaða. Starfsmennirnir létu þó ekki blekkjast, að því er Trond Andersen, for- stöðumaður safnsins, tjáði Bergensavisen. ÞETTA GERÐIST LÍKA Straujar helst utandyra Reuters Halda mætti að þessi hæna og Cathay, tíu mánaða gamalt tígrisdýr, væru í eltingaleik eins og hæfir ung- viðinu, hvort sem það er mennskt eða úr dýraríkinu. En svo er vitanlega ekki og auðvitað náði Cathay, sem er af ætt kínverskra tígrisdýra í útrým- ingarhættu, bráð sinni á endanum. Raunar varð hænan fyrsta bráðin sem Cathay veiddi, en verið er að kenna því að veiða sér til matar. Þú nærð mér aldrei! RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkja- forseta hefur kynt á ný undir ágreiningnum við Evrópuríkin um Íraksstríðið með ákvörðun sinni um að banna fyrirtækjum í löndum, sem voru andvíg því, að gera tilboð í verk í Írak. Það gerir hún á sama tíma og svo virtist sem nokkur sátt væri að takast með þeim. Eru fréttaskýrendur fjölmiðla al- mennt sammála um það enda hafa viðbrögð við ákvörðuninni verið mjög hörð í Þýskalandi, Frakk- landi, Rússlandi og Kanada. Bush og ríkisstjórn hans voru búin að samþykkja ákvörðunina en samt kom það Hvíta húsinu á óvart hve Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra, brást hart og fljótt við. Finnst mörgum tónninn í yfirlýsingu hans óþolandi og tímasetningin gat ekki verið verri. Wolfowitz setti yfirlýsinguna inn á vef varnarmálaráðuneytisins aðeins nokkrum klukkustundum áður en Bush hafði ráðgert að hringja í leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Rússlands og biðja þá að gefa eftir útistandandi skuldir Íraka við ríkin, um 9.000 milljarða ísl. kr. Sagt að Bush hafi „liðið illa“ Eftir sem áður ræddi Bush þetta mál við leið- togana í fyrradag en fréttaskýrendur segja, að málflutningur hans hljóti að hafa verið hálf- kjánalegur við þessar nýju aðstæður. Haft er eftir ónefndum embættismanni í Hvíta húsinu, að Bush hafi beinlínis „liðið illa“ í samtölunum við leiðtogana, sem þá voru nýbúnir að fá yfir- lýsingu Wolfowitz í hendur. Sumir nánir aðstoðarmenn Bush eru sagðir furða sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa tekið þá stefnu, að bestu verksamningarnir í Írak skyldu renna til „hinna staðföstu“, banda- manna Bandaríkjamanna í Íraksinnrásinni, en enginn skyldi þó útilokaður. „Það, sem við gerðum, var að eyðileggja okk- annars af því, að í yfirlýsingu Wolfowitz er ákvörðunin um útilokun rökstudd með því „að verið sé að verja mikilvæga öryggishagsmuni Bandaríkjanna“. Segja bandarískir embættis- menn, að vegna þess falli verksamningar í Írak undir undanþáguákvæði Heimsviðskiptastofn- unarinnar, WTO, um útboð. Bandaríska við- skiptaráðuneytið hefur hins vegar lýst því yfir, að bandarísk hermálayfirvöld í Írak séu undan- þegin alþjóðlegum útboðsskilmálum. Ef svo er, þá er það líka út í hött að vísa til undanþáguá- kvæða Heimsviðskiptastofnunarinnar. Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, brást við með því að lýsa yfir, að ekki kæmi lengur til greina að afskrifa skuldir Íraka við Rússa en þær eru um 590 milljarðar ísl. kr. „Kenjóttur krakki“ „Bandaríkin eru eins og kenjóttur krakki í samskiptum sínum við Evrópuríkin,“ sagði Eberhard Sandschneider, sem sæti á í þýsku Alþjóðasamskiptastofnuninni, um ákvörðun bandaríska varnarmálaráðuneytisins. „Ef þú eyðileggur sandkastalann minn, þá eyðilegg ég sandkastalann þinn. Ef Bandaríkjastjórn vildi í raun bæta samskiptin, þá hafa henni orðið á mikil mistök. Hún hefur rifið upp sárin eftir margra mánaða vinnu við að reyna að græða þau.“ Heimildir: AP, New York Times, Wash. Post. ar eigin samningsstöðu,“ sagði háttsettur, bandarískur sendimaður. „Við hefðum getað sagt: „Því meira, sem þið lögðuð af mörkum, því meira fáið þið,“ en þess í stað fundum við nýja leið til að hrekja frá okkur okkar eigin banda- menn.“ „Spyrjið Jim Baker“ Á fréttamannafundi í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu í fyrradag var háttsettur embætt- ismaður spurður hver hann héldi, að yrðu við- brögð Þjóðverja, Frakka og Rússa við ákvörðuninni. Svarið var stutt og laggott: „Spyrjið Jim Baker. Hann mun finna út úr því.“ Í síðustu viku fól Bush James A. Baker, fyrr- verandi utanríkisráðherra, að annast samninga um eftirgjöf á skuldum Íraks og mun hann ræða um það mál við ríkisstjórnir Evrópuríkj- anna í næstu viku. Hörð viðbrögð Evrópuríkjanna og Kanada við ákvörðun Bandaríkjastjórnar hafa augljós- lega komið henni á óvart. John Manley, aðstoðarforsætisráðherra Kanada, benti á, að stjórn sín hefði nú þegar lagt fram meira en 14 milljarða ísl. kr. til uppbyggingarinnar í Írak en nú væri erfitt að forsvara áframhald á því. Þýska stjórnin sagði ákvörðunina „óásættan- lega“ og Frakkar ætla að kanna hvort hún stenst alþjóðalög. Það ætlar Evrópusambandið einnig að gera. Hörð viðbrögð Evrópuríkjanna stafa meðal Sáttatilraunir síðustu mánaða að engu gerðar Sú ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að útiloka sum ríki frá uppbyggingarstarfinu í Írak hefur hleypt illu blóði í þau, sem fyrir henni verða. Eru raunar sumir ráðgjafa Bush forseta sagðir furða sig á henni og telja hana mistök. Reuters Barist við olíueld í Írak. Stór hluti uppbyggingarstarfs í landinu verður að endurreisa olíu- iðnaðinn. Frá falli Saddam Husseins hafa leiðslurnar verið sprengdar upp í 83 skipti. Paul Wolfowitz
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.