Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 20

Morgunblaðið - 12.12.2003, Side 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN í Írak hefur samþykkt að skipa sérstakan dómstól til að rétta yfir mönnum sem frömdu stríðsglæpi í valdatíð Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Er búist við að fjöldi mála komi til kasta dómstólsins. Mowaffak al-Rubaie, sem sæti á í bráðabirgðastjórninni, tjáði AFP að hlutverk dóm- stólsins yrði „að rétta yfir þeim sem voru í stjórn Saddams Husseins og frömdu glæpi gegn mannkyninu“. Þar væri m.a. um að ræða glæpi gegn Íran, Kúv- eit og aröbum, Kúrdum, Túrk- menum, Assýringum og sjía- og súnní-múslímum í Írak frá 17. júlí 1968 og þar til 1. maí á þessu ári. Baath-flokkur Saddams komst til valda í Írak 1968. Skortur í N-Kóreu ALLT að 3,8 milljónir Norður- Kóreubúa – 17 af hundraði íbú- anna – kunna að líða alvarlegan fæðuskort fyrir vetrarlok nema þeim berist alþjóðleg matvæla- aðstoð. Vöruðu talsmenn Mat- vælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, WFP, við þessu í gær. Í yfirlýsingu frá stofnuninni var varað við því að um leið og fyrsti snjór fellur muni 2,2 milljónir Norður-Kóreubúa verða án að- gangs að matvælaaðstoð vegna samdráttar í matarsendingum til landsins. Ólæsi háir þróun ÓLÆSI háir um það bil sjötíu milljónum manna í arabaheim- inum og eru um tveir þriðju ólæsra annaðhvort konur eða börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) sem kynnt var í gær. Í skýrslunni kemur fram að ólæsi er mest í Egyptalandi, Súdan, Alsír, Marokkó og Jem- en. Raunar er fjórðung ólæsra manna að finna í Egyptalandi einu og sér. Bendir UNICEF á að ólæsi hamli allri framþróun í arabaheiminum, en þar eru um 300 milljónir manna. Skýrslan sýnir á hinn bóginn að nokkur árangur hefur náðst í baráttunni við ólæsi og kemur m.a. fram að 10% fleiri voru skráðir í grunnskóla árið 1996 heldur en árið 1980. Um ellefu milljón börn ganga engu að síð- ur ekki í grunnskóla og er að langmestum hluta um stúlkur að ræða. Gegn öfga- samtökum ÞÝZKA lögreglan réðst til inn- göngu í um 1.000 hús út um allt Þýzkaland í dögun í gærmorg- un, í samstilltri aðgerð gegn bönnuðum öfgasamtökum múslima. Var allnokkurt magn vopna gert upptækt og fjöldi grunaðra handtekinn, að því er innanríkisráðuneytið í Berlín greindi frá. STUTT Stríðs- glæpadóm- stóll í Írak MICHAEL Schumacher hafði ekki roð við Eurofighter Typhoon orr- ustuþotu ítalska flughersins er hann atti við hana kappi á Ferrari- kappakstursbíl sínum, sem hann vann heimsmeistaratitil ökuþóra á í ár, á Baccarini-flugvellinum við Grosseto á Ítalíu í gær. Einungis var jafnræði með þeim á stytztu keppnisvegalengdinni, 600 m, en þá var Ferrari-bíllinn ögn á undan. Þeir spyrntu líka 900 og 1.200 metra. Þotunni stýrði ítalski geimfarinn Maurizio Cheli. Tapaði spyrnu við orrustuþotu Reuters LEIÐTOGAR Evrópusambandslandanna byrjuðu í gær að tínast til Brussel, þar sem í dag hefst leið- togafundur sambandsins sem einkum er ætlað að binda endahnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála fyrir hið stækkaða ESB, en aðildarríkjum þess fjölgar úr 10 í 25 1. maí í vor. Deilur um nokkur atriði sáttmálans, einkum að því er varðar atkvæðavægi í ráðherraráðinu og neitunarvald á vissum sviðum, voru nú við upphaf leiðtogafundarins enn í það miklum hnút að alvar- legar efasemdir voru uppi um að takast myndi að ná samkomulagi um nýja sáttmálann (eða stjórnar- skrána eins og hann er jafnan kallaður í opinberri umræðu í aðildarríkjum ESB). Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem fer með formennskuna í ESB til áramóta, sagðist í gær vona að „kraftaverk“ hjálpaði til við að finna lausn á ágreiningsmálunum. Berlusconi hafði áður sagt að hann myndi ekki birta málamiðlunartillögur sínar fyrr en á síðustu stundu. Hann hitti strax í gær- kvöldi hinn brezka starfsbróður sinn Tony Blair yf- ir kvöldverði í Brussel. Undirbúningsfund fyrir leiðtogafundinn áttu í gær einnig þeir Gerhard Schröder Þýzkalands- kanzlari og Alexander Kwasniewski Póllandsfor- seti. Einn harðasti hnúturinn sem stendur í vegi fyrir samkomulagi um stjórnarskrársáttmálann er krafa Pólverja (og reyndar Spánverja líka) um að ekki verði hvikað frá því atkvæðavægi sem landi þeirra var ætlað í Nice-sáttmálanum svonefnda sem undirritaður var í árslok 2000. Þar var kveðið á um að eftir inngöngu Póllands í sambandið fengi það 27 atkvæði í ráðherraráðinu, aðeins tveimur atkvæð- um minna en Þýzkaland sem hefur meira en tvöfalt fleiri íbúa. Í stjórnarskrársáttmáladrögunum, eins og þau liggja fyrir nú, eru ákvæði sem gefa íbúa- fjölda að baki hverri ákvörðun meira vægi, en Pól- verjar og Spánverjar beita sér gegn því. Varnarmál, forsetaembætti og kristindómur Þá hafa talsmenn brezku stjórnarinnar sagt að ekki komi til greina fyrir hana að fallast á að meiri- hlutaákvarðanir verði teknar upp á sviði utanríkis- og varnarmála; á þessum sviðum verði Bretland að halda neitunarvaldi sínu. Meðal annarra helztu deilumála er hvort krist- indómsins eða Guðs skuli getið þar sem talað er um arfleifð og gildi Evrópu í inngangsorðum stjórn- arskrársáttmálans; hvernig skilan framkvæmda- stjórnar sambandsins skuli hagað, og hve víðtæk völd skuli vera á hendi forseta leiðtogaráðs ESB. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær gizka á að líkurnar á að sam- komulag næðist um helgina væru „um 66 prósent“. Deilt um stjórnarskrársáttmála ESB á leiðtogafundi sem hefst í dag Óvissa um samkomulag Brussel. AFP. Reuters Silvio Berlusconi við komuna til Brussel í gær. EÐLISFRÆÐINGAR við Har- vard-háskóla segja frá því í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature að þeim hafi tekizt að láta ljós stað- næmast í brot úr sekúndu og láta það síðan halda áfram sína leið. Vísindamennirnir segja að í til- raun hafi þeim tekizt að halda ljós- skammti kyrrum í 10-20 míkrósek- úndur, án þess að draga úr orku hans. Ljós ferðast annars með um 299.000 km hraða á sekúndu. Að þetta skyldi hafa tekizt þykir vera nýr áfangi í átt að því að ná stjórn á hreyfingum ljóseinda - svo- nefndra fótóna - og nýta þær til að geyma og flytja upplýsingar, en það yrði grundvöllurinn fyrir smíði tölvuörgjörva sem byggðist á nýt- ingu skammtafræðinnar. Ljósið stöðvað w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 31 30 1 2/ 20 03 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 500.000.000 kr. 1. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til 10 ára og greiðast með 30 jöfnum afborgunum á 4 mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. desember 2003. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 1. ágúst 2013. Útgáfudagur bréfsins er 1. ágúst 2003. Skuldabréfið ber 5,00% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður SSS 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. vefsíða www.landsbanki.is Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.