Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN í Írak hefur samþykkt að skipa sérstakan dómstól til að rétta yfir mönnum sem frömdu stríðsglæpi í valdatíð Saddams Husseins, fyrrverandi forseta. Er búist við að fjöldi mála komi til kasta dómstólsins. Mowaffak al-Rubaie, sem sæti á í bráðabirgðastjórninni, tjáði AFP að hlutverk dóm- stólsins yrði „að rétta yfir þeim sem voru í stjórn Saddams Husseins og frömdu glæpi gegn mannkyninu“. Þar væri m.a. um að ræða glæpi gegn Íran, Kúv- eit og aröbum, Kúrdum, Túrk- menum, Assýringum og sjía- og súnní-múslímum í Írak frá 17. júlí 1968 og þar til 1. maí á þessu ári. Baath-flokkur Saddams komst til valda í Írak 1968. Skortur í N-Kóreu ALLT að 3,8 milljónir Norður- Kóreubúa – 17 af hundraði íbú- anna – kunna að líða alvarlegan fæðuskort fyrir vetrarlok nema þeim berist alþjóðleg matvæla- aðstoð. Vöruðu talsmenn Mat- vælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna, WFP, við þessu í gær. Í yfirlýsingu frá stofnuninni var varað við því að um leið og fyrsti snjór fellur muni 2,2 milljónir Norður-Kóreubúa verða án að- gangs að matvælaaðstoð vegna samdráttar í matarsendingum til landsins. Ólæsi háir þróun ÓLÆSI háir um það bil sjötíu milljónum manna í arabaheim- inum og eru um tveir þriðju ólæsra annaðhvort konur eða börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) sem kynnt var í gær. Í skýrslunni kemur fram að ólæsi er mest í Egyptalandi, Súdan, Alsír, Marokkó og Jem- en. Raunar er fjórðung ólæsra manna að finna í Egyptalandi einu og sér. Bendir UNICEF á að ólæsi hamli allri framþróun í arabaheiminum, en þar eru um 300 milljónir manna. Skýrslan sýnir á hinn bóginn að nokkur árangur hefur náðst í baráttunni við ólæsi og kemur m.a. fram að 10% fleiri voru skráðir í grunnskóla árið 1996 heldur en árið 1980. Um ellefu milljón börn ganga engu að síð- ur ekki í grunnskóla og er að langmestum hluta um stúlkur að ræða. Gegn öfga- samtökum ÞÝZKA lögreglan réðst til inn- göngu í um 1.000 hús út um allt Þýzkaland í dögun í gærmorg- un, í samstilltri aðgerð gegn bönnuðum öfgasamtökum múslima. Var allnokkurt magn vopna gert upptækt og fjöldi grunaðra handtekinn, að því er innanríkisráðuneytið í Berlín greindi frá. STUTT Stríðs- glæpadóm- stóll í Írak MICHAEL Schumacher hafði ekki roð við Eurofighter Typhoon orr- ustuþotu ítalska flughersins er hann atti við hana kappi á Ferrari- kappakstursbíl sínum, sem hann vann heimsmeistaratitil ökuþóra á í ár, á Baccarini-flugvellinum við Grosseto á Ítalíu í gær. Einungis var jafnræði með þeim á stytztu keppnisvegalengdinni, 600 m, en þá var Ferrari-bíllinn ögn á undan. Þeir spyrntu líka 900 og 1.200 metra. Þotunni stýrði ítalski geimfarinn Maurizio Cheli. Tapaði spyrnu við orrustuþotu Reuters LEIÐTOGAR Evrópusambandslandanna byrjuðu í gær að tínast til Brussel, þar sem í dag hefst leið- togafundur sambandsins sem einkum er ætlað að binda endahnútinn á nýjan stjórnarskrársáttmála fyrir hið stækkaða ESB, en aðildarríkjum þess fjölgar úr 10 í 25 1. maí í vor. Deilur um nokkur atriði sáttmálans, einkum að því er varðar atkvæðavægi í ráðherraráðinu og neitunarvald á vissum sviðum, voru nú við upphaf leiðtogafundarins enn í það miklum hnút að alvar- legar efasemdir voru uppi um að takast myndi að ná samkomulagi um nýja sáttmálann (eða stjórnar- skrána eins og hann er jafnan kallaður í opinberri umræðu í aðildarríkjum ESB). Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem fer með formennskuna í ESB til áramóta, sagðist í gær vona að „kraftaverk“ hjálpaði til við að finna lausn á ágreiningsmálunum. Berlusconi hafði áður sagt að hann myndi ekki birta málamiðlunartillögur sínar fyrr en á síðustu stundu. Hann hitti strax í gær- kvöldi hinn brezka starfsbróður sinn Tony Blair yf- ir kvöldverði í Brussel. Undirbúningsfund fyrir leiðtogafundinn áttu í gær einnig þeir Gerhard Schröder Þýzkalands- kanzlari og Alexander Kwasniewski Póllandsfor- seti. Einn harðasti hnúturinn sem stendur í vegi fyrir samkomulagi um stjórnarskrársáttmálann er krafa Pólverja (og reyndar Spánverja líka) um að ekki verði hvikað frá því atkvæðavægi sem landi þeirra var ætlað í Nice-sáttmálanum svonefnda sem undirritaður var í árslok 2000. Þar var kveðið á um að eftir inngöngu Póllands í sambandið fengi það 27 atkvæði í ráðherraráðinu, aðeins tveimur atkvæð- um minna en Þýzkaland sem hefur meira en tvöfalt fleiri íbúa. Í stjórnarskrársáttmáladrögunum, eins og þau liggja fyrir nú, eru ákvæði sem gefa íbúa- fjölda að baki hverri ákvörðun meira vægi, en Pól- verjar og Spánverjar beita sér gegn því. Varnarmál, forsetaembætti og kristindómur Þá hafa talsmenn brezku stjórnarinnar sagt að ekki komi til greina fyrir hana að fallast á að meiri- hlutaákvarðanir verði teknar upp á sviði utanríkis- og varnarmála; á þessum sviðum verði Bretland að halda neitunarvaldi sínu. Meðal annarra helztu deilumála er hvort krist- indómsins eða Guðs skuli getið þar sem talað er um arfleifð og gildi Evrópu í inngangsorðum stjórn- arskrársáttmálans; hvernig skilan framkvæmda- stjórnar sambandsins skuli hagað, og hve víðtæk völd skuli vera á hendi forseta leiðtogaráðs ESB. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær gizka á að líkurnar á að sam- komulag næðist um helgina væru „um 66 prósent“. Deilt um stjórnarskrársáttmála ESB á leiðtogafundi sem hefst í dag Óvissa um samkomulag Brussel. AFP. Reuters Silvio Berlusconi við komuna til Brussel í gær. EÐLISFRÆÐINGAR við Har- vard-háskóla segja frá því í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature að þeim hafi tekizt að láta ljós stað- næmast í brot úr sekúndu og láta það síðan halda áfram sína leið. Vísindamennirnir segja að í til- raun hafi þeim tekizt að halda ljós- skammti kyrrum í 10-20 míkrósek- úndur, án þess að draga úr orku hans. Ljós ferðast annars með um 299.000 km hraða á sekúndu. Að þetta skyldi hafa tekizt þykir vera nýr áfangi í átt að því að ná stjórn á hreyfingum ljóseinda - svo- nefndra fótóna - og nýta þær til að geyma og flytja upplýsingar, en það yrði grundvöllurinn fyrir smíði tölvuörgjörva sem byggðist á nýt- ingu skammtafræðinnar. Ljósið stöðvað w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 31 30 1 2/ 20 03 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 500.000.000 kr. 1. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru til 10 ára og greiðast með 30 jöfnum afborgunum á 4 mánaða fresti, í fyrsta skipti 1. desember 2003. Vextir greiðast á sömu dögum og afborganir. Lokagjalddagi afborgana og vaxta er 1. ágúst 2013. Útgáfudagur bréfsins er 1. ágúst 2003. Skuldabréfið ber 5,00% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður SSS 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. vefsíða www.landsbanki.is Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.