Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 21 Fram til 9. janúar 2004 getur þú fundið þægindin í nýrri mynd á einstöku verði. Natuzzi, fremsti framleiðandi leðursófa á heimsvísu, býður Tahira, 4 sæta hornsófa í leðri frá 295.000 krónum í stað 350.000. Tahira, sem er frábært dæmi um ítalska hönnun, gæði og handverk, verður ógleymanlegt stefnumót við þægindi. Tahira Þriggja sæta (236 sm) í leðri frá 188.000 krónum í stað 221.200 króna. Tveggja sæta (198 sm) í leðri frá 169.000 krónum í stað 200.800 króna. www.natuzzi.com Tahira fæst einnig í tauáklæði og með míkróofurefninu, Dreamfibre. Heimsending er innifalin á höfuðborgarsvæðinu. Natuzzi verslunin - SMÁRALIND - 201 Kópavogur - Sími 564 4477 - Verslunin er opin á sunnudögum frá 13 til 18. It’s how you live ÞÆGINDIN FINNA SÉR NÝJA MYND TAHIRA FJÖGURRA SÆTA LEÐURHORNSÓFI FRÁ AÐEINS 295.000 KR. VOR 2004 Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 Vísa og Euro léttgreiðslur HÆKKUN hitastigs á jörðinni ásamt ofveiði hefur komið illa niður á þorskstofnum í Atlantshafi, sam- kvæmt niðurstöðum franskrar rannsóknar er birtar voru í gær í breska vísindaritinu Nature. Franskir haffræðingar segja að niðurstöðurnar leiði í ljós að hækk- un hitastigs í Norðursjó undanfar- in 20 ár hafi raskað viðgangi svif- dýra, helstu fæðu þorskseiða. Á þessum árum hafi magn svifdýra sveiflast mikið og því hafi færri þorskseiði komist á legg. Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem stjórnað var af Gregory Beaugrand við Frönsku vísinda- rannsóknamiðstöðina (CNRS), segir að „hækkun hitastigs síðan á miðjum níunda áratugnum hefur haft áhrif á svifdýrakerfið þannig að færri þorskar verða fullvaxta“. Vöxtur 1963–1983 Aftur á móti megi leiða líkum að því, að aukning á magni svifdýra hafi leitt til fjölgunar þorsks á tutt- ugu ára tímabili frá 1963-83, eins og mörgum togarasjómönnum sé í fersku minni. Gögn um loftslagið á jörðinni benda til að hækkunar hitastigs hafi farið að gæta um miðjan átt- unda áratug síðustu aldar í kjölfar losunar gróðurhúsalofttegunda – kolefnissambanda sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis, s.s. olíu, kola og jarðgass og hefta end- urvarp sólarljóssins frá jörðinni út í geiminn. Bráðabirgðatölur frá ýmsum löndum benda til að 2003 verð heitasta ár sem sögur fara af. Þorskurinn geldur hitans París. AFP. SÉRSTÖK sérfræðinganefnd í Frakklandi mælir með því að sett verði bann við notkun íslamskra höf- uðklúta og gyðingahettna í skólum landsins. Með þessu verði hin verald- legu gildi áfram í heiðri höfð í Frakk- landi en nefndin telur að nokkuð hafi fjarað undan þeim að undanförnu. Málið hefur verið nokkuð í brenni- depli í Frakklandi undanfarna mán- uði. Var sérfræðinganefndinni áður- nefndu falið að fara yfir málin og leggja fram tillögur. Nefndin – en fyrir henni fór fyrrverandi ráðherra, Bernard Stasi – afhenti Jacques Chirac Frakklandsforseta skýrslu sína í gær og er gert ráð fyrir að Chirac tilkynni í næstu viku hvort hann hyggst fylgja tillögum nefnd- arinnar eftir með lagasetningu. Skýrsluhöfundar leggja einnig til að framvegis verði gefið frí í ríkis- skólum á árlegum hátíðardegi gyð- inga, Yom Kippur, og múslimahátíð- inni Eid el-Kabir. Veraldleg gildi í hávegum höfð Sérfræðinganefndin var skipuð til að ræða mikilvægi veraldlegra gilda í frönsku þjóðlífi, en áhersla á þau hefur verið einn af hornsteinum fransks samfélags. Spurningin um það hvort múslimar fái að bera höf- uðklúta í skólum landsins var þó efst á baugi; en rætt er um þetta mál sem prófraun á það hvort stjórnvöld geti framfylgt stefnu sinni um fullan að- skilnað milli ríkis og kirkju. Talið er að mörg þúsund unglings- stúlkur beri nú höfuðklútinn í skól- um í Frakklandi og hefur það vakið reiði margra sem telja þetta bæði merki um vöxt bókstafstrúarmanna og lítillækkandi fyrir konur. Nefndin segir að notkun höfuð- klútsins sé ekki í samræmi við áhersluna á veraldleg gildi og að spurningin sé ekki lengur um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, held- ur um að grundvallarreglur samfé- lagsins séu í heiðri hafðar. Nefndin lagði því til að fólki yrði bannað að bera öll „áberandi“ tákn um trú við- komandi – þ.m.t. íslamska höfuðklút- inn, gyðingahettuna og stóra krossa – en að heimilt yrði að bera lítil tákn eins og Davíðsstjörnuna, litla krossa um hálsinn og annað þess háttar. Sérstök sérfræðinganefnd kynnir tillögur sínar fyrir Frakklandsforseta Mæla með banni á notkun íslamskra höfuðklúta París. AFP. Reuters Chirac (t.h.) tekur við skýrslunni úr höndum Bernards Stasis í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.