Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.12.2003, Qupperneq 28
AKUREYRI 28 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Stuttkápur Samkvæmisfatnaður Dragtir Peysur Nýtt kortatímabil Opið laugardag 10-18 og sunnudag 13-18 Iðnaðarsafnið geymir margvíslegar minjar um iðnaðar- og þjónustufyrirtæki á Akureyri. Þar má sjá fjölbreyttar vörur liðinnar tíðar og vélakost, ásamt miklu úrvali mynda af fólki við störf, og sögu eftirtalinna fyrirtækja á liðinni öld: Akureyrarapótek h/f. Amaró – Klæðagerð h/f. Amboðaverksmiðjan Iðja hf. Brauðgerð K.E.A. Brauðgerð Kr. Jónssonar &. Co h/f. B.S. Plast D N G (Sjóvélar) Dúkaverksmiðjan h/f. Dúnhreinsunarstöð S.Í.S. Efnagerðin Flóra. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Fataverksmiðjan Hekla. Flatkökugerðin. Glófi e.h.f. Gúmmíviðgerð K.E.A. Hagi hf. Hanskagerð S.Í.S. Hitaveita Akureyrar. Hótel K.E.A. Hugmyndabankinn Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk h/f. Iris ehf. fatagerð. Kaffibrennsla Akureyrar. Kaffibætisverksmiðjan Freyja. Kjarnafæði h/f. Kjötiðnaðarstöð K.E.A. Leikfangagerð Akureyrar hf. Leifsleikföng h/f. Málmhúðun og stálhúsgagnagerð KEA Mjólkursamlag K.E.A. Möl og sandur h/f. Niðursuðuverksm. K. Jónsson & Co h/f Nótastöðin Oddi h/f Offsetstofan Plastás ehf. Plasteinangrun h/f. Plastiðjan Bjarg. Prentsmiðja Björns Jónssonar h/f. Prentverk Odds Björnssonar h/f. Prjónastofa Ásgríms Stefánssonar h/f. Rafveita Akureyrar. Samherji hf. Sana hf. Sandblástur og málmhúðun hf. Saumastofa Gefjunar. Saumastofa J.M.J. og Burkna h/f. Silkiiðnaður S.Í.S. Síldarverksmiðjan Krossanesi. Skinnasaumastofan Skinna. Skinnaverksmiðjan Iðunn. Skóverksmiðjan Iðunn. Skóverksmiðja J.S. Kvaran. Slippstöðin h/f. Smjörlíkisgerð Akureyrar h/f. Smjörlíkisgerð K.E.A. Stáliðn h/f. Stjörnu-apótek. Súkkulaðiverksmiðjan Linda, h/f. Sveinbjörn Jónsson, R-steinavél. Teiknistofa Kristjáns Kristjánssonar. Tunnuverksmiðjan h/f. Töskugerðin Glitbrá. Ullarverksmiðjan Gefjun. Ullarþvottastöð S.Í.S. Útgerðarfélag Akureyringa. Vatnsveita Akureyrar. Véla og plötusmiðjan Atli h/f. Vélsmiðja Steindórs h/f. Vélsmiðjan Oddi h/f. Vélsmiðjan Valur h/f. ÁS P R E N T Iðnaðarsafnið verður opnað á ný á Krókeyri 1. maí. n.k. Við sendum öllum velunnurum þess óskir um gleðileg jól og farsæld til framtíðar. J ó n A r n þ ó r s s o n , s a f n v ö r ð u r FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins Norðurgata 50 - 3ja herb. 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli, 77,3 fm, ásamt rúmgóðum geymsluskúr. Verð 8,0 millj. Dalsgerði 7 - 3ja herb. 3ja herb. endaíbúð á efri hæð, 86,9 fm. Parket á holi og stofu, endurnýjað eldhús. Góð staðsetn- ing. Verð 9,8 millj JÓLAVAKA hefur verið haldin í Minjasafnskirkjunni og Nonnahúsi að undanförnu. Börn af leik- og grunnskólum Akureyrar hafa komið í heimsókn og hefur Haraldur Þór Egilsson tekið á móti hópunum og frætt börnin um jólahald á Íslandi fyrr á öldum og um siði og venjur tengda jólahaldi á 19. og fyrri hluta 20. aldar. Þá hafa börnin skoðað muni tengda jólunum, sungið jólalög og hlustað á sögur. Börnin eru ekki aðeins þiggjendur, þau koma með jólaskraut sem þau hafa búið til í skólunum, hengja það á gamla jólatréð í kirkjunni og verður það hluti af skrauti kirkjunnar um jólin. Börnin fara svo yfir í Nonnahús og skoða híbýlin þar og fá að heyra um jólin hans Nonna á Skipalóni. Jólavakan hófst hinn 17. nóv- ember sl. og ráðgert er að bjóða upp á þessa dagskrá, sem miðuð er við börn upp að 7. bekk, fram undir jól. Börn á leikskólanum Krógabóli komu í heimsókn í Minjasafnskirkjuna í gær og hengdu jólaskraut sem þau höfðu búið til á jólatré í kirkjunni. Morgunblaðið/Kristján Börnin á jólavöku Fá fræðslu um jólahald á Íslandi fyrr á öldum EINING-IÐJA mótmælir harðlega áformum um launahækkanir þing- manna og breytingar á starfsloka- samningum ráðherra sem fram koma í nýju frumvarpi allra þing- flokka á Alþingi. Krafa félagsins er að umrætt frumvarp verði dregið til baka, segir í mótmælum félagsins. „Félagið styður heilshugar þau áform Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins að fresta kjaravið- ræðum við ríkisvaldið og Samtök at- vinnulífsins þar sem nú liggur ljóst fyrir að endurskoða þarf kröfugerð- ina. Frumvarpið kemur eins og köld vatnsgusa framan í verkalýðshreyf- inguna, sem hefur lagt mikið af mörkum, farið fram með hófsamar kröfur um kjarabætur og unnið af ábyrgð og festu í fjölda ára til þess að tryggja stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar. Eining-Iðja skorar á alla þingflokka að draga frumvarpið til baka – því svona gerir maður ekki!“ Eining-Iðja mótmælir Köld vatnsgusa Sungu ekki kóklagið | Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyr- arkirkju, skrifar pistil á heimasíðu Blaðamannafélagsins, press.is, þar sem hann gerir óbeinar auglýsingar að umtalsefni. Hann segir vandann hafa ágerst síðustu misseri og skil milli umfjöllunar um hin ýmsu mál og hreinna auglýsinga á vörum og þjónustu að verða óskýrari. „Um daginn átti að byrja jólaundirbún- inginn með formlegum hætti í mín- um heimabæ, Akureyri. Athöfnin skyldi fara fram neðst í kirkjutröpp- unum. Barnakór var fenginn til að syngja við herlegheitin, en þegar þess var farið á leit við stjórnanda hans að börnin kæmu niður tröpp- urnar syngjandi kóklagið, enda kók aðalstyrktaraðili þessa uppátækis, ákvað þessi stjórnandi að draga kór sinn út úr því. Ég er orðinn þreyttur á kóklögum í tíma og ótíma í íslensk- um fjölmiðlum og mér finnst að for- ráðamenn þeirra mættu taka sér þennan kórstjóra til fyrirmyndar,“ segir sóknarpresturinn. Aðventuhátíð í Laufási | Árleg aðventuhátíð verður í Laufási á morgun, laugardaginn 13. desember, og hefst með barnasamveru í kirkj- unni kl. 13.30. Þar flytur Þór Sig- urðsson Gilsbakkaþulu, en að sam- veru lokinni verður eitt og annað gert í Gamla bænum. Má þar nefna laufabrauðsútskurð og steikingu, brauðbakstur á hlóðum og þá fá gest- ir að smakka hangikjöt. Kertagerð verður í baðstofu, sem og tóvinna en víða um bæinn verða gamaldags jólatré til sýnis og tekið verður í spil. Jólamarkaður verður í skála og dún- húsi. Þá hefur frést að Stekkjastaur muni heimsækja Gamla bæinn af þessu tilefni og loks verður dansað kringum jólatré á hlaði. Jólakvöldvaka | Jólakvöldvaka verður í Minjasafninu á Akureyri á föstudagskvöld, 12. desember, kl. 20. Hún hefur öðlast fastan sess hjá bæjarbúum enda kappkostað að skapa hátíðlegt og notalegt and- rúmsloft. Dagskráin verður fjöl- breytt, gamalt jólaskraut verður til sýnis, sagt frá fróðleik tengdum jól- um, kaupmaðurinn verður bak við búðarborðið og Þór Sigurðsson syngur jólalög auk þess sem óvænta gesti ber að garði þegar líður á kvöldið. Minjasafnskirkjan verður opin og þar getur fólk notið kyrrðar og virt fyrir sér skraut sem börn hafa útbúið. Þá verður kaffi og jóla- sælgæti í boði. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur       mbl.isFRÉTTIR Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.