Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 30
AUSTURLAND 30 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ             ! " # $%!! & '" # #$$% ()* (+ ( , ()* (+ ( -.                                    !" #$  %    &            "     (. /0 12  / 3 45 6.7     Munið að slökkva á kertunum           Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt aðdráttarafl. Brýnið fyrir þeim að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að þau leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins    Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þotugrín Kárahnjúkavirkjun | Ítölsku börnin í Laug- arásþorpinu, meginbúðum Impregilo S.p.A. í Kárahnjúkavirkjun, dunda eftir skólann við að renna sér á snjóþotum niður hverja brekk- una á fætur annarri. Milli gáma og vinnu- skúra, íbúðaeininga og mötuneytis, alls stað- ar eru snjóugir malarhraukar og brekkur sem bruna má niður. Kárahnjúkavirkjun | Þetta er ekki óalgeng sjón á Kárahnjúkavegi síð- an færð tók að þyngja. Þessi hafði runnið snyrtilega út af í fyrradag og svo á hliðina, en til allrar gæfu slas- aðist enginn í veltunni. Á veginum inn að virkjun mátti einnig sjá nokkrar hvítfjaðra rjúpur og hundr- uð snjótittlinga þrátt fyrir jarðbönn í efra. Bílar og fuglar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Slys | Maður slasaðist um borð í Ásgrími Halldórssyni SF frá Horna- firði í fyrradag, þegar skipið var á síldveiðum á Vopnafjarðargrunni. Að sögn skipstjórans voru skipverj- ar að taka pokann fram á síðuna, þegar svokallaður leiðari slitnaði og slóst í höfuð mannsins. Hlaut mað- urinn töluverða áverka á höfði og beinbrot og var strax siglt með hann til Vopnafjarðar og var skipið þar um kl. 22.30. Send var eftir honum flugvél frá Akureyri, sem flutti hann á gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann var í gær fluttur á almenna deild og líðan hans mun vera eftir atvikum. Karfan | Karlalið Hattar í körfu- knattleik, fyrstu deild, mætir á sunnudag kl. 16.30 liði Njarðvíkinga. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöð- inni á Egilsstöðum. Lið Hattar er í 9. sæti deildarinnar, með tvö stig eftir átta leiki. Hangikjöt brann | Illa fór á Borg- arfirði eystra á dögunum þegar reykkofi fullur af jólahangikjöti brann til kaldra kola. Missti þar hálfur annar tugur Borgfirðinga hangikjötið sitt og þykir að vonum súrt í brotið að sjá á eftir tugum góðra hangikjötsbita í eldskjaft. Neskaupstaður | Á dögunum voru ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu í Neskaupstað við hátíðlega athöfn í miðbænum. Í ár kom jólatréð frá Stavanger í Noregi, en vinabæir Fjarðabyggðar hafa skipst á að gefa sveitarfélaginu jólatré. Að sama skapi hefur skapast hefð fyrir því að Fjarðabyggð gefið vinabæ sínum í Færeyjum, Sandavogi, jólatré. Ýmsar uppákomur voru við at- höfnina, en hæst bar komu jólasvein- anna sem að þessu sinni komu með blikkandi ljósum í slökkviliðsbíl og með lögreglufylgd. Flestir voru spenntastir fyrir sveinunum, en nokkrir bílaáhugamenn höfðu þó meiri áhuga á glæsilegum slökkvi- liðsbílnum. Sveinarnir tóku lagið með börnunum og gaukuðu svo að þeim ávöxtum áður en þeir kvöddu samkomuna og héldu aftur til fjalla, enda eiga þeir ýmislegt eftir að sýsla áður en þeir fara að tínast til byggða og færa stilltum börnum glaðning í skóinn. Jólasveinar fá far með slökkviliði Kárahnjúkavirkjun | Kristín Sævars- dóttir, sölumaður hjá Icestart ehf., mátaði sig við þessa gröfu sem hafði í gær verið lagt ofan við stíflustæði Kárahnjúkavirkjunar og gröfumað- urinn sjálfsagt í kaffi. Á meðan graf- an, sem er engin smásmíði, tekur 30 tonn í skófluna, selur Kristín verk- tökunum í Kárahnjúkum voðfellda vinnugalla í stórum stíl. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þrjátíu tonn og vinnugallar          Síðumúla 34 - sími 568 6076 Stakir sófar • Stakir stólar Sófasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.