Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 32

Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 32
LANDIÐ 32 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍRSKA fyrirtækið Celtic Sea Minerals hefur ákveðið að stofna kalkþörungaverksmiðju á Bíldu- dal og er von á forsvarsmönnum fyrirtækisins í næstu viku til þess að ganga að mestu leyti frá samn- ingum. Reiknað er með að 12–14 varanleg störf skapist þegar verk- smiðjan hefur starfsemi. Töf varð á undirbúningi verk- efnisins í haust en þá ákváðu Ír- arnir að halda að sér höndum vegna versnandi markaðsað- stæðna vestan hafs. Brynjólfur Gíslason, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir ekki liggja alveg fyrir hvað sé hægt skrifa undir mikið nú en ljóst sé að hægt verði að ganga frá viljayfir- lýsingu um að ráðist verði í verkið og væntanlega einnig um námal- eyfi í Arnarfirði. Hann segir að einnig þurfi að koma til samning- ar við samgöngu- og bæjaryfir- völd um mannvirkjagerð og svo samningur milli bæjaryfirvalda og írska félagsins um hafnaraðstöðu og land. Brynjólfur tekur þó fram að mestu máli skipti að verið sé að staðfesta að ráðist verði í verkið. Ef allt gangi að óskum geti fram- kvæmdir hafist næsta vor. Nýr aðili að hefja fiskverkun Aðspurður segir Brynjólfur at- vinnuástand á Bíldudal hafa verið slæmt en nú séu horfur gjör- breyttar, bæði vegna ákvörðunar Íranna en eins vegna þess að nýr aðili sé að hefja fiskverkun á Bíldudal og sá aðili hyggist jafnvel ætla að vera með meiri umsvif en sá sem fyrir var. „Síðan er rækju- verksmiðjan að fara af stað aftur einhvern tíma rétt eftir áramótin. Á miðju þessu ári var tilkynnt að bolfiskvinnslan, Þórður Jónsson ehf., hefði sótt um greiðslustöðv- un vegna erfiðleika og eins um lokun rækjuvinnslunnar um tíma. Skömmu síðar hafi Írarnir ákveð- ið að kippa að sér höndum. Nú gerist það hálfu ári síðar að allt snýst þetta við. Áður vorum með eyrun í feninu en nú eru ilj- arnar komnar fet upp fyrir. Ég held því að það sé óhætt að full- yrða að menn séu nokkuð bjart- sýnir,“ segir Brynjólfur. Vilji til að reisa kalkþör- ungaverksmiðju á Bíldudal Umskipti í atvinnulífi fyrirsjáan- leg eftir deyfð síðustu mánuði Strandanornir | Galdra- og þjóðtrúardagur verður á bókasafninu á Hólmavík í samvinnu við Strandagaldur og Leikfélag Hólmavíkur laug- ardaginn 13. desember kl. 14. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur les upp úr bók sinni Strandanornir. Jón Jónsson jóla- sveinafræðingur leiðir gesti í allan sannleika um gömlu jólafólin og illvirki þeirra og félagar í Leik- félagi Hólmavíkur lesa þjóðsögur og skemmta sér og öðrum. Allir velkomnir, boðið upp á kaffi og piparkökur. Almannaskarð |Vegagerðin hefur boðið út gerð jarðganga undir Almannaskarð ásamt vegskálum og vegagerð. Jarðgöngin verða tvíbreið, 1.146 m löng, vegskálarnir verða 162 m og vegagerð um 4,1 km. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júní 2005. Vegagerðin mun standa fyrir vettvangsskoðun 8. janúar nk. Það styttist því í að framkvæmdir hefj- ist við gangagerðina og segir á heimasíðu Horna- fjarðar að spennandi verði að aka undir en ekki yf- ir Almannaskarð. Göngin koma til með að verða mikil og góð sam- göngubót enda vegurinn yfir Almannaskarð bratt- ur og oft erfiður að vetri til. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni segir að veginum upp Skarðdal- inn verði haldið við og því geti fólk áfram notið út- sýnisins yfir Hornafjörð af Almannaskarði. Reykholt | Sparisjóður Mýrasýslu bauð til aðventutónleika í Reykholtskirkju á fimmtudagskvöldið í tilefni af 90 ára af- mæli sínu á þessu ári. Á annað hundrað manns söng í fimm kórum og einum kvart- ett og gestir voru á fjórða hundraðið. Í tilefni afmælis Sparisjóðs Mýrasýslu var valin sértök afmælisnefnd sem tók að sér að skipuleggja ýmsar uppákomur á árinu. Meðal þess sem gert hefur verið er að einn laugardag var öllum boðið frítt í sund í Sundlauginni í Borgarnesi. Þá hefur verið haldin myndlistarsýning barna og hafa myndir barna úr grunnskólum í Borg- arfirði og Snæfellsnesi skipst á að skreyta sal Sparisjóðsins við Borgarbraut í Borg- arnesi. Steinunn Ása Guðmundsdóttir skrif- stofustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin um að halda tónleika með öllum kórunum sem Sparisjóðurinn hefur styrkt í héraðinu hafi komið frá nefndinni. Ákveðið var að halda aðventutónleika og sagðist hún vera mjög ánægð með hvernig til tókst. Fullt var út úr dyrum og greini- lega ánægja meðal gesta með framtakið. Ekki spillti fyrir að í hléi var gestum boð- ið upp á kaffi og heimabakaðar smákökur sem starfsfólk Sparisjóðsins bakaði sjálft. Hver kór söng þrjú lög, en þeir voru Kirkjukór Borgarneskirkju, Kammerkór Vesturlands, Freyjukórinn, Samkór Mýra- manna og Karlakórinn Söngbræður auk kvartettsins Spaðafjarka. Í lok tónleikana sungu allir kórarnir saman auk þess sem þau Theodóra Þorsteinsdóttir og Snorri Hjálmarsson sungu Ó helga nótt og samein- aður kór tóku undir. Að síðustu sungu allir, bæði kórar og tónleikagestir, eitt jólalag. Söngglaðir Borgfirðingar á aðventu Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Jólastemmning: Starfsfólk Sparisjóðs Mýrasýslu bauð upp á kaffi og heimabakaðar smákökur í hléi á aðventutónleikum í Reykholtskirkju. Kórar sem sparisjóðurinn hefur styrkt sungu saman í Reykholti Þórshöfn | Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn á sér marga velunnara og segir eldra fólkið í byggð- arlaginu að gott sé að vita af þessu notalega heimili í heimabyggðinni þegar þörf verður á að- hlynningu í ellinni. Stjórn Nausts tók við myndarlegri gjöf nýverið en það var sjóður stofnaður til minningar um Maríu Jóhannsdóttur frá Syðra-Álandi í Þist- ilfirði sem lést á þessu ári. Sjóðurinn var stofn- aður á afmælisdegi Maríu með sparisjóðsinn- istæðu Leikfélags Þistilfjarðar ásamt fleiri framlögum en María var einstök driffjöður með- an félagið starfaði og vann mikið og gott starf. Félagið hefur ekki starfað um árabil og því var ákvörðun félaga að helga eignir Leikfélagsins minningu Maríu. Kristín Sigfúsdóttir frá Gunn- arsstöðum, bróðurdóttir Maríu, afhenti Birni Ingimarssyni sveitarstjóra minningargjöfina og sagði við það tækifæri að ekki væri það verra að sjóðurinn yrði notaður til menningar- og tóm- stundaiðju heimilisfólksins á Nausti en kvaða- laust af hálfu gefendanna. Björn sveitarstjóri þakkaði hlýhug í garð dval- arheimilisins og stundinni lauk með rausn- arlegum kaffiveitingum að hætti Brynhildar, matráðskonu Naustsins. Morgunblaðið/Líney Margir velunnarar: Kristín Sigfúsdóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði afhenti Birni Ingi- marssyni sveitarstjóra minningargjöfina. Minningarsjóður afhentur Nausti Grundarfjörður | Skólanefnd fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga kom saman til síns fyrsta fundar í Grund- arfirði þriðjudaginn 9. desember. Nefndina skipa tveir fulltrúar sveitar- félaga á Snæfellsnesi, þau Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði, og Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi. Þrír fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af menntamálaráðherra en þeir eru Sveinn Elínbergsson, Ólafsvík, Sig- ríður Finsen, Grundarfirði og Kjart- an Páll Einarsson, Stykkishólmi. Það verkefni bíður nefndarinnar að fara yfir umsóknir um stöðu skóla- meistara Fjölbrautaskóla Snæfell- inga en átta aðilar sóttu um stöðuna. Nefndin mun kalla umsækjendur til viðtals og síðan gera tillögu um ráðn- ingu til menntamálaráðherra sem skipar í stöðuna frá 1. janúar 2004. Teikningar að hinum nýja fjölbrauta- skóla sem rísa á í Grundarfirði eru nú til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Grundarfjarðar. Skoða má þessar teikningar á heimasíðu Grundarfjarð- ar á slóðinni http://www.grundarfjor- dur.is Fyrsti fundur Fjöl- brautaskóla Snæfellinga Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fyrsti fundur: Nýskipuð skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði, frá vinstri: Björg Ágústsdóttir, Eyþór Benediktsson, Sveinn Þ. El- inbergsson, Sigríður Finsen og Kjartan Páll Einarsson. FYRSTU jólatónleikar Friðriks Ómars og hjómsveitar í þrennra tónleika röð norðanlands voru haldnir í Félagsheimilinu Múla í Grímsey. Félags- heimilið hafði Kvenfélagið Baugur klætt í jólabúning og ljómuðu jólaljós í hverjum glugga. Ekki voru þetta einungis fyrstu tónleikar listamannanna, heldur jafnframt fyrstu jólatónleikar að því er menn telja, sem haldnir hafa verið á heimskautsbaug. Jólalög einkenndu að sjálfsögðu dagskrána og Friðrik fór sannarlega á kostum ásamt sínum mönnum. Það er mikils virði fyrir jaðarbyggð „Jólasveinalandsins“ að fá slíka gesti sem gefa jafn fallega og vel tóninn inn í jólastemmninguna.. Morgunblaðið/Helga Mattína Jólatónleikar á heimskautsbaug      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.