Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 33 Farandsýningin Carnegie ArtAward 2004 verður opnuð íListasafni Kópavogs, Gerð- arsafni, í dag. Á Carnegie Art Award-sýningunni í ár eru sýnd verk eftir 24 listamenn, þeirra á meðal eru handhafar Carnegie Art-verðlaunanna, Finninn Nina Roos sem hlaut fyrstu verðlaun, Daninn Anette H. Flensburg sem hlaut önnur verðlaun og Norðmað- urinn Olav Christopher Jenssen sem hlaut þriðju verðlaun. Finnski lista- maðurinn Elina Brotheus hlaut Carnegie-styrkinn til upprennandi listamanns. Verðlaunin voru afhent hinn 14. október sl. í Konstakadem- ien í Stokkhólmi, en þar var Carneg- ie Art Award-sýningin árið 2004 upphaflega sýnd. Listasafn Kópa- vogs, Gerðarsafn, er annar sýning- arstaðurinn á ferð hennar um Norð- urlöndin og Bretland fram í ársbyrjun 2005. Héðan fer sýningin til Kunstnernes Hus í Osló, síðan til Charlottenborg í Kaupmannahafn, þaðan til Victoria Miro Warehouse í Lundúnum og lýkur loks í Konst- hallen í Helsinki. Sýningin framvegis annað hvert ár Carnegie Art-verðlaununum var komið á fót árið 1998 á vegum nor- ræna fjárfestingarbankans Carneg- ie, til að styðja framúrskarandi lista- menn á Norðurlöndum og efla norræna samtímamálaralist. Við- burðurinn felur í sér farandsýningu valinna listaverka, skráningu sýn- ingarinnar í bókarformi og afhend- ingu Carnegie Art-verðlaunanna sem veitt eru þremur listamönnum er eiga verk á sýningunni ásamt styrk til yngri listamanns. Að sögn Ulriku Levén sýningar- stjóra var í kjölfar fimm ára starfs- tímabils Carnegie Art Award ráðist í umfangsmiklar breytingar á fram- kvæmd þessa myndlistarviðburðar. „Frá og með þessu hausti verður Carnegie Art Award-sýningin opnuð annað hvert ár, en ekki á hverju ári eins og tíðkast hefur til þessa. Með því móti er hægt að hafa sýninguna lengur uppi við í hverju landi. Í stað þess að sýna aðeins í um þrjár vikur á hverjum stað, sem er afar stuttur tími fyrir svona yfirgripsmikla sýn- ingu, verður hver sýning uppi við í um tvo mánuði. Það þýðir að mun fleirum gefst kostur á að sjá sýn- inguna, auk þess sem aukið svigrúm gefst til að skipuleggja ýmsar uppá- komur í tengslum við hana. Hér á Ís- landi verður t.d. efnt til málþings í lok janúar í samvinnu við Listasafn Kópavogs.“ Levén bendir á að samtímis hafi vinningsupphæðirnar verið tvöfald- aðar. „Þannig nema fyrstu verðlaun núna 1.000.000 sænskum krónum í stað 500.000 Skr. áður, önnur verð- laun eru núna 600.000 Skr., þriðju verðlaun 400.000 Skr. og styrkur til listamanns af yngri kynslóð 100.000 Skr. Þessi breyting er náttúrlega gríðarlega þýðingarmikil fyrir verð- launahafana sjálfa.“ Þessu til viðbótar má nefna að frá því haustið 2003 verður alþjóðlega þekktum sérfræðingi á sviði nútíma- myndlistar boðið að taka þátt í síðari fundi dómnefndar þegar ákveðið er hverji skuli hljóta myndlistarverð- launin og styrkinn. „Í ár buðum við Robert Storr, prófessor hjá New York-háskólanum, sem áður var sýningarstjóri hjá MOMA til margra ára, að sitja í dómnefndinni. Að mínu mati er afar jákvætt að fá álit svona utanaðkomandi aðila sem ekki gjörþekkir norrænt listalíf, en dómnefndin er að öðru leyti sett saman af safnstjórum frá öllum Norðurlöndunum.“ Þess má geta að fulltrúi Íslands í dómnefndinni er Halldór Björn Runólfsson, lektor við Listaháskóla Íslands, en formaður nefndarinnar er Lars Nittve, safn- stjóri Moderna Museet í Stokkhólmi og fyrrverandi forstöðumaður Tate Modern í Lundúnum. Nánari umfjöllun verður um sýn- inguna í Lesbók Morgunblaðsins á morgun. Carnegie Art Award-sýningin árið 2004 opnuð í Listasafni Kópavogs Norræn samtímamálaralist Morgunblaðið/Ásdís Starfsmaður Carnegie Art Award-sýningarinnar vinnur að uppsetningu verksins Passing fancy eftir Norðmanninn Andreas Heuch. HIN árlega Stjörnumessa verður haldin í bílverkstæðinu Bílastjörnunni við Gylfaflöt 10 í Grafarvogi í dag kl. 18.00– 20.00. Stjörnumessan er haldin að frumkvæði Grafarvogsskáld- anna og eigenda Bílastjörnunn- ar með stuðningi frá Miðgarði, fjölskylduþjónustu Reykjavík- urborgar í Grafarvogi. Fjölmennur hópur valin- kunnra listamanna mun koma þar fram með Grafarvogsskáld- in í broddi fylkingar. Grafarvogsskáldin; Sigur- björg Þrastardóttir, Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Einar Már Guðmundsson lesa úr verkum sínum. Hörður Torfason trúbador, Agnar Már Magnússon píanó- leikari og Kristjana Stefáns- dóttir jasssöngkona leika og syngja. Starfandi listamenn á Korp- úlfsstöðum; Anna Eyjólfsdótt- ir, Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Harpa Björnsdótt- ir, Kristín Geirsdóttir og Magdalena Margrét Kjartans- dóttir sýna myndlistarflæði með skjávarpa. Einnig kemur fram leyni- gestur, veitingar verða í boði Bílanausts og flugeldasýning í lok dagskrárinnar á vegum Flugeldaævintýrisins. Kynnir verður Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi. Aðgangur er ókeypis. Stjörnu- messa í Grafarvogi Langholtskirkja kl. 12 Nemenda- tónleikar á vegum Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Nemendur sem fram koma munu leika á orgel Langholts- kirkju og einnig verða flutt söng- atriði. Meðal verka eru sálmforleikir eftir Johann Sebastian Bach, verk eftir Buxtehude, trúarleg ljóð eftir Bach og terzett úr Messu eftir Schu- bert. Aðgangur er ókeypis. Listhús Ófeigs við Skólavörðu- stíg Ína Salóme sýnir. Ína útskrif- aðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var í framhaldsnámi í Sví- þjóð og Danmörku. Hennar helsta svið hefur verið innan textíls og hef- ur hún haldið fjölda einka- og sam- sýninga í gegnum árin, hér heima og erlendis. Meðal helstu verka Ínu eru klæði Hásala í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Að þessu sinni leitar Ína fanga í íslenskri náttúru og leitast við að beisla birtu og form sem þar eru og koma þeim í mynd. Ína handmálar verk sín á bómull- arklæði. Sýningin stendur til 30. desember og er opin á versl- unartíma. Félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tún- götu 7 kl. 20 Haustönn Fjölmennt- ar, menntunar og starfsendurhæf- ingar lýkur með menningarkvöldi. Rithöfundar lesa úr verkum sínum: Flosi Ólafsson, Elísabet Jökulsdótt- ir, Einar Már Guðmundsson, Íris Björg Helgadóttir og Guðný Svava Strandberg. Tryggvi Ragnarsson leikur á píanó og Ómar Bergmann gítarleikari verk eftir Jose Ferrer. Ólafur Sigurðsson leikur og syngur frumsamið lag við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Hljómsveitin Sínus leikur. Kór Fjölmenntar syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugs- dóttur. Undirleikari er Tryggvi Ragnarsson píanóleikari. Listaháskóli Íslands í Laugarnesi kl. 13 Þriðja árs nemendur mynd- listardeildar Listaháskólans opna sýningu á verkum sínum. Sýningin er aðeins opin þennan eina dag milli kl. 13 og 16. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Tveir tónlistarkennarar frá Guildhall School ofMusic and Drama í London, Sigrún Sæv-arsdóttir og Paul Griffiths, eru nú staddir hér á landi á vegum Listaháskóla Íslands og halda námskeið fyrir nemendur kennaradeilda, með þátt- töku 11 og 15 ára barna úr Smáraskóla, 11 ára barna í Öskjuhlíðarskóla og hljóðfæranema við Nýja tónlistarskólann. Í námskeiðinu felst að kenn- aranemunum er leiðbeint með það hvernig virkja má grunnskólanemendur jafnt sem tónlistarskóla- nemendur í sköpun eigin tónlistar og sameiginlegri tónlistariðkun. Það var súrrandi fjör í tónlistarstofunni í Smára- skóla þegar blaðamann bar að garði í gær, en þá var Sigrún að leiðbeina Ingibjörgu Eyþórsdóttur og fleiri kennaranemum og krakkarnir í 5. bekk skólans fylgdu þeim af einbeittum áhuga á alls kyns hljóðfæri. Hér var heilmikið tónverk í smíðum, tón- verk í þremur þáttum með flottum millikafla og sólóum, og bara eftir að búa til „intró“, – til að skapa rétta umgjörð um verkið. „Getum við ekki látið hinn kaflann koma aftur eftir sílófónana?“ segir lítil táta, en félagi hennar stingur upp á því að hljóðfærin fái öll að heyrast að- eins alein í verkinu, svo að pabbar og mömmur og vinirnir í skólanum sem koma á tónleikana á morg- un heyri vel í öllum hljóðfærunum. Ingibjörg stjórnar flutningnum af músíkalskri röggsemi, en Sigrún aðstoðar krakkana við að telja í og koma inn á réttum stað. Paul Griffiths gefur grúvið á rytm- agítar og krakkarnir spila listavel. Þau Paul Griffiths og Sigrún Sævarsdóttir kenna bæði við tónlistarskólann virta, Guildhall School of Music and Drama í London, og eru þar með svipuð námskeið bæði fyrir undergraduate nema og postgraduate nema. Paul er gítarleikari og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum en fór að sinna kennslu eftir 20 ára hljómsveitarleik, og hefur beitt þessum kennsluaðferðum á fólk á öllum aldri og með mismikla tónlistarkunnáttu. Sigrún hélt til framhaldsnáms við skólann eftir að hafa útskrifast úr blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík, en að námi loknu hefur hún sinnt kennslu við Guildhall. Þau Paul Griffiths leggja áherslu á að bæði kennaranemarnir og nemendur þeirra vinni með þeim, en ekki fyrir þau, og hafi sitt að segja um hvernig tónsmíðinni vindur fram. Allir eru hvattir til að leggja fram hugmyndir, og þær eru mátaðar og prófaðar, þar til skemmtilegustu lausnirnar verða til. „Við biðjum nemana okkar í Listaháskól- anum jafnt um að leggja til hugmyndir og grunn- skólakrakkana. Það er mjög mikilvægt að allir geti fundið sig eiga eitthvað í þessu. Meðan við erum að semja tónlistina erum við um leið að kenna heil- mikið um tónlist, án þess að það sé nefnt sér- staklega. Þau eru til dæmis að vinna með talsvert flókna rytma og það er margt í gangi í einu, þannig að þetta getur orðið ansi flókið. Við kennum þetta allt eftir eyranu, – engin blöð og engar bækur, og allir þurfa því að kunna strúktúrinn fyrir allt verk- ið. En við höfum líka verið að kenna þeim lög, og að semja eigin lög. Það er vel hægt að fá fólk sem ekk- ert veit um tónlist til að gera ótrúlega flókna hluti – bara ef efnið er rétt kynnt. Ef maður tekur þetta í smáum skrefum og byggir þetta á hraða sem krakkarnir ráða við getur lokatakmarkið orðið ótrúlegt. Krakkarnir vita ekkert að það er erfitt að syngja í röddum, eða spila öll þessi „breik“, – en þau gera það bara, af því að þau hafa raddir og eyru.“ Námskeiðið í Listaháskólanum stendur í þrjár vikur, og auk þess að læra hvernig kenna má krökkum að músísera á þennan hátt læra kenn- aranemarnir ýmis praktísk undirstöðuatriði, eins og í stjórn tónlistarhópa af ýmsum gerðum. „Við erum að reyna að gefa kennaranemunum hug- myndir um hvað hægt er að gera með ólíkum hóp- um.“ Paul Griffiths tekur undir þetta og segir jafnvel hægt að skapa músík á þennan hátt með öldungum á elliheimili, – aðferðirnar eru þær sömu, en útkom- an ræðst af getu hvers hóps fyrir sig. Með krökk- unum í Nýja tónlistarskólanum hafa þau gert tals- vert flóknari hluti, því þar er um að ræða krakka með talsverða músíkmenntun að baki. Krakkarnir í Nýja tónlistarskólanum koma fram á lokatónleikum námskeiðsins í húsnæði Listahá- skólans á Sölvhólsgötu í dag kl. 18.00, ásamt kenn- aranemunum úr Listaháskólanum. Tónleikarnir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis. Aðferð fyrir alla sem hafa eyra og rödd Ungur Kópavogsbúi æfir eigið sóló á saxófón meðan Paul Griffiths skaffar rytmann á gítar. Einn, tveir…einn, tveir, þrír, fjór… Það þarf mikla einbeitingu við að leika sóló á xýlafón. Sigrún Sævarsdóttir gefur réttu innkomurnar. Morgunblaðið/Jim Smart begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.