Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 34

Morgunblaðið - 12.12.2003, Page 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTAN er óumflýjanlega skollin á við skilyrtan innvortis ilm af kertaljósum, greni og piparkökum, og „Jólin, jólin alls staðar“ sannkall- að samheiti tónleikanna er féllu í um- sagnarhlut undirritaðs síðustu helgi. Fæstir fara nema á eina til tvenna jólatónleika á ári og hugsa þar af leiðandi sjaldan um ríkjandi verk- efnaval. Eftir því sem oftar er farið fer hins vegar ekki hjá því að hug- leiða þær breytingar og nýjungar sem þó virðast smám saman læðast inn í þessa hefðbundnustu grein allra tónleikaflokka. Að hluta vegna jákvæðra, ef ekki neikvæðra, áhrifa frá linnulausu jólalagaflæði verzl- ana, er hefst orðið þegar um miðjan nóvember. Kæmi ugglaust sitthvað forvitnilegt í ljós ef jólatónleikaskrár síðari áratuga yrðu skoðaðar nánar, og er hugmyndinni hér með komið á framfæri við tónfræðinemendur í leit að fersku ritgerðarverkefni. Hin austlægasta af fjórum kirkjum Kópavogskaupstaðar, Hjallakirkja, var umgjörð jólatón- leika Samkórs Kópavogs og Ung- lingakórs Digraneskirkju á laugar- dag. Fyrst söng 40 manna Samkórinn What child is this (betur þekkt sem enska þjóðlagið Green- sleeves), þá Jólasnjór eftir Fjölni Stefánsson og loks Ó helga nótt eftir (ótilgreindan) Adolphe Adam. Ung- lingakórinn, er samanstóð af 18 stúlkum á skólaskyldualdri, söng eft- ir það Þá nýfæddur Jesú (Kirkpat- rick), Heil sért þú María (Harley) og Jólaklukkur, franskt lag frá 16. öld. Hér, sem raunar fyrr og síðar, komu viðeigandi tónhöfundar og/eða út- setjarar misvel fram af annars fal- lega uppsettri tónleikaskránni, hvað þá frumheiti laganna, þó að íslenzkir textahöfundar væru ævinlega á hreinu. Síðast fyrir hlé sungu svo Samkórinn og Unglingakórinn sam- an Nú ljóma aftur ljósin skær í út- setningu sænska kórjöfursins And- ers Öhrwall og Bjart er yfir Betlehem (Norton). Í síð- ara laginu var byrjað lús- hægt, en síðan tók við óvænt „upp-tempó“- sveifla, sem mæddi mest á Jónasi Sen við píanóið og var furðuvel af sér vik- in, þótt ekki virtist djass- stíllinn með öllu hagvanur klassískt menntuðum pí- anistanum. Eftir hlé söng Ung- lingakórinn Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó eft- ir gömlu Broadwaykemp- una Jule Styne, Hirðarnir við Betlehem (pólskt lag, útsetjara ógetið) og Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs (úts. sömuleiðis ógetið). Þá var kom- ið að stærsta verki dagsins, hinni 20 mín. löngu tónsetningu Julians Hew- letts á Sjá himins opnast hlið (In dulci jubilo) er báðir kórarnir sungu með undirleik flautu, óbós, víólu, sellós og píanós. Verkið, sem að sögn höfundar var fyrst flutt af Kór Egils- staðakirkju 1996, reyndist að mestu í n.k. nýrómantískum stíl. Það virtist fagmannlega samið og að mörgu leyti áheyrilegt, enda þótt frum- leikakröfur hljóti ávallt að vera óvægnastar þegar umbúnaður hljómar hvað kunnuglegastur, auk þess sem hljóðfærarpartarnir, ekki sízt slagharpan, kæmu ósjaldan fyrir eyru sem bráðabirgðaútgáfa fyrir stærri hljómsveit. Fór Jónas Sen þar snöfurlega með margan kröfuharðan sprett. Hvað kórana tvo áhrærir var útkoman kannski ekki alveg mark- tæk miðað við óvenjuskökk kynja- hlutföll – 47 konur á móti 11 körlum – auk þess sem hljómur þeirra var frekar daufur á veikum stöðum og hrár á þeim sterkari. Væri því ef- laust auðveldara og sanngjarnara að meta verkið við hagstæðari kring- umstæður. Að því loknu sungu kórarnir jóla- lögin Fögur er foldin og Heims um ból við almenna þátttöku tónleika- gesta. Hátíð fer að höndum ein Frágangur tónleikaskrár á að- ventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju á sunnudag var til fyrirmyndar viða- mikill og glæsilegur. Óvenjulegt er að sjá alla söngtexta úr jafnárvissu efnisvali birta á prenti, hvað þá ártöl íslenzku höfundanna (bæði laga og texta!), og hefði því sömuleiðis mátt vænta tilurðartíma laga þeirra. Tón- listin var í heild frekar létt, en engu að síður vönduð og afar fjölbreytt. Kom í samræmi við stað, stund og flytjendur varla á óvart að sjá Maríu mey sem aðalviðfangsefni í heilum fjórðaparti dagskrár. Annars var ekki sízt ánægjulegt að heyra nokk- ur íslenzk gæðaþjóðlög sem allt of lítið hefur verið flíkað í seinni tíð, þótt finna megi m.a. á jólalagaplötu Þriggja á palli er Jón Sigurðsson út- setti bráðskemmtilega fyrir meira en 30 árum. Úr 23 laga pró- grammi verður því miður að stikla á stóru. Raddsetning Hildigunnar Rúnars- dóttur á Hátíð fer að höndum ein vakti at- hygli fyrir djarfa þéttskaraða „klasak- anon“-raddfærslu 1. erindis, er kom skemmtilega út í inn- göngusöng kórsins. Sérkennilegt var að heyra hlið við hlið tvær tónsetningar þjóðvísunnar Það á að gefa börnum brauð, þ.e. íslenzka þjóðlagið (úts. Skarphéðins Þ. Hjartarsonar) og síðan hina vinsælu lýdísku keðju Jór- unnar Viðar, sem furðumargir halda enn að sé sömu ættar. Það gildir þó ekki um yngri og kliðsætari smell Jórunnar, Jól, er næst fór á eftir. Í raddsetningu Þorkels Sigurbjörns- sonar á Immanúel oss í nátt úr Hymnodiu söcru kom fyrst og skýr- ast fram helzti agnúi kórsöngsins í heild, sem virtist óþarflega þungur og gleðisnauður; e.t.v. að hluta vegna fullhægs hraðavals, þó að um 80 söngfélaga liðstyrkur kunni að hafa dregið úr svigrúmi. Þá gat hæðin, einkum á litlum styrk, stundum orð- ið 1. sópran að kverkabeini, t.a.m. í Maríukvæði Atla Heimis Sveinsson- ar, enda ekki auðmeðfarið, og í ein- staka a cappella lagi eins og Einu sinni í ættborg Davíðs eftir Gaunt- lett (radds. Willcocks) brá fyrir votti af sigi í tónstöðu. Öllu meira kom á óvart að hæðin skyldi einnig geta staðið framúrstefnuflautuvirtúósi eins og Kolbeini Bjarnasyni fyrir þrifum, er blés a.m.k. eina sárfalska toppnótu í Salzburgarlaginu Jóla- nótt (áréttuð í sama stykki sem aukalagi í lokin), auk þess sem hann hefði að ósekju mátt tjalda breiðari og klassískari legatótóni. Píanóund- irleikur Þóru Fríðu Sæmundsdóttur var í flestu öruggur, en kannski fullhlédrægur. Úr seinni hluta dagskrár mætti nefna hina frábæru pólýfónísku út- setningu Jens Rohwers á Það aldin út er sprungið og fallega sungna slesíska pílagrímssönginn Fögur er foldin. Bjart var við hæfi yfir fislétta þýzka þjóðlaginu Klukkurnar dinga- linga ling, en eitthvað skorti hins vegar upp á tign lokalagsins, Frá ljósanna hásal (Adeste Fideles / Come, all ye faithful; radds. David Willcocks), trúlega vegna ákveð- innar óeirðar. Einsöngvari og heiðursgestur kórsins var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, er söng sjö lög með kórnum og eitt sóló, Ave María Schuberts, af alkunnum glæsibrag; að vísu nokkuð yfirskyggð af bakgrunni kórs á svip- uðu tíðnisviði í Ave María (radds. Jakobs Tryggvasonar) þar sem karlakór hefði líklega farið sópr- aneinsöngvara betur. Í lokin sungu kór og áheyrendur saman Bjart er yfir Betlehem úr finnska 16. aldar sálmalagasafninu Piae Cantiones, Nóttin var sú ágæt ein eftir Kalda- lóns og, með einsöngsþátttöku Sig- rúnar, fyrrgetinn hymna, Adeste fideles. Gloria in excelsis Deo Aðventutónleikar Kirkjukórs og Stúlknakórs Grensáskirkju á sunnu- dagskvöld voru smærri í sniðum og með ívið meiri helgiblæ. Eftir snyrti- lega lipra túlkun Árna Arinbjarnar- sonar organista á glaðværu verki Buxtehudes í C-dúr, Prelúdía, fúga og chaconne, söng Kirkjukórinn fjögur lög a cappella. Fyrst tvær þjóðlagaraddsetningar, Heiðra skul- um vér Herrann Krist (Róbert A. Ottóson) og Hátíð fer að höndum ein (Jón Ásgeirsson), þá Syng, barna- hjörð (Joy to the world) Händels og loks Einu sinni í ættborg Davíðs. Þrátt fyrir manni liggur við að segja landlæga karlafæð í kórnum, þar sem t.a.m. heyrðist nánast aðeins í einum, að vísu hljómmiklum, bassa og nærri hverfandi í tenórum, tókst kórnum prýðilega og siglaust upp (öll lögin voru s.s. án undirleiks), nema hvað taktföst „eftirreiging“ í styrkmótun fjórðapartsnótna trufl- aði mann svolítið í síðasta laginu. Stúlknakór kirkjunnar var í fá- skipaðra lagi (9), aukinheldur á ung- um aldri, og þar með trúlega komnar meginskýringarnar á frekar daufum hljómi hans er hann söng við píanó- undirleik stjórnanda síns Ástríðar Haraldsdóttur þrjú jólalög í léttara kanti, Meiri snjó (Styne), Aðfanga- dagskvöld (Gunnar Þórðarson) og calypsolagið kunna um Maríu og Jesúbarnið er hér nefndist Boðskap- ur Lúkasar. Þó var sungið af bæði al- úð og einlægni, og tókst stúlkunum einna bezt upp í ágætu lagi Gunnars. Nokkru síðar sungu þær með org- anistanum við píanóið Litla jólabarn (Lille sommerfugl) Worsings ásamt Börnin sváfu sætt og rótt og Oft ég undrast úr jólakantötu eftir M.L. Takle. Þrjár söngkonur kirkjukórsins, Ingibjörg Ólafsdóttir, Hellen S. Helgadóttir og Matthildur Matthías- dóttir, sungu þar áður vel hljómandi þrísöng við orgelleik Árna í Sjá, him- ins opnast hlið (radds. Róberts A. Ottóssonar) og Ó Jesúbarn blítt eftir J.S. Bach. Næst á eftir söng Kirkju- kórinn Vögguljóð á jólum eftir Ber- lioz og kórfúgu Bachs úr Magnificat, fimm stjörnu meistaraverki hans um boðun Maríu, Sicut locutus est, er með raddskipan sinni (SSATB) hent- aði vel kvennayfirvikt kórsins. Að loknu fyrrgetnu seinna innslagi Stúlknakórsins sungu kórarnir sam- an við orgelundirleik Frá ljósanna hásal (Wade), Nú ljóma aftur ljósin skær (Köhler/Öhrwall) og Gloria in excelsis Deo, hinn seiðandi 1. þátt úr Gloria Vivaldis. Þá fór sr. Ólafur Jó- hannsson með lokaorð og bæn, og lauk síðan aðventutónleikunum með almennum söng í Fögur er foldin. Jólin, jólin alls staðar Morgunblaðið/Jim Smart Kvennakór Reykjavíkur hélt tónleika ásamt gestum í Langholtskirkju undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur síðastliðinn sunnudag. Árni Arinbjarnarson TÓNLIST Hjallakirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis jólalög; Sjá himins opnast hlið eftir Julian Michael Hewlett. Samkór Kópa- vogs u. stj. Julians M. Hewlett. Unglinga- kór Digraneskirkju u. stj. Heiðrúnar Há- konardóttur. Guðrún Birgisdóttir flauta, Eydís Franzdóttir óbó, Ásdís Runólfs- dóttir víóla, Arnþór Jónsson selló. Píanó- leikur: Julian M. Hewlett, Jónas Sen. Laugardaginn 6. desember kl. 16. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis jólalög. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an, Kolbeinn Bjarnason flauta og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó. Kvennakór Reykjavíkur u. stj. Sigrúnar Þorgeirs- dóttur. Sunnudaginn 7. desember kl. 17. Grensáskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis jólalög o.fl. Aðventutónleikar Kirkjukórs Grensáskirkju og Stúlknakórs Grensáskirkju. Stjórnendur: Árni Arin- bjarnarson og Ástríður Haraldsdóttir. Orgel/píanó: Árni Arinbjarnarson. Sunnu- daginn 7. desember kl. 20. Ríkarður Ö. Pálsson ELÍSABET Jökulsdóttir rit- höfundur og kaupmennirnir í Melabúðinni taka höndum sam- an um helgina frá föstudegi til sunnudags og verða með uppá- komu sem heitir Ást í Melabúðinni. Elísabet, sem nýverið gaf út ljóðabók- ina Vængja- hurðin – ást- arljóð, mun lesa upp í búðinni og ljóðin prýða kjötborðið. Ástarréttirnir „Kryddlegin hjörtu“ og „Unaðs Baccalao“ verða fáanlegir úr kjöt- og fisk- borðinu og hver veit nema hægt verði að kaupa ljóð eftir vigt eða ljóð fyrir afganginn. „Það er alltaf stemning í Melabúðinni sem helgast af við- móti afgreiðslufólksins og þessu dularfulla plássi sem er töfrum líkast að því leyti að þar komast vörurnar endalaust fyr- ir. Og í þessu litla plássi gefur þú þér nægan tíma. Að tala við kunningjana eða starfsfólkið, þú hittir alltaf einhvern sem þú þekkir,“ segir Elísabet. Ætla má að þetta sé í fyrsta skipti sem ástarréttir eru í boði í íslenskri matvöruverslun. Elísabet áritar og selur bók sína í Melabúðinni föstudag, laugardag og sunnudag milli kl. 16 og 19. Hún hvetur Vest- urbæinga nær og fjær til að láta sjá sig. Ást í Mela- búðinni Elísabet Jökulsdóttir HERMANN Karlsson opnar í kvöld kl. 20 sýninguna „Þú ert’ann“ í Deiglunni á Akureyri. Á sýningunni má sjá málverk sem öll eru unnin á þessu ári. Hermann útskrifaðist frá LHÍ í fyrravor og er þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin stendur til 23. desem- ber og er opin alla daga kl. 13–17. Verk eftir Hermann Karlsson. „Þú ert- ’ann“ í Deiglunni Listasafn ASÍ Ljósmyndasýningu Þórarins Ósk- ars Þórarinssonar lýkur sunnudag- inn 14. desember. Heiti sýningarinn- ar er Þórarinn Óskar og hyski hans. Sýndar eru svart-hvítar ljósmyndir sem hann hefur tekið af því nánasta í kringum um sig, eins konar fjöl- skyldualbúm sem spannar tímabilið frá 1976 og til dagsins í dag. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 13.00– 17.00 og aðgangur er ókeypis. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.