Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 36
U
ppáhaldsjólaskrautið mitt er
lítið fuglahús úr gljáandi
þunnu gleri með litlum gler-
fugli í. Húsið er silfrað með
blágrænu þaki og því stilli
ég alltaf upp ár eftir ár á sama stað, svo
ofarlega á jólatréð að enginn nái í
það. Segja má að litla fuglahúsið
hafi verið hálfgerður heiman-
mundur þar sem foreldrar mínir
gáfu mér það þegar ég flutti að heim-
an. Pabbi og mamma keyptu sér
þetta litla hús í KEA fyrstu jólin sín á
Akureyri, en þangað fluttu þau frá
Nesjavöllum upp úr seinna stríði,“
segir Ragnheiður Hreiðarsdóttir,
sem ásamt eiginmanni sínum, Bene-
dikt Grétarssyni, hefur undanfarin átta
ár rekið Jólagarðinn í Eyjafirði með dyggri
aðstoð fjögurra barna þeirra.
Segja má að jólaáhuginn sé Ragnheiði í blóð
borinn því þegar foreldrar hennar, þau Ragn-
heiður Pétursdóttir og Hreiðar heitinn Eiríks-
son, fluttu norður yfir heiðar var lítið um jóla-
skraut í verslunum. „Þá brugðu þau á það ráð
að fara að gera jólaskreytingar, sem þau seldu
úti á Akureyri til að nýta dauðann tíma á vet-
urna, en þeirra aðalatvinna var rekstur garð-
yrkjustöðvarinnar Laugarbrekku í Eyjafirði.
Þau voru því í garðyrkjunni á sumrin og í
jólabransanum á veturna.“
Skreytt á Þorláksmessu
Þó nú sé orðið í mörg horn að líta í Jóla-
garðinum, finnst Ragnheiði reksturinn
vera skemmtilegt fjölskylduhobbí. Sín
persónulegu jól segist hún halda
hefðbundin heima. Blátt bann sé
hins vegar við öllum jólaskreyting-
um á heimilinu fyrr en á Þorláks-
messukvöld, en þá sé skreytt svolítið
hressilega. „Stundum höfum við ætl-
að að breyta út af venjunni og
skreyta fyrr en ella vegna anna í
versluninni, en börnin okkar vilja
ekki hafa það. Þau vilja bara sjá jólin
heima þegar þau stíga fram úr rúminu á
aðfangadagsmorgun. Ég er alls ekki búin að
fá nóg af jólum þegar jólin renna loksins upp
enda er allt jólastússið í kringum okkur ekki
bara atvinna, heldur ekki síður áhugamál, sem
er auðvitað kostur. Mig hefur aldrei langað til
að stökkva til útlanda yfir jólin, en fer til Kanarí
um leið og þau eru búin. Öfugt við marga Ís-
lendinga, finnst mér dimmasti tími ársins rosa-
lega stuttur og svo er bara strax komin sól. Ég
er í það minnsta ekki haldin neinu skammdeg-
isþunglyndi. Það gerir jólastemningin.“
Morgunblaðið/Kristján
Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Grétarsson: Uppáhaldsjólaskrautið er lítið fuglahús
úr gljáandi þunnu gleri sem hengt er á jólatréð á um hver jól.
Fuglahúsið fylgir mér
JÓLAGARÐURINN|Ragnheiður Hreiðarsdóttir
DAGLEGT LÍF
36 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
L
itla rauða keramikkertastjakann,
sem mamma gaf mér þegar ég
var eins árs, set ég alltaf á nátt-
borðið mitt fyrir jólin þó hann sé
orðinn alveg svakalega sjúskaður.
Þessi litli stjaki stendur í mínum huga fyrir
allt það sem mér finnst jólin tákna. Það tengist
ekki síst minningum mínum um það sem
mamma mín gerði fyrir mig sem barn, en ég
held að í hugarfylgsnum mannanna leynist ein-
mitt svolítið margar minningar um undirbún-
ing mæðranna fyrir jólin og allt stressið, sem
oftar en ekki reyndist nauðsynlegur fylgi-
fiskur,“ segir Þóra Gunnarsdóttir, eigandi
Jólahússins, sem opnað var í nóvember 1998
við Smiðjuveg í Kópavogi en hefur nú flutt á
Skólavörðustíg í Reykjavík.
Þóra, sem er einkabarn, segir að upplifun
sín af jólunum hafi verið mjög sterk í æsku og
ávallt hafi hún þurft að gera mikið úr öllum
jólaundirbúningi til þess að fá notið sem best.
„Ég var t.d. lengi að undirbúa mig fyrir að-
fangadagskvöldin og lagði mikið upp úr
huggulegheitum í kringum mig, eins og ég
reyndar geri enn, en þó ég reki jólabúð er ég
alltaf heima á Þorláksmessu frá kl. 12.00 til
18.00 og hef svo bara opið á aðfangadag til kl.
13.00.“
Þrátt fyrir að hafa alist upp við þá hefð að
alls ekki mætti skreyta heima fyrir fyrr en á
Þorláksmessu, segist hún hefja sinn eigin jóla-
undirbúning í nóvemberlok. „Þá stilli ég uppá-
halds hlutunum mínum upp, svo sem spiladós-
unum mínum níu, öllu jólasveinasafninu,
gömlu krosssaumuðu löberunum frá mömmu
og tveimur antik jólatrjám. Aðaljólatréð er
hins vegar aldrei skreytt fyrr en á Þorláks-
messu. Á því er svo sem ekkert gegnumgang-
andi þema, en mér finnst jólatré eiga að vera
dálítið persónuleg og hef ég haldið mig helst
við gyllt og natur.“
Grenjandi í London
Þóra segist hafa safnað sínu persónulega
jólaskrauti á löngum tíma og heima sé hún yf-
irleitt með fínni og dýrari hluti. „Ég á mikið af
handgerðum hlutum og antik og safna frum-
myndum eftir listamenn. Dýrasti jólasveinn-
inn minn kostaði mig t.d. 50 þúsund krónur í
Ameríku. Búðarvinnan er eins og hver önnur
vinna í tískubúð. Afgreiðslufólkið á ekki fötin
sem það er að selja. Á heimilinu er aftur á móti
mitt líf. Þar er mitt skraut, mín jólatónlist og
mín lykt.
Hún segist aldrei hafa reynt að troða þessu
áhugamáli sínu upp á eiginmanninn eða dæt-
urnar tvær, sem eru nú 8 og 11 ára gamlar.
„Ég gef þeim algjörlega lausan tauminn í sam-
bandi við jólaundirbúninginn. Þær eiga sitt
eigið jólaskraut og skreyta herbergin sín eftir
eigin höfði þegar þeim hentar. Við höfum á
hinn bóginn haft þann sið að reyna að gera
eitthvað skemmtilegt saman á aðventunni og
tek ég mér þá frí frá rekstrinum.“
Þóru hefur aldrei dottið í hug að eyða jól-
unum á erlendri grundu eftir að hún guggnaði
einu sinni á námsárum í Bretlandi. „Ég ætlaði
að spara pening með því að fara ekki heim um
jólin, en hringdi svo grenjandi í mömmu tveim-
ur dögum fyrir jól og bað hana vinsamlegast
um að senda mér flugmiða á þeim forsendum
að Bretar kynnu ekki að halda jól. Ég þoli það
hins vegar vel að vera í útlöndum um áramótin
og það er svo hreint og klárt markmið hjá mér
að vera alls ekki heima um páskana enda þoli
ég þá ekki með nokkru móti.“
Skreytir yfir skítinn
Á heimili Þóru er bara ein hefð og hún er sú
að á borðum á aðfangadagskvöld skuli vera
rjúpur. „Þessi hefð virðist ætla að bresta í ár,
en það er alveg ónauðsynlegt að leggjast í kör
út af því. Við borðum bara eitthvað annað. Jól-
in koma þrátt fyrir rjúpnaskortinn. Það þarf
enginn að stressa sig á þessu. Mér finnst
nefnilega svo sorglegt að horfa upp á sumar
konur koma inn í búðina viku fyrir jól og verða
vitlausar yfir því að hafa ekki náð að gera allt,
sem þær halda að til sé ætlast af þeim. Þennan
pirring taka þær svo út á starfsfólki verslana
og stundum óska ég þess að ég gæti boðið upp
á valíum og sérrí. Ég sé aldrei stressað fólk
nema rétt fyrir jólin í Jólahúsinu.
Maður sníður sér bara stakk eftir vexti og
framkvæmir eingöngu það, sem maður kemst
yfir,“ segir Þóra og trúir blaðamanni svo að
lokum fyrir litlu leyndarmáli. „Veistu það, ég
þríf aldrei fyrir jólin. Ég bara skreyti yfir skít-
inn. Ég eyði ekki skemmtilegasta tíma ársins í
að taka loft og veggi fyrir utan það að skít-
urinn sést svo illa í skammdeginu. Ef mér er
bent á ryk í gluggakistunni minni næ ég í
grenigrein og legg yfir. Dóttir mín spurði mig
rétt fyrir jólin í fyrra hvort ég ætlaði ekki að
ryksuga lóna sem myndast hafði undir stofu-
sófanum. Ég þverneitaði og sagði henni að
þetta væri bara svona sniðugur stofusnjór.“
JÓLAHÚSIÐ|Þóra Gunnarsdóttir
Kertastjakinn
á náttborðinu
Morgunblaðið/Þorkell
Þóra Gunnarsdóttir: Með keramikkertastjak-
ann góða sem hún hefur alltaf á náttborðinu.
Þ
að er bara einn hlutur sem
kemur til greina ef ég er
spurð um uppáhalds jóla-
skrautið og það er lítil
kirkja úr járni, máluð hvít
með rauðu þaki, sem hefur fylgt mér í
tæpa hálfa öld. Hún kom fyrst inn á
heimilið þegar ég var tíu ára gömul og
ég man hvað það var spennandi að fá
að setja hana saman fyrir jólin. Svo
eftir að ég giftist og varð móðir þriggja
drengja, rifust þeir alltaf um að fá að
setja kirkjuna saman,“ segir Anne
Helen Lindsay, sem á og rekur Litlu
jólabúðina í bakhúsi við heimili sitt að
Grundarstíg 7 í Reykjavík, ásamt eig-
inmanni sínum, Gunnari Hafsteinssyni.
„Pabbi minn, John Lindsay, rak á
sínum tíma heildverslun hér í borg og
keypti þá m.a. þessa kirkju í Bretlandi,
hugðist flytja fleiri svona kirkjur inn,
en einhverra hluta vegna varð ekkert
úr því. Hægt er að setja rafmagnsljós í
kirkjuna, en sjálf nota ég sprittkerti og
stilli henni því gjarnan upp á stofu-
skenk, þangað sem litlar hendur ná
ekki til.“
Skrautið fljótt að hverfa
Anne Helen opnaði verslunina sína
fyrir tæpum tveimur árum og segist
nú orðið hafa þann háttinn á að
skreyta heimilið sitt áður en aðventan
gengur í garð enda nóg að gera í búð-
inni á þessum árstíma. Hún segist svo
sannarlega ekki búin að fá nóg af jól-
unum enda sé hún algjört jólabarn. „En þegar
ég skreyti heima hjá mér er ég eingöngu með
mitt jóladót, sem ég hef safnað á löngum tíma,
snertir mig persónulega og hefur ýmsar sögur
á bak við sig. Ég gerði t.d. smáskyssu um síð-
ustu jól þegar ég tók með mér heim styttu,
sem mér fannst svo falleg, úr búðinni og setti
inn í stofu. Þegar ég horfði svo á hana þar,
fannst mér ég vera komin í vinnuna og því
skilaði ég henni fljótlega aftur. Nú hef ég
ákveðið að það fer aldrei neitt úr minni búð
inn á mitt heimili,“ segir Anne Helen, sem
segist heima fyrir vera mikið inni á róm-
antískri jólalínu í anda Viktoríutímans. „Jóla-
tréð í stofunni er stórt og ofboðslega hlaðið og
nú ætla ég að bæta öðru litlu jólatré við í sjón-
varpsherbergið. Það hef ég aldrei gert áður.
Minn maður er reyndar ekkert rosalega hrif-
inn af öllu jóladúlleríinu í mér, en hann umber
mig í blíðu og stríðu, en er svo mjög snöggur
að taka allt jólaskrautið niður daginn eftir
þrettándann.“
LITLA JÓLABÚÐIN|Anne Helen Lindsay
Morgunblaðið/Ásdís
Anne Helen Lindsay: Með kirkjuna sem kom á heimili
foreldra hennar þegar hún var tíu ára.
Litla kirkjan með
rauða þakinu
Þrjár jólabúðir eru nú starfræktar hér
á landi árið um kring og þar er hægt að
komast í jólastemningu hvort sem sól
Jól allan ársins hring
er hátt á lofti eða ekki. Jóhanna
Ingvarsdóttir forvitnaðist um það hjá
eigendum jólabúðanna þriggja hvert
væri þeirra persónulega uppáhalds
jólaskraut sem aldrei mætti vanta
heima fyrir þegar hátíð gengi í bæ.