Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 39
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 39 2 4 6 57 R Æ S IR Við erum hér BORGART ÚN S K Ú LA T Ú N SKÚLAGATAHúsgögn Listmunir Antiksalan Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is Opið virkadaga frá kl. 10-18, laugard. kl. 11-18 Antikhúsgögn og gjafavörur Glæslegt úrval af antikhúsgögnum, borðlömpum, kertastjökum, kertum og borðdúkum. Fjölbreitt og fallegt jólaskraut. gef›u fiA‹ veitir flér Yl ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 3x xx 12 /2 00 3 Sælla er að gefa en þiggja og hvert sem tilefnið er þá finnurðu réttu gjöfina hjá okkur á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart. Styrkjum SOS-barnaþorpin. Þú kaupir tvær jólakúlur á 990 kr. og hengir aðra þeirra a jólatré fyrir utan Debenhams á 1. hæð í Smáralind. Allur ágóði af sölunni rennur til SOS-barnaþorpa. B orgarholtsskóli hefur í tilefni af ári fatlaðra gefið út myndbandið Mennt er máttur. Í myndbandinu er fylgst með þeim Ástrósu og Auðuni frá því þau hefja nám við sérnámsdeild Borgarholtsskóla árið 1998. Þegar Ástrós og Auðun hófu námið tók nám í sérnámsdeild að- eins tvö ár en á þeim tíma sem þau voru í skólanum lengdist það í fullt fjögurra ára framhaldsskólanám. Í lok myndarinnar er fylgst með þeg- ar þau útskrifast og fá grænar húf- ur, en stúdentarnir eru með hvítar og iðnnemar með rauðar. Bryndís Sigurjónsdóttir, aðstoð- arskólameistari í Borgarholtsskóla, sagði að myndin væri hugsuð sem kynning á framhaldsnámi fyrir fatl- aða og hvernig því væri háttað í sérnámsdeild Borgarholtsskóla en þar stunda nám seinfærir nem- endur sem sumir eru þroskaheftir. En forsendan er að þau geta öll lært hvert á sinn hátt. Myndbandið endurspeglaði líka siðferðilegan boðskap um að ekki væru allir eins, en þrátt fyrir það gætu allir átt heima í sama skóla. Fram kæmi hversu vel fatlaðir og ófatlaðir blönduðust og hversu ánægðir nemendurnir væru. Einnig að með því að blanda saman fötluðum og ófötluðum í skóla væru meiri líkur á að þeim ófötluðu, sem margir yrðu eflaust yfirmenn fyrirtækja í framtíðinni, þyki sjálfsagt að ráða fatlaða einstaklinga til starfa í fyr- irtækjum sínum. „Þegar sérnámsdeildin byrjaði létum við gera myndband, en þá tók námið aðeins tvö ár og nemendur sérnámsbrautarinnar voru svolítið einangraðir. Margt hefur breyst síðan,“ sagði Bryndís, „og þess vegna var gamla myndbandið orðið úrelt. Okkur var farið að vanta nýtt efni til að taka með okkur og kynna starfsemina hér. Það kemur mörg- um á óvart, sem hingað koma, að þetta skuli ganga svona vel. Við sem vinnum hérna erum hætt að taka eftir hverjir eru fatlaðir og hverjir ekki. Á göngunum sjáum við ungt fólk, sem klæðist allt á svipaðan hátt og er líkt í háttum. Nemendur sérnámsbrautar eru hættir að vera einangraðir eins og var í fyrstu.“ Myndina gerði Þorgeir Guð- mundsson og er hún 26 mínútur að lengd. Menntamálaráðuneytið hef- ur dreift myndinni í alla grunn- og framhaldsskóla, einnig verður hægt að nálgast hana á Náms- gagnastofnun. Skólinn hefur óskað eftir því við RÚV að myndbandið verði sýnt í sjónvarpinu nú á ári fatlaðra og vonandi verður RÚV við því. Bryndís sagði að auk þess að vera kynningarefni væri myndin kjörin sem umræðugrundvöllur um nám fatlaðra, möguleika þeirra á vinnumarkaðnum og hvernig skóla- menn og atvinnurekendur geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að sam- félag okkar verði fyrir alla.  NÁM Mennt er máttur fatlaðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.