Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 12.12.2003, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 45 m og er l viðbótar t til eftir- ráðherra- ða lengur arkið um bótar um embætti þó aldrei þ.e. við 55 með þessu yrir slíka málaþátt- hafi þeir a.m.k. ell- gnt hefur an rétt við r svo full- a á tólfta pinu. na aávinnsla ist frá því um frum- ávinnslan ögum þ.e. 6% fyrr hvert ár í embætti en síðan segir: „Í gildandi lögum eru hins vegar tvenns konar skilyrði og er þeim báðum breytt í frumvarpinu. Hið fyrra er að ráðherra þarf nú að hafa setið í eitt ár í embætti til þess að öðlast rétt til eftirlauna, en það ákvæði þykir óeðlilegt. Hið síðara er að nú er hámark eftirlauna 50%, þ.e. annað og talsvert lægra en fyrir önnur störf. Þykir því eðlilegra að hámarkið verði hið sama og fyrir þingsetu, þ.e. 70%. Núverandi há- marki ná ráðherrar eftir átta ára embættistíma (sé biðlaunatími tal- inn með), en samkvæmt frumvarp- inu yrði það rúm ellefu ár, þ.e. nærri því þrjú kjörtímabil. Þess eru ýmis dæmi að ráðherrar greiði í lífeyr- issjóð, jafnvel um árabil, samkvæmt núgildandi lögum án þess að auka réttindi sín,“ segir í skýringunum. Sú breyting verður gerð á eftir- launaréttindaávinnslu þingmanna að hún verður framvegis jöfn á hverju þingári, þ.e. 3% af þingfar- arkaupi. Er það umtalsverð breyt- ing frá gildandi fyrirkomulagi en þingmenn hafa áunnið sér eftirlaun í þrepum eftir því hversu lengi þeir hafa setið á þingi, þ.e. frá 1,7% og upp í 5%. „Réttindaávinnsla samkvæmt frumvarpinu er í samræmi við það sem almennt tíðkast nú í lífeyris- kerfinu, þ.e. jöfn allan tímann. Pró- sentan er hærri en hjá LSR sem helgast af sérstöðu hinna þjóð- kjörnu fulltrúa,“ segir í skýringum frumvarpsins. „Ávinnsla sam- kvæmt frumvarpinu er betri fyrstu árin en nokkru lakari eftir u.þ.b. tvö full kjörtímabil, átta ár. Mestu mun- ar eftir 15 ár, 5%, en síðan minnkar munurinn og jafnast eftir 18 ár. Eft- ir það er ávinnslan hagstæðari sam- kvæmt frumvarpinu.“ Eftir sem áður verður hámark eftirlaunaréttar þingmanna 70% af þingfararkaupi. Þá er gert ráð fyrir því að álags- greiðslur sem varaforsetar, for- menn þingflokka og fastanefnd fá ofan á þingfararkaup, sem er 15%, hækki í 20% og er jafnframt lagt til að þessar viðbótarlaunagreiðslur myndi rétt til eftirlauna. 95 ára reglan afnumin Myndaður er sérstakur réttur fyrir alþingismenn og ráðherra, sem gegnt hafa forystuhlutverki í stjórnmálum um langan tíma, til að hverfa af vettvangi þjóðmála og fara á eftirlaun fyrr en annars er heimilt. Eru mörkin sett við þing- menn sem hafa setið 16 ár hið minnsta á Alþingi og ráðherra sem gegnt hafa embætti í a.m.k. sex ár, að því er fram kemur í frumvarpinu. Þar segir að ljóst sé að um tiltölu- lega fáa einstaklinga sé að ræða miðað við þann fjölda sem nýtur líf- eyrisgreiðslna. Jafnframt eru sett ákvæði sem skerða þessar greiðslur fram að 65 ára aldri ef sá sem þeirra nýtur tekur við öðru starfi. Hin svokallaða 95 ára regla fyrir alþingismenn er afnumin með frum- varpinu. Almennur lífeyrisaldur þingmanna verður eftir sem áður 65 ár en sú sérregla hefur gilt um þing- menn sem eru að hætta á þingi að þeir geta hafið töku eftirlauna við 61 árs aldur. Í frumvarpinu er það ald- ursmark lækkað um eitt ár líkt og lagt er til að gildi einnig um ráð- herra. Fyrrverandi alþingismönn- um sem setið hafa á þingi samtals 16 ár eða lengur er gefinn kostur á að hverfa af vettvangi stjórnmála og fá greidd eftirlaun fyrr en áður hefur tíðkast ef þeir leita sér ekki nýrra starfa. Hámarksréttur fæst eftir 26 ára þingsetu „Ákvæðið tekur aðeins til þeirra sem setið hafa samtals 16 ár á þingi. Þingseta þarf ekki að vera samfelld. Þá má lækka hið almenna aldurs- mark eftirlauna, þ.e. 65 ára markið, um fimm ár og síðan til viðbótar um sem svarar einu ári fyrir hver tvö ár á þingi umfram 16 ár og samsvar- andi fyrir hluta úr ári. Lækkunin verður aldrei meiri en tíu ár og ald- ursmarkið því aldrei lægra en 55 ár. Hafi alþingismaður t.d. setið á þingi í 18 ár á hann samkvæmt frumvarp- inu rétt á því, láti hann af þing- mennsku, að taka eftirlaun sé hann a.m.k. 59 ára að aldri. Þegar réttur samkvæmt þessum tölulið stofnast, þ.e. eftir 16 ára þingmennsku, verð- ur hann að lágmarki fimm ár og ald- ursmarkið 60 ár. Með hliðsjón af 2. tölul. greinarinnar, þ.e. því ákvæði að alþingismaður, sem lætur af þingmennsku og er fullra 60 ára að aldri, á rétt til eftirlauna samkvæmt frumvarpinu, nýtist réttur eftir 3. tölul. þeim alþingismanni, sem vill hverfa beint af þingi og taka eftir- laun, fyrst eftir meira en 16 ára þingsetu. Hámarksréttur sam- kvæmt þessum tölulið fæst eftir 26 ára þingsetu, rúmum tveimur árum eftir að hæsta eftirlaunahlutfalli, 70%, er náð. Gæti það því nýst þeim þingmönnum til fulls sem sætu sam- fellt á þingi frá 29 ára aldri. Þeir eru hins vegar sárafáir í sögu Alþingis til þessa. Ákvæði þessa töluliðar mun því aðeins taka til fárra alþing- ismanna, þeirra sem lengst hafa átt sæti á Alþingi og að jafnaði valist til forustustarfa. Nú sem stendur hafa aðeins níu þingmenn átt sæti á Al- þingi í 16 ár eða lengur,“ segir í skýringum frumvarpsins. anna m.a. ætlað að hvetja til þátttöku í stjórnmálum num gefinn kostur ku eftirlauna fyrr Morgunblaðið/Brynjar Gauti röfugerðir hækkunar milli okkar r og það mningum. rt frá er mtakanna, r langtum ðarbreyt- kiptalönd- nnulífsins viðræðum launþega- setjast að arf tvo til ir standa þegafélag- sem voru Aðspurð- amma við- r hann of að. Samn- ndsins og usir nú um gar einum ðar. „Við r. Undir- búningur samninga var vel tíman- lega á ferðinni.“ Eftirlaunaréttindin stílbrot Efnislega um frumvarpið sjálft segir Ari Edwald að ef til vill megi finna rök fyrir ákveðnum breyting- um með hliðsjón af innbyrðis sam- anburði í þessum hópi sem þarna er fjallað um. Þannig megi segja að for- sætisráðherra, sérstaklega ef hann hafi gegnt starfinu lengi, sé að mörgu leyti í svipaðri aðstöðu og forseti Íslands. Því sé eðlilegt að hann hafi sama hlutfall og forsetinn í eftirlaun af sínum kjörum. „Að því er varðar aðra þætti frumvarpsins, eins og þeir koma mér fyrir sjónir, þá átta ég mig ekki á því á hvaða leið menn eru þegar þingmenn geta jafnvel farið á full eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir setj- ast ungir á þing. Það er algjört stíl- brot við allt sem þekkist hér í þjóð- félaginu og felur líka í sér mikið frávik frá þeirri stefnumörkun, sem ég hélt að allir vildu koma lífeyris- málunum í,“ segir Ari. Stefnumörk- unin felist í því að lífeyrisréttindi byggist á sjóðsöfnun á starfsævi líf- eyrisþegans. Skoða lífeyrisréttindi Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir alveg ljóst að ef frumvarpið verði að veruleika á næstu sólar- hringum muni samningsaðilar laun- þega setjast yfir núverandi kröfu- gerð sem er að mestu fullunnin. „Það verða breytingar á þerri kröfu- gerð. Ég ætla ekki að fullyrða á þessu augnabliki í hverju þær verða fólgnar, en ekki er langsótt að þar breytast áherslur í sambandi við líf- eyrisréttindi,“ segir Grétar. Spurður um viðbrögð stjórnmála- manna við mótmælum launþega- hreyfinganna segir Grétar að þau hafi ekki komið á óvart. „Það liggur fyrir að það er mjög rík samstaða, það er ekki annað að sjá eða heyra, um þetta frumvarp,“ og aðeins þrír af 63 þingmönnum hafi lýst því yfir, að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Hvort þeir stjórnmálaflokkar, sem eiga rætur sínar að rekja til verka- lýðshreyfingarinnar, hafi með stuðningnum komið í bakið á laun- þegum segir hann: „Í mínum huga er það deginum ljósara að stjórn- arandstaðan er algjörlega að bregð- ast í þessu máli. Það er ekki flókið í mínum huga.“ Algjörlega á móti „Ég er algjörlega á móti þessu frumvarpi,“ segir Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna og formaður BSRB. „Ég tel vissulega tímabært að endurskoða lífeyris- réttindi alþingismanna og ráðherra, og þess vegna hæstaréttardómara, en öllum þessum hópi á að sjálf- sögðu að stefna inn í þá lífeyrissjóði sem eru við lýði í landinu. Þeir standa þessum aðilum opnir.“ Hann segir að launabreytingar þingmanna eigi að vera hjá Kjara- dómi eins og Alþingi ákvarðaði. Hann sé tilbúinn að breyta því fyr- irkomulagi og taka allar launa- ákvarðanir inn í þingið en ekki sé bæði hægt að sleppa og halda. Ann- aðhvort fyrirkomulagið verði að vera. Hann segir að þingflokkur VG hafi komið saman áður en frumvarp- ið var rætt og þar hafi verið ákveðið að hver og einn þingmaður kæmist að niðurstöðu samkvæmt sinni sannfæringu. Þuríður Backman, þingmaður VG sem er meðflutn- ingsmaður frumvarpsins, komi ekki fram í nafni þingflokksins. Hún hafi sín rök og eðlilegt að hún svari fyrir þau. Aðspurður sýnist Ögmundi þetta vera sprengja inn í kjaraviðræður þó að þetta sé ekki stærsta efna- hagsákvörðun sem tekin hafi verið í íslensku þjóðfélagi í langan tíma. „Hins vegar er þetta táknrænt um pólitískar áherslur og forgangsröð- un. Það gerir mönnum gramt í geði fyrst og fremst,“ segir hann. Mörg neikvæð mál í röð Halldóra Friðjónsdóttir, formað- ur Bandalags háskólamanna, segir að viðbrögð launþegahreyfingarinn- ar, að fresta samningaviðræðum og endurskoða kröfugerð sína, mjög eðlilega. Ákvörðun um að leggja fram þetta frumvarp komi í kjölfarið á mörgum öðrum málum sem hafi haft neikvæð áhrif á verkalýðsfor- ystuna og fólk almennt. Tekur hún sem dæmi að mörg aðildarfélög BHM eru nú kölluð hvert á fætur öðru á fund vegna fyrirhugaðra hóp- uppsagna á Landspítalanum – há- skólasjúkrahúsi. Einnig eigi að af- nema sjómannaafslátt og heimila að víkja opinberum starfsmanni úr starfi án viðvörunar, svo ekki sé tal- að um vanefndir við öryrkja. „Það er allt svo taktlaust sem þeir gera,“ segir Halldóra um þingmenn. Hún segir ef til vill hægt að færa góð rök fyrir því að þingmenn eigi að geta hætt fyrr og haldið ágætum eft- irlaunum eins og frumvarpið geri ráð fyrir. Þá þurfi ekki að raða þeim í stöður hjá hinu opinbera „Í staðinn verða mögulega valdir hæfir menn til að gegna t.d. embættum forstöðu- manna ýmissa stofnana, sem því miður hefur viljað brenna við, að þingmenn hafi verið settir í til þess að þeir nái almennilegum lífeyris- réttindum,“ segir Halldóra. gðast algjörlega næstu pp í loft“ Ari Edwald Grétar Þorsteinsson Halldóra Friðjónsdóttir Ögmundur Jónasson FORMENN stjórnmálaflokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þingmenn kosna á Alþingi fá 50% álag á þing- fararkaup sitt ef frumvarp sem þingmenn allra flokka standa að um eftirlaun forseta Íslands, ráð- herra, þingmanna og hæstarétt- ardómara verður að lögum. Þetta þýðir að þingfararkaup flokks- formannanna hækkar um tæp 220 þúsund kr. á mánuði eða úr 437.777 í um 656 þúsund kr. Í greinargerð segir að með þess- ari breytingu sé verið að jafna að- stöðu forystumanna í stjórn- málum. „Breytingin mun í raun þýða að formenn stjórnarand- stöðuflokka á Alþingi fá verulega hærri greiðslur en alþingismenn almennt. Ráðherrar hafa nú um 80% álag á þingfararkaup og for- sætisráðherra nær tvöfalt þingfar- arkaup, og því þykir þessi breyt- ing hófleg,“ segir í frumvarpinu. Álag formanna þingflokka og nefnda hækkar í 525 þús. Einnig er lagt til að álag sem formenn þingflokka, formenn nefnda og varaformenn tveggja nefnda, fjárlaganefndar og utan- ríkismálanefndar, hafa verði hækkað úr 15% eins og það var ákveðið árið 1995 í 20%. Við þessa breytingu hækka laun þessara þingmanna úr rúmum 500.000 kr. á mánuði í um 525 þús. kr. Einnig eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á rétti ráðherra til biðlauna. Gert er ráð fyrir að bið- laun jafnhá ráðherralaunum verði greidd í þrjá mánuði er ráðherra lætur af störfum en hafi hann gegnt ráðherrastörfum í samfellt eitt ár eða lengur verða greidd biðlaun í sex mánuði, skv. ákvæð- um frumvarpsins. Bent er á að biðlaunaréttur ráð- herra sé miklu þrengri en bið- launaréttur alþingismanna. Er hvort tveggja að hann fylgir ekki föstum ráðherralaunum og að samkvæmt núgildnandi reglum stofnast ekki biðlaunaréttur ráð- herra fyrr en eftir tvö ár. Þykir því eðlilegt að jafnframt sé gerð leiðrétting á þessu atriði, eins og segir í frumvarpinu. Þingfararkaup formanna flokkanna hækki um 220 þúsund LAUN alþingismanna og ráðherra hækkuðu síðast með úrskurði Kjaradóms í maí síðast liðnum en þá hækkuðu launin um 18,4-19,3%. Laun dómara hækkuðu einnig um 11,1-13,3%. Var þetta í þriðja sinn á einu ári sem laun embættis- manna sem heyra undir Kjaradóm voru hækkuð. Þar áður hafði Kjaradómur úrskurðað hækkun launa þessa hóps um 7% frá síð- ustu áramótum. Með síðustu hækkuninni í maí höfðu mánaðarlaun alþingismanna hækkað alls um 93 þúsund krónur á einu ári og eru í dag eftir sein- asta úrskurð dómsins 437.777 krónur. Heildarlaun forsætisráð- herra eru rúm 871 þús. kr. og laun annarra ráðherra 785.669 kr. Eftir úrskurð Kjaradóms í maí hafði dómurinn hækkað laun al- þingismanna, ráðherra og emb- ættismanna, sem heyra undir dóm- inn, um liðlega 40% frá ársbyrjun 2000. Á sama tímabili hækkaði launavísitala um 25,9%. Í rökstuðningi Kjaradóms fyrir seinustu ákvörðun sinni um að hækka laun alþingismanna sagði: ,,Kjaradómur tók ítarlega rök- studda ákvörðun um laun þeirra á kjördag 1999 og frá þeim tíma hafa laun þeirra tekið sömu breyt- ingum og laun flestra annarra þeirra sem Kjaradómur ákvarðar laun. Með hliðsjón af þeirri breyt- ingu sem nú verður á launaákvörð- unum embættismanna telur Kjara- dómur eðlilegt, til samræmis, að taka nýja grundvallarákvörðun um launakjör þingmanna og ráð- herra. Við þá ákvörðun hefur Kjaradómur litið til þess að fella þingfararkaup að þeirri samræm- ingu sem stefnt er að með úrskurði þessum og ábyrgð og eðli starf- ans.“ Úrskurðir Kjaradóms 40% hækkun frá 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.