Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.2003, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 2003 49 MERKILEGT er það hve orða- skipti í dagsins önn geta sagt mikla sögu. Ég var í Kringlunni í síðasta mán- uði og þeir sonarsynir mínir tveir voru í Ótrúlegu búðinni svokölluðu og er svo sem ekki í frásögur færandi nema þar sem ég reikaði um þarna fyrir utan komu þar að feðgar og dreng- urinn litli bað um að fá að kaupa eitthvað í búðinni og faðirinn lét hann hafa einhverja smápeninga, sagði hon- um samt að eyða ekki öllu. Enn ítrekaði faðirinn að hann mætti bara kaupa eitthvað ódýrt og sagði svo: „Bíddu svo bara hérna, ég er að fara í vínbúðina.“ Ég sá hann svo koma til baka með a.m.k. þrjár flösk- ur í poka og drengur sagði honum hvað hann hefði keypt og hvað það hefði kostað. „Uss, allt- of dýrt – 300 krónur, maður á að fara vel með peningana sína,!!“ og með þessi spekiorð sín gekk maðurinn keikur burt með sín- ar flöskur. Undarleg var þessi orðræða öll, enn undarlegra hugarfarið að baki hjá föðurnum, hvoru tveggja sem keypt var raunar óþarft, ólíku saman að jafna þó, svo saklaust sem leikfang drengsins var á meðan alls var óvíst um afleiðingar innkaupa föðurins og á meðan faðirinn eyddi þúsundum í sinn óþarfa var drengurinn snupr- aður fyrir einhverjar þrjú hundruð krónur. Samt þótti mér þetta lýsandi dæmi um það undarlega gildismat sem svo margir hafa, þá brengluðu sjálfs- mynd sem þarna kom fram og skyldu ekki mýmörg slík dæmi vera að finna í samfélagi okkar, ekki gjörist það af sjálfu sér að aukning áfengisneyzlu er svo gífurleg ár eftir ár, þannig að áfengisframleiðendur og seljendur geta brátt farið að telja okkur Íslend- inga í „fremstu röð“ neyzluþjóða. Það er nefnilega svo einfalt að virkasta og bezta forvörnin í þessu sambandi sem svo ótalmörgu öðru gjörist heima, fjölskyldan gegnir svo þýðingarmiklu hlutverki þarna eins og í öllu, ef sú forvörn brestur er illt í efni. Við höfum nú um nokkur ár viljað vekja á þessu sérstaka athygli með sérstökum Bindindisdegi fjölskyld- unnar þar sem megináherzla hefur verið á hlutverk fjöl- skyldunnar til að vinna að því í raun sjálfsagða lífsmunstri að hafa holla og heilbrigða lífshætti í öndvegi æðst. Að þessum degi standa ýmis mann- heillasamtök og vel vit- um við það, að rödd okkar er ekki nógu sterk í æranda áfeng- isáróðursins sem alls staðar gellur í eyrum og blasir við augum, en uppgjöf er ekki til í okk- ar orðabók, því ef við látum merki heilbrigðis niður falla hver annar ætti þá að hefja það á loft. Bindindisdagur fjöl- skyldunnar var nú 29. nóvember rétt fyrir upphaf aðventu og eins og jafnan áður var aðal- áherzlan lögð á jólin og það að spilla ekki gleði barnanna um jól, áfengislaus jól hin sjálfsagða meginkrafa til foreldra. Því miður eru áskoranir um annað hvarvetna í fjölmiðlum, enda græðgi áfengisauðvaldsins þar á bak við og vitað að vel er fyrir borgað. Því meiri ástæða er til að halda vörð um börnin þannig að áfengið fái í engu spillt jólagleði þeirra eins og svo alltof mörg sorgleg dæmi eru um. Vonandi eru orðaskiptin sem vitn- að var til í upphafi og viðhorf föðurins þar ekki lýsandi dæmi um manngild- isviðhorf almennt, hvað þá jólatengd, enda skal því í engu trúað að svo sé, en víða munu þó finnast áþekk dæm- in deginum ljósari, því miður. Vinnum þannig að heilbrigðri af- stöðu, heilbrigðri hugsun í raun; að þeim dæmum fari ört fækkandi og þau verði sem fyrst útlæg gjörð. Áfengislaus jól barnanna vegna er okkar áskorun. Verðið við henni. Undarleg orðaskipti Helgi Seljan skrifar um bindindismál ’Því meiriástæða er til að halda vörð um börnin þannig að áfengið fái í engu spillt jóla- gleði þeirra.‘ Helgi Seljan Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 31 31 12 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 1.500.000.000 kr. 3. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 1.500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 3. flokks 2003 eru til 10 ára og greiðist höfuðstóll með einni afborgun þann 1. september 2013. Vextir greiðast á sex mánaða fresti, þann 1. mars og 1. september ár hvert í fyrsta skipti 1. mars 2004. Lokagjalddagi afborgana og vaxta 1. september 2013. Útgáfu- dagur bréfsins er 1. september 2003. Skuldabréfið ber 5,60% fasta ársvexti. Frá 1. september 2008 hækka vextir bréfsins í 6,60%. Frá og með 1. mars 2008 er útgefanda heimilt að segja upp skuldabréfaflokki þessum með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Uppsögnin tekur gildi á næsta vaxtagjalddaga. Skuldabréfin eru gefin út samkvæmt heimild í 84 gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, um víkjandi lán samkvæmt eiginfjárþætti B. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður LAIS 03 3 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 17. desember 2003. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. vefsíða www.landsbanki.is Ágætu viðskiptavinir 19. og 20. desember eru síðustu dagarnir, sem við bjóðum upp á jólahlaðborð á þessu ári. Okkur þykir leitt að hafa ekki getað tekið á móti öllum sem vildu koma til okkar, en bendum viðskiptavinum okkar á að við tökum nú þegar við forpöntunum fyrir jólahlaðborð á árinu 2004. Við óskum viðskiptavinum okkar öllum farsæls jólaundirbúnings og gleðilegra jóla. Starfsfólk Hótels Rangár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.